Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 32
32
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985.
Þormóöur ögmundsson aöstoöar-
bankastjóri lést 25. september sl. Hann
fæddist á Eyrarbakka þann 17. febrúar
1910, sonur Jónínu Margrétar Þóröar-
dóttur og ögmundar Þorkelssonar.
Þormóður lauk stúdentsprófi frá MR
1931 og lagaprófi frá Háskóla Islands
1937. Hann hóf lögfræðistörf hjá Út-
vegsbanka Islands sama ár. Áriö 1955
var hann ráöinn aðallögfræðingur
bankans og aöstoðarbankastjóri 1967
til ársloka 1980 aö hann hætti störfum
fyrir aldurs sakir. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Lára Jónsdóttir. Þeim
varö þriggja barna auöiö. Utför Þor-
móðs verður gerð frá Fríkirkjunni í
dag kl. 15.
Sveinn Guðmundur Sveinsson bygg-
ingarverkfræöingur lést 24. september
sl. Hann fæddist 2. mars 1937 og voru
foreldrar hans Sveinn G. Sveinsson og
Kristín Guömundsdóttir. Utför hans
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Björgúlfur Sigurðsson, Stóragerði 7
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt
þriðjudagsins 1. október.
Niels Finsen, Vesturgötu 42 Akranesi,
lést á heimili dóttur sinnar í Hollandi
30. september sl.
örn Snorrason fyrrverandi kennari,
Akureyri, síðast til heimilis á Fram-
nesvegi 27 í Rvík, andaðist á Landspít-
alanum aðfaranótt þriðjudagsins 1.
október.
Andrés P. Matthíasson sjómaður, frá
Haukadal, Dýrafirði, veröur jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4.
þ.m. kl. 16.30.
Hannes Húnfjörð Sigurjónsson hús-
gagnabólstrari, Hellisgötu 18 Hafnar-
firði, verður jarðsunginn föstudaginn
4. október kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði.
Hreinn Sigtryggsson, Kársnesbraut 85
Kópavogi, sem andaðist 26. septemb-
er, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30.
85 ára verður á morgun, 4. október,
Ölafur J. Guðmundsson frá Litla Laug-
ardal í Tálknafirði. Hann tekur á móti
gestum í Iþróttahúsi Hafnarfjarðar
milli kl. 16 og 20.
Ýmislegt
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
I tilefni af ári æskunnar hefur Þjóödansafélag
Reykjavíkur ákveöiö aö efna til ókeypis kynn-
ingarnámskeiðs í fjörugum og skemmtilegum
þjóðdönsum frá ýmsum löndum.
Reynt verður að sýna unglingum fram á aö
þjóödansar eru ekki minna spennandi en aðr-
ir nýrri dansar. Kcnnt verður í leikfimisal
Vöröuskóla (minni salnum) á fimmtudögum
kl. 20.00 og byrjaö 10. október.
Aldurslágmark er 13 ára.
Innritun og upplýsingar fást hjá Birnu í
síma 687464.
Fundir
Kvenfélagið
Hrönn
Fundur í kvöld, fimmtudagskvöldiö 3.
október, kl. 20.30 aö Borgartúni 18. Gestur
fundarins verður Bryndis Schram.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Helgarf eröir 4.—6. okt.:
1. Landmannalaugar — Jökulgil. Gist í sælu-
húsi F.I. í Laugum (hitaveita, góö aðstaöa í
sæluhúsinu, heit laug til baöa). Brottför kl. 20
föstudag.
2. Tröllakirkja á Holtavörðuheiði. (Gist í
Munaöarnesi.) Brottför kl. 20 föstudag.
3. 5.—6. okt. (Þórsmörk — haustiiilr (2
dagar). Gist í Skagfjörðsskála (miöstöövar-
hitun, svefnpláss stúkuö niður, setustofai. Aö-
staöa sem hvergi á sinn líka í óbyggöum.
Brottför kl. 08 laugardag. Upplýsingar og far-
miðasala á skrifstofu Feröafélagsins, Öldu-
götu3.
ÚTIVI8T
10 ÁRA
Útivistarferðir
Helgarf eröir 4,—6. okt.
1. Jökulheimar—Veiöivötn, haustiitir. Gist í
húsi. Gönguferðir. Kynnist perlu íslenskra ör-
æfa.
2. Þórsmörk, haustlitir. Góö gisting í Utivist-
arskálanum Básum. Gönguferöir við allra
hæfi. Síðasta haustlitaferöin. Uppl. og farm. á
skrifst. Lækjarg. 6a, símar: 14606 og 23732.
Dagsferöir sunnudaginn 6. okt.
