Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 37
1 DV. KIMMTUDAGUK 3. OKTOBER1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið um ástina Hérna á siöunum höfum viö sagt frá brúðkaupum hinna og þessara úr fræga liðinu og hérna er hún Pamela í Dallas. Hún er líka gengin út eins og Liv Ullmann — reyndar ekki alveg nýlega — en það athyglisverða er aö hún hefur ekki síöra fjármálavit en leikarinn Glenn Ford sem við sögöum frá hérna á síöunum fyrir skömmu. Hann hætti aö skilja sjálfan sig og enginn skildi hann heldur svo hann giftist geölækninum Það er ekki bara Glenn Ford sem er hagsýnn i Hollywood. Hérna er Victoria Principal með Harry Glassmann á brúðkaupsdaginn. sínum — enda er í Hollywood allra staöa dýrast aö týna sjálfum sér. Pamela okkar úr Dallas dreif í aö giftast fegrunarlækninum og þaö eru því hæg heimatökin þegar aldurinn fer aö færast yfir meö öllum sínum hrukkum og krukkum. Rekstrar- hagræöing heitir þetta á fagmáli. HITT OGÞETTA AÐ HAUSTI Þegar haustar breytir mannlífiö um svip, ilmur af útigrilli hverfur úr göröum en út um eldhúsglugga berst sláturkeimur í staöinn. Útivist minnkar og leikhúsin taka við sem afþreyingarefni, alls kyns félags- starfsemi, tómstundastarf og náms- tilboð fara af stað og meira aö segja kirkjustarf tekur viö sér á ný. Menn fæðast og deyja allan ársins hring en giftingar, fermingar og skírn er aö einhverju leyti árstíöabundið. Meðfylgjandi myndir eru teknar í einu leikhúsanna — Iönó — þar sem nýtt leikrit hóf göngu sína — í réttunum þar sem rollugreyin hefja helgönguna og í Skaröskirkju þar sem vígður var nýr skírnarfontur og tveir nýir Islendingar sem eru aö hef ja lífsbaráttuna hlutu þar nöfn viö sömu athöfn.Gangur lifsins.... ? segtr . . . Skólarnir eru hafnir fyrir nokkru og allir landsins bókaormar komnir á sinn stað milli kilja. Um leið og þeim er óskað góðs gengis á komandi lestrar- vertíð birtum við mynd af þvi sem kailast ástir i framhaldsskólum — eða þannig. Ástin blómstrar i framhaldsskólum. Væntanlegar stórsteikur voru dregnar i dilka um allt land — þessi mynd sýnir annrikið i Grundarfirði um þetta leyti. DV-mynd SÞ. Börn voru borin i kirkju og skirð til kristinnar trúar, Tinna og Silja Rut hlutu nöfn við skirnarfontinn nýja i Skarðskirkju i Dölum. Hann var vigður við þetta tækifæri — gjöf frá börnum, fósturbörnum og barna- börnum séra Sveins Guðmundssonar og Ingibjargar Jónasdóttur til minningar um þau hjónin. Hönnuður er leirlistamaðurinn Steinunn Marteinsdóttir. Á myndinni sjást Elinborg Eggertsdóttir og Kristinn Þóris- son með Tinnu, séra Ingiberg J. Hannesson, Elin Finnbogadóttir og Hilmar Jón Kristinsson með Silju Rut. DV-mynd SÞ. Leikhúsin fóru af stað með krafti sem vera ber aðhausti. Leikféiag Reykjavikur í Iðnó endurvekur gamlar minningar frá hernámsárum i leikritinu Land mins föður eftir Kjartan Ragnarsson. DV-mynd: Bj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.