Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. 31 « Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnurcikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—74 ára geta losaö inn- stæður með 6 mánaöa fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggöir og með 8% nafnvöxt- um. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið i tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. l.ífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverötryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók: Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27%, en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxt- um, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxt- um og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reikn- ings reynist hún betri. Af hverri úttekt drag- ast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæöu bundna i 18 mánuði t 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% árs- ávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. A hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess aö vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. I^indsbankinn: Kjörbók er óbundin meö 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánað verðtryggös reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Árs- ávöxtun á óhreyföu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikning- um reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Utvegsbankinn: Ábót ber annaöhvort hæstu ávöxtun óverðtryggöra reikninga í bankan- um, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mánaða verö- tryggðs reiknings með 1% jafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðar- lega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Versiunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur veriö tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun ann- aðhvort 34,8% cða eins og á verötryggðum 6 mánaða reikningum tneð 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekiö hefur veriö út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax _ hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila árs- fjórðung. Sparisjóðir: Tromprcikningur er verð- tryggöur og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32% með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld i Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóö- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýj- ustu skirteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsundkrónur. ) Við kaup á viðskiptavixlum og vióskiptaskulda- bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Þau eru: Hcfðbundin, til mest 14 ára en inn- leysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greið- ast með höfuðstól við innlausn. Með vaxta- miðum, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hrcyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03. 87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, i samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign: anna. Bréfin eru ýmist verötryggð eöa óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 677 þúsundum króna, 2—4 manna fjölskyldna 860 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.004 þúsundum, 7 manna og fleiri 1.160 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Iaán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 3. ársfjóröungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 320 þúsund krónur til einstaklings, annars 130—160 þúsund. 2—4 manna fjöl- skylda fær mest 400 þúsund til fyrstu kaupa, annars 160—200 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær hámark 470 þúsundir til fyrstu kaupa, annars 190—235 þúsund. I^ánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð meö láns kjaravísitölu og ineö 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðcins vextir og veröbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lifeyrissjóöir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, láns- upphæðir, vextir og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóöir bjóöa aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. I^án eru á bilinu 150—700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Ijánin eru verðtryggö og meö 5—8% vöxtum. I^nstimi er 15—35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóöa eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. IMafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir i eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærn en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuöi á 22% nafnvöxtum verður innstæöan í lok tím- ans 1.220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6+6 mánuöi á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mán- uði. Þannig verður innstæðan í lok timans 1.232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% á mánuði eða 42% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1166%. Vísitölur Lánskjaravísitala í október 1985 er 1.266 stig, en var 1.239 stig í september. