Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Qupperneq 11
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985. 11 Menning Menning Menning Menning VÖLUNDUR FRÁ FINNLANDI — Sýning Bertels Gardeberg f Norræna húsinu I því flóöi sýninga, sem nú gengur yfir bæinn, hefur mörgum eflaust yfir- sést lítil sýning í anddyri Norræna hússins. Þar er á ferðinni Finnlands- svíi, Bertel Gardeberg, einhver þekkt- asti silfurhönnuöur þar í landi. Enginn unnandi úrvalshönnunar eða skapandi handverks yfirleitt ætti aö láta þessa sýningu framhjá sér fara því hún er í einu oröi sagt frábær og með því allra besta sem Norræna húsiö hefur boðiö upp á um árabil. Sýningu Gardebergs fylgir einnig af- buröafallegur bæklingur með myndum af flestum þekktustu munum hans og þönkum listamannsins um kollun sína. Heimir Pálsson hefur þýtt skrif Garde- bergs og ættu þau aö vera skyldulesn- ing alls staöar þar sem listir og hönnun eru kenndar. Málsvari handverksmanns- ins Gardeberg er nokkuö sér á parti í finnskri hönnun þar eö hann hefur nær einskorðaö sig viö sköpun úr silfri, viöi og hinum svokölluðu óæöri steinum. Eftir hann liggja ókjör verka, boröbún- aður, skart, handverkfæri, hurðarhún- ar, ýmiss konar ílát, kirkjumunir, auk litilla skúlptúra. Allt er þetta hvert ööru fegurra. I gripum sínum og grein- um hefur Gardeberg ótrauöur talaö máli handverksmannsins á öld vélar- vinnunnar. „Án þekkingar á handverk- inu deyr menningin. Hæfileikinn til aö nota hendurnar hefur gert manninn aö manni. Eg vildi gjarnan vita hvaö ger- ist þegar viö höfum nógu lengi unaö viö þaö eitt aö ýta á takka.. .” segir hann. Og hann heldur áfram: „Allt á upptök sín í hendinni. Höndin er frumverkfæri mannsins. En auk handarinnar þarf hann áhöld sem henta verkinu: fyrir þeirra tilstyrk heppnast verkiö frá sjónarmiöi feguröarinnar. Gripurinn fæöist úr samspili handar og áhalds, úr bandalagi þeirra.” Módelbók náttúrunnar Mestan lærdóm dregur Gardeberg af náttúrunni. „Rannsaki maöur hina óþrjótandi módelbók náttúrunnar lær- ast mörg mikilvæg undirstööuatriöi. Til dæmis hvað þaö eru tilbúin og til- gerðarleg mörk sem hafa veriö dregin milli fígúratífrar og abstraktar listar. Báöar geröirnar má finna í módelbók náttúrunnar, þar eru þær hlið viö hlið og á sama tíma og jafnréttisgrunni.” Hálsmen, 1969, gull & obsidian. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Bertel Gardeberg — Hálsmen skúlptúr, 1969. Slipaður steinn. Sérstakan áhuga sinn á náttúrlegum steinum skýrir Gardeberg á eftirfar- andi hátt: „Þaö er ekki hægt aö greina milli steinsins og mannsins, svo ná- tengdir eru þeir. Tilfinning okkar fyrir steinaríkinu og þekking okkar um steina er að ég hygg meðfædd. Ósjálf- ráöar tilfinningar okkar gagnvart steininum eru eldforn frumþekking sem enn lifir í okkur. Oendanlega löngu fyrr en sögur hófust reikuðu mennirnir um og rýndu á jöröina í leit aö hæfilegum steinum til ólíkra verka, svo sem að kljúfa bein eöa mýkja ræt- ur. Hvar á aö finna þann stein sem höndin viðurkennir sem áhald? Þenn- an veg var augaö leitt af hagnýtu minni: maöurinn sá í raun jafnmikiö meö höndunum og augunum. Þetta var heild, altæk starfsemi: líf sem stýröist af endurminningu handariiinar.” Trúarjátning Af þessum oröum veröur vonandi ljóst aö Gardeberg lítur ekki á hand- verkið sem hverja aöra handavinnu, heidur sem nokkurs konar trúarjátn- ingu, leið til aö halda sönsum í fári - ópersónulegrar fjöldaframleiöslu. Aö lokum: ....sé gripurinn geröur meö ástúö talar hann einnig ástúðlega til verðandi eiganda.” Þótt gripir Garde- bergs á þessari sýningu eigi ekki eftir aö lenda hjá íslendingum þá tala þeir engu aö síöur af ástúö til sýningar- gesta. AI Rýmingarsala á rúm- teppum \0- „Rúm "-bezta verzlun landsins INGVAR 06 GYLFI I GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK, SIMI 81144 OG 33530 -- " -- -- Sérverzlun með rúm I i FLUGLEIÐIR GERA ÞÉR KLEIFT AD TAKA ELSKUNA Þ'NA MEÐ ■ t f\/vr ÍNNANLANDS Ef þú ferðast mikið með Flugleiðum innanlands átt þú það á „hættu" að fá einn daginn frímiða upp í hendurnar, sem gildir til hvaða áfangastaðar okkar sem er innanlands - fram og til baka. Við gefum þér nefnilega puhkta í hvert skipti sem þú ferðast með okkur og þegar þú ert búin/n að fljúga 13—17 sinnum á fjórum mánuðum finnst okkur tími til kominn að við borgum farið — ekki þú. Fáðu safnkort hjá afgreiðslufólki Flugleiða og láttu það kvitta fyrir þegar þú kaupir flugmiða. Við munum sjá um það að skrá punktana og senda þér frímiðann — og þá getur þú tekið elskuna með þér í flugið til tilbreytingar — frítt... FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.