Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Page 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StiörnarformaöurogOtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14, SÍMI 686411. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HE., SÍDUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., Áskriftarver.ö á mánuði 400 kr. Verö í lausasölu virka daga 40 kr. Helgarblaö45 kr. Eyðimörk á íslandi „Ég tel ástand Grímstunguheiðar vera orðið mjög al- varlegt ogBpurning, hvort það sé orðið það slæmt, að ekki verði hægt að bæta það aftur.” Þetta sagði nýlega í blaða- viðtali Larry Rittenhouse, prófessor í stjórnun beitilanda við Colorado-háskóla í Bandaríkjunum. I viðtalinu taldi Rittenhouse nauðsynlegt að takmarka búfjárfjölda á heiðinni og útiloka beit á sumum svæðum. Síðan sagði hann: ,,Ég held þó, að ekki einu sinni þessar aðgerðir dugi til að koma í veg fyrir, að gróður haldi áfram að eyðast, þangað til heiðin verður aö verðlitlu beitilandi.” Rittenhouse er ekki eini erlendi sérfræðingurinn, sem hefur lýst áhyggjum. í doktorsritgerð Rainer Glawion við háskólann í Bochum í Vestur-Þýzkalandi er sagt, að sauð- fé sé að breyta íslenzkum afréttum í eyðimörk. Búast megi við, að 80% þeirra veröi orðnir ónýtir eftir 16 ár. Um þetta sagöi Hákon Bjarnason, fyrrum skógræktar- stjóri: „Það er ekki nokkur vafi á því, að þetta er rétt í aðalatriðum. Það er ómögulegt að reikna út tímann nákvæmlega, en þess verður ekki langt að bíða, ef obeit- inni verður fram haldið, að það verði ekkert nýtanlegt beitiland eftir.” Hinir erlendu sérfræðingar þora að segja það, sem íslenzkir starfsbræður þeirra þora ekki vegna þrýstings frá sauöfjárræktarliðinu. Hinn óhugnanlegi sannleikur er, að íslenzkur heiðagróður er að hverfa vegna ágangs sauðf jár. Landið þolir ekki álagiö. Gróðurmælingar og gróðurkortagerð íslenzkra sér- fræðinga hafa einnig bent í sömu átt. En hér á landi eru menn svo hræddir við landbúnaðarmafíuna, að þeir þora ekki að segja hreinskilnislega, aö sauðfjárræktin sé að fara með ísland til f jandans. Hrun íslenzkra afrétta á síðustu áratugum stafar ekki af eldgosum eða hvassviðri. Munurinn á þessum árum og fyrri árum er, aö um margra ára skeið hefur viðgengist aö hafa um eða upp undir tvær milljónir sauðfjár á fjalli. Hin miskunnarlausa eyðilegging íslands stafar af því, að fyrir um aldarfjórðungi var komið upp sjálfvirku kerfi, þar sem ríkið tryggði sölu allra sauðfjárafurða, hversu mikið sem álagið á landið var aukið. Þetta er gert meö niðurgreiðslum og útflutningsuppbótum. Þetta kerfi er enn í fullum blóma.í sumar gerði Jón Helgason landbúnaðarherra samning fyrir hönd lands og þjóöar við forustumenn landbúnaðarins um, að fram- leiösla sauðfjárafurða mætti haldast óbreytt og að öllu leyti á kostnað ríkisins. Ráðherrann gengur ennþa laus. Eitt brýnasta framtíðarmál þjóðarinnar er aö stöðva sauðf járræktarliðið og bjarga landinu frá bráðri eyöingu. Það er hægt að gera með því að stöðva stuðning skatt- greiðenda við landráöin, hætta niðurgreiðslum, út- flutningsuppbótum og öörum styrkjum við sauðf járrækt. Mál þetta er enn brýnna fyrir þá sök, að risið hafa upp viðskiptasnillingar, sem telja sig geta selt íslenzkt dilka- kjöt á hærra veröi til Bandaríkjanna. Ef þeim tekst það, má búast við, að nýtt framleiðsluæði grípi um sig í sauð- fjárrækt og að gróðureyðing aukist hraðar en nú. Að vísu er miklvægt aö hækka útflutningsverð íslenzkra afurða og minnka þannig