Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Aldrei spurning hjá Juventus Enginn áhorfandi sá ítalska liðid sigra, 4:1 Þrátt fyrir að Evrópumeist- arar ítalska liðsins Juventus þurftu að ieika fyrir tómum áhorfendabekkjum áttu ítalarnir ekki í miklum erf iðleikum með að tryggja sér þátttökurétt í 2. um- ferð. Juvcntus sigraði í gær lið Jeunesse frá Luxemburg með fjórum mörkum gegn einu. Samanlagt vann Juventus 9—1. Ástæðan fyrir því að engir áhorf- endur fengu að fylgjast með leiknum í gær var auðvitað hneykslið á úrslitaleiknum gegn Liverpool i fyrra á Haysel-leik- vanginum. Juventus komst í 4—8 i gær með mörkum frá þeim Michaei Piatini, Gabriele Pin og Aldo Serena (2). -SK. Morley fórtil HongKong Fyrrum enski landsiiðsmaður- inn Tony Morley, er lék með Aston Villa og West Bromwich Aibion, hefur nú gengið til liðs við knattspyrnufélagið Seiko frá Hong Kong sem lánsmaður. WBA vildi selja kappann og setti 30 þúsund pund á hann. Morley er viss um að hann sé verðmeiri og hefur í hyggju að snúa aftur til Englands eftir lánstímann og endurvinna sæti sitt í WBA liðinu. -fros Síðasta golf- mót sumarsins Síðasta Alloha-styrktarmótið fyrir sveit Golfklúbbs Reykjavík- ur fer fram á Grafarholtsvelli á sunnudaginn en eins og komið hefur fram í fréttum heldur sveit GR á Evrópumót golfkiúbba í næsta mánuði. Ræst verður út á sunnudag frá ki. 9 um morguninn til klukkan eitt eftir hádegi. Leikinn verður höggleikur með fullri forgjöf. Vert er að hvetja alla kylfinga til að mæta og taka þátt í að styrkja sveit GR og einnig er rétt að minna kylfinga á að þetta mun vera síðasta golfmót sumarsins bér á landl. -SK. í Graf arholti Nk. laugardag fer fram árleg bændaglima Golfklúbbs Reykja- víkur. Bændur að þessu sinni verða þeir Jóhann Óli Guðmunds- son og Jörundur Guðmundsson. Safnast verður saman til liðs- könnunar kl. 15.00 og síðan leikin holukeppni. KI. 19.30 verður mlk- ill veislufagnaður í Golfskálan- um með glæsilcgum veitingum. Jafnframt munu landsfrægir skemmtikraftar skemmta gest- um. Þátttakendum i veislunni er nauðsynlegt að skrá sig fyrir föstudagskvöld. Fyrsti leikur úrvalsdeildar- innar í kvöld - þegar Haukar taka á móti Keflvíkingum í Hafnarfirði Búist er viö að keppnin í úrvalsdeild- inni veröi óvenjujöfn og spennandi í vetur og greinilegt aö körfuknattleiks- menn eru í góöri æfingu um þessar mundir. Hætt er við aö þersi leikur veröi erfiöur fyrir Haukana þar sem þeir eiga aö leika Evrópuleik gegn Táby Basket á laugardag. Olíklegt er aö Pálmar Sigurösson leiki meö Hauk- um og víst er aö þeir Viöar Vignisson og Hálfdán Markússon leika ekki meö þeim í kvöld. Þetta gæti haft mikið aö segja fyrir Haukana og nánast furöu- legt að leiknum í kvöld skuli ekki hafa veriö frestaö vegna Evrópuleiksins. Alls veröa leiknir 965 leikir í Islands- mótinu í körfuknattleik aö þessu sinni. Fjöldi þátttakenda er um 1500 en alls eru þaö 24 lið sem senda 127 flokka til keppni. Þess má geta aö KKl hefur sent frá sér glæsilega leikjabók sem dreift verður á leikjum vetrarins til þeirra semvilja. Eins og í fyrra veröur sérstök úr- slitakeppni milli f jögurra efstu liöanna um Islandsmeistaratitilinn en neösta liöiö fellur beint í 1. deild. -SK. Körfuknattleiksmenn eru komnir á fulla ferð og í kvöld hefst keppnin í úr- valsdeild í Hafnarfirði. Parksvar