Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
FLESTIR OANÆGÐIR MEÐ
VIÐSKIPTABANN Á S-AFRÍKU
Óvinsælli með hverju árinu.
Bandaríkjastjórn lýsti yfir tak-
mörkuöu viöskiptabanni á Suöur-
Afríku í gær. Bæði stjórn hvíta minni-
hlutans í Pretoríu og talsmenn svarta
meirihlutans í Suöur-Afríku lýstu sig
ónægöa með bannið.
Meöal refsiaögeröa Bandaríkja-
manna er bann á sölu tölva til hers og
lögreglu Suður-Afríku, og bann á lán
nema þau sem nauðsynleg eru til aö
bæta efnahagsaöstæöur, heilsugæslu
og menntun allra kynstofna landsins.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti er
talinn hafa sett þetta takmarkaöa við-
skiptabann á til aö foröast strangari
refsiaðgeröir sem Bandaríkjaþing var
aö deila um.
Mitterrand óvinsæll
Ný skoöanakönnun sýnir aö vinsæld-
ir Francois Mitterrand Frakklandsfor-
seta hafa enn dvínaö. Nú eru 38 prósent
Frakka ánægð með hann, en í fyrra
var talan 40 prósent.
Könnunin sýndi einnig aö vinsældir
forsætisráöherrans, Laurents Fabius,
fara minnkandi. Hann voru 53 prósent
Frakka ánægö meö í fyrra, en 47 pró-
sent nú.
Viðmælendur voru hins vegar
ánægöir með Michel Rocard sem sagöi
af sér embætti landbúnaöarráöherra í
apríl vegna ágreinings yfir ákvöröun
stjórnarinnar aö innleiöa hlutfalls-
kosningar. Hann er talinn líklegur for-
setaframbjóðandi áriö 1988.
Tveggja manna leitað
vegna morðs á vítisengli
Frá Gissuri Pálssyni, fréttaritara DV í
Álaborg:
Morðdeild dönsku lögreglunnar leit-
ar nú tveggja manna úr undirheimum
Kaupmannahafnar eftir morðiö sem
var framið seinnipart mánudags í
þessari viku. Mennirnir tveir sluppu á
braut í gömlum Volvo-bíl sem núna er
eftirlýstur um alla Danmörku.
Michael N. Nielsen var bæði skotinn
með skammbyssu í hálsinn og stung-
inn með hnífi í brjóstkassann, þegar
hann kom út af veitingastaðnum Rio
Bravo á Vestervoldgade. Nielsen, sem
er meölimur vítisenglagrúppunar
Morticians frá Vanlose, var þar á ferð
meö ritara hópsins, hinum 25 ára Kim
Nielsen, og tveimur ungum stúlkum.
Lögreglan hefur sent út lýsingar af
moröingjunum.
Samkvæmt framburði vitna fóru
Michael og samferöamenn hans út aö
boröa á veitingastaðnum Rio Bravo
um níuleytið og fóru aftur tveimur
tímum seinna. Þau voru aö setja á sig
hjálmana og fara á braut á mótorhjól-
um er hópur manna umkringdi þau.
Einn stakk ritarann hnífi og annar
vopnaöur hnífi og skammbyssu miöaði
á hann um leið og honum var varpaö í
gegnum stóra rúöu á Rio Bravo. Þá
var skammbyssunni beint aö Nielsen
og skotiö í hálsinn á honum og hann
stunginn í brjóstkassann.
Danskuröryrki:
Skaut á lækninn með
afsagaðri haglabyssu
Frá Gissuri Pálssyni, fréttaritara DV í
Álaborg:
„Eg ákvað aö drepa hann til þess að‘
fá mál mitt tekiö fyrir.”
Þannig útskýröi hinn 34 ára gamli
öryrki morötilraun á lækni þeim sem
hefur annast hann síðustu árin. Þetta
óhugnanlega atvik geröist á
fimmtudag á sjúkrahúsinu í Álaborg.
63 ára gamall yfirlæknirinn Jakob
Huxby var fáum sentímetrum og
nokkrum sekúndubrotum frá dauða
sínum þegar fyrrum sjúklingur hans
skaut á hann meö afsagaöri hagla-
byssu, af tveggja metra færi.
Öryrkinn haföi skipulagt
morðtilraunina meö nokkurra daga
fyrirvara. Hann ætlaöi einnig aö drepa
tvo aöra lækna sem höföu sömuleiöis
annast hann á sínum tíma. Aöeins
yfirlæknirinn var á staðnum og
öryrkinn vissi ekki aö annar hinna
tveggja var þegar látinn og hinn var
farinn aö vinna á ööru sjúkrahúsi.