útflutningsuppbætur þeirra. Enn mikilvægara og raunar margfalt mikilvæg- ara er samt að viðurkenna, að sauðfjárrækt í núverandi magni er skaðleg iðja, sem étur höfuðstól íslands. Jónas Kristjánsson TÖKUM í TAUMANA — Okkur þykir þetta ákaflega leiöinlegt, en viö vissum bara hreint ekkert hvaö viö vorum aö gera! A þessa leiö mæla nú fulitrúar græn- friðunga viö atvinnulausa selveiöi- menn á Grænlandi þar sem byggöin er aö veslast upp og markaður fyrir afuröir veiöimannanna horfinn fyrir tilstilli fávísra malbiksmanna sunn- an úr álfu. Við blasir aö fornar byggöir og heil samfélög eru aö hverfa fyrir tilstilli þeirra sem töldu sig vera aö bjarga heiminum. Þaö er komiim tími til að viö ís- lendingar áttum okkur á því sem er aö gerast í þessum efnum og snúumst gegn þeirri linnulausu áróöursherferö sem vellauöug sam- tök undir yfirskini náttúruverndar halda nú uppi gegn þeim þjóöum sem byggja noröurhjarann og eiga allt sitt undir nýtingu auölinda Kjallarinn EIÐUR GUÐNASON ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝOUFLOKKINN £ „Ef viö ekki fáum aö nýta þær auölindir sem hér eru veröur ekki mögulegt aö halda uppi byggð á noröurhjaranum.” ur ekki mögulegt að halda uppi byggöá norðurhjaranum.” Þaö er ánægjulegt aö Halldór As- grímsson sjávarútvegsráöherra skuli nú hafa tekið rösklega undir þessar hugmyndir og viö megum ekki láta þar viö sitja heldur láta nú duglega í okkur heyra ef ekki á aö fara hér eins og á Grænlandi. Viö skulum vera minnug þess aö í sjón- varpi hótaöi danskur talsmaöur grænfriöunga aö samtökin kynnu aö snúa sér að fiskistofnunum, þegar þau heföu lokiö viö að friöa sel og hval. Hvaö veröur þá um líf á noröur- slóöum? Þingmannafundur á Grænlandi Seint í september veröur haldinn í Nuuk á Grænlandi fundur samstarfs- nefnda færeyskra, grænlenskra og íslenskra þingmanna. I íslensku nefndinni eiga sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Þar veröa stofnuð formleg samvinnusamtök þjóöþinga þessara þriggja eyþjóöa, sem svo margt eiga sameiginlegt. Eitt þeirra mála sem rædd veröa á þessum fundi er samvinna á borö við þá sem ég minntist á á þingi Norðurlandaráðs í vetur. Viö vitum aö áhuginn er fyrir hendi hjá P’ær- sjávarins, hvort sem þaö eru spen- dýr eöa fiskar. Of seint.. Of seint... Sú staöreynd aö fulltrúar græn- friöunga skuli nú feröast um veiði- mannabyggöirnar á Grænlandi og viöurkenna aö þeir hafi ekkert vitaö hvaö þeir voru aö gera sýnir kannske aö þeim er ekki alls varnaö. En þaö er seint séö aö þeir höföu rangt fyrir sér. Þeir sögöu aö þaö væri ljótt aö drepa sel. Hökin voru ekki önnur. Þaö eru raunar ekki rök heldur skoö- un. Vegna næstum ótakmarkaöra fjárráða þessa fólks tókst því að láta hróp sín berast um víöa veröld. Því er nú komið sem komiö er fyrir Grænlendingum. Barátta græn- friöunga hefur haft þaö í för meö sér aö þar er verið aö útrýma manninum á svæöum sem öldum saman hafa verið í byggö. Grænfriöungar hafa aö undan- förnu haft í hótunum við íslendinga. Hótunum um aö taka okkur efna- hagslegu kverkataki ef viö fylgjum löglegum rétti okkar til aö stunda takmarkaðar hvalveiöar í vísinda- skyni. Raunar er óeining komin upp innan samtakanna um þetta atriöi. Hinir skynsamari og hófsamari í hjöröinni telja hér allt of langt geng- iö. Það er trúa mín aö óeining innan samtakanna muni fara stórlega vax- andi á næstunni, einkum eftir aö í ljós kom aö öfgahópurinn, sem sótti okkur heim síðsumars, notaöi í al- gjöru heimildarleysi nöfn ýmissa