1. kl. 8.00 Þórsmörk, haustlitir. Síöasta dags-
feröin á árinu. Verö650 kr.
2. kl. 10.30 Haugsvörðugjá—Reykjanes. Geng-
ið frá Þórðarfelli um skemmtilegt hraun- og
gjáasvæði yfir á Reykjanes. Ný leiö. Farar-
stj.EinarEgilsson.
3. kl. 13 Háleyjabunga—Reykjanes. Létt
ganga um eina fjölbreyttustu strandlengju
Reykjanesskagans. Verö 450 kr., frítt f. böm
m. fullorðnum. Brottför frá BSI, bensínsölu.
Ath. Um helgina stefnir í aö þátttakendur í
Útivistarferðum ársins veröi orönir 5000. Úti-
vistarfarþegi nr. 5000 fær sérstök ferðaverö-
laun.
Myndakvöld Útivistar. Þaö fyrsta á vetrinum
verður þriöjudagskvöldiö 8. okt. kl. 20.30 í
Fóstbræðraheimilinu v/Langholtsveg. Sýnd-
ar myndir úr Lónsöræfum og víðar. Mynd-
bandsupptaka úr haustlita- og grillveisluferð-
inni. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Muniö
símsvarann 14606. Sjáumst!
Tilkynningar
Félagsvist
Kársnessóknar
í safnaöarheimilinu Borgum byrjar
föstudaginn 4. október kl. 20.30.
IMýtt skriftarefni
fyrir grunnskóla
Út er komiö hjá Námsgagnastofnun nýtt
skriftarefni fyrir grunnskóla. Skriftargerðin
er samkvæmt niöurstöðum starfshóps um
skrift og skriftarkennslu sem fram koma í
Álitsgerð um skrift og skriftarkennslu í
grunnskólum (Skólarannsóknadeild, maí
1983). Þar er skriftargerð þessi nefnd itöisk
skrift.
Skriftarefnið skiptist þannig:
Kennsluleiöbeiningar „Skrift í grunn-
skóla.” Almennar leiöbeiningar um skriftar-
kennsiu og þessa skrif targerö. Einnig ágrip af
skriftarsögu.
Skrift. Stafabiöð. Æfingarblöö meö öllum
stöfum stafrófsins, bæði litlu og stóru stöfun-
um. Einnig er rúm fyrir frjálsar teikningar og
þjálfunaræfingar.
Skrift 1 og 2 eru forskriftarhefti einkum
ætluð nemendum í 1. bekk grunnskóla. I bók-
unum eru einnig ýmiss konar þjálfunar-
æfingar og möguleikar á frjálsri skrift og
teikningum.
Skrift 3 og 4 eru forskriftarhefti einkum
ætluð nemendum í 2. bekk grunnskóla. I
þessum heftum eru ýmsar þrautir og
þjálfunaræfingar, einnig blaðsíður fyrir
frjálsa skrift og sögugerð scm tengist mynd-
um sem eru í heftunum eöa myndum sem
barníö teiknar sjálft.
Skrift 5.1 þessu hefti er skriftin tcngd og
þó heftið sé einkum ætlaö nemendum i 3. bekk
má einnig nota þaö viö skriftarþjálfun i eidri
bekkjum grunnskóla. Hjálparlínum er smám
saman sleppt í þessum skriftarheftum.
Auk þessa efnis er áætlað að gefa út tvö
hefti tii viöbótar sem ætluö eru til að þjálfa
nemendur enn frekar. Er þess að vænta að
þau komi út haustiö 1986.
íslensk kvikmyndavika
haldin í fyrsta sinn
í Finnlandi
Walhalla og Islandia (vináttufélag Islands og
Finnlands í Finnlandi) efna í sameiningu til
íslenskrar kvikmyndaviku í Helsingfors dag-
ana 25. til 29. nóvember nk. Þetta er í fyrsta
sinn sem efnt er til kvikmyndaviku í Finn-
landi með íslenskum kvikmyndum eingöngu.
Markmið hennar er aö auka þekkingu manna
í Finnlandi á íslenskum kvikmyndum og
íslenskri menningu.
Islenskar kvikmyndir verða sýndar virka
daga kl. 16.30 í húsakynnum kvikmyndahúss-
ins Illusion í Helsingfors. Nokkur hluti dag-
skrárinnar veröur líka sýndur i kvikmynda-
húsinu Pirkka í Tammerfors. I Tammerfors
mun kvikmyndamiðstööin Pirkanmaa standa
fyrir framkvæmd sýningarinnar. Eftirtaldar
myndir veröa sýndar meöan á kvikmyndavik-
unni stendur:
Land og synir, Andra dansen, Atómstöðin,
Hrafninn flýgur og Húsiö. Þrjár síðast taldar
myndir hafa ekki áöur verið sýndar í Finn-
landi.
