Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Innritun nýnema á vorönn 1986 lýkur 6. desember. Innrit- un fer fram á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 9— ^ Skólameistari. Auglýsing frá Reykjavíkurhöfn Eigendum smábáta, sem báta eiga í höfninni, stendur til boða upptaka og flutningur báta laugardaginn 23. nóvember frá kl. 9—18. Upptaka báta fer fram við Bótar- bryggju í Vesturhöfn. Gjald fyrir upptöku og flutning á bátasvæði á landi Reykjavíkurhafnar í örfirisey er kr. 1.400,- og greiðist við upptöku báta á staðnum. Skipaþjónustustjóri. Frá Alþingi: UMFERÐARLÖG: Frumvarp til umferðarlaga er nú til meðferðar hjá efri deild Alþingis. Þeir, sem beðnir hafa verið umsagnar um frumvarpið eða vilja koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum, skulu skila þeim til nefndarinnar eigi síðar en 15. des. nk. Allsherjarnefnd efri deildar. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR y f PVERHOtT 15 - SÍMAR: 2G102, 27355 Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur: Teikningar og líkan af deiliskipulagstillögu Kvosarinnar eru til sýnis og kynningar dagana 21,—28. nóvember í Gallerí Borg. Opið virka daga kl. 12.00-18.00 og helgidaga kl. 14.00- 18.00. Fulltrúar Borgarskipulags og höfunda verða á staðnum föstudaginn 22. og laugardaginn 23. nóv. milli kl. 16.00 og 18.00 og svara fyrirspurnum. Borgarskipulag Reykjavikur. ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf tæknifulltrúa á svæðisskrifstofu Rafmagnsveitnanna í Stykkishólmi. Menntun í rafmagnsverkfræði eða rafmagnstæknifræði áskilin. Upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Rafmagns- veitnanna í Stykkishólmi. Umsóknir, er greini menntun, aldur og fyrri störf, sendist starfsmannahaldi fyrir 7. desember nk. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118 105 Reykjavík. TONLEIKAR I HLEGARÐI Mosfellssveit Mennlngarmólanefnd Mosfellssveitar gengst fyrir tónleikum i Hlógarfll I dag, laugard. 23. þ.m. kl. 16. Þesair tónlelkar eru f tllefni 75 óra afmælis Ólafs Magnússonar fró Mosfelll (f. 1.1.1910). Borflapantanlr verfla I Hóraðsbókasafninu i Mosfellssveit í sima 668822 föstud. kl. 13-20. Menningarmólanefnd Mosfellssveitar. LEY N DAI Rli m u Ð um systur fegurðardrottningarinnar „Samband okkar systranna hefur alltaf verið mjög gott. Það væri svei mér gaman að hitta hana núna,“ sagði Rósa Karlsdóttir í símaviðtali frá Osló. Rósa er hálfsystir Hólm- fríðar Karlsdóttur sem um þessar mundir er frægasta fegurðardrottn- ing í heimi og eru þær samfeðra. Rósa er 34 ára og býr rétt utan við Osló ásamt eiginmanni sínum, John Fenger, sem starfar hjá Elkem járn- blendifélaginu, og þremur sonum. Hávaxnar „Nei, ég hef aldrei tekið þátt í fegurðarsamkeppni, hef líklega verið of hávaxin til að koma til greina í slíka keppni," sagði Rósa sem er 180 sentímetrar á hæð. Til samanburðar má geta þess að Hólmfríður systir hennar er 175 sentímetrar. „Ég fylgdist spennt með sjónvarpi og útvarpi fimmtudagskvöldið sem keppnin fór fram en Norðmenn sinntu þessu máli ekkert. Það var ekki fyrr en daginn eftir að smá- klausa birtist í blöðum um að íslensk Hólmfriflur Karlsdóttir, ungfrú heimur, á sundbol. stúlka hefði sigrað í keppninni. Eg varð náttúrlega ofsalega stolt fyrir eigin hönd og systur minnar, hvað getur maður annað?“ Sami háralitur Upplýsingaar DV um hálfsystur fegurðardrottningarinnar hljóta að koma mörgum á óvart. Það hefur margsinnis verið á það minnst í innlendum jafnt sem erlendum íjöl- miðlum að Hólmfríður væri einbirni. Síðast kom besta vinkona hennar fram í sjónvarpsþætti hjá Bryndísi Schram og lýsti því yfir að Hólm- fríður ætti enga systur. Helgarblað DV lítur á það sem ljúfa skyldu sína að segja sannleikann í máli þessu. Hólmfriður á hálfsystur sem býr í Osló. Það eru 12 ár milli þeirra og þær eru með sama háralit. „Ég vildi óska þess að Hólmfríður hefði tíma til að skreppa yfir til mín núna en það er vart að búast við því að hún hafi mikinn tíma til þess næsta árið,“ sagði Rósa Karlsdóttir. -EIR of hóvaxin til afl taka þótt í fegurflarsamkeppni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.