Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. 5 Bæklingnum dreift við Hagkaup í gær. Þar eru málefni húskaupenda kynnt. DV-mynd KAE. Við erum á hausnum! Ríkisstjómin kraf in um efndir loforða sinna Næstkomandi föstudag hefst und- irskriftasöfnun þar sem ríkisstjómin veröur krafin um aö standa viö lof- orö sín í húsnæðismálum. Yfir- skriftin verður: Viö undirrituð skorum á ríkisstjórnina aö efna gefin loforö í húsnæöismálum og bæta okkur þaö tjón sem vanefndir stjóm- valda hafa valdiö okkur. Þeir seiri standa að þessari söfnun er hópur fólks sem búiö er aö missa húsnæöið eöa er komiö að þvi aö missa þaö. Hópurinn hefur útbúið bækling þar sem málefni húskaup- enda eru kynnt. Þar eru raktar tvær raunasögur tveggja fjölskyldna sem hafa staðið í húsnæðiskaupum und- anfarin ár. Minni kaupgeta, háir vextir og misgengi launa og verð- tryggðra lána hafa orðiö þess vald- andi aö þessar f jölskyldur standa nú uppi nær eignalausar. „Viö erum á hausnum, stopp, hingaö og ekki lengra,” segir á for- siöu bæklingsins sem ætlunin er aö dreifa á næstu dögum. „Aö þess- ari undirskriftasöfnun stendur venjulegt fólk eins og ég og þú. Viö erum aö gefast upp. Þetta er örþrífa- ráð. Stöndum saman og skrifum undir.” -APH. Kynna sér ástand í Afganistan Fríö sveit sveina er í næstu viku á leið til Pakistan til að kynna sér ástandiö i flóttamannabúöum Afgana rétt við landamæri Afganistan. Þetta eru þeir ögmundur Jónasson, frétta- maöur hjá sjónvarpinu, Öm Sveinsson, kvikmyndatökumaöur sjón- varpsins, Oddur Gústafsson, hljóöupp- tökumaöur hjá sjónvarpinu, og Gunn- laugur Stefánsson frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Hjálparstofnunin mun eiga frum- kvæði aö förinni. Tilgangur feröarinnar er aö afla upplýsinga um ástandið í flóttamannabúöunum og ástand hjálparstarfs þar. Einnig aö reyna aö komast að raunverulegu ástandi í Afganistan en eins og flestir vita er landið lokað. Það stendur til aö það fé sem safnast í jólasöfnun Hjálparstofnunarinnar nú í ár renni til hjálparstarfs við afganska flóttamenn. Tilgangurinn meö förinni er líka sá aö kynna sér á hvern hátt íslenskt hjálparfé geti komið að bestum notum. Margir aðilar kosta þessa för. Þar á meðal stjómvöld, Hjálparstofnunin, Rauði krossinn, sjónvarpiö og Flugleiöir. Islenskir sjónvarpsáhorf- endur munu fá fréttir af ástandinu beint frá Pakistan á meöan þeir kappar dveljast þar. -KB. Ekki teljandi t jón vegna olíu- lekans á Tálknafirði Það hefur ekki orðiö teljandi tjón vegna olíulekans á Tálknafirði. Rétt um 20 þús. lítrar af gasolíu runnu í sjóinn þegar olíurör brotnaði undir bryggju. Bryggjan gekk til í óveðrinu á dögunum og þá brotnaði rörið, sem var fest undir bryggjuna sem er gömul tré- bryggja. Ástæðan fyrir því að tjóniö er ekki teljandi, er aö gasolía gufar fljótt Athugasemd Herra ritstjóri. I frétt á baksíöu blaös yðar í dag er fullyrt aö undirritaðir lögmenn eígi fé í okurlánaveltu Hermanns Björgvins- sonar. Undirritaðir eiga ekkert fé í greindri okurlánaveltu. Þess er óskaö að athugasemd þessi veröi birt á jafnáberandi hátt í blaöi yöar og tilvitnuð frétt. Ingvar Björnsson, hdl. Pétur Kjerúlf, hdl. upp. Það er rétt smáolíubrák viö fjöru- boröið á kílómetra svæði. örfáar olíu- blautar æðarkollur hafa fundist. Lekinn kom í ljós þegar veriö var að dæla olíu um borö í bát. Þegar skrúfaö var frá olíuleiöslunni kom engin olía um borð í bátinn. Hún rann öll í sjóinn. -SOS. HenrikSv. Björnsson látinn Henrik Sv. Bjömsson lést í fyrradag í Reykjavík, 71 árs að aldri. Hann var sonur Sveins Bjömssonar, fyrsta for- seta Islands, og Georgiu Bjömsson. Henrik var lögfræðingur aö mennt, lauk námi frá Háskóla Islands 1939. Frá þeim tíma hefur hann starfaö viö íslensk utanrikismál, var m.a. sendiherra frá 1961 til 1984. -KB. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. nóv. 1985. Nýr framb j óðandi til borgarst j órnar Brynhildur K. Andersen húsmóðir í Reykjavík. Ég leita stuðnings þíns og legg áherslu á eftirfarandi: — að bæta kjör heimavinnandi húsmæðra — að gera mæðrum kleift að annast börn sín heima — að létta fólki kaup á fyrsta íbúðarhúsnæði — að auka aðstoð við aldraða í borginni - að sjúkrarými fyrir aldraða verði aukið sem fyrst - að efla skilning á mikilvægi starfsfólks sjúkrahúsa — að auka þjónustu í verslun og viðskiptum í borginni - að stuðla að endurhæfingu ungmenna sem ánetjast hafa ____________________vímuefnum.__________________ Stöndumvörð umheimilin og fjölskylduna. Takið þátt í prófkjörinu. , rSétst^ega r ,tíotÞeSS ;s\aSO^ toalebM- Stuðninqsmerm. Páls Gíslasonar mæla með honum í ÆNNAÐ SÆTH) í prófkjöri Sjálfstæðisflokksms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.