Hrafn Gunnlaugsson, sem hefur stjórnað
gerö myndarinnar Hrafninn flýgur, mun
veröa í Finnlandi meðan kvikmyndavikan fer
fram. Hann mun kynna áhorfendum mynd
sina.
I tengslum viö kvikmyndavikuna veröur
gefínn út bæklingur á finnsku og sænsku sem
fjallar um íslenskar kvikmyndir. Þar munu
verða fræöilegar upplýsingar um þær leiknu
íslensku myndir sem framleiddar hafa veriö
til þessa í fullri lengd á Islandi. Jafnframt
veröur gefiö yfirlit yfir íslenskar nútíma-
myndir, stuttar myndir og heimildarmyndir
meðtaldar.
Auk almennra sýninga, ætlaöra kvik-
myndahúsagestum, munu skólanemendur á
höfuðborgarsvæði Helsingfors eiga þess kost
aö panta sýningar á íslenskum kvikmyndum
kl. 14.00 virka daga í kvikmyndahúsinu
Illusion.
Nánari upplýsingar um íslensku kvik-
myndavikuna veitir:
Walhalla — Miöstöð norrænna kvikmynda í
Finnlandi, Kirsi—Mar ja Lehtelá, sími 605613.
Hækkun bóta
almannatrygginga
Heilbrigöis- og tryggingamálaráöherra hefur
gefiö út reglugerð um hækkun bóta almanna-
trygginga. Um er aö ræöa ákvöröun um 4,5%
hækkun allra bóta frá 1. október frá því sem
þær voru í september, en frá 1. ágúst hækkuöu
þær um 2,4% frá því sem þær voru í júlí.
UpphæÖir einstakra bótaflokka veröa frá 1.
október sem hér segir:
Kr.
Elli- og örorkulífeyrir 5.354
. Hjónalífeyrir 9.673
Hálfur hjónalífeyrir 4.819
Full tekjutrygging einstaklinga 7.844
Full tekjutrygging hjóna 13.261
Heimilisuppbót 2.359
Barnalífeyrir vegna 1 barns 3.278
Mæðralaun vegna 1 barns 2.055
Mæðralaun vegna 2 barna 5.383
Mæöralaun vegna 3 barna 9.547
Ekkjubætur 6 mánaöa og 8 ára 6.708
Ekkjubætur 12mánaÖaog8ára 5.030
Fæöingarorlof 23.958
Vasapeningar samkvæmt 19. gr. 3.300
Vasapeningar samkvæmt 51. gr. 2.774
Veröa hinar hækkuöu bætur afgreiddar viö
greiöslu bóta í október.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Félagsstarfið hefst nk. sunnudag 6. október
með kaffisölu í safnaöarheimili kirkjunnar
eftir messu. Allir velkomnir.
Heilsugæslustöðin
á Seltjarnarnesi:
er opin virka daga frá kl. 8—17 og 20—21 og á
laugardögum kl. 10—12, sími 27011.
IMemendur
Húsmæðraskólans
að Laugum
Reykjadal, Þing., 1955, hringi í Evu í síma 92-
1901 eöa 3688, Fríðu, 92-2229, Siggu, 96-62187
eða Lillu, 91-72541.
Barnaflóamarkaður Félags
einstæðra foreldra
Félag einstæöra foreldra veröur með barna-
flóamarkaö í Skeljanesi 6, kjallara, laugar-
daginn 5. október frá kl. 14—17. Urval af fatn-
aöi á krakka á öllum aldri.
Bókasafn
Kópavogs
Breyting á opnunartímum. Frá og með 1.
október verður bókasafniö opiö sem hér segir.
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga, föstudaga kl. 11—21. Laugar-
daga kl. 11—14.
Sögustundir fyrir 3—6 ára börn verða á
miðvikudögum kl. 10—11 og kl. 14—15.
Bókasafnavika verður dagana 14,—20.
október nk. I tilefni hennar verða Sektir
felldar niður fyrir vanskil á bókum og eru
allir hvattir til að losa sig viö gamlar syndir.
Til þess gerður kassi veröur í safninu þessa
daga fyrir vanskilabækur. Þá veröur brúöu-
leikhús meö sýningu á Rauðhettu í sögustund
18. október kl. 14 og sýndar veröa auk þess
gamlar ferðabækur um Island.
Myndbönd. Bókasafn Kópavogs býöur nú
lánþegum auk bóka, tímarita og blaða upp á
heimlán á hljómplötum, snældum og nú síðast
myndböndum.
