Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. Rokkspildan Rokkspíldan Rokkspildan Hörður Torfason verður fyrr á ferð. Á mánudagskvöldið beldur hann tónleika í ÍCafarí og hefjast þeir klukkan 9. Með Herði á tónleikunum verða þau Lisa Pálsdóttir og Björgúlfur Emils- son, sem í eina tið léku með Kamarorghestum. Á efnis- skránni verða gömul og ný lög af plötum Harðar. Áð lokum frétt sem ekki beint tengist tónleikahaldi. Hljómsveit er starfandi sem heitir því stutta og laggóða nafni F. Hún hefur starfað frá því í sumar, þó að ekki hafi félagarnir i henni komið fram opinberlega. Þeir hafa hins vegar unnið bak við tjöldin við gerð hljómplötu sem væntanleg er á markað um mánaðamótin. Er hér á ferðinni plata með jóla- lögum, en ekki í venjulegum skilningi þess orðs. Hægu og hug- ljúfu jólaútsetningunum hefur verið ýtt til hliðar og aðrar rokk- aðri notaðar í staðinn. Er hér sem sagt á ferðinni f jögurra laga rokk-jólapiata. Heims um ból, rokk um jól. -ÞJV. Bídó, Kolbrá og Hjödda (Dilla trommari var veik). Hljómsveitin þeirra, Amý, fær hvergi inni. DV-mynd Kristján Ari. Mm aðvar mikið hlegið þegar Grýlurnar léku í fyrsta sinn opinber- lega í Austurbæjarbíói í „den”. En sá hlær best... og áður en yfir lauk höfðu þær Grýlur sannaö sig svo um munaði. Þær ruddu líka brautina fyr- ir fleiri. Dúkkulísurnar fylgdu í kjöl- farið og gerðu kynsystur sína í Dall- as ódauölega. Skulu nú nefndar til sögunnar f jór- ar stúlkur, þær Dilla, Hjödda, Kolbrá og Bídó. Saman skipa þær sveit sem vegna kynferðis þeirra mun væntan- lega fá viðurnefnið kvennahljóm- sveit. Hljómsveitin hefur verið starfandi í rúmt ár, með ýmsum breytingum þó. Bídó og Kolbrá hafa verið með frá upphafi. Eg hitti þær og söngkon- una Hjöddu á Mokka í vikunni sem leið. Umræðuefnið: Félagslega staöa kvennahljómsveita.. . Tvær hljómsveitir á heimil- inu Það sem öðru fremur hefur ein- kennt feril hljómsveitarinnar er skortur á æfingahúsnæði. Um tíma æfðu stúlkumar heima hjá Bídó. „The Voice fékk að æfa þar líka, meö því skilyrði að við fengjum lánuð hljóðfæri þeirra félaga og þeir kennduokkurgrip.” — Hvernig tók fjölskylda Bídó í að tvær hljómsveitir æfðu á heimilinu? „Það var svona upp og niður. Voice strákarnir voru dálítið hávær- ir. Við spiluöum ekki eins mikið, vor- um meira í að semja. Þegar við hætt- um að æfa heima hjá Bídó vorum við búnar að semja fimm eða sex lög.” Þetta var í ágúst. Eitthvað hefur hljómsveitin komið saman síðan en ekkert reglulega. „Við höfum leitað víða fyrir okkur um æfingahúsnæði en ekkert fengið. Síðast talaöi Bídó við konurnar sem keyptu húsin á Vesturgötunni. Þær sögðu okkur að senda bréf.” Hér færðist Kolbrá öll í aukana. „Það er veriö að tala um ár æskunnar og viö getum hvergi verið. Það þyrfti að koma upp miðstöð þar sem hljóm- sveitir gætu komið saman og æft. Ár æskunnar hefur engu breytt. Getiö þið ímyndað ykkur að fullorðna fólk- ið færi aö selja penna til að styrkja ungt fólk í aö koma sér upp húsi? ” „Kyntröllin," ráðlagði Ragga Andartakshlé var gert á umræð- unni um húsnæöismálin. — Þið hafið aldrei spilað opinber- lega? „Neei.” Þær líta hverjar á aðra. „Það hafa mjög fáir heyrt í okkur ennþá. Strákarnir í Voice fóru óund- irbúnir að spila og voru strax dæmd- ir lélegir. Við ætlum ekki að lenda í þvi sama. Kannski spilum við næsta sumar. En fyrst verðum við auövitað að geta æft.” Þær voru sammála um það. — En hvað finnst ykkur um aðrar kvennahljómsveitir? „Dúkkulísurnar eru góöar og Grýl- urnar voru líka ágætar.” Bídó: „Eg og Harpa, sem var fyrst í hljómsveit- inni, höfðum samband við Röggu Gísla. Hún ráðlagði okkur hitt og þetta og stakk upp á að við kölluðum okkurKyntröllin.” —Og notuðu þið það nafn? „Nei, reyndar ekki. Kolbrá stakk upp á nafninu Amý. Við fíluðum það vel fyrst en núna finnst okkur það ekkert sérstakt. Ætli við notum það bara ekki til bráðabirgða.” — Hvað finnst vinum ykkar og kunningjum um að þið séuö í hljóm- sveit? „Þaö vita mjög fáir af þessu. Við segjum alls ekki frá því að fyrra bragði.” — Hvers vegna ekki? „Það er bara asnalegt að vera eitt- hvað að monta