Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. 13 STRAUMASKIL? Fleiri og fleiri gera sér nú grein fyrir því aö fjárlög þau sem stjómar- flokkarnir komu sér saman um aö leggja fram eru verðbólgufjárlög. Menn skilja aö hinir miklu óbeinu skattar, sem áætlaö er aö demba yfir þjóðina, fara beint út í verölagiö meö einum eöa öörum hætti og þótt nýir innheimtumenn finnist eru gjald- endurnir ávallt hinir sömu: alþýðan í landinu. Um síðustu helgi voru geröar tvær samþykktir sem gætu valdiö straumaskilum í þessum málum. Sjálfstæðismenn í Hólminum I Stykkishólini funduöu þingmenn, ráðherrar og fleiri ráöamenn í Sjálf- stæðisflokknum um efnahagsmál. Þaö vakti mikla athygli aö fjármála- ráðherrann sá ekki ástæöu til þess aö mæta á fundinum, heldur sat fyrir sunnan og las prófarkir aö fjármála- frumvarpi, ef marka má fréttir. Þessi fundur sjálfstæðismanna sendi frá sér mjög skelegga ályktun meö skýrum boðskap: Hingaö og ekki lengra í skattheimtu, hnífinn á loft og skerið útgjöld niður. Ekki er vafi á því aö þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og aörir frammámenn hans, sem á annað borð hafa jarösamband, hafa fundið fyrir óánægju hinna almennu borgara meö þaö aö ekki skuli reynt að stinga viö fótum í ríkisrekstrinum. Þeir gera sér þaö ljóst aö ekki er nokkur von til þess aö skynsamlegir kjara- samningar veröi geröir nú í árslok ef skattabyröi verður enn þyngd og veröbólga eykst til muna bæði vegna hennar og gengislækkunar. Þaö er mjög ánægjulegt aö frammámenn Sjálfstæðisflokksins skuli þarna ríöa á vaðiö því ráðherr- ar flokksins fara meö fjárfrekustu embætti ríkiskerfisins. Niöurskurður þýöir óhjákvæmilega aö þeir veröa aö draga saman seglin og það lýsir ó- neitanlega mikilli ábyrgðartilfinn- ingu aö flokkur þeirra skuli krefjast meira aðhalds og niöurskurðar. Fjármálaráðherrann fjarstaddi hefur lýst ánægju meö samþykkt fundarins. Enginn vafi er á því aö þaö gerir hann heils hugar. Eins og ég hefi áöur minnst á vill hann sam- drátt en hefur átt erfitt meö aö koma honum viö vegna þess hve víöa er kallaö eftir fé. Meö réttu gat hann þess í leiðinni aö þingflokkar stjórn- arinnar heföu þegar samþykkt frum- varpiö. Varla verður því samt trúað að hann fari aö gera þaö að einhverju persónulegu kappsmáli aö þaö fari óbreytt inn í þingið ef von er til aö sparnaður náist fram. Samsulli verður að linna Hin samþykktin sem ég minntist á í upphafi er samþykkt stjórnar Félags íslenskra iðnrekenda. I henni er mjög varað viö verðbólguáhrifum aukinnar skattheimtu. Þar er vissulega ekkert skafið utan af hlutunum og ríkisstjórninni bent á aö veröbólga kunni aö verða álíka mikil innan skamms og hún var þegar stjórnintókvið. Formaöur félags iönrekenda, Víg- lundur Þorsteinsson, benti stjórn- málamönnum líka á þaö í viðtali aö þeir veröa aö temja sér ný vinnu- brögð. Hann sagöi aö þeir yrðu aö hætta að sullast í gegnum málin. Þaö eru orð að sönnu. „Stjórnmálamenneruíárannarás ^ búnir aö láta undan margvíslegum þrýstingi héöan og þaöan og sam- þykkja ótal lög og skuldbindingar sem binda hendur fjárveitingavaldsins, er aö lokum hefur enga aöra tekjulind en vasa skattborgaranna.” Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON Stjórnmálamenn eru í áranna rás búnir að láta undan margvíslegum þrýstingi héöan og þaöan og samþykkja ótal lög og skuldbinding- ar sem binda hendur fjárveitinga- valdsins er að lokum hefur enga aöra tekjulind en vasa skattborgar- anna. Aö vísu hefur fjárveitinga- valdiö tamiö sér sem nauðvörn í gegnum árin aö þverbrjóta landslög viö afgreiöslu fjárlaga meö því aö veita alls ekki lögboðnu fé til hinna og þessara framkvæmda eöa starf- semi. Slíkt er vægast sagt ekki heppilegt og eykur ekki tiltrú al- mennra borgara á lög og rétt. Miklu mennilegra væri fyrir stjórnmálamenn að reyna að nota orðið nei þegar þrýstihópar sækja á þá, heldur en segja já og svíkja þaö. En kannski felst í oröum iönrek- endaformannsins kjarni þess vanda sem viö eigum við aö etja. Þegar sæmilega eöa vel árar leyfum viö