Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. 5 Eignir sjávarútvegs rýrnað um 5 milljarða síðan 1980 — segir Einar Oddur Kristjánsson, Flateyri „Viö mótmælum því ekki aö fisk- vinnslufólk hefur dregist aftur úr. Sannanlega erum við ekki samkeppnisfærir um vinnuaflið. Þaö leitar helst á alla aöra staði áöur en þaö leitar til fiskviijnslunnar,” sagöi Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri. „Viö lögðum fyrir stjórnvöld í sumar og þingmenn í öllum kjör- dæmum landsins hvernig staðan væri í fiskvinnslunni og gerðum grein fyrir því hversu óskaplega erfiö hún væri og í hvaöa voöa þetta stefndi. Viö lögðum fyrir ráöherra og þingmenn ákveönar lausnir. Síöan höfum viö ekkert heyrt frá þeim. En viö gátum ekki skilið þá öðruvísi þá en aö þeir væru í meginatriðum sammála okkur. — „I hverju liggur vandamálið? „Þaö liggja fyrir óyggjandi upplýsingar um þaö aö fiskvinnslan og sjávarútvegurinn í landinu hafi á síðustu fjórum árum verið i gífurlegum taprekstri. Þaö liggur fyrir hver skuldastaöan er og hvernig hún hefur vaxiö. Og það hefur verið reiknaö út af Vinnuveit- endasambandinu aö líklega sé þetta tala upp á 4,5 til 5,5 milljarða króna sem eignastaða sjávarútvegsins hefur versnað frá árslokum 1980 til dagsins í dag. Þaö sem viö höfum verið aö segja viö stjórnvöld er aö þetta gangi ekki lengur. Þaö er ekki hægt aö halda þessu endalaust áfram. Útflutnings- framleiöslan getur ekki haldiö áfram að tapa þannig aö það endi meö því, sem stefnir mjög víöa í og er kannski komiö annars staðar, aö eigið fjár- magn er ekkert til. Fiskvinnslan hefur margsinnis ítrekaö að þaö væru ákveðnar grund- vallarforsendur sem utflutnings- framleiðslan yröi aö búa viö. Þá höfum við bent á þaö aö gengis- fellingin ein sér dygöi okkur ákaf- lega skammt. Til þess aö hún væri raunhæf þyrfti jafnframt að stöðva innstreymi erlendra lána og sjá til þess aö við útlönd sé nokkurn veginn jafnvægi í viðskiptum. Öðruvísi færi þetta alltaf í sama horfiö.” — Mönnum hefur oröiö tíörætt um mannafla í fiskvinnslunni. „Þaö er alveg rétt. Viö höfum átt í gífurlegum erfiðleikum meö aö manna frystihúsin. Þaö fer engum Einar Oddur Kristjánsson: Mann- ekla neyðir menn til að vinna í ódýr- ari pakkningar. ofsögum af því. Það liggja fyrir um þaö upplýsingar aö fiskvinnslan er ekki samkeppnisfær um vinnuafl.” — Hefur þaö leitt til tjóns? „Auðvitað leiöir þaö til tjóns. Það liggur svo í augum uppi. Framleiðslutækin eru ekki nýtt eins og hægt er að nýta þau. I ööru lagi neyðast aðilar til þess að vinna í ódýrari pakkningar en ella ef þau væru fullnýtt. Það vantar gífurlegt vinnuafl í frystihúsin í dag,” sagöi Einar Oddur Kristjánsson. -KMU. Hætt við að 30 krónurnar f læði út í allt þjóðfélagið — segir Brynjólfur Bjarnason, Bæjarútgerð Reykjavíkur ---- » •> víkur er svipuð og víöast hvar ann- ars. Það er mikil vöntun á fólki," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur. „Einar Oddur Kristjánsson minnt- ist hér á það áöan að fiskvinnslan væri ekki samkeppnisfær um yinnu- afl. Hann fór líka inn á þaö að Sam- band fiskvinnslustöðva hefur lagt fram ítarlegar tillögur í sumar og þaö hefur síöan ekkert heyrst frá stjórnvöidum. Annaö sem ber aö hafa í huga í þessu sambandi aö mínu mati er aö sjávarútvegurinn á tslandi er yfir- leitt gerður upp á svokölluöum núli- punkti þannig aö ailar framleiöni- aukningar, sem hann nær, eru hið