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvisitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3.392 stig á grunni 100 frá 1975. Sparisjéði Reykjavikur og Sparisj. vélstj. 2| Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. VEXTIR BANKA OG SPARISJÖÐA (%) l! I s II 01 11 10.10 1985. INNLÁN MEÐ SÉRKJ0RUM SJA sériista ll Jí ij sí 3 s ll 11 !i INNLÁN OVERÐTRVGGÐ SPARISJÓOSBAKUR Obundn naslæóa 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR Jýt mánaóa uppsotji 25.0 26.6 25.0 25,0 23.0 23.0 25,0 23.0 25.0 25.0 6 mánaóa uppsogn 31.0 33.4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mánaóa uppsogn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0 SPARNADUR LANSR(TTUH Sparaó 3 5 mánuói 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 Sparað 6 mán og me*a 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0 INNLANSSKIRTEINI TiEmánaóa 28.0 30.0 28.0 28,0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareimmgar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Hbuparmhnngar 10.0 10.0 8.0 8.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 INNLAN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3fa mánaóa uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mánaóa uppsogn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarilijadolarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Storhngspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur þýsh mörh 5.0 4,5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvexti) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VKJSKIPTAVlXLAR 32.511) kge 32.5 kge 32.5 kge kge kge 32.5 ALMENN SKULDABRÍF 32.0(2) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULDABREF 33.5 11 kge 33,5 kge 33.5 kge kge kge 33.5 HLAUPAREIKNINGAR Yfcdrátlur 31.5 31.5 31.5 31.5 315 31.5 31.5 31.5 31.5 UTLAN VEROTRYGGÐ SKUIDABRÉF Aó 2 1)2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengn en 2 1)2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIOSLU VEGNAINNANLANDSSOlU 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 VEGNA UTFLUTNINGS SDR 'eémrmynt 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 Sandkorn Sandkorn Landbúnaðurinn stcndur með blóma í Keflavík. Landbúnaður í stórsókn Þótt ótrúlegt kunni að virðast hefur vcrið slík gróska í iandbúnaði i Kefla- vík á síðustu árum að varia eru dæmi sliks á gervöllu íslandi. Þvert á móti hefur landbúnaður einmitt verið að dragast saman víðast hvar. Staðreynd er að milli ár- anna 1980 og 1983 óx land- búnaðarstarfsemi Keflvík- inga um 300% sé miðað við starfsmannafjölda. 1980 voru að vísu ekki nema tvö heil störf í þessari grein í Keflavík. En 1983 voru þau orðin átta. Sérfræðingar hafa fundið upp eitt orð yfir heilt starf sem er mannár. Liklega væri þó nær aö kaiia það ársmann eða bara ársstarf. Hvað um það þá töldust 1983 9.076 mannsár i landbúnaðl Hlutur Keflvíkinga var þvi 0,32% i íslenskum landbúnaði það árið. Ohugnanlegt athæfi Það sló óhug á fólk þegar brotist var inn i barnaheim- ilið Sólbrekku á Seltjarnar- nesi nú i vikunni með þeim afleiðingum að það brann nánast til ösku. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn standa ráðþrota gagnvart svona skemmdarfýsn. Nýlega var brotist inn í dagheimili við Leirulæk. Þar var rótað í skúffum og þær tæmdar á gólfið. Áklæði stóla voru skorin í sundur. Tómatsósu var sprautað um húsnæðið og bækur tættar úr hillum og hent á gólfið. Yfir bóka- bunkann var svo hellt ein- hverju glundri. Heimilið var sumsé gjörsamlega lagt í rúst. Þeir sem vinna svona verk, eins og nefnd eru hér að ofan, ættu aðeins að staldra við og Iíta í eigin barm. Það er nefnilega ekki allt í lagi með þá. Upp á kvenhöndina Þeir skjóta stundum skemmtilega hver á annan, blaðamenn á landsbyggðar- blöðunum. Eftirfarandi sýnishorn er úr Víkurblað- inu: „Eins og fram hefur kom- ið í Víkurblaðinu ritstýrir góðkunningi Húsvíkinga, Hann þótti duglegur að heim- sækja hárgreiðslustofur. Hákon Aðalsteinsson, mál- gagni sjálfstæðismanna á Suðurnesjum. Hákon sendir Víkurblaðinu að sjálfsögðu eintak af þvi ágæta blaði, Reykjanesi. Eftir að hafa flett fyrstu sjö tölublöðunum, vakti það athygli vora hve Hákon var duglegur að heimsækja snyrtistofur, hárgreiðslu- stofur og þess háttar vinuu- staði, þar sem von var föngulegra kvenna. Telst okkur svo til að Há- kon hafi á rúmum tveim mánuðum hcimsótt fleiri slíka staði, en