Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. 13 Ný /eiö tiI endurskipu- lagningar í fyrirtækjum Það hefur löngum þótt loða við for- svarsmenn íslenskra fyrirtækja að þeir kinokuðu sér við aö taka til hendi til þess að lagfæra ýmislegt í rekstrinum. Hvort sem þessi staöhæfing er rétt eða ekki þá er hitt víst aö ýmis ljón eru oft á vegi þegar menn vilja hefja undirbúning og aögerðir til bætts reksturs. Ein slík hindrun er sú staöreynd að menn verða oft á tíðum að leita til utanaðkomandi aðila um ráð og leiðbeiningar. Enda þótt slík aðstoð sé ekkert nema sjálfsagður hlutur þá vex ýmislegt í því sambandi í augum með þeim afleiðingum að vandamál sem vitað er að þarf aö leysa eru látin kyrr liggja. Þröskuldarnir Til þess að bregöa ljósi á eitt þeirra atriöa sem veldur ofan- greindri tregöu má nefna að margir forstööumenn fyrirtækja hafa hrein- lega aldrei lært aö nýta sér utan- aðkomandi ráðgjafa. Til skamms tíma var ráðgjöf í rekstri fyrirtækja tæpast til hér á landi. Nú eru hins vegar starfandi nokkrar ráðgjafa- stofur auk tækni- og verkfræðistofa. Á þessum stofnunum starfar vaxandi f jöldi ágætlega hæfra starfs- manna sem hafa látið margt gott af sérleiða. Engu að síður hefur framkvæmda- stjórum fyrirtækja oft þótt stórt skref stigiö aö leita til slíkra ráðgjafa. Stafar það einkum af því að ráðgjafarnir þurfa aö eyða svo og svo miklum tíma í aö kynna sér aðstæður í viðkomandi fyrirtæki áður en þeir geta farið að móta tillögur til úrbóta. Þegar því er lokið eiga þeir eftir aö sannfæra talsmann þess fyrirtækis sem verið er að vinna fyrir að tillögurnar séu álitlegur kostur. Allt tekur þetta sinn tíma og kostar auk þess töluvert fé. Og enn er eftir að koma tillögunum til framkvæmda. Slíkur aðdragandi verður til þess aö menn hika einlægt og eyða miklum tíma í að láta sannfærast. Og jafnvel þótt menn geri það þá vantar oft þann eldmóð sem til þarf, með þeim afleiðingum að fram- kvæmdin dregst á langinn. M.a. af ofangreindum ástæðum ákváöu nokkur samtök atvinnurekenda aö kanna nýjar leiðir í þessum efnum. Ný leið Enda þótt íslensk fyrirtæki hafi veriö kölluð sérstaklega til sögunnar í þessu sambandi, þá vitum viö að minni og millistór fyrirtæki í ná- grannalöndunum hafa átt við sama vandamál að stríða. Því var þaö að Danska vinnuveitendasambandiö (DA) þróaði sérstakt námskeið eða öllu heldur sérstaka vinnuaöferð sem miöaöi aö því að fara nýjar leiðir í þessum efnum. Námskeið þetta hefur nú veriö haldið þar í nokkur ár og ekki of- sögum sagt aö það hefur náð mikilli útbreiðslu og vinsældum. Eftir athugun hér á landi var ákveðið að fá leyfi til þess að þýða námskeiðsefniö á íslensku og halda það til reynslu hér á vegum Vinnuveitenda- sambands Islands. Námskeiðið hlaut nefnið Endurnýjun innanfrá og er þaö til marks um að endurskipu- lagning á rekstri viðkomandi fyrirtækja á rætur að rekja til niöur- staöna sem unnar eru af forsvars- mönnum þeirra sjálfra en ekki utanaðkomandi aðilum nema þá að litlu leyti. Marka sjálfir veginn Nú þegar hefur námskeiðiö verið haldið þrisvar hér á landi og 18 fyrirtæki hafa sótt þaö. Stefnt er að því að stofna e.k. stjórnunarklúbb þeirra sem sótt hafa námskeiðið og halda þannig áfram að fylgjast meö því helsta sem er að gerast í stjórnun fyrirtækja og aðlaga það fyrirtækjum sínum. Nú segja menn sem svo: „Er ekki nóg af þessum blessuðum nám- skeiðum?” Jú, rétt er það, en hér er — eins og áður er sagt — annað og meira á feröinni en venjulegt námskeiö. Það sem einkennir þetta námskeið eða þessa aðferð er eftir- farandi: — U.