Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. Lokuðu Reykjavíkurhöfn f hálfa aðra klukkustund: T rillukarlar opnuðu þegar Bjarki mætti með lið sitt Innsiglingin i Reykjavikurhöfn var lokuð í hálfa aðra klukkustund í gær- morgun vegna mótmæla eigenda smábáta. Trillukarlar rufu keðju sína klukkan 11.10 eftir að lögreglan skarstíleikinn. Akraborgin haf ði þá orðið að hætta við áætlunarferð frá Reykjavík klukkan tíu. Ennfremur hafði brott- för oliuskipsins Héðins Valdimars- sonartafist. Hafnsögubátur með Bjarka Elías- son yfiriögregluþjón um borð sigldi út aö triUuköriunum laust eftir klukkan 11. A sama tima fóru lög- reglumenn að vitunum begg ja vegna innsiglingarinnar til að losa frá kaðlana sem bundu bátana við. „Þeir hlýddu umyrðalaust og hreyföu engum mótmælum,” sagði Bjarki Elíasson. „Þeir sögðust vilja tala viö Halldór Asgrímsson en ég sagði þeim að hann væri ekki á staðnum,” sagði Bjarki. Varöskipið Oðinn, sem lónaö haföi úti á ytri höfninni, og varðskipið Æg- ir, sem fyrr um morguninn hafði siglt inn í höfnina, tóku ekki þátt í lögregluaðgerðum. Sjómennimir lokuðu Reykjavíkur- höfn til þess að mótmæla banni sjáv- arútvegsráðherra á veiðar smábáta, svo og til þess að vekja athygli á mál- umsínum. -KMU. Magnús Einarsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn losar kaðal sem batt einn bótinn við syðri innsigl- ingarvitann. Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn fór með hafnsögubát að innsigling- unni til að skipa sjómönnunum að opna. DV-myndir KAE. Lögreglumenn ganga að nyrðri innsiglingarvitanum til að losa kaðlana frá honum AlvaHeg aðför að tilverurétti okkar — segja bátasjómenn sem telja veðurfar takmarka sókn þeirra nóg „Við teljum að veðurfar takmarki sókn okkar nóg. Frumvarp sjávarút- vegsráöherra er alvarleg aðför að til- verurétti okkar,” sögðu bátasjómenn sem DV ræddi við á Grandagarði í gær að loknum mótmælum þeirra í Reykja- víkurhöfn. „Bann á veiöar smábáta frá 15. nóv- ember veldur því að veiöar okkar veröa nánast engar á þessu hausti. Undanfarin ár hefur einmitt þessi tími ásamt janúar og febrúar verið grund- völlur smábátaútgerðar á Suðvestur- landi. Við getum alveg sætt okkur við stopp en við viljum fá að ráða þeim tima sjálfir. Það er eðlilegast að smábáta- sjómenn geti sjálfir ákveðið hvenær þeir róa án þess að vera undir pressu ó- réttlátra laga. Núverandi stjórnun fiskveiða, þar sem stofnaö er til keppni um einn alls- herjarkvóta smábáta, sem veiða verð- ur á fyrirfram ákveðnum dögum, án tillits til veðurlags, eykur slysahættu þeirra manna sem hafa þessar veiðar aöaöalatvinnu. Stefna sjávarútvegsráðherra mun valda því að menn sem með góðum árangri hafa stundað veiðar á smábát- um undanfarin ár, munu á næstu miss- erum gefast upp. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að smábátar megi helst ekki stunda veiðar nema á þeim tíma- bilum sem veiðar eru óhagkvæmar. ” Bátasjómennimir sögðu að með veiðibanni væri mörgum stefnt í fjár- hagslega óvissu. Menn þyrftu að greiða afborganir af bátum, sem margir væru 3—5 milljóna króna viröi. Einn nefndi sem dæmi að hann þyrfti að greiða 400 þúsund króna afborganir af bátnum á næstu þrem mánuöum en mætti ekkert veiða á meðan. „Ætli viö verðum ekki allir í Lögbirt- ingi,” sagði hann. Bátasjómennimir vildu að fram kæmi að Arthúr Bogason væri ekki talsmaður þeirra. Kváðust þeir hafa hug á að stofna sérsamband smábáta- eigenda sunnan- og vestanlands. -KMU. Bátasjómenn sem DV rseddi viö eftir mótmælin. Frá vinstri: Sigvaldi Lofts- son, Eymar Einarsson, Ásgeir Samúelsson, Þröstur Kristófersson, Einar Ásgeirsson og Guðlaugur Kristinsson. DV-mynd PK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.