Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985.
Styrjaldarsag-
an Land míns
föður
f rumsýnd í
Iðnó á morgun:
„Söngleikir eru þaö skemmtilegasta
sem ég lendi inn á en þeir veröa líka aö
segja eitthvaö í leiöinni. Ég reyni aö
uppfylla bæði þessi skilyrði í söng-
leiknum.” Þaö er Kjartan Ragnarsson
sem er aö segja frá söngleik sem hann
hefur samiö og nefnir Land míns fööur.
Söngleikurinn veröur frumsýndur í
Iönó á morgun.
I Land míns fööur segir frá stríðsár-
unum á Islandi. Leikurinn hefst þegar
stríöiö hefur brotist út í Evrópu en Is-
lendingar búa enn í friöi og spekt á
skerinu sínu. Honum lýkur síöan á
friöardaginn með óspektum í Reykja-
vík.
Gamall draumur
„Eg var lengi búinn aö láta mig
dreyma um aö skrifa um stríðsárin,”
segir Kjartan, sem sestur er í viðtals-
stellingarnar. „Ég byrjaöi að skrifa
eftir áramótin 1982, barðist viö efniö í
þrjá mánuöi og sat fastur vegna skorts
á vitneskju um tímabilið. Þegar ég
byrjaöi hélt ég aö þetta væri ekkert
mál en komst aö raun um aö þaö var
nú eitthvað annað.
Til aö afla mér heimilda leitaöi ég í
þá gullnámu sem Virkið í noröri eftir
Gunnar M. Magnúss er. Ég haföi líka
samband viö Þór Whitehead prófessor
sem er manna fróðastur um stríöiö.
Hann las síöan handritið yfir. Aö auki
las ég ævisögur til að fá tilfinningu fyr-
ir andrúmslofti tímabilsins. Ég skoð-
aði myndir, þar á meöal kvikmyndir
frá þessum árum. Þá komst ég yfir ár-
gangana frá 1940 til 1947 af tímaritinu
Live. Þar er hægt að fá góöar upplýs-
ingar um klæðaburð og tískuna á þess-
um árum. Einnig varö ég aö kynna
mér rækilega hvað var aö gerast
erlendis á sama tíma og bjó mér til
dagbók um framvindu stríðsins.
Að þessu loknu geröi ég aöra at-
rennu. Vandinn mikli er auövitaö aö
koma stríösárunum á leiksviö.” Kjart-
an er nú staðinn upp úr viðtalsstell-
ingunum og farinn aö ganga um gólf.
„Ég er sjúkur í að láta liöna tima lifna
viö,” bætir hann viö utan dagskrár og
heldur síðan áfram: „I upphafi ætlaöi
ég að láta lögregluvaröstofuna í
Reykjavík vera miödepilinn en hætti
við það vegna þess að staðan þar
breyttist tiltölulega lítiö stríöiö á enda.
Ég bjó því til venjulega Reykjavíkur-
fjölskyldu sem lendir í aö allt líf henn-
ar umturnast.”
Nákvæmt handrit
Hvernig vannstu síöan handritiö?
„Ég skrifa handrit þar sem ég lýsi
hverju atriði í smáatriðum. Ég ræddi
hugmyndimar við leikmyndateiknar-
ann með væntanlega útfærslu í huga.
Síöan las ég handritið fyrir hann. Þá
féllu nokkur atriöi út af tæknilegum
ástæöum. En í öllum aöalatriöum
veröa lausnirnar til í handritinu.
Stærsta vandamálið við að skrifa
leikritið er að þetta er epísk saga sem
þarf aö koma í dramatískt form. Þaö
veröur aö finna fólk sem atburðimir
koma viö og hafa tilfinningaleg og
örlagarík afdrif fyrir þaö. Þannig get-
ur epísk saga orðið aö leikriti.
Sviösetningu atburðanna veröur aö
leysa í handritinu fyrirfram. Þaö er
sama hvort um er aö ræða kvikmynd
eöa leikrit; vel unniö handrit leysir
alla hluti milljónfalt. Ég skrifa aldrei
með því hugarfari að þetta eða hitt eigi
að leysa á sviöinu. T.d. eru þar engir
bílar vegna þess að það er ómögulegt
að koma þeim fyrir. I einni senu er ver-
iö aö vinna á netaverkstæði vegna þess
að net koma mjög vel út á sviðsmynd. ”
Stríðssagan
Nú er þaö sem gerist á sviðinu í
samræmi við hina hefðbundnu stríðs-
sögu. Þaö hefur ekki hvarflað aö þér aö
víkja frá henni?