Knattspyrnudeild Vikings
Æfingar í Réttarholtsskóla 1985:
Sunnudagur:
5. fl. kl. 9.40-11.30.
6. fl. kl. 12.10-13.00.
mfl. kv. kl. 13.00-13.50.
3. fl. kl. 13.50-15.30.
2. fl. kl. 15.30-17.10.
e.fl. kl. 17.10-18.50.
Laugardagur:
4. fl. kl. 13.50-14.40.
Miövikudagur:
m.fl.k.kl. 21.20-23.00.
Stjórnin.
Kvennaathvarf
Opiö ailan sólarhringinn, simi 21205. Húsa-
skjól og aðstoð við konur sem beittar hafa
veriö ofbeldi í heimahúsum eða oröið fyrir
nauðgun. Skrifstofan að Hallveigarstöðum er
opin virka daga kl. 14—16, sími 23720. Póst-
gírónúmer samtakanna 4442-1, Pósthólf 1486
121 Reykjavík.
Strætisvagnar
Reykjavíkur
Frá og meö 23. september 1985 verða fargjöld
SVRsemhérsegir:
Fullorönír:
Eipstök fargjöld kr. 25.
Farmiðaspjöld meö 4 miðum kr. 100.
Farmiðaspjöld með 26 miðum kr. 500.
Farmiðaspjöld aldraðra og
öryrkja meö 26 miðum kr. 250.
Fargjöld barna:
Einstök fargjöld kr. 7.
Farmiðaspjöld meö 20 miðum kr. 100.
Geðhjálp — þjónusta
Geðhjálp verður með opið hús á mánu-
dögum og föstudögum frá kl. 14—17 og
laugardögum frá kl. 14—18 í félagsmið-
stöðinni að Veltusundi 3b. Símaþjón-
usta er á miövikudögum frá kl. 16—18:
s. 25990. Símsvari allan sólarhringinn
gefur upplýsingar um starfsemi fé-
lagsins. Vetraráætlun verður auglýst
síöar.
„Þingmenn
strax í
bjórmálið”
— segir Þorsteinn
Gunnarsson íDuus-húsi
„Þessar niðurstöður koma ekki á
óvart því það hefur verið vitað í langan
tíma að það er vilji fólksins að fá
bjórinn. Þetta er í samræmi við það
sem við, sem í þessu stöndum, höfum
fundið,” sagði Þorsteinn Gunnarsson,
einn eigandi Duus-húss, um niður-
stööur könnunar DV um afstööu fólks
til sölu áfengs öls hér á landi.
,,Eg tel, þó fyrr heföi verið, að það
verði að koma bjórmálinu í gegn á
Alþingi. Þingmenn ættu að fara núna
strax, í þingbyrjun, í það að reyna að
koma þessum málum í gegn.”
-APH.
Breytt skipu-
lag hjá Sölu-
miðstóðinni
Skipulagsbreytingar taka gildi hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um
næstu áramót, að sögn Jóns Ingvars-
sonar, stjórnarformanns SH.
Starfseminni verður skipt í fjögur
meginsvið. Stjórn SH hefur þegar sam-
þykkt framkvæmdastjóra þriggja
þeirra: Benedikt Guðmundsson verður
yfir sölusviði, Olafur Gunnarsson yfir
markaðs- og flutningasviði og Hjalti
Einarssonyfir tækni- og þjónustusviði.
Framkvæmdastjóri fjármálasviös hef-
ur ekki verið ráðinn.
Yfir þessum fjórum sviðum verður
einn forstjóri. Núverandi fofstjóri,
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, lætur sem
kunnugt er af störfum um áramót. Eft-
irmaður hans hefur ekki verið ráöinn.
Gert er ráð fyrir að undir forstjóra
muni heyra sérstök þróunardeild.
-KMU.
FATASAUMUR - NÁMSKEIÐ
Námskeið er að hefjast fyrir
byrjendur og lengra komna.
Góð aðstaða, loksaumavél
á staðnum. Upplýsingar og
innritun í síma 18706 og
71919.
ÁsgerðurÓsk Júlíusdóttir klæöskeri Brautarholti 18.
IMOTAÐAR
TRÉSMÍÐAVÉLAR
TIL SÖLU
Wadkin afréttari, 23 x 160 cm, plan hallanlegt.
Wadkin þykktarhefill, 2ja blaða, hallanlegt, 6
ha. mótor meðstóru bútlandi, risti og plötusög.
Ríval, dönsk pússningavél, 2ja hraða, lengd 250
cm, band 15 x 6760 cm.
Næstu daga frá kl. 1 —5, einnig laugardag.
Linditré s/f, Síðumúia 10, sími 84570.