Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1985, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ullmann gengin út aftur Þegar Liv Ullmann skildi við sálfræðinginn Hans Jacob, þá 26 ára gömul, strengdi hún þess heit að ganga aldrei í hjónaband aftur. Við það stóö hún árum saman, samband viö Ingmar Bergmann og fæðing dótturinnar Lynn kom ekki í veg fyrir aö hún héldi áfram aö forðast hnapphelduna framar öllu. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og nú er Liv Ullmann — tuttugu árum síðar — gengin í hjónaband með kaupsýslumanni frá Boston — Donald Saunders að nafni. Vígslan fór fram í Rómaborg að viðstöddu fjölmenni og við þaö tækifæri lét dóttirin Lynn þau orð falla aö hún fengi þarna besta stjúpföður í heimi. Allt eins og í ljúfum draumi, vonandi vakna þau aldrei og lifa bara vel og lengi — í lukku en ekki í.... Það er fokið i flest skjól þegar piparjónkan Liv er komin i hnapphelduna. Hérna á brúðkaups- daginn með eiginmanninum Donald Saunders. André Perugia og Charles Jourdan hjálpuðust að við skóhönnun á skvisurnar Garbo, Dietrich, Hayworth og Peron. Skórá Garbo og Dietrich Sá frægi hönnuður André Perugia teiknaði skó á skvísurnar Gretu Garbo, Marlene Dietrich, Ritu Hayworth og Evitu Peron á sjötta áratugnum. Viö framleiðsluna naut hann aðstoðar hins velþekkta leöursmiðs Charles Jourdan og það var ekkert smábomsuverð á skófatnaði þeirra félaga. Tíu þúsund dollarar fyrir hönnunina — þá var eftir að greiöa fyrir framleiðsluna — og þær borguðu allar með bros á vör. i Torfþökin eru bæði á gömlum og nýjum byggingum og að sögn þarlendra með betra efni til þakklæðninga. Torfið hefur þarna verið notað frá upphafi byggðar til vorra daga og virðist síst vera að glata vinsældum. í Þórshöfn miðri er gamli borgarhlutihn varðveittur næstum óbreyttur. Húsum er vel við haldið og þrátt fyrir þröngar götur er umferð bifreiða ekki bönnuð. hjá frændum vorum Færeyingum Húsbyggingar eru helsta tómstunda- iðja margra launþega hérlendis og það þykir ekkert tiitökumál að fólk taki sér það fyrir hendur aö byggja sjálft yfir sig og sína — einu sinni eða jafnvel tvisvar á lífsleiðinni. Hönnun húsanna er á síöustu árum í höndum fagmanna en áður vildi brenna viö að hver byggði eftir sínu höfði enda hafa íslendingar stundum átt í erfiðleikum með að láta aöra segja sér fyrir verkum. Af þessu leiddi meðal annars að útlit og lögun húsa fór nokkuð eftir geöþótta húsbyggjendanna sjálfra, sitt lítið af hverju sótt til hinna ýmsu landa og upp hafa risið byggingar með alls kyns yfirbragöi — allt frá rammgerðum virkjum eða heimskautaskúrum til fín- gerðra suðrænna hallarmúra. Steypa í veggjum undantekningarlaus regla og sama má segja með járn á þökum. A gósentímum steyptu kassanna fylgdu í kjölfariö flöt þök og þá mátti alls ekki reisa hús úr timbri — hentaði ekki íslenskum aðstæðum að mati fræðinganna — og torfþök hurfu algerlega af sjónarsviðinu. Timburhús fengust hvergi sett niður i borgar- landinu, þeim sem fyrir voru var illa eða ekki haldið við, helst rifin hið allra fyrsta og í þeirra stað risu stórhýsi úr gleri og steypu. Morgunblaöshöllin er glöggt dæmi um þá þróun sem átti sér stað á þessum árum viö útrýmingu gömlu húsanna — byggingin skagar eins og illkynja æxli út úr götumyndinni í Aðalstrætinu. Einhverjir sérvitringar hófu baráttu gegn því að timbur- húsunum yrði með öllu útrýmt þannig aö einstaka fyrirfinnast ennþá hérna í miðbæ Reykjavíkur en erfitt reynist samt að benda á heillega mynd eöa rökrétta þróun í íslenskri byggingar- list af þessum sökum. Frændur okkar Færeyingar virðast ekki eins áhrifagjarnir og við hérna á Textiog DV-myndir: Borghildur Anna næstu eyju í norður ef dæma má af húsagerð þar í landi. Timburhús eru þar í meirihluta þrátt fyrir svipað veðurfar, torfþök eru algeng sjón og ris eöa burstir meginþemað. Steypan er ekki jafnvinsæl og hérlendis, steypukassarnir varla finnanlegir í höfuðstaðnum Þórshöfn og enn síður í sveitum eöa þorpum. Nýrri húsin lúta sömu lögmálum, nýleg hótelbygging sem nefnist Hótel Borg er lágreist hús með torfþaki ,og sama gildir um Natóstöðina í næsta fjalli — sem líklega er ein fallegasta herstöð í heimi. Hönnuð inn í fjalls- hlíöina meö torfþaki og allar línur aflíðandi eftir landslagi í grenndinni. Hvað Færeyingar hefðu að segja um útlit okkar Natóstöðvar í Keflavík er ekki gott aö segja en varla vekti hún mikla hrifningu. Menningararfur þessara nágranna okkar á næstu eyju hvað húsagerðar- list áhrærir er vandlega varðveittur og þeir eru blessunarlega lausir við vandamál eins og alkalískemmdir og vatnsleka frá flötum þökum. Nýrri einbýlishús eru eðlilegt framhald sömu stefnu og þeir hafa haldið í gegnum árin, sama má segja um stærri byggingar eins og stór- markaðinn þeirra nýja sem er vinaleg burstabygging úr timbri og gleri. Snyrtimennska og nákvæmni virðist Færeyingum í blóð borin, allar götur vandlega steyptar eða malbikaöar og húsum vel við haldið. I eldri bæjar- hlutum, þar sem þröngt er um aksturs- leiðir, stendur á stöku stað EINRÉTT- IS eða EINVEIGIS og þá er hægt að treysta því að ekki er rúm fyrir nema í hæsta lagi einn bíl og hann af minni gerðinni. Það má ýmislegt af þessum frændum okkar læra og því kannski oft verið leitað héðan langt yfir skammt á hinum ýmsu sviöum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.