Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER1985. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur FÆR GYLFIÆGIS JAFNTOG MCCARTNEY? Kouráö Friðfinnsson skrifar: Ég las í DV um daginn aö búiö væri (eöa í vændum) aö leggja gjald á snældur til aö mæta greiðslum fyrir höfundarrétt. Mér finnst þaö sanngjarnt. Þá get ég meö góöri samvisku fengiö plötu lán- aöa og tekið hana upp á snældu án þess aö nokkur skaðist. ööru hef ég velt fyrir mér í þessu sambandi. Þaö er hvernig þessar greiðslur muni deilast niöur á höfunda. Deilast þær jafnt niður á alla? Fær Gylfi Ægisson jafnmikiö og Paul McCartney? Þaö væri gaman aö fá upplýsingar um þetta. Hjá STEFI fengust þær upp- lýsingar aö úthlutunarreglur væru nokkuö flóknar en í grundvallarat- riöum ættu Gylfi og Paul aö fá jafn- mikið. Allir peningar sem koma inn fyrir höfundarrétt hér á landi renna í einn sameiginlegan sjóð. 56% af þeim fara síðan til erlendra rétthafa en af- gangurinn til innlendra, allt eftir spil- un í útvarpi. Síöan er einhver aögrein- ing eftir „alvarleika” tónlistarinnar. Ættu þeir Gylfi og McCartney því aö fá jafnmikið því þeir lenda í sama flokki. <€ Gylfi Ægisson. Fœr hann jafnmikið og Paul McCartney? Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: IMafn — heimilisfang — síma — nafnnúmer — kortnúmer og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. Athugið! Áfram verður veittur staðgreiðsluafsláttur af auglýsingum, sem greiddar eru á staðnum. Laus staða Staða forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið há- skólaprófi í raunvísindum og vera sérmenntaðir í ein- hverri grein búvísinda. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 31. október 1985. 30. september 1985. Landbúnaðarráðuneytið. ÓFROSIÐ SLÁTUR 5 stk. í kassa 975 kr. 3 stk. í kassa 614 kr. Ath.! blóðið ófrosið. Dilkar af nýslátruðu, villibráð af Landmannaafrétti. Ath.! hrein náttúruafurð. Úrvals aðrar kjötvörur. Matvörubúðin Grímsbæ Símar 686771 og 686744. Auglýsing um nafnbreytingu þeirra sem veittur hefur verið íslenskur rikisborgararéttur með lögum. Með lögum nr. 45 24. júní 1985 um veitingu ríkisborgara- réttar er þeim sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararétt með lögum, að uppfylltu því skilyrði að þeir tækju upp íslensk nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn nr. 54/1925, veitt heimild til að fá núverandi nöfnum sínum breytt að nýju þannig að þau samrýmist ákvæðum þeim sem gilda um þá sem fá ríkisborgararétt á tímabilinu 1952-1980. Ákvæði þessa efnis er í 2. gr. laga nr. 45/1985 og hljóðar svo: ,,Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá börn hans, fædd síðan, heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um manna- nöfn en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn — ásamt því sem hann ber fyrir — er börn hans taka sem kenningarnafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta svo eigin- nafni sínu að það fullnægi kröfum laga um mannanöfn. Þeim sem áður hafa fengið íslenskt ríkisfang með lögum með því skilyrði að þeir breyttu nafni sínu í samræmi við ákvæði þeirra laga, sem verið hafa með öðrum hætti í því efni en hér að ofan greinir, skal heimilt, til ársloka 1985, að fá nöfnum sínum breytt þannig að þau samrýmist ákvæðum þessara laga.” Samkvæmt þessu ákvæði getur maður sem t.d. hét John Smith og breytti nafni sínu t.d. í Sigurður Sigurðsson við töku islensks ríkisfangs fengið því breytt að nýju í samræmi við núgildandi ákvæði og tekið upp t.d. nafnið John Sigurður Smith. Börn hans, sem fædd eru eftir að hann fékk íslenskt ríkisfang, skulu kenna sig til Sigurðarnafnsins. Börn, sem fengið hafa ríkisborgara- rétt með foreldri sínu, geta fengið nafnbreytingu á sama hátt og foreldrið. Athygli er vakin á því að þessi heimild gildir aðeins til árs- loka 1985. Umsóknir um slíka nafnbreytingu skal senda dómsmálaráðuneytinu, Amarhvoli. 25. september 1985. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.