— dugar til að koma ef ninu á svið, segir höf undurinn,
Kjartan Ragnarsson
„Já, ef til vill er þetta hin hefö-
bundna saga, en hún hefur ekki verið
svo mikiö sögö. Þetta er saga stríðsins
og jafnframt tilraun til aö skoöa hvaöa
áhrif stríöið haföi á okkur sem þjóð.
Auövitaö veröur að velja og hafna. Það
sem mér finnst merkilegast við þessi
ár er aö fyrir stríö vorum við ein fátæk-
asta þjóöin í Evrópu en með þeim rík-
ustu eftir stríðið. Viö vorum að nafn-
inu til ósjálfstæð fyrir stríð en sjálf-
stæð eftir þaö. Samt vorum viö þá háö-
ari erlendum þjóðum en nokkru sinni
fyrr. Það er þessi þverstæða sem mér
finnst mest spennandi viö tímabilið.”
Þú notar málið með senditækin
þýsku í Túngötunni nokkrum sinnum
til að auka áherslur í leikritinu og ferö
þar raunar út fyrir viðurkenndar staö-
reyndir.
„Já, ég nota þessa spaugilegu sögu
til aö benda á tvískinnunginn í Islend-
ingum og til aö fá fram dramatík.
Reyndar munum viö aldrei þekkja
sögu senditækjanna alla þannig aö mér
leyfist aö fara frjálslega meö efniö. Ég
læt nasistana, sem voru sjálfsagt ekki
meiri nasistar en hverjir aörir Islend-
ingar, vera aö flækjast meö tækin fram
til stríðsloka. Enginn veit hvort þeir
gerðu þaö í raun og veru. Tvískinnung-
urinn kemur fram í því aö þeir vilja
ekki fórna tækjunum fyrr en ljóst er
hvor aðilinn sigrar í stríöinu. Þeir vilja
umfram allt koma sér í mjúkinn hjá
sigurvegurunum.”
Ottastu ekki að ýmsum þyki sem þú
vegir aö þekktum mönnum og aö þú fá-
ir ákúrur fyrir þaö?
„Nei, ég held aö þaö sé engin hætta
á því. Nafngreindir menn komast til-
tölulega hlutlaust frá leiknum. Þessi
saga gengur þannig fram aö í fáum til-
vikum er ástæða til aö persónugera
menn sem valda straumhvörfum í leik-
ritinu.”
Söngleikur
Svo sem vera beryer tónlistin stór
hluti af þessum söngleik. Þar hefur þú
fengið Atla Heimi til liðs viö þig.
Hvernig unnuð þiö saman?
„Eftir aö ég skrifaði verkiö haföi ég
samband viö Atla Heimi, las fyrir hann
handritiö og baö hann aö semja tónlist-
ina. Hann hugsaði sig um og ákvaö svo
aö slá til.
Viö unnum saman hvern einstakan
texta. Ég lýsti hvernig tilfinningu ég
vildi fá fram og Atli gerði sínar at-
hugasemdir. Þegar viö byrjuðum að
æfa í vor var grindin að öllum lögunum
til, aðeins eftir að ákveöa lengdina,
millispil og þess háttar. Atli hefur
síðan fylgst meö allt til loka æfing-
anna. Það er feikilega flókin vinna aö
ganga frá tónlistinni með svona löngu
leikriti.
Eins er það með búningana. Viö not-
um 170 búninga á 30 leikara. Gerla tók
það verkefni að sér og hefur staðið sig
stórkostlega. Það er óhemjudýrt að
leigja hermannabúninga erlendis frá.
Gerla leysti það mál meö því aö fara til
Lundúna og kaupa notuð hermannaföt
eftir máli á leikarana — og allt pass-
aði. Ég hefði gaman af aö sjá aöra
leika þaö eftir. Ef þetta heföi ekki ver-
iö gert þá væri leigan á búningunum
þegar oröin þaö sem þeir kostuðu og þá
er allur veturinn eftir. Fyrir utan það
sem hefur veriö keypt hefur mikið ver-
ið saumaö hér í húsinu. Venjulega er
EKKERT NEMA
SÖNGLEIKUR
Kjartan Ragnarsson glaðbeittur á
sviðinu. „Söngleikir eru það
skemmtilegasta sem óg lendi^ inn
DV-myndir GVA.
Menning
Menning
Menning
Menning