Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985.
29
Peningamarkaður
Sandkorn
Sandkorn
Innián með sérkjörum
Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyr-
ir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður
þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða
fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður
með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með ‘
3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru,
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þríggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lifeyri frá líf-
eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Vextir eru29% og ársávöxtun 29%.
Sérbék fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast
síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem
innstæða er óhreyfð, upp í 33% eftir níu
mánuði. Ársávöxtun getur orðið 33,5%.
Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin með'34% nafnvöxtum og 34% ársá-
vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir
um áramót og þá bornir saman við vexti af
þriggja mánaða verðtryggðum reikningum.
Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á-
vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
18 mánaðar sparireikningur er með 36%
nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun. Misseris-
lega er ávöxtun á 6 mánaða verðtryggðum
reikningi borin saman við óverðtryggða á-
vöxtun jæssa reiknings. Við vaxtafærslu
gildir sú ávöxtunin sem hærri reynist.
Iðnaðarbankiun: Á tvo reikninga í
bankanum fæst IB-bðnus. Overðtryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn-
vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3,5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega
30. júm' og 31. desember.
Landsbankinn: Kiörbók er óbundin með
34% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára-
mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins
vegar bornir saman við ávöxtun á 3ja mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri
er ipismuninum bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtum en almenn sparisjýðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyfu tvo mánuði eða
lengur.
Samvmnubankinn: Inniegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu
2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn
25%, 5 mánuðinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%.
Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31%.
Sé tekið út standa vextir þess tímabils það'
næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er33,4%.
Vextir eru bornir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Ábét eru annaöhvort 1% og full verðtrygging,
eins og á 3ja mán. verðtryggöum spari-
reikningi eða ná 34,6% ársávöxtun, án verð-
tryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð.
Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda f jögur vaxtatímabil
á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí-september,
október-desember. I loks hvers þeirra fær
óhreyfður Kaskó-reikningur vaxtauppbót
sem miðast við mánaðarlegan útreikning á
vaxtakjörum bankans og hagstæðasta á-
vöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á
óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
31,0% nafnvöxtum og 34,8% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum meðó
3,5% vöxtum.
Sé lagt inn á miðju tímabili og innstæða
látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast
uppbót allan sparnaðartímann. Ein úttekt er
leyfð á hverju tímabili án þess að vaxta-
’iDpbótin skerðist.
tbúðalánareikningur er óbundinn og meö
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200%
miöaö við sparnað með vöxtum og
verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Útlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við
fastar upphæöir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú
ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári.
Sparisjóðir: Trompreikningurinn er óbund-
inn, verðtryggöur reikningur, sem einnig ber
3,0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við
höfuðstól mánaðarlega en grunnvextir
tvisvar á ári. Á þriggja mánaða fresti er
gerður samanburður við sérstaka Tromp-
vexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem
betri eru. Trompvextirnir eru nú 32% og gefa
34,36% ársávöxtun.
Rikissjóður: Spariskírteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggö og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verötryggð og með 6,71% vöxtum.
Vextir greiðast misserislega á tímabilinu,
fyrst 10. júlí síðastliðinn. Upphæðir eru 5, 10
og 100 þúsund krónur.
Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin til
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meöaltal vaxta af 6 mánaöa
verðtryggðum reikningum banka með 50% á-
lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæðir
eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskirteini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eöa 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini rikissjóðs fást í Seöia-
bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og veröbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, !ána-
upphæöir, vexti og lánstima. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuöir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti.
Biðtimi eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði
eftir aðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir uui lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
Mafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja iniii í 12 mánuði á 22%
naf nvöxtum verður linn stasðan í lok þess tíma
1.220 krónur og 22% ársvöxtun í því tilviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22%
vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex
mánuði. Þá er innstæðan komin í 1.110 krónur
og á þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex
mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10
og ársávöxtun 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,5% í mánuði eða 42% á
ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,1166%.
Vísitölur
Lánskjaravisitala i ágúst er 1204 stig en hún
var 1178 stig í júlí. Miðað er við 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1985,
ijúlí-september, er 216 stig á grunninum 100 í
ianúar 1983, en 3204 stig á grunni síðan 1975.
