Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. Menning Menning Menning Menning Meistari Kjarval og Garcia Lorca MEISTARI KJARVAL OG QARCIA LORCA LMKTMag MMVUMKOUra vto nBmraniK). Einn þéttur JóhannM 8vln«»on Kjarval Ast Don PaHbnpflns: Fsdarico Qarcla Lorca Þýð.: Guflbsrgur Barysson Lafkstjód: Ingunn Asdtsardóttk Eftir því sem segir í leikskrá, hefur gengið hálfbrösuglega undanfarin ár að halda uppi leiklistarstarfi í M.H. Eg minnist þó margra ágætra sýninga í þeim skóla. Fyrir um það bil tíu árum var þar til dæmis blómlegt leiklistarlíf. Eftirminnilegar sýningar frá þeim ár- um eru t.d. Gisl og Drekinn. Og nú bæt- ist ein ágæt sýning við í hóp hinna fyrri. Undir samheitinu Listin?/Astin? sýnir endurreist leikfélag M.H. tvö verk. Hiö fyrra er „Einn þáttur” eftir Jó- hannes Sveinsson Kjarval. Þetta verk var gefið út árið 1938 og hefur einu sinni verið sett á svið áður, af Herra- nóttM.R. Meistari Kjarval skrifaði töluvert af blaðagreinum um ýmis málefni, sem voru honum hugleikin hverju sinni, og gaf einnig út nokkrar bækur. Oft þótti það sem hann skrifaði tor- skilið, og efalaust hefur texti „Eins þáttar” sýnst tyrfinn fyrir hartnær hálfri öld, þegar hann birtist fyrst. Kjarval segir sjálfur á einum stað: „Nei, sannleikurinn er, aö þaö er hægt að skrifa skáldlega og hnittið og sþaugilegt bara til gamans og mikið þarf að strika út til þess aö alvaran hafi pláss, ef hún á að vera.” (Grjót, 1930) I „Einum þætti” er textinn ákaflega knappur, — minnir reyndar oftlega á prósaljóð, — og þess vegna vandmeð- farinn í flutningi. Leikurinn fjallar um skáld, sem hrapar úr upphafinni sjálfsánægju nið- ur í myrkur örvæntingar, þegar hann lendir í uppgjöri við sjálfan sig og skáldskap sinn. Leikendur komast vel frá erfiöu verkefni. Þátturinn er með stílhreinu yfirbragði og verður bæði áheyrilegur og ásjálegur í meðförum þeirra. Fram- sögn leikenda var til fyrirmyndar í báðum þáttunum. Leiklist AuðurEydal Skáldið er leikið af Þorsteini Emi Andréssyni, einkar þekkilega, og skrif- arann leikur Gunnar Hansson. Auk þeirra koma við sögu náttúruandar, sem segja skáldinu til syndanna og opna augu hans. Sviðsbúnaöur er einfaldur og ljósin mikið notuö til þess að fá fram mis- munandi áherslur. Búningar eru hann- aðir af leikstjóra og leikendum af hug- kvæmni. Seinna verkið á sviði M.H. er eftir Federico Garcia Lorca og nefnist: „Ast Don Perlimplins til Belísu í garði hans”. Þetta leikrit er skrifað 1931 og er hér flutt í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Hann þýddi það fyrir leikfélagið Grímu, árið 1963, aö því er segir í leik- skrá. Ekki varð þó af sýningu fyrr en nú. „Don Perlimplin” er með ljóðrænu og dálítið dulúöugu yfirbragði. Þetta er einkennandi fyrir stíl Garcia Lorca, sem er ekki síöur kunnur sem ljóð- skáld en leikritahöfundur. Leikrit hans Blóðbrullaup og Hús Bernörðu Alba (L.R. 1966) eru vel kunn hér á landi. I því verki, sem nemendur M.H. taka hér til sýningar, fjallar höfundurinn um ást miðaldra manns, Don Perlimplins, á ungu stúlkunni, Belísu, sem hann síðan kvæntist. Belísa er ekkert sæl í hjónabandinu, því að hún elskar dularfullan, ungan mann í rauöri skikkju. En hver er hann? Don Perlimplin verður fulltrúi hinnar göf- ugu, fómfúsu ástar, á meðan Belísa ann hinum ókunna sveini á ákaflega jarðbundinn hátt. Don Perlimplin er leikinn af Magn- úsi J. Guðmundssyni og Ásta Gunnars- dóttir leikur Belísu. Þjónustustúlkan og örlagavaldurinn Markólía er leikin af Þórönnu Jónsdóttur. öll skila þau hlutverkum sínum vel. I uppfærslu Leikfélags M.H. er spil- að á lægri nótunum, og engum er of- gert. Utkoman verður harla góð. Það sést greinilega að styrk hönd hefur haldið um stjómvölinn og þáttur Ingunnar Ásdisardóttur leikstjóra í þessari sýningu er bæði stór og hrós- verður. AE Ást Don Perlimplins til Belisu í garði hans. Hjartahlýjar heiðurskonur Blúndur og blásýra, eftir John Kessolring Leikhópurinn: „Aih milli himins og jarðar" f Verzlunarskóla fslands Leikstjóri: Hallur Holgason Leikhópurinn „Allt milh himins og jarðar” í V.I. velur sér að verkefni þetta árið gamanleikinn „Blúndur og blásýru” í þýðingu Ævars R. Kvaran. Þar segir frá Brewster systrunum og þeirra