Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 225. TBL. -75. og 11. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1985. Starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, Manuel Arjona Cejudo, heldur á fálka sem komið var með í gær frá Borðeyri við Hrútafjörð. Fálkinn fannst máttvana fyrir utan Kaupfélagið þar í fyrradag og hefur reynst haldinn svo- nefndri fálkaveiki, sem er ormasýking í koki. Yfirleitt hefur þurft að lóga slíkum fálkum en þennan á að reyna að lækna. DV-mynd PK. Biómaskreyt- ingarársins — sjábls.6 Ljóöahátíö kvenna — sjá bls. 30 Uppreisn hafnarverka- manna áAkureyri — sjá bls. 2 Einstök kvikmynd — sjá bls. 31 • Sigurmarká síðustu sekúndu — sjá íþróttir ábls. 18-19 • Seinagangur gagnrýndur — sjá lesendabréf ábls. 16 Kópavogsbúar og Reykvíkingar kljást enn um Fossvogsdalinn: Teikna golfvöll yfír Fossvogsbrautina Á vegum íþróttaráös Kópavogs liggur nú fyrir frumteikning af golf- velli eftir endilöngum Fossvogsdaln- um sem aö mestu er innan bæjar- marka Kópavogs. I aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráö fyrir hraö- braut, Fossvogsbrautinni, um dal- inn. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa hafnaö brautinni sem kæmi að mestu inn í land bæjarins. Þetta hefur veriö deilumál lengi. Nú er aðalskipulag Kópavogs í burð- arliðnum. Þar er Fossvogurinn úti- vistarsvæöi og engin hraðbraut í myndinni. Því hefur borgarstjórinn í Reykjavík andmælt. Hugmynd aö 18 holu golfvelli byggir á þessu nýja aðalskipulagi Kópavogs. Henni fylg- ir jafnframt skokk- og gönguskíða- braut um allan dalinn. Einnig er gert ráö fyrir fullkomnum knattspyrnu- velli sunnan til í miðjum dalnum. Að mati fræðimanna um golfvelli er Fossvogsdalurinn eitt besta vall- arsvæði á landinu og auðunnið. Það er í 10—30 metra hæð yfir sjó og nýt- ist því 2—3 mánuöi á ári umfram velli sem standa hærra. Þá má nota vallarhús fyrir miðstöð skokkmanna og skíðagöngumanna jafnt og golf- menn. Hugmyndin er nú komin til bæjarráðs Kópavogs. HERB Núerþaðfésun -sjábls.35 Ekkertnema söngleikur — rættviðKjartan Ragnarsson um nýja söngleikinn Hðnóábls. 14-15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.