samtaka undir hótunarauglýsinguna sem birt var í dagblöðum hér. Slík vinnubrögö segja margt um þaö hvers konar fólk þarna hefur vaiist til forystu. Samtök þjóðanna á norðurhjara Á þingi Noröurlandaráös í mars í vetur vakti ég máls á því í ræöu í al- men.nu umræðunum aö nú bæri brýna nauösyn til aö Norðmenn, Færeyingar, Grænlendingar og Is- lendingar hæfu samvinnu til aö verja lífshagsmuni sína í þessum efnum gegn árásum öfgamanna: „Viö skul- - \ veiðiráös^ns um limabundna slöðvun hvalveiða i ábalaskym Samkvæmt alþtóðalögum ber þvi Islendingum að virða samþykkhna um slöðvun hvahreiðf Nýverið helur vilnast, að rikissljörn Islands hyggsl veila leyli hl að drepa alll að 800 hvak á lyrslu Ijörum árum veiðihlósms Veröi al þessum veiðum. er það kuvendmg á þeirri stelnu sem Islendingar samþykktu með stuömngi sinum við slöðvun hvalveiöa Þaö yrði blygðunarlaus misnotkun á 8 grem hvalvoiðisáttmálans Irá 1946. sem veitir rikjum róll til að leyla hvalveiðar vegna rannsókna Haldið yrði álr- am hvalveiðum I ábataskym og þær kataðar „hvahreiðar i vlsmdaskyr.' (slenskir Ijólmiðlar hala llult mjóg villandi Iréttir um þetta mál T.d. var þvi haldið Iram i DV (20.07.85), að rótlur Islendmga til hvalveiða i rannsóknaskyni helði venö viöurkenndur. og samþykktur samhljóða. án atkvæðagroiðslu. i Alþjóðahvalveiðiráðmu. Það sem I aunog veru var samþykkt. var samhljóða ályktun sem varðar Islendmga og kóreu- menn sérstaklega Þar eru aðildarrikin hvött til að ..taka lillit til peirra radda i ráðinu. sem lýsl hala miklum áhyggjum at þeim rrmguleika. að hvalveiðar i visindaskyni á þvi limabili sem gelið er í qrom 10(e) [um tímabundna stöðvun veiöa), taki á sig mynd veiða I ábataskym Fjallað var um ráðgerðar veiðar Islendmga ..vegna rannsökna i visindanelnd Alþjóðahvalveiðiráðsins Samkvæmt skyrslu vísinda- netndarinnar töldu „flestir tulltrúarnir' ..að þær upplýsingar, sem kynnu að fást með fyriftiuguðum veiðum. myndu litlu bæta við nuver- andi þekkingu. í yfirtýsingu til fundar Alþjóðahvalveiðrásðins hvalti Umhverfismála- I stotnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) aðildarrikin til ,,að syna var- kárni og aðhald þegar ætlunm er, vegna rannsókna, að veiða mikmn fjölda hvala ur þeim stofnum þar sem óvissa er um ástand en visbend- mgar um að þeir hafi minnkað. - likt og farið er um stofnana við Island UNEP lagði emmg áherslu á að „slik sýnataka (þ « veiðar i vismdaskym) væn skipulógö af ýtrustu nákvæmm og emvörðungu i rannsóknaskym. án tillits til reksturs og efnahagssjónarmiða Sannarlega eigum við margt olært um hvali við Island Visindamenn Alþjóðahvalveiðiraðsms hala áit erlitt með að mela ymsa þætii sem varða hvaii og hvalveiðar vió Island vegna skons a luilnægiandi upplysmgum En úr þvi að hvalveiðar i niutiu ar hala ekki megnað að veita nægilegar upplysmgar tii að leggja viðunandi mat a astand slofn- anna. er þá nokkur áslæða lil að buasl við miklum érangn af rannsokn- um á átta hundruð hræium 1 viðbót? rugglega er hægt að bæla miklu meira við þekkingu o_______ _ hvalaslofnunum við Island með rannsóknum á lifandi hvölum, án vetða, t d með talmngurrral skipurr) og úr flugvólum. og með þvi að vinna úr þeim gðgnum sem fyrir lig§ja Vismdanefndin hefur sórstak- lega bent á. að talmngarferðir eru „mjög gagnlegar' og „hvetur til þe rra". hær rr.iklu veiðar. sem Islendingar ráðgera, myndu einmg gera að engu eitt meginmarkmið veiðihlósins; að fylgjasl með, hvaða áhrif friðumn hefur á hvalastofna