þ.b. 60% af námskeiðstímanum (sem er 4 dagar auk heimavinnu) er umfjöllun um vandamál eigin fyrirtækis og samning áætlunar INGÓLFUR SVERRISSON FRAMKVÆMDASTJ. MEISTARAFÉLAGS JÁRNIÐNAÐARMANNA um það sem gera þarf til þess að bæta reksturinn. — Þátttakendur verða að vera a.m.k. tveir frá hverju fyrirtæki. — Ráögjafar veita tilsögn utan nám- skeiöstímans úti í fyrirtækjunum og á námskeiðinu sjálfu. — Námskeiöiö skiptist í tvo hluta: a) einn dagur í Reykjavík, b) þrír dagar í Borgarnesi. — Þegar upp er staðið hafa þátt- takendur sjálfir samiö ítarlega framkvæmdaáætlun um þaö sem gera þarf til þess aö bæta reksturinn og hafa auk þess tileinkað sér þau vinnubrögð sem eru forsenda þess aö taka skipulega á málunum sjálfir í eigin fyrirtækjum. Reynslan Eins og áður er getiö hafa þegar hátt á annan tug íslenskra fyrirtækja sótt þetta námskeið. Ekki verður reynsla þeirra tíunduð í þessum línum en bent er á að mörg fyrirtækjanna hafa breytt rekstrinum og skorið upp umtals- verðan árangur. Aðspurður sagði t.d. einn þátttakenda aö afrakstur námskeiðsins hefði nú þegar leitt til víðtækra og jákvæðra umskipta í rekstrinum. Lag sem verður að nýta vel Fyrir skömmu slíðruðu aðilar vinnumarkaðarins vopnin. Með því gafst íslenskum fyrirtækjum ráðrúm, a.m.k. til áramóta, ‘il þess að færa ýmislegt til betri vegar í rekstrinum. Þar er vafalaust eftir miklum verömætum að slægjast sem nýta mætti til þess að auka það sem er til skipta, Þess vegna er þaö beinlínis skylda allra ábyrgra stjórnenda að nýta lagið og taka til höndum um þaö sem betur má fara. Sú staðreynd að framleiðni íslensks atvinnulífs er til jafnaðar minni en í samkeppnis- löndum okkar ætti að vera nægilega áminning en um leið ögrun til þess að ganga nú rösklega til verks. Tilgaiigur með þessum skrifum er einasti sá að vekja athygli á nýju hjálpartæki sem reynst hefur mörgum fyrirtækjum vel. Umrætt námskeið, eða öllu heldur sú aðferða- fræði sem þar er unniö eftir, er að dómi undirritaðs eitt merkasta framlag samtaka atvinnurekenda til þess aö auðvelda skjólstæðingum sínum að takast á við verkefni sem alltaf veröur að kljást við í harðri samkeppni nútíma atvinnulífs. Ingólfur Sverrisson. A „Fyrir skömmu slíðruðu aðilar vinniunarkaðarins vopnin. Með því gafst íslenskum fyrirtækium ráðrúm, a.m.k. til áramóta, til þess að færa ýmislegt til betri vegar í rekstrin- um.” Hvalveiðigleöi hæsta- réttariögmannsins Fyrir nokkru birtist pistill, ,,Af hvölum” eftir hæstaréttarlögmann einn, Harald Blöndal. Hvalapistill Haralds hefir inni að halda vægast sagt mjog hæpnar fullyrðingar, sumar meira að segja kolrangar. Er undarlegt að hæstaréttarlögmaöur setji fram skoðanir án þess að kanna ýmislegt betur sem verulegu máli skiptir til rökstuðnings skoðunum sínum. Verður látið nægja að svo stöddu að víkja eingöngu að þrem þáttum í framangreindum skrifum Haralds. 