Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 40
FR ÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krúnur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Þessu ber að fagna — segir Eiríkur * Ingólfsson á Hrafninum „Það er ástæða til aö fagna þessum niðurstöðum. Ég átti jafnvel frekar von á því að það hefði dregið úr fylgi bjórsins eftir þá útreið sem bjórmálið fékk á Alþingi i vor. Mér hefur fundist eins og dampurinn væri farinn úr mönnum í sambandi við hvort leyfa eigi bjórinn en samkvæmt þessu þá virðist enn vera fullur áhugi fyrir að leyfa sölu hans,” sagði Eiríkur Ingólfsson, framkvæmdastjóri veit- ingahússins Hrafnsins, um niðurstöður skoðanakönnunar um afstöðu fólks til sölu áfengs bjórs. APH Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli: „Engin stór- breyting á áliti fólks” „Þetta er ósköp lík útkoma og var í síöustu skoðanakönnun hjá DV og því engin stórbreyting orðin á áliti fólks á þessu máli,” sagði Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli er hann var spurður álits á niðurstöðum skoðanakönnunarinnar um bjórmálið. „En það er ekki alltaf nóg að spyrja hvort menn vilji eða vilji ekki þetta eöa hitt. Ef þeir sem samþykkir eru bjórnum yrðu til dæmis einnig spurðir að því hvar ætti að selja bjórinn, hvaö hann ætti að kosta og annað í þeim dúr, yrði hver höndin upp á móti annarri.” -klp- Glugginn á þingflokksher- bergi Framsóknarflokksins þar sem reynt var að henda inn sprengjunni. Veg- farendum tókst að stöðva sprengjumanninn skammt fró Alþingishúsinu. DV-mynd S. Vi Tilraun gerð til að kveikja í Alþingishúsinu: MÓL0T0FF- K0KKTEIL VARPAÐÁ MNGHÚSIÐ Tilraun var gerð til að kveikja í Al- þingishúsinu í gærkvöldi. Var svoköll- uðum Mólotoff-kokkteil varpað aö glugga á austurgafli hússins sem snýr aö Dómkirkjunni. Mólotoff-kokkteill er eldsprengja þar sem bensíni er komið fyrir í glerflösku með logandi kveik. Vegfarendur sáu sprengjumanninn hlaupast á brott og tókst að stöðva hann við Dómkirkjuna. Var hann handtekinn og færöur á lögreglustöð- ina. Er þetta ungur maður og virðist sem hann hafi fyrst varpað steini inn um gluggann og brotið hann og síðan ætlað aö koma sprengjunni inn í húsið. Þetta mistókst og lenti sprengjan á gluggapósti og hafnaði á gangstéttinni fyrir framan húsið. Erlendur Sveinsson þingvörður sagði í samtali við DV í.morgun að skemmdir á húsinu væru óverulegar. Gluggapóstur væri sviöinn og ein rúða brotin. Erlendur sagði að nokkrir starfs- menn Alþingis hefðu verið að undirbúa þingsetninguna þegar atburðurinn gerðist. Enginn þingmaður var í hús- inu. Ivar Hannesson hjá RLR sagði í morgun að ekki væri enn fariö að tala við sprengjumanninn. Hann var ölv- aður þegar hann var handtekinn. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni. -EH. Beðið eftir ráðherrum frá útlöndum: Sker Matthías á hnútinn? Ráðherramál Sjálfstæðisflokksins liggja í láginni fram aö helgi. Þá verða væntanlega fimm af sex núverandi ráöherrum á landinu. Þau Geir, Ragn- hildur og Albert eru öll á leiðinni úr ýmsum erindum í útlöndum. Matthías Á. Mathiesen er hins vegar enn úti. Meðal bollalegginga um breyttan ráðherrahóp sjálfstæðismanna ber nú æ meira á hugleiðingum um að Matthí- as Bjarnason höggvi á hnútinn og bjóðist til að standa upp. Það myndi þýöa frekari tilfærslur, enda varla reiknaö með öðru en Þorsteinn Pálsson verði fjármálaráðherra taki hann á annað borð ráðherrasæti. -HERB. EINANGRUNAR GLER 666160 Tillögur stjórnarnef ndar Ríkisspítalanna: Rannsóknir á alnæmi hafnar fyrir áramót — hommar og eiturlyf janeytendur ef stir á blaði „I tillögum stjórnarnefndar ríkis- spítalanna um alnæmisvarnir er gert ráð fyrir að rannsóknir verði hafnar hið fyrsta á vissum áhættuhópum. Einnig að sett verði upp tæki fyrir AIDS-rannsóknir þannig aö þær geti hafist hér á landi fyrir áramót.” Þetta sagöi Símon Steingrímsson, forstjóri Rikisspítalanna, er DV spurði hann um tillögur stjórnar- nefndar Rikisspítalanna til varnar alnæmi. Nefndin hefur sent Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðis- ráðherra tillögurnar og hefur hann þær nú til athugunar. Símon sagði að tillögurnar gerðu ráð fyrir að alnæmisrannsóknirnar færu fram í húsnæöi sem til þess hlut- verks yrði tekið á Landspítalanum, í svokallaðri W-álmu. Það húsnæði er enn í byggingu. Rannsóknarstofa Háskólans í veirufræðum myndi síð- an sjá um þær. Eins og fram kemur annars staöar í DV á Rannsóknarstofan við mikla húsnæðisörðugleika að etja. Hefur formaður hennar sagt upp störfum af þeim sökum. Spurningu um hvort Rannsóknarstofan yrði flutt í W-álmuna þegar rannsóknir á alnæmi hæfust svaraði Símon neitandi. „Húsnæðisvandi Rannsóknar- stofunnar er sérstakt mál og það þarf að vinna að því á næstu mánuðum að leysa þann vanda. Inni í því dæmi er gert ráö fyrir að rannsóknir á alnæmisvörnum verði einnig fluttar þannig að þetta verði allt undir sama þaki. ’ ’ Aðspurður hverjir fylltu þá áhættuhópa, sem tillögurnar geröu ráð fyrir að rannsóknirnar beindust einkum að, svaraði Símon: „Þaö eru hommar og eiturlyfja- neytendur, þ.e. þeir sem sprauta sig. TiÚögurnar gera ráð fyrir að reynt verðiaðnátilþessarahópa.” -JSS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.