VEXTIR BANKA OG SPARISJÚÐA1%)
INNIÁN MEO SÉRKJÖRUM
SJA sérlista
INNLÁN ðVERÐTRYGGÐ
sparisjöosbækur
SPARIREIKNINGAR
SPARNADUR LANSRÉTTUR
Úbundm nnstsða
3ja mánaAa uppsogn
6 mánaöa uppsogn
12 mánaöa uppsogn
18 ménada uppsogn
Sparaö 3 5 mánuöi
Sparaö 6 mán. og me*a j 29.0
INNLANSSKlRTEINI T16 mánaóa
TÉKKAREIKNINGAR Avisanafeiltrangar HlaupareAiangar
INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIRílKNINGAR 3«a mánaöa uppsogn 6 mánaAa uppsogn
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríhfadolarar Sterimgspund Vestur þýsh mdrlt Danskar krónur
UTLÁN OVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR Iforvextxl
VHJSKIPTAVlXLAR ALMENN SKULOABRÉF VIDSKIPTASKULOABRÉF Uotvexttl
HLAUPAREIKNINGAR Yfvdráttuf
UTLÁN verotryggð SKULDABRÉF Aó 2 1/2 ári Lengn en 2 1/2 ár
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU VEGNAINNANLANDSSOLU VEGNA UTFLUTNINGS SDR reiknvnynt
11 ll i! si 1 s íi S & 11 íi ii cS s 1 & il li
22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
25.0 26,6 25.0 25.0 23.0 23.0 25,0 23.0 25.0 25.0
31.0 33,4 30.0 28,0 32.0 30.0 29,0 31.0 28.0
32,0 34.6 32.0 31.0 32.0
36,0 39,2 36.0
25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
29,0 26.0 23,0 29,0 28,0
28,0 30,0 28.0 28.0
17,0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0
10,0 10,0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0
2.0 1.5 1.0 1.0 1,0 1.0 1.0 2.0 1.0
3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0
8,0 8.0 7,5 8.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
5.0 4.5 4.25 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0
10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
30,0 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0. 30,0
30.0H 31.0 31,0 kg 31.0 kg •<g kg 31,0
32.021 32,0 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0
33,511 33.5 •<9 33.5 kg kg *g 33.5
31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 31,5 31,5 31.5 31.5
4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
26.25 26.25 26,25 26,25 26.25 26.25 26,25 26,25 26.25
9,75 9.75 9,75 9.75 9.75 9,75 9.75 9.75 9.75
Sumir standa í þcirri meiningu,
að allt þaö besta sé bannaö. ..
Bannaðar
myndir
Eins og flestir vita, sem
hafa verið að frýnast á
videoleigum, eru spólur
þær, sem bannaðar eru,
rækilega merktar. Það er
að sjálfsögðu Kvikmynda-
eftirlitið sem skoðar þær
og ákveður hverjar skulí
bannaðar iunan 12 ára og
hverjar innan 16.
En ekki er nú víst að
alveg sé farið eftir þessum
tilmælum eftirlitsins á leig-
unum.
Við fréttum á dögunum af
ellefu ára polla sem langaði
til að sjá tiltekna unglinga-
mynd. Þegar hann kom á
leiguna reyndist myndin
vera í útláni.
Snáðinn spurði því kon-
una sem var að afgreiða
hvort hún ætti ckki góða
spólu í stað unglingamynd-
arinnar.
Jú, jú, konan hélt nú það,
vatt scr að einum rekkan-
um og náði i spólu. Drengur
tók hana glaður í bragði og
trítlaði heim. En þegar til
átti að taka reyndist vera
um örgustu slagsmála-
mynd að ræða. Báru þvílík-
ar ógnir fyrir augu á
skerminum, að blóðrennslið
i sláturhúsi um háannatím-
ann bliknaði við hliöina á
þeim.
Vitaskuld var spólan sú
arna merkt í bak og fyrir,
þar sem sagði að hún væri
bönnuð iunan sextán. En
videoleigan fékk sinn 150
kall í þetta skipti.