1. H.Bl. fullyrðir að hvalveiðar hafi veriö takmörkunum háöar eftir að þær hófust á ný eftir langt hlé fyrir tæpum 40 árum. Ekki útlistar H.Bl. nánar hvað hann á við með þessu. Réttarheimildir hvalveiða eru lög nr. 26/1949 sbr. 1. nr. 40/1979, og reglugerð nr. 163/1973. Fram til 1973 gilti reglugerð nr. 113/1949. Af heimildum þessum verður fátt ráðið að um verulegar takmarkanir hvalveiða hafi verið að ræða. — Þvert á móti hafi heimildir verið mjög rúmar, a.m.k. til 1973 en reglugerö frá því ári bannar veiðar á mjög sjaldgæfum hvaltegundum. Er óhætt að segja að hvalveiðifyrirtæki það sem stundaö hefir hvalveiðar með bækistöðvar sínar á Islandi hafi búið viö hagstæðustu skilyrði sem hugsast getur enda hefir það ekki þurft að óttast samkeppni af neinu tagi fyrr en ný viðhorf til náttúrugæða koma til skjalanna. 2. H.Bl. fullyrðir að íslendingar hafi sett „þegar á 19du öld lög til þess að friða hvalastofnana hér við land þegar þeir voru hætt komnir vegna ofveiði”. Rétt er að 1886 voru sett lög sem kváðu á um friðhelgi hvala nema tannhvala og smáhvala í landhelgi. Þess ber að gæta aö vinnsla hvalafurða í landi var ekki bönnuð enda færu hvalveiðar fram utan landhelgi sem þá var eingöngu 4 mílur sem „hvalfriðunarlögin” tóku til. Forsendur friðunarinnar voru- ekki ofveiði heldur töldu embættis- menn og þingmenn hvalveiðar spilla síidveiði. Nánar um þetta geta les- endur og væntanlega H.Bl. einnig, lesiö sér til, m.a. í riti dr. Þorkels Jóhannessonar sagnfræðings, „Al- þingi og atvinnumálin”, Rvík 1948, bls. 253 og áfram. Þess má og geta að stórtækasti hvalfangari sem starfaö hefir á þessu sviði, Ellefsen, kom ekki hingað fyrr en eftir setningu laganna um friöun hvala. Fullyrðing GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIDSLUMAÐUR H.Bl. verður því að teljast fráleit. 3. Og enn kemur ein af þessum dæmigerðu stílæfingum H.Bl.: „Og það er ekki fyrr en ofstækismenn hefja innrás sína í Alþjóðahvalveiði- ,ráðið og fylla vísindaráöið þar af mönnum, sem jafnvel vita ekki hvernig hvalir líta út, svo að notaö sé orðalag eins þeirra vísindamanna sem nú vinnur við rannsóknir uppi í Hvalfirði.” Svona fullyrðing er hæstaréttarlögmanni vart sæmandi. Hversu mikið er að marka yfir- lýsingu einhvers í hvalstöðinni sem lætur frá sér fara eitthvað í hita leiks meðan hæst stendur. En H.Bl. gleypir hana hráa því hún kemur ágætlega1 inn í þá tegund mál- flutnings sem hingað til hefir verið nefnd innræting ef ekki allt að því á- róður. Hins vegar er ekki minnst á setu hvalveiðiforstjórans í hval- veiðiráðinu. Það mætti velta vöngum yfir þeim áhrifum sem hagsmuna- aöilar kuniia að hafa bæði á aðra nefndarmenn og niðurstöður sem ráöið kann að komast að. I hvalveiði- ráðinu sitja nefnilega bæði vísinda- menn og ýmsir þeir sem hagsmuni kunna að hafa af áframhaldandi hvalveiðum. Guðjón Jensson. £ „Er undarlegt aö hæstaréttarlög- maður setji fram skoöanir án þess að kanna ýmislegt betur sem verulegu máli skiptir til rökstuðnings skoðunum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.