Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. 17' íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Br United. Einn litríkasti knatt- illdórs er nœr öruggt aö hann unnudag. „98% öruggt að Dennis Law mætir” — segir Halldór „Henson” Einarsson. Uppskeruhátíð knattspyrnumanna í Broadway á sunnudag. Þar verður valinn besti og efnilegasti leikmaður ársins „Jú, þaö er 98% öruggt að Dennis Law kemur hingað sem heiðursgestur á lokahóf knattspyrnumanna sem haldið verður á Broadway næstkom- andi sunnudag. Við höfum undanfarna daga verið að reyna að fá frægan knattspyrnumann til að mæta til ís- lands og ég get næstum því fullyrt að Law kemur,” sagði Halldór Einarsson í samtali við DV í gærkvöidi, en hann er einn þeirra sem unnið hafa að komu heiðursgestsins á hátiðina í Broadway. Hátíð þessi mun hefjast meö því að allir leikmenn 1. deildar félaganna munu koma saman í félagsheimili Is- landsmeistaranna (verði þeir reyk- vískir) og þaöan verður haldið í rútum að veitingastaðnum Broadway. Þar verður boöið upp á hanastél og það sötrað utan dyra ef veður leyfir. Síðan verða skemmtiatriði innanhúss að af- lokinni flugeldasýningu og þá mun verða boöið upp á skemmtiatriði af leikmönnum 1. deildar. Líklegt er að Ömar Ragnarsson láti sjá sig. Síðan verður húsiö opnað almenningi klukk- an tíu og er þaö einlæg von aðstand- enda hátíðarinnar aö sem flestir knatt- spyrnuunnendur láti sjá sig. Hápunkt- ur kvöldsins verður síðan klukkan tólf á miðnætti en þá verður tilkynnt val á knattspyrnumanni ársins og efnileg- asta knattspyrnumanni ársins og mun Dennis Law afhenda viðkomandi verð- laun sín. Dennis Law er óþarfi að kynna. Hann er einn frægasti knatt- spyrnumaður heims, lék lengst af með Manchester United og fjölmarga landsleiki fyrir Skotland. -SK. Enn möguleiki á titli hjá Öster Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð: \ Öster, lið Teits Þórðarsónar, á enn möguleika á að tryggja sér rétt til þátttöku í fjögurra liöa úrslitunum í sænsku knattspyrnunni. Um helgina síðustu sigraði Öster lið Malmö FF mjög óvænt á útivelli en Maimö er í efsta sæti Allsvenskan. Teitur kom ekki mikið við sögu i leiknum og náði ekki að skora. Eggert Guðmundsson og félagar hjá Halmstad náðu að knýja fram jafn- tefli, 2:2, gegn Hammarby á útivelli. Eggert átti þokkalegan leik í marki Halmstad. Þetta stig sem Halmstad fékk bjargar líklega liðinu frá falli. — eftir útisigur gegn Malmö FF,0:1 Þriðja „Islendingaliöiö”, Vasalund, sem þeir Sigurlás Þorleifsson og Pálmi Jónsson leika með, í nyrðri hluta 2. deildarinnar, lék gegn neðsta liðinu, Falun og sigraði, 1—0. Vasalund hækk- aði á stigatöflunni um tvö sæti og er nú Í5. sæti. Urslit urðu annars, þessi í All- svenskan um síöustu helgi: Brage-Trælleborg Norköping-M j állby Kalmar FF-Aik 4- 0 5- 3 0-5 Malmö FF-Öster Hammarby-Halmstad 0-1 2-2 Staöan er nú þannig í deildinni þegar 19 umf eröir haf a veriö leiknar af 22: MalmöFF 27stig KalmarFF 23 stig IFK Gautaborg 22 stig Örgryte 22 stig AIK 21 stig Öster 20 stig Hammarby 19 stig Norköping 17 stig Halmstad 17 stig Brage 15 stig Mjállby 15 stig Trælleborg 10 stig Pétur Guðmundsson til Tampa Bay Thrillers „Ég er búinn að skrifa undir samn- ing við Tampa Bay Thrillers sem leik- ur í CBA-deildinui og mun leika með þeim í vetur,” sagði körfuknattleiks- maðurinu Pétur Guðmundsson í sam- , tali við DV