okkur ýmsar auknar fjárveitingar og teljum okkur kleift aö takast á viö ný verkefni eöa veita aukna þjón- ustu. Þegar illa árar til lengdar er ekki unnt aö halda því áfram. Hvort sem mönnum líkar betur eöa verr veröa þeir aö hætta aö sullast og skera ýmsar heilagar kýr niöur við trog. Þaö er hægt aö komast hjá því í eitt eöa tvö slæm ár, en þegar erfið- leikarnir veröa langvinnir veröa menn aö horfast í augu viö þá. Hinir sjálfvirku fyrirgreiðslupost- ular í stjórnmálum mega ekki heyra á þaö minnst aö svokölluð núllstefna sé tekin upp við f járlagagerð, þaö er að engin fjárveiting sé talin sjálfgef- in heldur skuli þær allar endurskoö- aöar. Áhrif þessara manna fara aö vísu dvínandi í stjórnmálum, en þeir mega sín samt enn mikils. Þeir munu berjast eins og ljón gegn niöur- skuröi nú, en þeir veröa aö tapa þeirri orrustu. örlagarík vika? Ekki er fráleitt aö ætla aö þessi vika geti orðið býsna örlagarík í íslenskum stjómmálum. Þá ræðst þaö hvort snúiö verður af verðbólgu- og skattlagningarbraut og reynt aö draga saman. Verði þaö ekki gert kann aö styttast í stjórnarsamstarfi því hvorugur stjórnarflokkanna mun áfjáöur í aö sitja í rjúkandi verö- bólgubáli og augu manna eru aö opnast fyrir því að allt stefnir í þaö. Ekki er ljóst hvort menn nota tækifærið til einhverrar endur- skipulagningar á ríkisstjórninni. Ekki væri þaö samt fráleitt. Eins og ég hefi margoft bent á veröur for- maöur Sjálfstæðisflokksins aö taka þar sæti. Ekki sjálfs sín vegna fyrst og fremst heldur tel ég aö svo langt megi ganga aö þjóðarhagsmunir krefjast þess nú þegar á miklu veltur aö menn séu samtaka og samstíga. Þótt hann hafi sýnt þess- ari ríkisstjórn mikla hollustu verður aöstaða hans til að móta stefnuna miklu betri innan ríkisstjórnar en utan. Eg hefi ekki minnst hér á hinn stjórnarflokkinn. Ekki er vafi á aö forsætisráöherra mun kætast ef sam- komulag næst um aukinn niöur- skurð. Væntanlega sættir ráöherra- liö flokksins sig sæmilega viö hann. Ööru máli kann aö gegna um ein- staka þingmenn. Þaö verður fróðlegt aö sjá hvort einhverjir þeirra vilja ana á foraöið. Magnús Bjarnfreösson. Verður hann ráðherra? Kjallarinn Alþingi er enn ekki komið saman. Þó eru allar fréttir úr stjórnmálalíf- inu tengdar komandi Alþingi og fréttamenn tala um fjárlagafrum- varp Alberts Guðmundssonar og sjávarútvegsfrumvarp Halldórs Ás- grímssonar og miklar umræður eru tengdar þessum frumvörpum. Eng- um fréttamanni dettur í hug aö spyrja: Er ekki til siös aö leggja frumvörp fram á Alþingi og á ekki aö ræða þau þar? Fundurinn í Hólminum 1 síöustu viku kom þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, ásamt með miðstjórn flokksins, saman í Stykkis- hólmi og þar var fjárlagafrumvarpiö til umræðu. Þar voru miklar umræð- ur og frumvarpið harölega gagnrýnt, a.m.k. var krafist meiri niöurskurö- ar. Fjármálaráöherrann sá ekki ástæöu til þess að mæta á þessum fundi og hefur lýst því yfir, aö hin mikla gagnrýni sé stuðningur viö sig, sé enda búið aö samþykkja frum- varpiö bæði í þingflokki Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og þar aö auki í ríkisstjórninni. Sjávarútvegsráöherra fer um landið og kynnir frumvarp aö fram- sóknarmennsku í sjávarútvegi, en þar er byggt á sömu sjónarmiöum og hafa lagt íslenskan landbúnaö í rúst og jafnframt leitt til taumlausrar of- beitar á heiöum landsins. Horfiö er frá þeirri útvegsstefnu, sem leiddi til þess aö íslenskur sjávarútvegur var í fremstu röð og Islendingar bjuggu viö ein bestu lífskjör í heiminum. Þaö er athyglisvért, aö hinir praktíserandi sjómenn og útvegs- menn eru harðastir andstæðingar framsóknarsjávarútvegs. Hins veg- ar er stefnan studd af þeim, sem búa í kerfinu, enda tryggi hún tilvist þeirra. Alþingi er sem sagt ekki komið „Ef hann vill verða ráðherra, á hann að gera kröfu til þess og þá jafnframt tilkynna, hvern hann vilji láta fara." saman, en menn farnir aö ræða frumvörpin eins og ekkert sé. Mér er sagt, að fjármálaráö- herrann hafi ekki fengist til þess aö ræöa frumvarp sitt efnislega og