Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Page 10
10 DV. ÞBIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. Dr. Ellen Marie Mageröy, listfræðingur frá Osló, flytur fyrirlestur á vegum Minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright um íslensk útskorin drykkjarhorn með miðalda- skrauti í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, þriðjudaginn 10. september klukkan 20.30. Fyrirlesturinn verður haldinn á norsku og er öllum heimill aðgangur. Þjóðminjasafn íslands. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Berg- staðastræti 27, þingl. eign Sigurdórs Sigurðssonar, ter fram eftir kröfu Þorfinns Egilssonar hdl., Baldurs Guðlaugssonar hrl. og Ölafs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siöasta á hluta í Ármúla 28, þingl. eign Trésmiðjunnar Heið- merkur hf., fer fram eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Álf- heimum 70, þingl. eign Kristinar Þorsteinsdóttur, fer fram eftir krötu Jóns Arasonar hdl. og Jóns Þorsteinssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Ránargötu 11, þingl. eign Daða Kristjánssonar og Hafdisar Leifsdóttur fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssönar hri. og Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta i Karfavogi 31, þingl. eign Daniels Árnasonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Útvegsbanka Islands, Tryggingastofn- unar rikisins og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 12. september 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Lindargötu 12, þingl. eign Carls Jónasar Johansen, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Gnoðarvogi 44 — 46, þingl. eign Árna Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Jóns Hjaltasonar hrl. og Verslunarbanka íslands hf. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta i Hverfisgötu 108, þingl. eign Helgu Elisdóttur, ferfram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Baldurs Guðlaugssonar hrl., Guðjóns A. Jónssonar hdl. og Guðjóns Steingrimssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Oðinsgötu 4, þingl. eign Finns Jakobs Guð- steinssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns A. Jónssonar hdl. a eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 42., 51. og 57. .tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Þingholtsstræti 26, tal. eign Gissurar Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Landsbanka Islands, Veðdeildar Landsbankans og Baldvins Jónssonar hrl. á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Útlönd Útlönd Útlönd . __. . mx t /ijyi Þó Þjóðarflokkurinn hafi bætt við sig fylgi þá er ekki þar með sagt að fólk flykkist á fundi leiðtoga hans. Hér talar Bo Könberg, þingflokksleiðtogi flokksins, fyrir tómu torgi. WESTERBERG KEMUR MEST ÁÓVART Yf irvegaður málf lutningur hans virðist ætla að reynast farsæll fyrir Þjóðarflokkinn í kosningabaráttunni Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVíLundi: Nýjasta skoðanakönnunin um fylgi sænsku stjórnmálaflokkanna, sem birt var í Svíþjóð um helgina, réttri viku fyrir kosningar, bendir til þess að borgaralegu flokkarnir hafi reynst sterkir á endasprettinum og hafi sigið fram úr sósíalísku flokkun- um. Sá sem öðrum fremur virðist hafa stuðlaö að því er Bengt Westerberg, hinn ungi leiötogi Þjóðarflokksins. Aukið fylgi um nær 4% Þjóöarflokkurinn hefur á einni viku bætt viö sig 2% fylgi og raunar er þaö eina marktæka breytingin frá skoðanakönnun sem gerð var vik- unni áður. Þjóðarflokkurinn hefur nú 10,5% fylgi og er þaö ekki svo lítið þegar haft er í huga aö undir forystu Ola Ullstens í síöustu kosningum fékk flokkurinn aðeins 5,9% sem varð til þess aö Ullsten neyddist til að segja af sér formennsku skömmu síðar. — Þá var, flestum að óvörum, Bengt Westerberg valinn formaður í hans stað. Tæknikrati og talnaþulur Westerbcrg, sem er tæplega fertugur að aldri, er hagfræðingur að mennt og hefur að baki reynslu sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Þessi reynsla hans og menntun hefur komiö sér vel í kosningabaráttunni sem hefur fyrst og fremst snúist um ýmsa þætti efna- hagsmálanna. 