Rikisstjóm Islands undirntaði samrnng við Hval hf um „hvalveiðar í visindaskym áður en vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafði hatt nokkurt tækitæri til að fjalla um rannsóknaáætlumna Viður- kennt er. að ællumn er að selja kjót og aðrar alurðir til Japans Þessar staðreyndir. ásamt þeim láránleika að bæia atta hundruð hræium við þær tugþúsundir hræja, sem þegar hala venð mæld og skoðuð, hala orðið til þess að við drögum þá ályktun. að rikisst|óm Islands og hvalút- gerðm hyggiasl halda áfram hvalveiðum i ábataskyni moð þvi aö kalla þær. hvalveiðar i visindaskym". Slikt blygðunarleysi kemur okkur m|ög á óvart Þvilikri framkomu áttum við ekki von á hjá fulltruum þjóðar. sem alkunn er tyrir heiðarleika Neðangremd samlók, með milljómr manna mnan sinna vóbanda. eru mjóg andvig tyrirhugaðri hvalveiðiáællun islenskra sljörn- valda. Verði af veiðunum, munu mörg þessarra samtaka hvetja stjórn- vold i Bandarikjunum og Evrópu lil að lakmarka mnflutning sjávara- furða Irá Islandi og takmarka veiðiheimildir til rikja. sem flytja inn afurð- ir af hvölum sem veiddir eru samkvæmt leytum trá islenskum stjörn- voidum Einmg er mögulegt, að mórg af þessum samtókum muni hvetia almenning til aö kauoa ekki fisk frá islandi. og að veitmgastaöir veröi beðmr um að hætta kaupum a islenskum liski : Við skorum a Islondmga að fara fram á það við rikissljórn Islands. að hælt verði við þessa skammsýnu tilraun til að komast hjá sam- þykki Alþjóðahvalveiðráðsms um hló á veiðum. og að slaðið verði við skuldbtndmgar Islendinga á alþjóðavettvangi af heiðarleik og akveðm Vrfi hveljum nkissljórn Islands til að afturkalla samnmgmn við Hval hl moðan það er onn hægl þe 'y™ i soptember 1985 Þannig vcróui komisl hja 'te.iuin sem veiða eng,.m t.i goðs pvi að eftir fjórlan aia þrot/ lausa barattu fynr sloðvun hvalvwða i abataskym munu natturuvrrndar- menn um heim ailan ekki lata það tapast. sem aunmst hefur Við þokkum lcsendum athygima Ch DeH.n*. iSv.pfOöi »mm» Diurlortoii iSv.pjOðl HðOOa vatarna lovrpjm.) Svansna Naiuui>yðOsioi»i>'ngen iSv.Þjoíi Fantnoiogerna (Sv.Þfóöl Norsk Liga tor Dyrs Rellgheler lNoreg.1 Natur og Ungdom (Noreg.) No-O.iv Fo-enmg u Bes*»neise a' Havp..iir- Dan-ro-Vu SvDroð og No-eq-l Naiuu- S M'Wu iHo"an<M Fauna arol Fto-a Pieservaum Socwiy iBiei. Fnends ol Ife Earlii' B-etiaroto Inle-nalKmal Fund toi An.ma. Wei'a.e UFAV Manne Consenialion Sociely iBieiiamJo Floyal Sooety tot Ihe Pievemmn ol Cruelly to Aromals (RSPCAi .Bieliandil Wond Soc-ely toi the Picnectmn ol Aroma;s (WSPA) i0ieiiam*| Wond Soc-ety toi Ihe PioiecKm oi Anma:s v-wnos o- me Whales iBaroJa'ik(unum| (WSPA) (B-eliand.1 The Whato Cente- (Banoe-.l.|unumj Soc.ery lo. Aromai Pioleciive LegisUlmn (BaroJan»|unum, De'endeis ol WildMe (Bandankiunum) „Þaö er trúa min að óeining innan samtakanna muni fara stórlega vaxandi á næstunni, einkum eftir aö i Ijós kom að öfgahópurinn, sem sótti okkur heim siðsumars, notaði i algjöru heimildarleysi nöfn ýmissa samtaka undir hótunarauglýsinguna sem birt var i dagblöðum hér.” um i sameiningu skýra okkar mál- stað og leggja fram rök studd vísindalegum staðreyndum. Við megum ekki láta öfgamennina ein- oka umræðuna. Ef við ekki fáum að nýta þær auðlindir sem hér eru verð- eyingum og Grænlendingum. Þaö er ekki eftir neinu að bíða. Við höfum alltof lengi látiö öfgamenn vaða uppi. Nú skulum við taka i taumana. Það er tími til kominn. EiöurGuönason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.