Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. 15 Hafliði Vilhelrr sX-.l i með nýja bók á eigin vegum: PSORIASIS OG ENID BLYTON „Ég er að hugsa um að hafa næstu bók mína í anda ævintýra- bóka Enid Blyton. Hún gæti til dæmis heitið „5 og týnda hassið“,“ sagði Hafliði Vilhelmsson. að- spurður um afrek í bókaútgáfu, en hann gefur nú út sjálfur fjórðu skáldsögu sína, „Beygur". Hún fjallar um blaðburðarstrák sem þjáist af psoriasis og er svo beygður að hann getur varla lifað. Sagan gerist í Reykjavík og á Húsavík en er skrifuð að hluta í París. En hvemig verður ævintýra- bókin byggð upp ef af verður á næsta ári? „Eins og margir aðrir stend ég í mikilli þakkarskuld við Enid Bly- ton. Ævintýrabókin mín yrði í anda hennar. Þar væri faðir barnanna vísindamaður, eitthvað væri um vonda negra, kynhverfinga og tal- andi hunda.“ Hafliði Vilhelmsson starfar á verkfræðistofu á milli þess sem hann skrifar, enda er hann menntaður tækniteiknari: „Það er skemmtilegt að vinna hérna á verkfræðistofunni. Þetta er andlegt og lifandi starf. í dag er ég til dæmis búinn að draga 100 strik, 200 þverstrik og 5 hringi.“ Landsmenn geta átt von á þvi að sjá útdrátt úr hinni nýju bók Haf- liða á plastpokum eins og notaðir eru í verslunum áður en langt um líður. Helgarblað DV birtir aftur á móti kafla strax í dag þar sem aðalsöguhetjumar eru hljómsveit- in Mezzoforte og Bubbi Morthens - á friðarfundi á Laíkjartorgi. EIR. Hafliði Vilhelmsson: - Talandi hundar í næstu bók. Oink, og aðrar eru undirtektirnar ekki hjá Lilla. Vongóður um betri viðtökur, snýr Tíma-Tóti sér að næsta manni og tilkynnir: fimmtán þrjátíu og fimm þrjátiu, bip! Snáfaðu burt, helvítis kúkú! hvæsir maðurinn. Þér væri nær að telja niður, ráð- leggur samúðarfull kona í lopapeysu. Manni skilst nú á öllu að tíminn sé að renna okkur úr greipum, bætir hún við og kímir í afsökunarskyni. Það segja kommarnir, hnussar í ungum manni í dýrum, smekklausum jakkafötum. Kommarnir viija bara að við leggjum niður vopnin svo vinirnir frá Moskva geti marserað yfir okkur með lúðrablæstri og nall- anum. Og hvað yrði þá um frelsið? Flýr heim til Chicago! svarar ungur pönkari að bragði. Lilli þrýstir sér að brúarhandrið- inu, litast yfir mannfjöldann. Kennir Sigurgeir blómafífl og þarna er Siggi rokk að aðstoða hljómsveitina, Jó- hanna berst á móti straumi og sveifl- ar í kringum sig hækjunum svo allir hrökkva undan, þarna er ógæfumað- urinn Friðrik unglingaforingi sem handtekinn var fyrir barnaklám, alþingismaðurinn úr fjónska húsinu sem ekki er rukkaður um Stundina þótt Lilli verði að bera honum blaðið skilvíslega. Þarna er líka Vídeó- Runki í Pétursbæ sem vakir allár nætur fvrir framan tækið og fer ekki að sofa fyrr en Stundin er komin, Ólafur stórgrósser með rauða húfu, þekktur fakúrufalsari og fleiri og fleiri. Á Torginu eru fulltrúar allra stétta hins stéttlausa þjóðfélags, menn af öllum stigum þjóðfélagsins, fólk á öllum aldri sem fátt á sameiginlegt nema að tala nokkurn veginn sama tungumálið og vera flest fylgjandi. veru bandaríkjahers hér á landi, samanber niðurstöður skoðana- kannana. Það sem hefur dregið þennan fjölda saman til fundar á Torginu er sam- eiginlegur ótti um sameiginlegan dauða, kjarnorkuváin er því hugstæð og allt er það á einu máli um að stöðva beri frekari fjölgun kjarn- orkuvopna. Að því skilyrtu að and- stæðingurinn svokallaði sem er þó enginn andstæðingur hvað verslun- arviðskipti