Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari DV í Osló, ræðir við Gro Harlem Brundt- land sam er ánægð með fylgisaukningu Verkamannaflokksins þó ekki hafi flokkurinn komist i stjórn. Vinstriflokkurinn þurrkaðist af þingi Vinstriflokkurinn, sem er frjáls- lyndur flokkur, átti 100 ára afmæli í fyrra og var frumherji í flokksræö- inu í Noregi. Áriö 1918 til 1920 haföi hann hreinan meirihluta á norska Stórþinginu. Hann lék lengi sam- svarandi hlutverk í norskum stjórnmálum og Alþýðuflokkurinn á Islandi, en eilífur klofningur hefur staðið honum fyrir þrifum. Á hveijum einasta áratug hefur hann átt við klofning að striða. — Fyrir þessar kosningar lýsti Vinstriflokk- urinn því yfir að hann mundi styða Verkamannaflokkinn í ríkisstjórn, ef til kæmi eftir kosningarnar, og virðist það hafa orðið til þess að Verkamannaflokkurinn vann bæði þingsætin af Vinstriflokknum. Groféllá eigin bragði — Tvímælalaust sigurvegari kosninganna en Verkamannaf lokkurinn komst ekki í stjórn. Hægrif lokkurinn og Káre Willoch halda því velli með þó færri atkvæði Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari DV íNoregi: Gro Harlem Brundtland og Verka- mannaflokkurinn eru ótvíræðir sigur- vegarar kosninganna í Noregi og heföu velt stjórn Káre Willochs og Hægri- flokksins, ef Verkamannaflokkurinn hefði ekki síðasta vor staðiö gegn breytingum á kosningalögunum um aö einnleiöa uppbótarþingsæti. Slík upp- bótarþingsæti hefðu tryggt Verka- mannaflokknum meirihluta á þingi í þessum kosningum. Stjómarandstaðan fékk 49,5% at- kvæða á meöan borgaraflokkarnir fengu 48,9%, svo að enn og aftur hefur stjómarandstaðan meirihluta atkvæða en ekki meirihluta þingsæta. Vinstri- flokkarnir hafa 77 þingmenn en borg- araflokkarnir 78 og Framfaraflokkur- inn 2 þingmenn, svo að ríkisstjórn Káre Willoch og hægri flokkanna held- ur velli, éf Framfaraflokkurinn situr hjá. Engar viðræður við Fram- faraflokk Káre Wiiloch lýsti því samt yfir í nótt að hann sæi enga ástæðu til þess að taka upp viðræður við Framfaraflokk- inn um þátttöku í ríkisstjórninni. Carl Hagen, formaður Framfara- flokksins, sagði, þegar ljóst var að hverju stefndi í talningu atkvæðanna í nótt, að hann teldi sjálfsagða manna- siði af hægrimönnum aö ræða við Framfaraflokkinn um að hann verði ríkisstjórnina falli með hlutleysi í það minnsta. Fyrir kosningarnar þótti mörgum sem Hagen hefði leikið illilega af sér, þegar hann lýsti því yfir að Framfara- flokkurinn mundi aldrei gera neitt það sem komiö gæti Verkamannaflokknum og Gro Harlem Brundtland í ríkis- stjóm. — Þar með setti hann sig í þá aðstöðu að geta ekki sett nein skilyrði fyrir stuðningi Framfaraflokksins við ríkisstjórn Willoch nema þá kyngja fyrri yfirlýsingum. Kára Willoch forsætisnaðherra sagð- ist ánægður með úrslitin þótt þau hefðu ekki farið að vonum, en ríkisstjórnin ætti erfiðara um vik eftir þessar niður- stöður. Gro styrkir stöðu sína Gro Harlem Brundtland, sem í þess- um kosningum hefur styrkt mjög stöðu sína sem leiðtogi Verkamannaflokks- ins (þegar úrslitin fyrir fjórum árum höfðu nær fellt hana úr formannssæti flokksins), kvaðst hafa orðiö fyrir von- brigðum með aö flokkurinn skyldi ekki komast í stjórnaraöstöðu þrátt fyrir mikið aukið fylgi. — Almennt er iitið á fylgisaukningu Verkamannaflokksins sem persónulegan sigur Gro Harlem Brundtland. Allra álit er aö Verkamannaflokkur- inn eigi fylgi sitt að mestu leyti aö þakka stefnu sinni í heilbrigöismálun- um. Miðflokkurinn hagnaðist af bandalaginu Ljóst er af úrslitunum að Miðflokk- urinn hefur hagnast af kosningabanda- laginu við Framfaraflokkinn og því