látinn fjúka — frá Tottenham. Lætur félagiðDickfara? Tony Parks, markvörðurinn sem tryggði Tottenham UEFA bikarinn með því að verja vítaspyrnur frá Mort- en Olsen og Arnóri Guðjohnsen i úr- slitaleik Spurs við Anderlecht, hefur nú verið rekinn frá félaginu. Ástæðan var sú að hann var tekinn ölvaður við akstur og stjóra Lundúna- liðsins, Peter Shreeves, mislikaði það stórlega. Það er því ljóst að ef Ray Clemence verður fyrir einhverjum skakkaföllum mun hinn fertugi Pat Jennings taka við stöðunni i aðalliðinu en hann hefur varið mark varaliðsins að undanförnu. Hinn ungi og efnilegi miðjuleik- maður liðsins, AUy Dick, kann einnig að vera á förum en skoska liðið Celtic er á höttunum eftir honum. Dick hefur leikið með skoska landsliðinu skipuðu leikmönnum undir 21 árs aldri. -fros. Eng o inn áhoi Tandi vai rá Park head — þegar Celtic tapaöi 1:2 fyrir Athletico Madrid jf Það var ekki bara italska Uðið Juv- entus sem ekki fékk að hafa áhorfend- ur á leik sínum í Evrópukeppninni í knattspyrnu í gær. Skoska liðið Celtic lék gegn spánska liðinu Athletico Madrid í Skotlandi og mátti þola tap, 1—2, á heimavelli sinum. Jafntefli varð í fyrri leik liöanna á Spáni, 1—1. Vegna óláta á leik Celtic og Rapid Vin i fyrra fékk enginn áhorfandi að sjá leik- inn Leikur liöanna í gær, sem var liður í Evrópukeppni bikarhafa, var nánast eign Spánverjanna. Þeir voru allan tímann sterkari aöiUnn og aöeins snilldarmarkvarsla Pat Bonner í marki Celtic kom í veg fyrir enn stærra tap skoska Uösins. Setien náði forystunni fyrir Athletico Madrid í fyrri hálfleik og í þeim síöari bætti Quique við öðru marki. Minútu síöar minnkaöi Aitken muninn í tvö eitt en Celtic tókst sem sagt ekki aö jafna metin og er úr leik en spánska Uöiö heldur í 2. umferö. -SK. • írin Joe Hanrahan. Man. Utd. keypti íra Manchester United hefur fest kaup á Joe Hanrahan frá írska hálfatvinnumannaliðinu Uni- versity College Dublin. United hóf að hafa góðar gætur á honum eftir stórleik hans gegn Everton í Evrópukeppni bikarhafa á síð- asta keppnistímabili. Hanrahan er framlinumaður. -fros.j • Íslandsmótið í körfuknattleik hefst í kvöld með leik Hauka og ÍBK i Hafnarfirði. Á myndinni hér að of- an er Sturla örlygsson, Val, að skora í leik Vals gegn ÍS í nýaf- stöðnu Reykjavíkurmóti. Reiðarslag fyrir f ranska knattspymu — þegarfrönsku meistararnir Bordeauxvoru Frönsku meistararnir Bordeaux þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af Evrópukcppni meistaraliða í knatt- spyrnu þetta árið. t gær léku Bordeaux gegn tyrknesku meisturunum Fener- bache og varð markalaust jafntefli en Tyrkirnir höfðu sigrað í fyrri leik lið- anna í Frakklandi með tveimur mörk- um gegn þremur. Fjörutíu þúsund áhorfendur hvöttu sína menn vel í Istanbul í gær og fögn- uöur þeirra þegar líða tók á síöari hálf- leikinn var gífurlegur. Þá varö strax ljóst aö Frökkunum myndi ekki takast að vinna upp forskot Tyrkjanna frá fyrri leiknum. Þegar dómarinn blés í flautu sína í gær var ljóst að hiö snjalla lið Bordeaux haföi lokiö stuttri þátt- töku í Evrópukeppninni aö þessu sinni og þetta afhroö Bordeaux er reiöarslag fyrir franska knattspyrnu. -SK. • Battiston, einn frönsku leik- mannanna með Bordeaux sem beið afhroð í gær í Tyrklandi. slegnirút íTyrklandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.