Víkurblaðið á sex árum. Þetta þótti okkur í meira lagi grunsamlegt en glödd- umst hins vcgar ákaflega þegar við sáum fangamark Hákonar undir pistlum um knattspyrnu. En þcgar betur var að gáð, kom í Ijós að þetta bætti alls ekki úr skák, því Hákon fjallaði aðeins um cinn þátt knattspyrnunnar, þ.e. kvennaknattspyrnu!” Vaxandi trúarhneigð Enginn samanburður liggur fyrir á trúarhueigð tsleudinga eftir byggðum eða landshlutum. Þó cr vit- að að í sumum bæjum hefur oft verið líflcgra í trúmál- um en annars staðar. Minn- ast menn þá til dæmis Akur- eyrar og Isafjarðar auk höf uöborgarinnar sjálfrar. Undanfarin misseri hef- ur trúmálaáhugi farið vax- andi í Kópavogi. Það stend- ur þó í veginum aö flestir söfnuðirnir, sem þar starfa, eru í húsnæðishraki sem vafalaust dregur úr vaxtar- hraða þeirra. Annar söfnuð- urinn innan þjóðkirkjunn- ar, Digranessöfnuður, hef- ur barist í því árum saman að fá lóð undir kirkju. Nú síðast er verið að tala um að hann fái lóð við Grænatún i Fossvoginum. Krossinn hefur staðiö í svipuðum sporum en uú eru líkur til að hann fái lóð við Engihjalla, verði tryggt að hávaði verði ekki of mikill utan veggja. Þá hefur Andlegt þjóðráð Baháía á tslandi lengi haft vilyrði fyrir lóð á Nónhæð, syðst í landi Kópavogs. Bæjar- stjórn ákvað það síðast í málinu að „merkja rauðan reit á Nónhæð” sem stað- festingu á fyrirheitum sín- um til Baháía. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir AUSTURBÆJARBÍÓ - ZELIG ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ LélegOAfleit EINSTÖK KVIKMYND Zellg Leikstjóri: Woody Allen. Handrit: Woody Ailen. Kvikmyndun: Gordon Willis. Tónlist Dick Hyman. Aflalhlutverk: Woody Allen og Mia Farrow. Þegar aödáendur Woody Allen voru að fá sig fullsadda á litla tauga- veiklaöa manninum sem hann hefur túlkað í myndum sinum kemur Zelig, fullskapað meistaraverk, frá Allen. Zelig er um margt einstök kvikmynd sem á sér enga líka. Woody Allen er að sjálfsögðu enn miðdepill myndar- innar. Nú túlkar hann allt öðruvísi persónu en áöur og þótt gamansemin sé fyrir hendi eru ærslin horfin. Zelig er byggð upp sem svarthvít heimildarmynd og setur áhorfand- ann í nokkurn vanda að finna hvað er ekta og hvað er falsað. Því nær eng- an mun er að finna á gömlum heim- ildarmyndum og svo leiknum mynd- um. Myndunum er skeytt saman á snilldarlegan máta og allt gert trú- verðugt með viðtölum viö frægt fólk um persónuna Zelig. Sviðið er í kringum 1920. Lýst er eftir manni að nafni Leonard Zelig. Hann finnst í ópíumbúlu og líkist þá meira Kínverja en gyðingi, sem hann er. Brátt kemur í ljós að Zelig breytist auðveldlega í persónur sem nálægt honum eru hverju sinni og er ekkert undanskiliö nema kvenkynið. Læknavísindin standa ráöþrota gagnvart þessum manni en á dag- blöðum ríkir almenn ánægja með þetta undur sem fundist hefur. Ungur sálfræðingur, Eudora Fletcher (Mia Farrow), fær áhuga á Zelig og gerir hann aö ævistarfi sínu. Eftir miklar sálfræðitilraunir lækn- ast hann og nýtur þess nú að vera oröinn frægur maður. Ástir takast Læknirinn og sjúklingurinn. Mia Farrow og Woody Alten i hlutverkum sínum. með lækninum og sjúklingnum. Þeg- ar nálgast giftingardaginn kemur babb í bátinn. Kvenmaður kemur og segist vera gift Zdig og eiga með honum bam og brátt eru þær orðnar nokkrar sem þykjast tengjast þessum fræga manni. Zelig hverfur af sjónarsvið- inu. Fletcher reynir að hafa uppi á honum og tekst það. Hún fer í kvik- myndahús. I stuttri fréttamynd, sem birtist á undan, er fjallað um Hitler. Fletcher sér Zelig standa bak við ein- ræðisherrann. Hún flýtir sér til Evr- ópu, hittir sinn elskaöa og saman stela þau flugvél og Zelig verður fyrsti maðurinn til að fljúga yfir At- lantshafið í flugvél sem er á hvolfi alla leiðina og endurheimtir fyrri frægð. Hamingjan brosir viö hinum ungu elskendum. Ekki er þetta mjög trúverðugur söguþráður en þaö hvei nig Woody Allen tekst að meöhöndla atburöa- rásina í kvikmyndaformi er hreint út sagt ein allsherjar snilld og skilur áhorfandann eftir í efa um sannleiks- gildi frásagnarinnar. Heimildar- myndaformið tekst mjög vel og er leikur þeirra Woody Allen og Miu Farrow mjög eðlilegur og laus við alla áreynslu. Zelig er kvikmynd sem verður ógleymanleg öllum sem áhuga hafa á kvikmyndum. Zelig markaði nýtt tímabil fyrir Woody Allen og hefur hann fylgt þessari mynd með Broadway Danny Rose og The Purple Rose Of Cario og hafa báðar þessar myndir hlotið lof- samlegar viðtökur. Með síðari mynd- inni stígur hann skrefið til fulls, hverfur af kvikmyndatjaldinu og set- ur sig eingöngu bak við kvikmynda- vélina þar sem hann verður að telj- ast í dag meðal helstu listamanna. Hilmar Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.