má þakka að ríkisstjórnin heldur velli. — Hins vegar hafði Framfaraflokknum verið spáð fylgisaukningu vegna þess að hægriflokkarnir hafa ekki getaö staöið við sín fyrri kosningafyrirheit stjórnartímann síðustu fjögur árin. Því þykir tap Framfaraflokksins jafn- vel enn meira en tölur segja til um. I fyrsta skipti í stjórnmálasögu Nor- egs eru konur 40% af þingflokki Verka- mannaflokksins. „Búið að stöðva hægri- sveifluna" „Það er búið að stöðva hægri sveifl- una,” sagöi Gro Harlem Brundtland í nótt og hlakkaði yfir því að stjórnar- andstaðan stæði nú sterkari í stórþing- inu. Má því búast við ýmsum væring- um í þinginu næsta stjórnartímabilið. Það þótti athyglisvert í talningunni að Verkamannaflokkurinn átti yfirleitt meira fylgi að fagna í dreifbýlinu. Víða í kjördæmum eins og í Þrændalögum, á Rogalandi og í Osló horfði til þess framan af í talningunni að Verka- mannaflokkurinn ynni þingsæti en það snerist þegar talin voru atkvæði úr þéttbýliskjörnunum. „Tvísýnustu kosningar sem haldnar hafa verið” Hinn 88 ára gamli Einar Gerhard- sen, fyrrum leiðtogi Verkamanna- flokksins, sagði að þetta hefðu verið „tvísýnustu kosningar” sem hann myndi eftir. Hann hefur tekið virkan þátt sautján stórþingskosningum. Undir það geta flestir landar hans tekið því að úrslit voru ekki fyrirsjáan- leg, svo mjótt sem var á mununum, fyrr en síðustu tölur lágu fyrir. „Þetta voru æðislega spennandi kosningar,” sagði Jón Einar Guðjóns- son, fréttaritari DV í Osló, sem fylgdist með talningunni fyrir DV í gærkvöldi og í nótt. Anne-Marie fagnar ásamt manni sinum, forsætisráðherranum á heimiii þeirra í Osló. Aðstaða Willochs verður erfiðari Káre Willoch, sem nú hefur verið valinn áframhaldandi forsætisráð- herra Noregs, er hagfræðingur. Meðal kosningaloforða hans var aö styrkja hlut Noregs í NATO, minnka skrifræði í efnahagslífinu og lækka skatta. Willoch fæddistl928. Hann varö fyrst forsætisráðherra 1981. Á ferli sínum hefur hann orðið einn víðförlasti for- sætisráðherra sem Norðmenn hafa átt. Hann byrjaði kosningabaráttuna af litlu kappi en eftir því sem Verka- mannaflokkurinn sótti í sig veðriö fór Willoch sjálfur að taka virkan þátt í baráttunni. Hann lagði áherslu á að heimsækja spítala tii að vega gegn ásökunum formanns Verkamanna- flokksins, Gro Harlem Brundtlands, um að undir hans stjórn hefði heilsu- gæslu farið hrakandi. Káre Willoch útskrifaðist frá hag- fræðideild Oslóarháskóla rétt eftir stríð, árið 1946. Hann fór inn á Stór- þingiö 1958. Árið 1963 varð hann ráð- herra viðskipta og skipamála í stjórn sem varði aðeins í tæpan mánuð. Hann fékk sömu ráðherraembætti í stjórn sem var mynduð 1965. Willoch varð formaður Hægriflokks- ins árið 1970, og þrem árum síðar varð hann forseti Norðurlandaráðs. Þegar hann varð forsætisráðherra árið 1981 var þaö í minnihlutastjórn. En tveimur árum síðar gengu Mið- flokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkur- inn í lið með hægri flokknum. Nú hafa borgaraflokkarnir unniö kosningarnar í Noregi með naumind- um og ljóst er að Káre Isáchen Wiiloch verður áfram forsætisráðherra. Vinstriflokkamir Borearaflc >kka LIT Lir flokkur prósent (1981) sæti (1981) flokkur prósenl t (1981) sæti (1981) Verkamanna- flokkurinn Vinstri sósíalistar Vinstriflokkurinn 41,4 5,4 3,1 (37,1) ( 5,0) ( 3,9) 71 6 0 (66) +5 ( 4) +2 ( 2 )—2 Hægriflokkurinn Kristilegi þjóðarfl. Miðflokkurmn Framfaraflokkurinn 29,7 8,4 6,8 3,7 (31,8) ( 9,3) ( 6,6) ( 4,5) 50 16 12 2 (53) -3 (15) +1 (11) +1 4) -2 Samtals 49,9 (46,0) 77 (72) +5 Samtals 48,6 (52,2) 80 (83) -3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.