Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985.
19
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
• Guðmundur Albertsson, Vikingi, fær hér heldur betur óbliðar móttökur hjá varnarmönnum Stjörnunnar i leik liðanna i gærkvöldi.
Sigurmarkið kom á
síðustu sekúndunni
—þegar Víkingar unnu sætan en
ósanngjaman sigur á St jömunni,
21:20. Karl Þráinsson skoraði
sigurmarkið
„Það var allt í pati hjá okkur fyrir
þcnnan leik. Við fengum að vita það
klukkutíma fyrir leik að Páll væri í
leikbanni og í dag meiddist Siggeir
Magnússon illa á fæti og verður frá í
einhvern tíma. En tvö stig eru alltaf
tvö stig, sama hvernig þau eru
fengin,” sagði Ámi Indríðason, þjálfarí
Víkinga, eftir að Víkingur hafði í gær-
kvöldi unnið tæpan sigur svo ekki sé
meira sagt í ieik gegn Stjörnunni.
Lokatölur urðu 21—20 fyrir Viking eftir
að staðan í leikhléi hafði verið jöfn,
10—10.
Þegar þrettán sekúndur voru til
leiksloka var staðan jöfn, 20—20, og
Hannes Leifsson, Stjömunni, reyndi
markskot. Það hafnaði í stönginni og
Víkingar náðu knettinum, sendu hann
langt fram á völlinn og þegar leik-
tíminn var að renna út sveif Karl
Þráinsson inn úr hægra horninu og
skoraöi sigurmark Víkings.
Osanngjarn sigur Víkings var því
staðreynd og leikmenn Stjörnunnar
sátu eftir með sárt enniö. Stjarnan átti
svo sannarlega skilið annað stigið í
þessum leik ef ekki bæði. Liðið lék
lengst af vel og barátta leikmanna var
mikil.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og
staöan í leikhléi jöfn, 10—10. Síðan var
jafnt í síðari hálfleik á öllum tölum upp
í 20—20. Og sigurmarkinu er áður lýst.
Víkingsliöið var heppið að sleppa
með sigur í þessum leik. Liðið lék ekki
vel og leikmenn verða að gera betur ef
þeir ætla sér að ná í titilinn. Sóknar-
leikur liðsins var ráðleysislegur enda
vantaði Pál Björgvinsson til að stjórna
honum. Margar sóknir Stjörnunnar
stóðu yfir í þrjár til fimm mínútur og
sérlega í síðari hálfleik áttu Víkingar í
miklum vandræðum með að finna
smugu á vörn Stjömunnar. Enginn
leikmaður Víkings skaraði fram úr í
þessum leik.
Hjá Stjörnunni voru þeir Brynjar
Kvaran og Gylfi Birgisson bestir.
Brynjar varði tólf skot í leiknum og
þar af eitt vítakast. Gylfi var ógnandi í
sóknarleik Stjörnunnar og skoraði 8
mörk. Sum þeirra hefði þó Kristján
Sigmundsson markvörður átt að geta
komið í veg fyrir. Ef Stjarnan heldur
sömu baráttu og var á meðal leik-
manna liðsins í þessum leik á liðið eftir
að fagna betra gengi í vetur. Varnar-
leikur liðsins var sérlega góöur í þess-
um leik og þegar lið leikur góða vörn
fylgir góður sóknarleikur í kjölfarið.
Mörk Víkings: Karl Þráinsson 10/7,
Steinar Birgisson 4, Guðmundur
Guðmundsson 3, Guðmundur Alberts-
son 1, Bjarki Sigurðsson 1, Hilmar
Sigurgíslason 1 og Stefán Steinsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 8,
Magnús Teitsson 5, Hannes Leifsson
3/2, Hermundur Sigmundsson 3/1 og
Sigurjón Guömundsson 1.
Leikinn dæmdu þeir Hákon
Sigurjónsson og Árni Sverrisson.
-SK.
• Páll Ólafsson reynir hér skot að marki Þróttar í leiknum í gærkvöldi. Páll
er mjög efnilegur leikmaður sem á örugglega eftir að ná langt í framtíðinni
en Páll er aðeins sautján ára. DV-mynd Bjarnleifur
Birgir með 11
mörk gegn KR
— þegar KR sigraði Þrótt, 25:23
Ungt og efnilegt lið Þróttar í 1. deild
handboltans hafði næstum haft sigur i
gærkvöldi i leik sinum gegn KR. KR
náði að merja sigur i lokin, 23—25, eftir
að staðau hafði verið jöfn í leikhléi,
10—10.