skylduliði. Þær eru vel efnum búnar, alltaf reiðubúnar að rétta öðr- um hjálparhönd og að láta fé af hendi rakna, þegar til þeirra er leitað. En ekki er allt sem sýnist, og ekki er víst að öllum falli hjálpsemi þeirra jafnvel í geö. Varla þeim, sem þær hafa hjálp- að yfir móðuna miklu og hlotið hafa hinstu hvíld í kjallara þeirra systra. , SKUGGA-BJORG IHLAÐVARPANUM Skusga-BJOrg HugMkur •ýnk nýja Mkgcrfl a* Skugga-Svaini Laikstjóri: BJami Ingvarsaon Karl einn sagöi einhverju sinni svo frá, aö hann hefði endur fyrir löngu farið i leikhús og séö Skugga-Svein. Honum líkaði leikritið vel. Upp frá því taldi hann ekki ástæðu til að fara á leiksýningar, nema til þess eins að sjá þetta sama verk aftur og aftur. Ekki veit ég, hvort karl sá mundi leggja leið sina í Hlaðvarpann við Vesturgötu til þess aö sjá nýstárlega útfærslu á hinu sígilda verki Matthiasar Jochumssonar. Hér hafa verið höfö endaskipti á hlutunum. Skuggi gamli er orðinn aö flagðinu Skugga-Björgu, og fylgifiskar hans, Ketill skrækur og Ogmundur, eru nú Katla skræka og Munda útilegukona. Nú er ekkert nýtt við það, að hlut- verkum sé að einhverju leyti við snú- ið í Skugga-Sveini, en útilegumönn- unum hefur þó aldrei veriö breytt í konur fyrr en nú. Það er haft að leiöarljósi við upp- færslu áhugaleikhópsins Hugleiks á Skugga-Björgu að taka ekki nokkurn skapaðan hlut hátiðlega, sist af öllu sjálfan sig eða séra Matthías. öllu er hrært saman, og flest er leyfilegt í túlkun og leikbrögðum. Flytjendur leika á als oddi og skemmta sér konunglega, svo að stemmningin smitar áhorfendur, sem eru farnir að raula gömlu lögin með harmóníkuleikaranum í hléinu. Allt er mjög heimilislegt. Texti séra Matthíasar er auðvitað fluttur alveg „kórréttur”, samanber hin sigildu orð Jóns sterka, er hann býður Galdra-Héðni borgun fyrir aöstoðina: „Tekurðu kreditkort?” Og karlinn heldur það nú, dregur kortamaskínu upp úr skjóðu sinni og ber sig fagmannlega að. Bjarni Ingvarsson er leikstjóri og lætur áhugamennskublæinn alfarið halda sér, en það er hinn yfirlýsti til- gangur hópsins aö stinga rækilega í stúf við atvinnuleikhúsin. Með helstu hlutverk í sýningunni fara Sigrún Oskarsdóttir (Skugga- Björg) og Ingibjörg Hjartardóttir (Katla frænka). Þær eru ófrýnilegar og ólikar fólkinu úr byggð, Siguröi bónda í Dal (Sindri Sigurjónsson) og hans liði. Unnur Ragnars leikur Astu, Sigríður Helgadóttir Grasa- Guddu og Unnur Guttormsdóttir Gvend smala, en ámátlegra grey hefur sjaldan sést. Eggert Guð- mundsson leikur beljakann Jón sterka og yfirvaldið Lárenzíus sýslu- maöur er leikinn mynduglega af Birni B jamasyni. Sem fyrr segir er þetta allsérstök sýning og ýmsu öfugt snúið. Utkom- unni veröur kannski best lýst þannig, að þetta hafi verið skopstæling á sýn- ingu áhugahóps á Skugga-S veini. Og allir skemmtu sér. AE Gamanið verður sem sé ansi grátt, áður en öll kurl koma til grafar, — í orðsins fyllstu merkingu. Sýningunni, sem Hallur Helgason leikstýrir, koma alls fram 14 leikarar. Með hlutverk systranna „hjálpfúsu” fara Amdís Bergsdóttir (Abby) og Ingibjörg Oðinsdóttir (Martha). Þær komast allvel frá því að leika hinar öldruðu sómakonur, einkum náði Am- dís oft góðum sprettum í hlutverki Abbyar. Mortimer, frændi þeirra, er leikinn af Gisla 0. Kæmested, sem nær ágæt- um tökum á hlutverkinu, og Helena Guðmundsdóttir leikur Elaine, unn- ustu hans. Mortimer er geðvondur leiklistargagnrýnandi, sem hefur allt varðandi leikhúsið á hornum sér, þangað til hann kemst að leyndarmáli systranna. Þá fær hann heldur betur eitthvað annaö um að hugsa, svo að ekkisé meira sagt. Margir fleiri leikendur komu fram, sem of langt mál yrði. að telja upp hér. I meðfc-um leikhópsins varð þetta dæmigerö skólasýning. Leikritiö sjálft er kannski of langt, og um miöbikið ekki nógu fyndiö, til þess að hægt sé aö ætlast til þess, að óvanir leikendur haldi fullum dampi allan tímann. Syst- umar gömlu með allt sitt (eitur)bras voru satt best að segja skemmtileg- ustu persónurnar í verkinu, þrátt fyr- ir forskrúfaðan mannkærleikann. Frammistaða leikenda vakti óskipta kátínu skólasystkina þeirra, sem fjöl- menntu á þá sýningu, sem undirrituð sá. AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.