Litli kjafta-
skúmurinn
Sveinn hafði lengi barist
við að fá stöðuhækkun hjá
fyrirtækinu. Og nú átti
dæmið að ganga upp, þvi
forstjórinn var mættur til
kvöldverðar heima hjá hon-
um.
Þegar allir voru sestir til
borðs og byrjaðir að gæða
sér á steikinni, sagði litli
sonur Sveins allt í einu:
„Pabbi, er þetta kjöt af
tarfi-sem við erum að borða
núna?”
„Nei, litli vinur, þetta er
svínakjöt,” sagði faðirinn
alúölega. „Af hverju spyrðu
annars?”
„Eg heyrði þig segja við
mömmu að gamlí tarfurinn
yrði í mat í kvöld. .
Vinna eins
og munkar...
1 nýjasta Eystrahorni,
sem gefið er út á Höfn í
Jóhann Þórir á Höfn fyrir
skömmu.
Ekki vitum við hvort rollan, scm
glittir í hinum megin við ána, er
flokksbundin. En hún virðist
ekki síður ánægð með tilveruna
en Össur ritstjóri.
Hornafirði, er hressilegt
viðtal við Jóhann Þóri Jóns-
son skákfrömuð. Var viðtal-
ið tekið þegar hann kom við
á Höfn á leið sinni til Djúpa-
vogs, þar sem 33. helgar-
skákmótið verður haldiö
innan tíðar.
í viðtalinu kemur Jóhann
Þórir víða við, ræðir meðal
annars um almenna
frammistöðu skákmanna:
„Strákar eru oft mjög
efnilegir upp að þrettáu,
fjórtán ára aldri. Fram að
þeim tíma vinna þeir að
skákinni eins og munkar. . .
Eu oft breytist lífið eins og
hendi sé veifað. Munkakufl-
inn hrekkur af mönnum og
stúlkur og samkvæmislíf
verða áhugamál númer
eitt, skákin kemur þar á eft-
ir og útkoman verður góður
gutlari. ..”
Og það eru fleiri gildrur í
heimi skáklistarinnar, eins
og fram kemur í viðtalinu:
„Menn verða að geta lifað
áhyggjulausu lífi. í því felst
auðvitað að menn mega
ekki kvænast. Þá fer allt í
það stúss...”
Ritstjóri
á veiðum
Það brá mörgum alþýðu-
bandalagsmanninum í brún
þegar leyniskýrsla „mæðra-
nefndar var gerð opinber á
dögunum. Niðurstöður
nefndarinnar voru nefni-
lega í stuttu máli þær að Al-
þýðubandalagið væri stein-
geldur flokkur og staðnað-
ur. Hvorki meira né minna.
Herma fregnir að alla-
ballar hafi víða fundað um
helgina og rætt þessi ótíð-
indi. Viti flokkstopparnir
ekki í hvorn fótinn þeir eigi
að stíga í þessari vanda-
sömu stöðu.
En einn er sá sem lét sér
hvergi bregða. Það er Öss-
ur Skarphéðinsson, ritstjóri
Þjóðviljans. t stað þess að
sveitast í málefnum deyj-
andíflokks sinnti hann öðr-
um skemmtilegri verkefn-
um. Ritstjórinn brá sér
sumsé í veiðitúr um helgina
og heimsótti Laxá og
Bæjará í Reykhólasveit.
Mun hann bara hafa fiskað
sæmilcga, enda doktor í
fiskifræðum.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
1) Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskulda
bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi hjá þeim
bönkum sem merkt er við með kg, einnig hjá
sparisjóðunum í Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavik
og hjá Sparisjóði Reykjavikur.
2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskila-
lána er 2% á ári, bæði á óverðtryggð og
verðtryggð lán, nema i Alþýðubankanum og
Verskinarbankanum.
DANSSKOU
Dansinn er hoíí hreyfing
fyrir aila aldurshópa, börn,
unglinga og fullorðna.
Aldur er aukaatridi.
Við kennum alla almenna
samkvæmisdansa, fyrsta
flokks tilsögn.
Innritun er hafin.
Hringið og leitið nánari
upplýsinga.
FID
Félag islenskra danskennara
SIGURÐAR HAKONARSONAR
MJÐBREKKU17. KDPAVOGI SÍMI: 40020