1 upphafi baráttunnar þótti Westerberg vissulega ekki líklegur til þess að sópa að sér eða flokknum fylgi. Hann þótti ekki nógu áheyri- legur og hafa of vélrænan fram- setningarmáta. Enginn efaðist hins- vegar um að hann hefði vit á því sem hann var að tala um. Gallinn virtist sá að fólk nennti ekki að hlusta á hann. En yfirvegaður og látlaus stíll Westerbergs hefur reynst haldbetri en upphrópanir og slagorðaflaumur ýmissa keppninauta hans. Stóð sig best í sjónvarpinu SÍcoðanakönnun sem var gerð eftir að formenn stjórnmálaflokkanna höfðu setið fyrir svörum í sjónvarp- Kmn <; • ONSDAGÉN OEN 4 SÉPTEMBER Kl 18.00 ia (iil Fí.lkpartieK sfsisminbleflíÍmlÁi I awía BanAgatai! Jfí*40 Bfttgi Wsstcrberg taiit k! 19,00 oc!i ufirLgu) áiríftt;!' av .t'.órrtaii'icí Musíjt. kcf'fe och fðríSrtttg VAIjkÓMMEN’ Komifl og hittið forsætisráðherraefni Þjóðarflokksins, segja auglýsingarnar um Bengt Westerberg, formann flokksins. Líklegra er þó afl hann fái fjármálaráðherraembættið ef borgaralegu flokkarnir sigra i kosningunum á sunnudag. inu, einn í einu, sýndi að Westerberg þótti standa sig best þeirra allra og þaö þrátt fyrir að sjálfur Olof Palme taldi sig aldrei hafa staðið sig eins vel áður og í þessari spurningahrinu. — 88% aðspurðra í skoðanakönnuninni voru þeirrar skoðunar að Wester- berg heföi staðiö sig vel eða mjög vel í umræddum sjónvarpsþætti. Það var raunar sama, hvar spyrjendur bar niður í þættinum. Westberg virtist alstaðar jafn vel heima og svaraöi af mikilli yfirvegun og öryggi. Leiðrétti meira að segja villur í spurningum fréttamanna. Lofar ekki góðu Ef svo fer sem horfir, að Wester- berg takist að stórauka fylgi Þjóöar- flokksins á nýjan leik, er skýringar- innar í fylgisaukningunni ekki að leita í því að hann hafi lofað öllum gulli og grænum skógi. Þvert á móti hefur veganesti hans í kosninga- feröalögum um Svíþjóð, þvert og endilangt, verið úrskurðaö heldur lít- ið girnilegt af flestum áróðurs- meisturum. Westerberg hefur nefni- lega lagt á það megináherslu að þannig sé komið fyrir sænska þjóðar- búinu að vonlaust sé aö ráöa á því bót öðruvísi en það kosti fórnir hjá þjóð- inni. Nauðsyn sparnaðar er því efst á blaði en eins og hinir borgaralegu flokkarnir lofar Þjóðarflokkurinn jafnframt skattalækkim og bættum hag barnafjölskyldna. Almennt er gengið út frá því sem vísu að Bengt Westerberg taki sæti fjármálaráðherra ef borgaralegu flokkarnir ná meirihluta úr kosningunum og mynda ríkisstjórn. Virðist hann ekki setja metnað sinn hærra í bili. Moderati í forsætisráð- herrastól Virðast flestir horfa til Ulf Adelsohns, formanns moderatarna, sem líklegasta forsætisráöherra ríkisstjórnar borgaralegu flokkanna ef þeir komast í meirihlutaaöstöðu. Áður þótti nær goðgá að hugsa sér formann moderatarna í forsætisráð- herrastól en þá var Gösta Bohnan leiðtogi þeirra og hann þótti ein- strengingslegri í hægri skoðunum sínum. — Adelsohn hefur lagt meira kapp á að halda friðinn viö hina borgaralegu flokkana og gæta þess að spilla ekki fyrir samstarfsmögu- leikum. Hann hefur aldrei gagnrýnt þá í einu eða neinu en þeir hafa hins- vegar átt það til aö gagnrýna Adel- sohn dálítið, eins og t.d. Þjóöarflokk- ur Westerbergs, án þess aö Adelsohn hafi svarað í sömu mynt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.