Leikur liðanna var slakur en lengst
af jafn og nokkuð spennandi. Jafnt var
5—5 og 7—7 í fyrri hálfleik en í byrjun
komust KR-ingar í 5—3.
Einnig var mjög jafnt með liöunum í
síðari hálfleik og það var ekki fyrr en
langt var liðið á síðari hálfleikinn sem
KR-ingar náðu að komast tveimur
mörkum yfir og sigur KR var ekki í
mikilli hættu i lokin.
KR-liðið var mjög slakt að þessu
sinni en þó voru í því ljósir punktar
eins og útispilarinn Páll Olafsson sem
er mjög efnilegur leikmaður og geröi
hann laglega hluti í þessum leik.
Lið Þróttar er ungt og í mótun. I
þessum leik var það Birgir Sigurðsson
sem sló í gegn, barðist eins og ljón all-
an leikinn og skoraöi 11 mörk fyrir lið
sitt.
Mörk KR: Bjarni Ólafsson 6/5, Páll Ólafsson
5, Jóhannes Stefánsson 4, Ólafur Lárusson 3,
Haukur Geirmundsson 3, Ragnar Hilmarsson
3 og Friðrik Þorbjörnsson 1.
Mörk Þróttar: Birgir Sigurðsson 11, Guð-
mundur Oskarsson 4, Konráð Jónsson 4, Gisli
Oskarsson 2, Sigurjón Gylfason 1, Birgir
Ginarsson 1.
Leikinn dæmdu þeir Gunnar Kjartansson
og Rögnvald Erlingsson.
-SK.
Ellert
varði
■ n r ■
prju viti
— þegar Valsmenn
sigruðu KA á
Akureyri í gærkvöldi,
18:20
Frá Stefáni Arnaldssyni, frétta-
manni DV á Akureyri:
Markvörðurinn Ellert Vig-
fússon var hetja Valsmanna í
gærkvöldi þegar Valur sigraði
nýliða KA i 1. deildinni i hand-
knattlcik með tveggja marka
mun, 18—20, eftir að staðan í leik-
hléi hafði verið 8—11, Val í vil.
Ellert varði alls 18 skot í ieikn-
um og þar af þrjú vítaköst frá
KA-mönnum og slíkt er dýrmætt
þegar munurinn er tvö mörk í
lokin.
Það var fyrst og fremst frá-
bærum varnarleik og mjög góðri
markvörslu að þakka að Vals-
menn komust í 5—0 í byrjun
leiksins í gærkvöldi og þennan
mun náöu KA-menn ekki að
vinna upp fyrir leikslok. Vals-
menn náðu nokkru forskoti í
siðari hálfleik en í lokin náði KA
að minnka muninn í tvö mörk og
bjarga andlitinu.
Eins og fyrr segir var Ellert
mjög góður í marki Vals og sýndi
mjög góð tilþrif. Einnig var
Valdimar drjúgur og enn skorar
hann mikið.
Sigmar Þröstur markvörður
var einna skástur hjá KA, sér-
staklega í fyrri hálfleiknum.
Heldur dofnaði yfir honum í
síðari hálfleik. Þá átti Guð-
mundur Guðmundsson þokkaleg-
an leik og Sigurður Pálsson lék
ágætlega í síðari hálfleiknum.
Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6/2,
Geir Svcinsson 4, Júlíus Jónasson 4,
Jnkob Sigurósson 3, Þorbjörn Jensson
1, Þorbjörn Guðmundsson 1 og Jón Pét-
urjónssonl.
Mörk KA: Sigurður Pálsson 6/2,
Guðmundur Guðmundsson 3, Jón Krist-
jánsson 3/1, Eriingur Kristjánsson 2,
Pétur Bjarnason 2, Hafþór Heimisson 1
og Þorleiíur Ananíasson 1.
Leikinn dæmdu þeir Ólafur Haralds-
son og Björn Jóhannsson.
-SK.
I
STAÐAN
Staðan í 1. deild íslandsmótsins
i handknattleik eftir leikina í
gærkvöldi:
FH—Fram 24—26
KA—Valur 18—20
Þróttur—KR 23-25
Vikingur—Stjarnan 21—20
Víkingur 4 4 0 0 95—68 8
Valur 3 3 0 0 68—59 6
FH 4 2 0 2 98-96 4
KA 4 2 0 2 82-85 4
KR 3 1 1 1 63-64 3
Stjarnan 4 1 1 2 80—80 3
Fram 4 1 0 3 83—90 2
Þróttur 4 0 0 4 86-113 0
Næstu leikir i 1. deild eru á
laugardag. Þá leika i Laugar-
dalshöll Víkingur og FH klukkan
tvö og loks KR og Fram klukkan
kortér yfír þrjú.