Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. 27 STUTTUR í ANNAN ENDANN? Pálína prinsessa var hollensk og uppi á síðustu öld. Hún var ekki nema 61 cm á hæð og fræg fyrir að vera stysta manneskja í heimi. Hefði hún lifað á okkar dögum hefði henni verið gefíð meðal til að auka vöxtinn. Nú eru í gangi tilraunir með vaxtarhormón sem búið er til úr bakteríum. Með því móti halda menn sig komast hjá hinum hættu- legu aukaverkunum sem hormóna- lyf, búið til úr efnum, sem unnin eru úr líkömum látinna manna, hefur oft í för með sér. Fólk er misjafnlega langt. Það stafar af þvi að manneskjur hafa mismikið af vaxtarhormónum í líkamanum. Þeir sem óska eftir því að verða sterkir sem naut nota vaxtarhormón sem nokkurs konar örvunarlyf. Crecormon er vaxtarhormón sem búið var til úr efnum unnum úr líkum. En vaxtarhormón, unnið úr bakteríum, er nú að koma á markað í Bandaríkjunum, Bretlandi og Belgíu. Sá stærsti En það er hægt að vera með of stóran skammt af vaxtarhormón- um í skrokknum líka. Lengsti maður í heimi var risinn Robert Wadlow. Hann var 272 cm langur. Hann hefur aldeilis haft umfram- hormón í skrokknum! Fólk sem telst eðlilegt sprettur hins vegar ekki til viðbótar þótt því sé gefmn viðbótarskammtur af hormónum. Vöxtur fólks eða hormónamagn erfist. Þannig eru pygmíarnir, sem og aðrir dvergþjóðflokkar, ekki nema 130 -140 cm háir. Á kynþroskaskeiði mannsins myndast kynhormón í líkamanum. Það hormón verkar þannig á beinagrindina að við hættum að vaxa. Samt heldur líkaminn áfram að framleiða vaxtarhormón. Við þurfum á því að halda til ýmissa efnabreytinga og reyndar margs annars, svo sem til að græða sár. Hvernig á að koma stærsta manni heims inn í lyftuna? Lengsti maður í heimi, Robert Wadlow, var 272 cm langur. Lengdin hefur augljóslega valdið honum ýmsum erfiðleikum í lífinu. Myndin var tekin í október 1938. Munið prófkjör sjálfstæðismanna um helgina Anna K. Jónsdóttir FULLTHUSAF VILLIKÖTTUM Munið okkar viðurkenndu varahlutaþjónustu Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10-16 a TIGRE ■ PANTERA ■ COUGAR ■ PANTHER ■ CHEETAH ■ JAG ■ KITTYCAT Bifreiðar og Landbún- aðarvélar hafa tekið að sér söluumboð fyrir vélsleða á íslandi CHEETAH vélsleðinn hentar vel í leik og starfi, en einkum viö hinar erfiðustu aöstæður. Hann er búinn langri A arma fjöðrun að framan. Beltið er mjög langt (156" eða 396,2 cm) sem gerir það að verkum að sleðinn flýtur vel við erfiðustu aðstæöur. A hinn bóginn er CHEETAH eini „long track“ sleðinn sem lætur að stjórn eihs og stuttur sleði á harðfenni vegna þess að ca. 1/3 af beltinu er uppsveigt á lið að aftan sem nýtist í mjúkum snjó. Fáanlegar eru tvær vélastærðir, 529cc vökvakæld og 500cc loftkæld. Báðar blanda olíu sjálfar. Innifalið í verði er: Fullkomið mælaborð, stöðuhemill, vegalengdarmælir, upphituð handföng, bögglaberi, sæti f. tvo. KITTY CAT er einl barnasleðinn sem framleiddur er og hefur notið mikilla vinsælda. Vélin er mjög lítil og búin gangráði þannig að ekki er hægt að aka hraðar en 12 km. Til öryggis loga stöðugt fram og afturljós. Sjálflýsandi borði er hringinn um kring. Oryggislykill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.