Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. 35 „Fésun”—ny atvinnugrein á Suðumesjum Frá Magnúsi Gíslasyni, Keflavík: „Vélin hefur reynst hiö mesta þarfa- þing. Afköstin eru 15-föld á við manns- höndina og nýtingin miklu betri,” sagöi Magnús Guðbergsson hjá fisk- verkunarfyrirtækinu SÆR í Garöi, hvar við sáum hann fimum höndun leggja hvern þorskhausinn af öðrum. Til þess notaði hann tiltölulega fyrir- ferðarlítiö áhald sem klauf hausana og skilaöi kinnunum, samhangandi á gellunni, í einn bakka en miðhluta haussins, eða heilanum eins og Magnús nefndi hann, í annan bakka. „Afkastagetan er um 90 kg á klst, þar af helmingur kinnar sem fara til út- flutnings í Portúgal. Annað fer í beina- mjöl,” bættihann við. Bara þorskhausar Nánar spuröir um framleiðsluna, sögðu þeir bræðurnir, Magnús og Ævar Ingi Guðbergssynir hjá SÆR, að þarna væri um mikla verömætasköpun að ræða. Fyrir þorskhausa fengjust aöeins 35 aurar í „gúanó” en 35 krónur fyrir kílóið þegar búið væri aö „fésa”, eins og þeir kalla vinnsluaöferðina, — og salta. „Við höfum unniö úr heilu togaraförmunum frá því í vor, en aðeins þorskhausa, — aðrar tegundir eru ekki eftirsóttar. Eftirspurnin er það mikil að framleiöslan fer ávallt í næsta skip,” sagði Ævar Ingi, ,,og eftir því sem ég best veit þá eru að opnast markaðir fyrir þetta fiskmeti á fleiri stööum en í Portúgal, jafnvel í Vestur- heimi.” Eins og vængir Þegar kinnarnar koma úr „fésunar- vélinni” líta þær út eins og vængir. Lágmarksstæröin, vænghafið, má vera 22—27 cm en við höfum aðeins unnið 27 cm og þar yfir vegna hagkvæmninnar, sögöu þeir bræður. Kinnarnar eru pækilsaltaðar í tvo sólarhringa á sama máta og venjulegur saltfiskur. Síöan eru þær rifnar upp og settar í 20 kílóa umbúðir. Þeir Magnús og Ævar Ingi töldu að þessi nýting á þorskhausum kæmi alveg í staðinn fyrir þurrkuðu hausana, sem nánast eru verðlausir í dag. Sjöstjarnan í Njarðvíkunum er út- flutningsaðilinn en akkur þeirra er að nýta ávallt hráefnið sem best og láta þeir einskis ófreistað í þeim efnum. Sjöstjarnan á vélina sem SÆR vinnur húsana í og einnig útvegar hún hrá- efnið. íslensk-þýsk samvinna „Möguleikarnir á hausavinnslunni byggjast að langmestu leyti á „fésunarvélinni”, sem er af Kvikk Baader gerð og kostar um 800 þúsund krónur. Hún er hönnuð af Kvikk, íslensku fyrirtæki, en Baader í Þýska- landi framleiðir hana. Hér er því um íslensk-þýska samvinnu að ræða,” sagði Ævar Ingi, „sem hefur gefið góða raun.” Magnús tjáði okkur að fyrsta eintakið af vélinni hefði komið á markaö árið 1982 og nokkrar munu vera í notkun hér á landi. „Við höfum haft vélina síðan í maí í vor. Ekkert hefur bilað, — aöeins þurft að brýna hnífana, sem er mjög góð útkoma.” -EH Sýnið stillingu ef slys ber að höndum BLÁSTURSAOFERÐ OG HJARTAHNOÐ Hafi ondun og hjarta stoövast vegna drukknunar eöa annarra orsaka getur skipt skopum að veita retta hjálp strax. þar til sjúkrabill kemur og frekari hjálp berst Veggspjald um björgun f rá drukknun Á vegum Kiwanisklúbbsins Vífils í Breiðholti veröur nú á næstunni dreift til allra sundlauga á landinu vegg- spjaldi með einföldum björgunar- leiðbeiningum. Verður á spjaldinu út- skýrt í máli og myndum hvernig má koma mönnum til bjargar, þegar mikið liggur viö, með því að blása í þá lífi eða með hjartahnoði. Veggspjaldiö hefur verið gert í náinni samvinnu við Slysavarnafélag Islands sem mun dreifa því í alla fiskibáta, togara og farskip landsins. Magnús Guðbergsson hjá SÆR i Garði við „fésunarvélina". DV-mynd emm. Hitaeiningar kolvetnisinnihald áaugabragði Langar þig til þess aö vita hve margar hitaeiningar eru í eplinu sem þú ert aö fara aö boröa — eöa hve mörg kolvetni eru í því? Kannski langar þig til aö vita hve miklar hitaeiningar eru í lambakótelettunni sem þú ert aö fara aö leggja þér til munns, nú eöa einum disk af kornflögum. Þetta og margt fleira færöu aö vita á augabragði meö nýrri rafeindavog sem komin er á markaöinn. Þetta er eldhúsvog sem gerir ýmis- legt fleira en aö mæla hveiti og sykur. • Hún gefur upp hitaeiningar-, fitu-, kolvetna- og trefjainnihald teg- unda. • Breytirgrömmumíúnsurogöfugt á augabragöi. • Hefur tímastilli frá 30 sek. upp í 99 mínútur. • Hægt er aö vigta margar tegundir samtímis. Vogin gengur fyrir venjulegri 9 volta rafhlööu, sem á aö duga í eitt ár. Með henni fylgir bók á ensku þar sem er aö finna kóða til aö finna út næringargildi nokkur hundruö fæöutegunda. íslensk þýðing á bókinni er væntanleg innan skamms. Útsölustaöir: Clóey, Ármúla, H. Biering, Laugavegi, H. G. Cuöjónsson, Stigahlíð, Hagkaup, Skeifunni, Heimilistæki, sætúni, Rafbúö Domus Medica, Egilsgötu, versl. Rafmagn, vesturgötu. je'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.