sig af því.” Slá hvert? Framtíðin barst næst í tal. — Hverjir eru framtíðardraum- arnir? „Slá í gegn. Nei, annars ekki skrifa það.” „Jú,” segir Kolbrá ákveðin. „Ef maður er í hljómsveit þá ætlar maður að slá í gegn.” Bídó maldar í móinn. „Það er í lagi að slá í gegn en það er ekki endilega aöalatriðið. Við erum fyrst og fremst að gera þetta fyrir okkur sjálfar. Hitt kemur á eft- ir.” Þögn. Hér fara skoðanir hljóm- sveitarmeðlima á frægðinni ekki saman. „Jæja,” segi ég til þess aö segja eitthvað og seilist eftir jakkanum. Eitthvaðaölokum? „Já, takk,” segir Hjödda, sem fram að þessu hefur varla sagt orð. „Veistu um æfingahúsnæði?” Nei, ég vissi ekki um neitt. En til að reyna að gera gott úr öllu saman er þessum frómu iokaorðum hér með beint til þín. -ÞJV „Veistu um æfingahúsnæði?” — spyrja stúlkumar f Amý Og enn skal minnst á Zafari. Annan sunnudag, 1. des., heldur franska nýbylgjurokksveitin Etron Fou Leloublan tónleika i Zafarí ásamt nokkrum íslensk- um listamönnum úr hópi skálda og tónlistarmanna. Þessi fransk- íslenska rokkbátíð hefur fengið yfirskriftina Fáheyrður hvítur úlfur og mun sú nafngift eitthvað tengd frönsku gestunum. Forsala aðgöngumiða er í Gramminu. þjóaarinnar Það er ekki algengt að tvennir hijómleikar séu sama kvöldiö i Reykjavík. Það var þó uppi á teningnum á fimmtudagskvöldiö. Á borginni léku Dá, Tic Tac og Vonbrigði og í Zafari tróð upp sjálfur Megas. Og sökum einlægrar aðdáunar minnar á þeim manni lá leið min niður á Skúlagötu. Þangað lá ennfremur leið margra annarra. 1 dag er Megas almenningseign. Eftir öll þessi ár hefur meginþorri fólks loks uppgötvaö þennan gimstein i íslensku tónlistarlífi. En ólíkt flestum öðrum snillingum hefur Megas hlotið viðurkenningu i lifanda lífi. Guði sé lof og vonandi á hann eftir mörg góð ár í „bransanum”. Tvœr Heilræðavísur Megas steig fram rúmlega tiu og bauð fullum sal áhorfenda gott kvöld. Ekki er að orðlengja það f rekar, en eftir það og til tæplega tólf var kvöldið hans. Á efnisskrá voru gömul lög og ný, flest eftir Megas sjálfan, en inn á milli söng hann texta eftir aöra. „Þú komst í hlaðið. . . ” eftir Davíð Stef. fékk sérlegar góðar undirtektir. Reyndar má segja þaö um öll lögin. Ahorfendur voru vel meö á nótunum og mikið klappaö eftirhvertlag. Megas var kátur þetta kvöld, fór með einar tvær Heilræðavísur og lék á als oddi. Klykkti hann út með „smá pólitík” og söng lagið Svo skal böl bæta. Það var annars einkennandi hversu vel textar Megasar nutu sín við einfaldan undirleik gítarsins. Þegar hann hefur sungiö með hljóm- sveitum hafa þeir oft viljað týnast í kröftugum hljóðfæraleik. En svo var ekki nú og kaldhæðnis- legur húmor hans naut sín sem aldreifyrr. Spáð í meistara Og áheyrendur létu svo sannarlega í ljós ánægju sína. 1 bljúgri bæn (sem Megas virðist hafa eignað sér) var fyrsta aukalagið og eftir kröftugt klapp og stapp kom Megas aftur á sviöið. Tók í annað sinn slagara ailra slagara. og áheyrendur sátu dol- fallnir og spáðu í þennan meistara sinn. Aö flutningnum loknum bauð hann í þriðja sinn góða nótt. Eg held ég hafi ekki í annan tima skemmt mér jafnvel. Og nú bíð ég spenntur eftir að Megas gefi út nýja plötu, þá fyrstu síðan Drög að sjálfsmorði. Þær pælingar eru sem betur fer löngu fyrir bí. Nú er komin betri tíð. ÞJV Tónleikar — og sitthvað fleira Hljómsveitin Svart-hvítur draumur úr Kópavoginum heldur tónleika í þeim hluta höfuðborg- arsvæðisins á morgun. Verða tónleikarnir í Hjáleigunni í Kópa- vogsbíói og hefjast klukkan 9. Fyrsta plata SH draums er vænt- anleg innan skamms og eru þess- ir tónleikar í tengslum við út- komu hennar. SH draumur mun ennfremur koma fram í Zafarí annan sunnudag ásamt Etron Fou Leloublan. Meira um það síðar. Tappi tíkarrass í Zafarí Þegar hljómsveitin Tappi tikarrass lagði npp laupana á sinum tima dreifðust meðlimlr hennar í ýmsar áttir. Næstkom- andi fimmtudagskvöld ætla þess- ir fyrrum meðiimir hljómsveit- arinnar að bittast á ný í Zafari, en aðelns í þetta eina sinn. „Missið því ekki af þessu einstæða tækifæri.” tlLJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.