Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 23. NÖVEMBER1985. 13 Menning Menning Menning Menning Augnablikið og eilífðin -sýning Hildar Hákonardóttur í Listmunahúsinu Það fer ekki á milli mála að Hildur Hákonardóttir hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku myndlistarlífi sl. tvo áratugi sem vefari, aktífisti og skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans. Árið 1972 hélt Hildur t.d. merki- lega textílsýningu í Gallerí SUM og var þá ekki með „venjulegar“ veftir í tvívídd heldur ofna eða prjónaða „objekta" og fyrirbæri úr daglega lífinu. Ég veit ekki til þess að þrívíðar veftir hafi áður verið til sýnis á landinu. Um svipað leyti tók Hildur einnig við rekstri Gal- lerí SÚM, ásamt Gylfa Gíslasyni, og stóðu þau fyrir nokkrum at- hyglisverðum sýningum. Stuttu síðar, eða árið 1975, varð Hildur síðan skólastjóri og setti á stofn Nýlistadeildina frægu, með aðstoð Magnúsar Pálssonar. Sú deild ungaði síðan út mörgum helstu hæfileikamönnum þeirrar kynslóð- ar myndlistarmanna sem nú er að komast.til þroska. Þjóðfrelsi og kvennabarátta Myndlist Hildar sjálfrar þróaðist í átt til þjóðfélagslegra ígrundana, myndrænna hugleiðinga um þjóð- frelsi og kvennabaráttu. Sjálfum þótti mér veftin ekki réttur vett- vangur fyrir slíkar hugleiðingar og fagnaði því er Hildur hvarf frá tímabundnum viðfangsefnum og tók til við að gera veftir með víðari skírskotun. Að því er listakonan segir urðu þessi umskipti í myndlist hennar er hún fluttist upp í sveit, nánar tiltekið í námunda við Selfoss. Enda eru náttúruminni tíð í verk- *» ■» Hildur Hákonardóttir ásamt einu verka sinna. um hennar upp frá því, græn grös, hnjúkar, lækir, umskrifaðir fyrir vef. Einna voldugust þessara verka er myndröð sú sem Hildur vann á árunum 1980-81 og sýndi á sýning- unni „Form Island“ við mikið lof. Landið á sínum stað Þar var eins og Hildur væri í Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson tengslum við æðri náttúrukrafta, landið upphafið. Sýning hennar í Listmunahúsinu er í senn framhald á þessari náttúruskynjun og mark- ar ný spor á listferli hennar. Landið er þar á sínum stað, annaðhvort einfaldað uns það verður að eins konar íkon eða þá bútað sundur og sett saman með blönduðum miðlum. Garn kemur þar lítið ná- lægt heldur allt annað, spýtur og flekar, grisjur, ljósmyndir, grös og snæri. Þessi blönduðu verk Hildar hafa skáldlegan sannfæringarkraft í öfugu hlutfalli við hinn fábrotna efnivið. Annars konar nýnæmi er að „kínversku" veftunum sem mynda þungamiðju sýningarinnar í Listmunahúsinu. Þar gerir Hildur tilraun til að framlengja augna- blikið, ef svo má að orði komast. Uppistaða þessara verka eru skyndiskissur af andlitum og nökt- um fyrirsætum, sem hljóta síðan myndlistarlega eilífð í veftum. Þessum fyrirsætum tengjast síðan kínversk minni og tákn, sem eru sömuleiðis „augnabliksverk" að uppruna. Snöggsoðið Það læðist að mér efi við grand- skoðun nokkurra þessara vefta. Þótt ég skilji (að ég held) þá fílósóf- íu, sem liggur að baki þessum vinnubrögðum Hildar, en hún gengur út á leitina að sannleika augnabliksins, hina skyndilegu óyfirveguðu innsýn í æðri tilveru eða hugsun, þá sýnist mér styrkur þeirrar austurlensku myndlistar, sem þannig verður til, felast ein- mitt í því hve snöggsoðin, innileg og smágerð hún er. Þegar riss af því tagi er komið í annað form, ég tala nú ekki um vefnað, sem er miðill þolinmæðinn- ar og eilífðarinnar, þá er eins og það glati einhverju af elskuleg- heitum sínum. Rissið er ekki lengur augnabliksverk, heldur augnablik- ið endurunnið. En þótt ég sé ekki fyllilega sann- færður um gildi þessara „kín- versku" mynda virði ég listamann- inn fyrir dirfskuna. AI 'ÞÚ LEST EKKI ÚRVAL MEÐAN ÞÚ ERT AÐ KEYRA' Leyndardómur hjartans og lín- urnar í hendinni — gefur góðar upplýsingar um hvernig lesa má í lófa — nú getur hver og einn séð lífshlaup sitt i hendi sér. 13 leiðir til að losna við| — eða kannski að halda í 1 gerum þveröfugt við þeá leiðbeiningar. IMuddnautnin — nudd er til margra hluta nytsam- legt — skemmtun, slökun og krydd í ástarlífið. Þriggja ára 1 Lífshlaup Carol Vignal — segir frá baráttu ungrar konu við brjóstakrabba og hennff^FÍi að sigrd tjulegri iJOi kynnj ;rrtlefur Ist. uim tölvu Tnarað apar hafa rökræna hugsun. lilsunnar \ okkur skref fyrir skref hvernig við getum í alvöru slakað á og notið fyllstu hvíldar — betri sjúk- dómavörn en margan grunar. Þrjár algengar fæðutegundir ie^\aldið ofnæmi lík^pfi^' engin fæðutegund svo IRflð plcAi megi að henni finna. ét\-r fljl^jlfnæmi sem hlotist getur þremur algengum fæðutegundum. Hin hliðin á geðveikinni — frásögn móður af örvæntingar- fullri baráttu við geðveiki sonar síns. r EINA TÍMARITIÐ SINNAR TEGUNDAR Urval TIMARIT FYRIR ALLA Atynœli$ 5% AF SAMNINGUM, 15% VIÐ STAÐGREIÐSLU. fcslattur HÚSGAGNADEILDAR Jl! HÚSSINS [j □ l Q ii 13' lucec j lji jrjájiríý, □ jMi-iprijriTTri&l uciariaauiuMutii iiin. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.