í gærkvöldi. „Eg er mjög ánægður með þennan samning. Þessi CBA-deild er mjög sterk atvinnumannadeild og mjög mikilvægur undirbúningur fyrir mig að því markmiði að komast í NBA- • Pétur Guðmundsson fœr með samningi sínum við Tampa Bay Thrillers gott tækifæri til að sanna hæfni sína og vekja áhuga forráða- manna liðanna i NBA-deildinni. deildina. Keppnistímabilið byrjar í lok nóvember og þangað til er bara áð æfa og reyna að koma sér í sem allra besta æfingu. Ef ég stend mig í stykkinu á ég góða möguleika á að komast að hjá liði í NBA-deildinni og það er draumur- inn,” sagði Pétur. Pétur Guömundsson hefur undanfar- ið verið að reyna að komast að hjá lið- um einhvers staðar í Evrópu en hefur gengið það frekar illa. Með því að gera þennan samning við Tampa Bay Thrillers hefur Pétur fyrirgert rétti sínum á aö leika körfuknattleik í Evrópu og er það í samræmi við reglur alþjóða körfuknattleikssambandsins. „Eg æfi á fullu næsta mánuðinn en þá fer ég til Florida og byrja hjá Tampa Bay Thrillers. Það er langt síðan ég hef verið samningsbundinn hjá félagi og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Vonandi gengur mér vel hjá nýa félag- inu,” sagði Pétur Guðmundsson í gær- kvöldi. -SK. ■ - rd • Egill Steinþórsson. Egill hættir- - á Skaganum „Við erum búnir að æfa mjög vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn á kom- andi keppnistimabii,” sagði Egill Steinþórsson í samtali við DV i gær en hann hefur tilkynnt félagaskipti úr lA yfir í sitt gamla félag, Armann. Egill hefur dvalið á Akranesi tvö undanfarin ár og þjálfað og leikið með iA. Hann hyggst leika sem útileik- maður með Ármanni í 2. dcildinni i vet- ur en hann er einnig vel liðtækur mark- vörður. Ármenningar hafa gengið frá ráðningu Péturs Bjarnasonar en hann þjálfaði liðið líka í fyrra. Við starfi þjálfara á Ákranesi tekur Gissur Ágústsson en hann lék áður með Breiðabliki og Fram og er mjög efnilegur markvörður. -SK. ÍR-ingar meistarar í 4. deild ÍR-ingar náðu glæsilegum árangri í 4. deild islandsmótsins í knattspyrnu i sumar. Liöið tapaði ekki leik i sumar og um síðustu helgi sigraöi liðið Reyni frá Árskógsströnd í úrslitaleik með þremur mörkum gegn einu. Leikið var á Akureyri. Vignir Sigurðsson, Páll Rafnsson og Guðmundur Ingi Magnússon skoruðu mörk ÍR en Björn Friðþjófsson skoraði mark Reynis. ÍR-ingar eru sem sagt islandsmeistarar en bæði þessi lið leika i 3. deild næsta sumar. -SK. óttir Iþróttir Tværraðir með tólf — réttum í 3. leikviku getrauna Tvær raðir komu fram með 12 rétt- um leikjum í 3. leikviku íslenskra get- rauna. Vinningur fyrir hverja tólfu var kr. 224.145 — en 11 réttir gáfu kr. 2.043 en 94 slikar raöir komu fram. Heildarvinningsupphæö var þvi 640.417, en alls voru seldar 341.556 rað- ir. Knattspyrnudeild Fram sló út Fylk- ismenn þessa vikuna og seldi lang- mest allra umboðsaðila eða um 40.000 raðir. Af félögum utan Stór-Reykjavík- ursvæðisins standa Keflvíkingar sig best í sölunni. Nýi seðillinn með 64 röðum hefur selst vel og er sala hans um f jórðungur af heildarsölu. Óskar með 6. besta árangurinn ÍR-ingurinn Óskar Thorarensen náði á sunnudagskvöldið besta árangri í spjótkasti. Oskar kastaöi spjótinu 70,06 metra sem er sjötti besti árangur Is- lendings frá upphafi. öskar náði þess- um árangri á innanfélagsmóti KR. -SK. íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.