áhrærir, leggi fyrst niður sín vopn. Um það geta flestir verið sammála enda nýtur stefna ríkis- stjórnarinnar í utanríkismálum meirihlutafylgis. Á hljómsveitarpallinum er nú komin frægasta hljómsveit landsins sem sérstaklega kom frá London til að spila á fundinum og loftið titrar af stolti þegar þungir bassahljómarn- ir skella á fólkinu og taktfastur trumbuslátturinn bylur í hlustum. Þetta er vinsæl og virðingarverð hljómsveit af því að virðing hennar er sótt til útlanda, á íslandi nennti enginn að hlusta á spiliríið fyrr en hljómsveitin varð heimsfræg. Máfarnir á þaki íslandsbanka vita samt ekkert um frægðina og bregðast ókvæða við, fljúga gargandi reiðir á hljóðlátari slóðir. Hljómsveitin spilar lagið sem lengi var á topp 50 Rásar 2: ísland fyrir stafni (Rainbow Navigation), stutt og kröftugt lag sem grípur alla við fyrstu áheyrn. Strax að laginu leiknu bregður hljómsveitin sér í hitt lagið sem komst í BBC: Radar Deploy- ment, betur þekkt á íslandi sem Fögurer hlíðin. Á eftir seinna laginu ríkir andar- taksþögn, síðan brjótast út fagnaðar- læti, hljómsveitinni er ákaft klappað lof í lófa nema af nokkrum úti í horni, þar er púað og hrópuð ókvæð- isorð: landráðamenn, svikarar, kvisl- ingar en svo drukkna svívirðingarn- ar í drunum frá Landhelgisfokkern- um sem flýgur lágflug yfir Kvosina ... Slappiði af! hrópaði Bubbi til fólksins. Og um leið upphófst þessi rafmagnaða tónlist sem engu var lík né er nokkru lík sem ég hef heyrt um dagana, að vísu hef ég ekki heyrt mikið síðan Seasons in the sun var vinsælast. Takturinn var grípandi, samt léttur og ómstríður og lagið hlýtur að vera vinsælt á Rásinni því ekki leið á löngu að fólkið, þó mest unglingarn- ir, urðu rólegri og sumir dilluðu sér í takt við hljómana. Fólk sem fallið hafði í Lækinn kom nú brosandi upp á bakkann. Ef til er kraftaverk þá gerðist það þarna. Hann Bubbi tók hvert lagið af öðru, engin hlé, engir formálar, bara einn samfelldur galdur og Bubbi keyrði af orku sem H. Pjeturs hefði sagt koma frá öðrum stjörnum, að minnsta kosti streymdu lífsgeislarnir frá Bubba. Ég var mest hissa á mér, einhvern veginn hafði mér ekki dottið í hug að Bubbi hefði sömu áhrif á almenn- ing og hann hafði á mig í æsku. Þegar Bubba tókst sem best upp var ég dáleiddur af honum og fylgdi honum í blindni, stundum svitna ég ennþá ef ég hugsa um klettana sem ég kleif fyrir Bubba, af því að hann vildi það. Já, ef ég sker í gegnum sárindi mín og reyni að láta ekki beiskjuna eitra hug minn verð ég að viðurkenna að Bubbi er einstakur. I sveitinni var hann okkar fremstur á flestum svið- um, sérstaklega þó í leikjunum. Hann lék af svo mikilli innlifun og sannfæringu og tók hlutverk sitt svo alvarlega að stundum held ég að hann hafi beitt sjálfssefjun, að minnsta kosti gleymdi hann sér oft í leiknum og varð sá sem hann var að leika. Þá fór stundum um mann hrollur, óhugnaður og spenna þess óþekkta, eins og að sjá draug, þegar Bubbi brá sér í gervi til dæmis dokt- ors Mengeles eða Goebbels. ÞU LEGGUR AFSTA í sjóferð, ert þú þá með það á hreinu hvar allur björgunarbúnaður skipsins er staðsettur og hvort öll siglingatæki eru virk? Það er góð regla í upphafi hverrar sjóferðar, að glöggva sig á staðsetningu og ástandi öryggisbúnaðar skipsins. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR í VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA midas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.