Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Page 24
24 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEl Allt í einu virtust þeir komnir í hór saman, Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, og Steingrímur Hermannsson, formað- ur flokksins og forsætisráðherra, út af því hversu oft þeir færu til útlanda í opinberum erindagerðum. Páll er forseti forsætisnefndar Norðurlandaróðs - og þarf oftlega að ferðast til annarra Norðurlanda í erindum þess embættis. Og Stein- grímur þarf vitanlega að skreppa út (fyrir landsteinana í krafti síns emb- ættis líka. Gunnar Gunnarsson ræddi við Pál. Steingrímur byrjaði - Hvemig kom þetta karp um utan- landsferðir upp, Páll, - var það Stein- grímur sem opnaði þessa umræðu? „Það má segja það, já. Það var haft við hann viðtal í tímariti sem ég held að heiti Mannlíf. Þar kom hann inn á það að sér ofbyðu utan- ferðir mínar. Það var eitthvað verið að sauma að honum fyrir ferðalög. Ég gerði ekki annað í málinu en að spyrja eftir því hvað hann hefði ferð- ast sjálfur. Síðan óskaði hann eftir skýrslu um utanferðir mínar og annarra Norðurlandaróðsmanna. Að sjálfsögðu var allt í lagi að láta hana af hendi. Ég hafði nú ekki hugsað mér þessa skrá til birtingar en mér skilst að Steingrímur hafi heimilað birtingu á þessu. Ég hafði svo sem ekkert á móti því að þetta væri birt. Við þurfum ekki að fyrirverða okkur - hvorki ég né aðrir Norður- landaráðsmenn - fyrir okkar ferða- lög. Við höfum að vísu farið nokkuð margar ferðir. . .“ - Voru þær ekki 43? „Ég man nú ekki töluna nákvæm- lega. En ég er búinn að fara sjö ferðir ó vegum Norðurlandaráðs. I skýrsl- unni segir:..þar af fór Páll Péturs- son sex (ferðir) og voru ferðadagarnir 30.“ Síðan er ég búinn að bæta einni ferð við sem tók sjö daga. Það má náttúrlega geta þess með ferðadagana að þó við komum hing- að heim um miðjan dag og skilum töluverðu verki hér heima þá eru þeir reiknaðir sem ferðadagar. Það tekur alltaf töluverðan tíma að komast utan og heim.“ Sérkennileg umræða - Þessi sérkennilega umræða um ferðalög - er hún ekki tilkomin vegna pólitísks eða persónulegs ágreinings ykkar Steingríms? ,Ég vona ekki. Svo er að minnsta <osti ekki frá minni hólíú. En ég vil gjaman fá að koma inn á það til hvers við höfum verið að fara. Á HEIMAVELLI - P6II Pótursson er vifl sig i stóði. . . Það stendur dálítið sérstaklega á með starfsemi Norðurlandaráðs í ár. Við íslendingar förum með mikil trúnaðarstörf í ráðinu. Staða okkar er sterkari en hún hefur áður verið. Á síðasta óri var Matthías Á. Mat- hiesen samstarfsráðherra og hann sinnti því starfi mjög vel. Honum var ljóst mikilvægi þess að styrkja stöðu okkar. Svo var haldið hér vel undirbúið Norðurlandaráðsþing á síðasta ári. Það þing varð okkur verulegur styrkur - svona út á við. Það kom í minn hlut að taka að mér forsæti í ráðinu. Eiður Guðnason er formaður hestamaflur og kann bersýnilega vel menningarmálanefndar eins og hann hefur verið. Guðrún Helgadóttir er formaður upplýsinganefndar. Snjó- laug Ólafsdóttir er formaður sam- starfsnefndar ritaranna. Af þessu sést að við getum ekki skrópað á þeim fundum sem við eig- um að stjórna sjólf. Það leiðir líka af þessu að við för- um að taka virkari þátt í sameigin- legu starfi Norðurlandanna. Okkur hefur lánast að fá ýmsu óorkað á þessu ári. Varðandi það sem við höfum áork- að þá vil ég nefna að tveir íslending- ar hafa verið ráðnir í lykilstöður hjá . Pafl finnst fleirum en Páli, forseta forsæti: norska Stórþinginu. ERLENDIS — er auflvitað lika gaman hópi annarra ferflaglaflra þingmanna i Norðurlandaráði. Einar Karl Har- aldsson var ráðinn aðalritstjóri fyrir sameiginlegt málgagn Norðurlanda- ráðs, Nordisk Kontakt; og nú síðast var Tryggvi Gíslason skólameistari ráðinn i deildarstjórastöðu hjá ráð- herranefndinni. Hann kemur til með að hafa yfir menningarmálum að segja næstu fjögur árin. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar koma nærri svona mikilvægum póstum í norrænu samstarfi. Við höfðum þarna sérlega góða kandídata. Þess vegna tel ég að þetta sé afskaplega mikilvægt. Ég vonast til þess að staða okkar verði mun sterkari eftir að þeir eru komnir á þessa pósta." París, Genf... - Um þessa hluti vissi nú forsætis- ráðherra, ekki satt? „Hann vissi svona undan og ofan af. Ég hugsa að hann hafi nú ekki fylgst nákvæmlega með því. Ég gaf honum að vísu skýrslu um ferð sem við fórum til Evrópu. Forsætisnefnd- in þáði heimboð til ýmissa alþjóða- stofnana. Það er nýlunda í starfi ráðsins. Við fórum í október til Genfar, hittum þar yfirmenn EFTA og yfirmenn ECE, heimsóttum Al- .. naBKSJCiá-zu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.