vísi hann til þess, aö frumvarpið ætli hann fyrst aö kynna þingheimi, áður en hann fari aö tala við blaöamenn og fólk úti í bæ um það. Þrátt fyrir það hafa spunnist alls konar fréttir af frumvarpinu. Nú efa ég ekki, að t.d. þingflokkur sjálfstæðismanna hafi mikinn áhuga á því að ræöa fjárlagafrumvarpið. En er ekki rétt að bíöa þar til þing kemur saman. Er þaö ekki sjálfsögð kurteisi viö Alþingi og þær heföir og hugsjónir, sem starfsemi þess bygg- istá. Og þaö sama gildir auðvitað um fiskveiöafrumvarpið. Lítilsvirðing á störfum þingsins Raunar endurspeglast í viöbrögö- um manna undanfarið viö þessum frumvörpum, sem ekki hafa verið lögö fram, síaukin litilsviröing á störfum þingsins og hlutverki þess. Þannig hefur frá því aö Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins verið eilífur söngur um, aö hann ætti að verða ráðherra. Stundum hafa komið yfirlýsingar frá honum um, aö hann vilji ekki verða ráðherra. Stundum koma yfirlýsing- ar frá ráðherrunum um, aö þeir vilji vera áfram ráðherrar, og stundum koma engar yfirlýsingar. Svo er fór- manninum stillt upp sem eins konar aukaráöherra án titils og stjórnar- deildar og hann hafður meö á mynd- um, þegar verið er að tilkynna stjórnarráöstafanir. Allt veröur þetta afkáralegt og þaö þeim mun frekar, sem formaöurinn hefur ekki heldur neina stööu innan þingsins, — hann er ekki formaður þingflokksins, — hann er ekki formaöur neinnar af mikilvægustu nefndum þingsins. Nú mega menn ekki skilja orð mín svo, aö ég sé aö gera lítið úr for- manni Sjálfstæðisflokksins. Ég er hins vegar oröinn f jarska þreyttur á því, aö allt flokksstarf þurfi að snú- ast um, hvort hann sé ráöherra eða ekki. Fyrir mér er málið mjög ein- falt. Annaðhvort vill Þorsteinn verða ráöherra eöa hann vill þaö ekki. Ef hann vill verða ráðherra, á hann aö gera kröfu til þess og þá jafnframt tilkynna, hvern hann vilji láta fara. Hann verður síðan að standa og falla með þessari ákvörðun sinni. Þegar þetta er ritað, er sagt frá því í hádeg- isfréttum, að þingflokkur sjálfstæð- ismanna geri kröfu til þess, aö Þor- steinn veröi ráöherra. Og gegn hverjum er þessari kröfu beint? Til þingflokksins sjálfs! Og er þá e.t.v. von til þess aö þessu ráðherravæli linni, en þaö er orðið jafnþreytandi og þegar barn er aö biðja um ís. Fjárlagafrumvarpið er miðað við óbreyttan starfsmannafjölda ríkis- ins því sem næst. Bullukollar eins og Steingrímur Hermannsson hafa rætt um aö þaö megi spara í ríkisrekstrinum; þaö getur verið að það hafi mátt spara í Rannsóknaráöi ríkisins, þegar hann var þar, — en ég efast stórlega um, aö hægt sé aö spara meira í ríkisgeir- anum en gert er. Sparnaður í ríkis- geiranum hefur veriö kjörorö svo lengi, sem ég man eftir og aðhald er þar gífurlegt. Meirihluti embættis- manna ríkisins eru samviskusamir menn, sem gera það sem hægt er til þess aö ná fram sparnaöi. Og menn mega ekki gleyma því, aö sparsemi HARALDUR BLÖNDAL HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR og nánasarskapur er sitt hvað, — hiö síðarnefnda hefur oft oröiö til stór- tjóns fyrir ríkið og eins einstakling- ana. Fækka þarf opinberum starfsmönnum Ef lækka á útgjöld ríkisins veröur aö minnka hlutverk þess. Það veröur fyrst og fremst aö fækka starfsmönn- um þess, en þaö er ekki hægt aö fækka starfsmönnum nema með því aö fela öörum hlutverkin, eöa leggja þaueinfaldlegaaf. Þaö má taka einföld dæmL Af hverju er ríkissjóður að reka áfeng- isverslanir? Er ekki miklu eölilegra aö verslanirnar séu reknar á ábyrgö viökomandi verslunarstjóra, likt og t.d. lyfjaverslanir. Og væri ekki síö- an í framhaldi af þessu hægt aö leggja ÁTVR niður og fela allt birgöahald og innkaup ásamt meö fjármögnun viðkomandi innflytjend- um og láta þá bera kostnaðinn. Ekk- ert er athugavert við aö þeir veröi að geyma áfengiö í sameiginlegum skála eins og nú, sbr. jafnframt toll- vörugeymsluna. Og síðan má taka til við skólarann- sóknadeildina og námsgagnastofn- un, ogsvokollafkolli. Haraldur Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.