Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. 15 Ekkert vandamálaleikrit .j ein kona hér á saumastofunni en í sum- ar hafa þær veriö 5 til 6 viö sauma og breytingar á búningum.” Of stórt fyrir Iðnó Er þetta verk ekki of stórt fyrir Iönó? „Jú, eiginlega. Eg er aö spreyta mig á aö skrifa leikrit sem passar í Borgar- leikhúsiö. I fyrstu hugsaði ég verkið þó alltaf fyrir Þjóöleikhúsið. Þegar þeir hér í Iönó vissu um hugmyndina var farið að ámálga þaö við mig aö sýna verkiö hér og á meðan ég skrifaði þaö hafði ég Iönóíhuga.” Eitt af því sem vekur athygli viö sýninguna eru liprar og frumlegar skiptingar milli atriöa. I.eggur þú mik- ið upp úr skiptingunum? „Skiptingarnar eiga aö vera stíll sýningarinnar. Stíllinn á aö vera nokk- uö sem áhorfandinn viöurkennir. Einfaldleikinn i skiptingum er auövit- að lykilatriöi í sýningu sem saman- stendur af 70 atriöum. Þaö er hægt aö gera allt í leikhúsi ef ímyndunarafl áhorfenda er notaö. Málið er aö finna einfaldar lausnir. Leikhúsiö keppir ekki viö kvikmyndir í raunveruleika- stælingu. Samt er í leikhúsinu hægt aö kitla ímyndunarafl áhorfandans meö uppátækjum sem eru miklu meira heillandi.” Nú eru söngleikir meö afbrigöum vinsælir þessa stundina. Varö þaö til aö ýta á eftir þér aö gera söngleik úr þessum efniviö? „Já, þaö ýtti m.a. við mér að skrifa þennan söngleik. Iönó er þó á engan hátt falliö til að vera söngleikjahús. Viö höfum mannskapinn en húsiö er of lítiö. Hér má auöveldlega sviösetja lítil vandamálaleikrit sem gerast í einni stofu. En þannig verk eru fyrir bí sem stendur.” Þú hefur skrifaö „vandamálaleikrit sem gerast í einni stofu.” Ertu endan- lega hættur því? „Nei, en þaö eru margar ástæöur sem geta leitt til þess aö leikrit er skrifaö. Hvernig leikritiö verður fer eftir því hvaö á aö segja. Það er alltaf samband á milli efnisins og sviösetn- ingarinnar. Þaö er ekki hægt að nota skondinn og hispurslausan stíl til aö flytja stefnuræðu forsætisráöherra. Efni og framsetning hanga alltaf saman. Eg finn á mér um leiö og hugmyndin veröur til hvernig mig langar til að segja frá henni. Hugmyndin aö sögu stríösins var alltaf stór og mikil sýning í leikhúsi. Það kom aldrei til greina aö skrifa Land míns föður sem stofuleik- rit eða ljóö. Það er söngleikur sem hæfir þessu efni. Síðan er aö leysa vandann viö að koma sögunni á sviö. Sumum hugmyndum veröur að hafna strax því þær ganga ekki upp og þá er aö halda áfram að leita og leita. . . ” Og þessi söngleikur er dæmi um árangur af slíkri leit? „Já, og þaö ekki hvaö síst vegna þess aö ég vissi aö þaö væri gaman aö koma þessari sögu saman, sérstaklega ef hún segöi bæöi mér og öörum eitt- hvað um uppruna okkar.” Aö þeim orö- um mæltum er Kjartan rokinn af staö. Leikstjóri hefur í mörgu aö snúast síö- ustu dagana fyrir frumsýningu. GK Texti: Gísli Kristjánsson Myndir: GunnarV. Andrésson Stríðsgóssið er á sinum stað — áhorfendur munu þó ekki vera i umtals- verðri hættu. Seinustu athugasemdirnar til Steinunnar Ölínu Þorsteinsdóttur — og svo er allt klárt. Menning Menning Menning Leiklist E EUOCX-.ABt) SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild - sími 27022. Styrkið og fegríð Ukamann Vetrarstarfið hefst að fullu með 5 vikna námskeiði 7. október. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu- böð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 ísíma 83295. FLUGAHUGAMEININ! Fyrsti flugöryggismálafundur vetrarins verður haldinn í ráðstefnusal Hótel Loftleiða í kvöld og hefst kl. 20.00. Fundarefni: stutt erindi, fræðsluefni, umræður og kvik- myndasýning. Allir flugáhugamenn velkomnir. Flugmálastjórn Flugbjörgunarsveitin i Reykjavík Vélflugfélag íslands Öryggisnefnd F.Í.A. Platínulausa transistorkveikjan Mótleikur við hækkandi bensín- verði ★ STAÐREYND: Frá því augna- bliki, sem nýjar platínur eru settar í kveikjuna, þá byrja þær að brenna og platínubilið að breytast. Ástandsbreyting á platínum er langalgengasta or- sök orkutaps og aukinnar bensíneyðslu. ★ STAÐREYND: Slæmt ástand á platínum er algengasta orsök þess að vélin fer ekki i gang, sem oft hefur í för með sér að- keyptan akstur og vinnutap. ★ STAÐREYND: Slit eða gallar á kveikjuknöstum hafa engin áhrif á gang vélarinnar með notkun LUMENITION. Jafnvel slit á fóðringum hefur ekki trufl- andi áhrif. ★ STAÐREYND: Missmíði eða slit á kveikjuknöstum, svo og slitnar kveikjufóðringar, hafa mjög truflandi áhrif á gang vél- arinnar. Jafnvel nýjar vélargeta haft slípunargalla á kveikju- knöstum. ★ STAÐREYND: Með notkun LUMENITION er „veikasti hlekkur" kveikjurásarinnar (platínur og þéttir) endanlega úr sögunni. Að þessu leyti tryggir LUMENITION hámarks orku- og bensínnýtingu, sem helst óbreytt. ★ STAÐREYND: LUMENITION kveikjubúnaður er ónæmur gagnvart raka. ★ STAÐREYND: í LUMENITION eru engir hlutir sem slitna eða breytast við núning. ★ STAÐREYND: Platínulaus kveikjubúnaður var lögleiddur í Bandaríkjunum 1975 eftir að opinber rannsókn sannaði, að óþörf mengun ( = bensíneyðsla) vegna ástandsbreytinga á plat- ínum var úr sögunni með notkun slíks búnaðar. Nýir bílar frá ýmsum löndum koma í vaxandi mæli með platínulausum kveikjubúnaði. Kröfur neytenda knýja þar á. AUGLÝSING UM ALMENNA SKOÐUN ÖKUTÆKJA í REYKJAVÍK 1985 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1985 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1984 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, erflytja mega 8farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjarog ífyrsta sinn 1982eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. 1. október eiga öll létt bifhjól að hafa verið færð til skoðunar. Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga frá kl. 08.00 til 16.00 hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykjavík. 1. október til 18. október skulu ökutæki nr. R-70001 —R- 74000 mæta til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vá- trygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Á leigubifreiðum skal vera sérstakt merki með bókstafnum L, einnig gjald- mælirsem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1984. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 1.október1985. Sigurjón Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.