Þegar hann var 29 ára gamall lenti
hann í bílslysi. Hann var
meöhöndlaöur á sjúkrahúsinu í Ála-
borg af Jakob Husby og fleiri læknum.
Hann varö næstum því hundrað
prósent öryrki og er daglega í meöferö
á sjúkrahúsinu í Risskov.
Hann ásakaöi læknana um örorku
sína og var nýlega búinn aö kæra þá til
heilbrigöisyfirvaldanna. Þegar
kærunni var vísað frá ákvaö hann að
grípa til sinna ráöa.
Astiz drap nunnurnar
Frakkar hafa beöiö Argentínustjórn
að kanna á ný mál tveggja franskra
nunna sem hurfu í Argentínu árið 1977.
Fyrir helgi var sýnd í franska sjón-
varpinu kvikmynd um málið. 1 mynd-
inni var talaö viö fyrrum foringja í
Argentínuher. Foringinn sagöist hafa
séð nunnunum nauðgaö og þær pyntaö-
ar í sex vikur áöur en þær voru grafnar
í ómerktum gröfum fyrir utan herstöö.
Foringinn sagði að herforinginn,
sem stjórnaði pyntingunum, hefði ver-
iö Alfredo Astiz, maðurinn sem Bretar
náðu á sitt vald eftir töku Falklands-
eyja.
Astiz er núna frjáls maöur og næst-
ráðandi á litlu herskipi, en fyrir dóm-
stólum er mál gegn honum fyrir aöild
hans að hvarfi 18 ára gamallar sænskr-
ar stúlku.
P.W. Botha, forseti Suöur-Afríku,
sagði að refsiaðgeröirnar myndu
minnka möguleika Bandaríkjastjórn-
ar til aö hafa áhrif á framgang mála í
landi sínu.
. Nóbelsverðlaunahafinn Desmond
Tutu biskup sagöi að refsiaðgeröirnar
væru of mildar og aö Reagan „kæröi
sig ekki baun um svart fólk í Suður-
Afríku”.
Evrópuríki deildu í gær um ámóta
refsiaðgerðir í Lúxemborg. Utanríkis-
ráöherra Bretlands, Sir Geoffrey
Howe, lagöi áherslu á andstööu Breta
gagnvart slíkum fyrirskipuðum refsi-
aögerðum.
r r
TUTU ER OANÆGÐ-
UR MEÐ ÁKVÖRÐUN
REAGANS FORSETA
Nóbelsverölaunahafinn og suður-afr-
íski biskupinn Desmond Tutu sagðist í
viðtali viö norska útvarpið vera von-
svikinn yfir viöbrögöum erlendis viö
óeirðunum undanfarið í Suöur-Afríku.
Hann sagðist vilja strangara efna-
hagsbann á landiö. Sérstaklega væri
hann óánægöur meö Bandaríkin og
Bretland í þessu máli.
I Bandaríkjunum er þingiö um þess-
ar mundir að deila um efnahagsaö-
geröir gagnvart Suður-Afríku.
Norski skiparáöherrann svaraöi aö
norska stjórnin íhugaöi aö búa til lista
yfir öll norsk fyrirtæki sem stunduöu
viöskipti viö Suður-Afríku. Einnig
kynnu skip sem ferjuðu birgðir til Suö-
ur-Afríku að verða listuð sérstaklega.
Húsnæðisstofnun ríklsins
BREYTTUR EINDAGI UMSOKNA
UM LAN
TIL BYGGINGAFRAMKVÆMDA
Á ÁRINU 1986.
r
OVEMBER
VERÐUR EINDAGI FRAMVEGIS
í STAÐ 1. FEBRÚAR.
Þess vegna þurfa umsóknir vegna framkvæmda á árinu 1986
aö berast eigi síðar en 1. nóvember nk.
Lán þau sem um ræðir eru þessi:
- Til byggingar á íbúðum eða kaupa á íbúðum í smíðum.
- Til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða, og
dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða.
- Til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis.
- Til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði.
- Til tækninýjunga í byggingariðnaði.
Ofangreindur eindagi gildir einnig fyrir framkvæmdaaðila í
byggingariðnaði, sem vilja leggja inn bráðabirgðaumsóknir
vegna væntanlegra kaupenda.
Umsækjendur, sem eiga fullgildar lánsumsóknir hjá
stofnuninni, er borist hafa fyrir 1. febrúar 1985, en gera ekki
fokhelt fyrir 1. nóvember nk., skulu staðfesta þær sérstaklega,
ella verða þær felldar úr gildi.
Reykjavík, 4. sept. 1984
c^Húsnæðisstofnun ríkisins