bráðasta af honum teknar og aörir þættir þjóðfélagsins halda áfram aö þenjast. Af hálfu fyrirtækja í sjávarútvegi hefur komið skýrt fram aö forystu- menn fyrirtækja vilja reyna að gera betur við fólkiö sem vinnur hjá þeim. Getan er hins vegar takmörkuð og þaö hefur komiö fram og því var far- iö strax eftir samningana 15. júní, þar sem var gert samkomulag viö verkalýöshreyfinguna um að taka upp sérviðræður vegna fiskvinnslu. Þá var líka gengiö á fund stjórnvalda og þeim gerö grein fyrir stöðunni. Og í dag sitjum við í þeirri stööu að það eru tvenns konar samningsatriöi sem verið er aö ræða um: Annars vegar bónusinn, sem er verið að ræða nú, og hins vegar atriöi sem samiö var um 15. júní, en þau fjöll- uöu meðal annars um aö auka at- vinnuöryggi fólks í fiskvinnslu og réyna að skilgreina sérhæft fólk í fiskvinnslu með námskeiðum og ööru þvíumiíku. I dag eru hins vegar uppi á borðinu kröfur vegna bónuss, annars vegar sem er verið að fjalia um og reyna að finna lausn á og hins vegar hinar títt- nefndu 30 krónur sem menn hafa heyrt Guömund Jóhann tala um. Þær tilheyra aö okkar mati hinum þætti Brynjólfur Bjarnason: Rekstrar- grundvöllur i sjávarútvegi hefur enn versnað frá þvi i sumar. samningaviöræðnanna sem samið var um 15. júni. Þett .i eru tvö aðskil- in mál enda hefur þaö orðiö reyndin að menn hafa víðar á landinu tekiö undir þaö að vinna að þessum bónus- samningum og eru þá ekki aö ræða um þessar 30 krónur sem eiga aö koma á tímakaup og er hætt viö aö þessar 30 krónur flæði út í allt þjóöfé- lagið og væri því tilefni til þess aö spyrja Guðmund Jóhann aö því hvort 30 krónurnar hans kæmu þá ekki til bílstjóra í steypustöövunum eöa þungavinnuvélamanna í Dagsbrún. ’ ’ — Telur þú aö vandamál fisk- vinnslunnar verði leyst án gengisfell- ingar? „Gengisfellingin er ekki ein það sem dæmiö snýst um. Þaö er ljóst hins vegar aö dollarinn, sem aðalút- flutningur okkar er skráöur í, hefur lítiö breyst ef ekki lækkaö frá til dæmis 1. júní. Síðan þá hafa hins vegar oröið kauphækkanir og ýmsar hækkanir á öðrum rekstrarliðum. Frá því aö lagöar voru fram tillögur til stjórnvalda hefur rekstrargrund- völlur í sjávarútvegi enn versnað,” sagöi Brynjólfur Bjarnason. -KMU. Tæknimenn hjá RÚV: Fá hærri laun fyrir námskeið Tæknimenn hjá Ríkisútvarpinu geta nú hækkaö um einn launaflokk hafi þeir veriö 60 stundir á námskeiöi og tvo flokka eftir 120 stundir-á námskeiði. Frá þessu var gengiö viö fjármála- ráöuneytið á dögunum. Bæði útvarpiö og sjónvarpiö eiga í miklum erfiöleik- um með aö fá tæknimenn til starfa vegna yfirboöa á hinum frjálsa mark- aöi. Mikil mannekla er hjá sjónvarpinu. Nú vantar t.d. tvo útsendingastjóra af þremur en þeir eru lykilmenn í útsend- ingum. Þá hafa fjórum af sjö starfs- mönnum í myndbandadeild sagt upp vegna óánægju meö kjörin. Oddur Gústafsson, forstöðumaöur kvikmyndadeildar, sem á sæti í stjórn Starfsmannafélags sjónvarpsins, sagði í samtali við DV að flestir tækni- menn, sem heföu starfað hjá sjónvarp- inu frá því fyrir litvæðingu, hækkuöu um tvo launaflokka viö þetta sam- komulag. Sagöist Oddur hins vegar ef- ins um aö þessi uppbót myndi leysa vanda stofnunarinnar. Hækkunin væri aðeins smámunir, eða um 800 krónur fyrir hvern launaflokk. -EH. Keppni um gerð fljótlegra, næringar- ríkra og fallegra rétta. Skila- frestur til 15. sept- ember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.