Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. 25 I í inafndar Norflurlandaráðs. Þarna er Páll í samtaka væntanlega loftmengunar- ráðstefnu sem haldin verður í Stokk- hólmi - og það vakti undrun mína hvað þessi ráðstefna vakti mikla athygli. Þetta er ráðstefna sem á að fjalla um loftmengun sem berst á milli landa. Menn voru ákaflega þakklátir fyrir það frumkvæði sem þarna er tekið. I þessu sambandi má nefna, að Pár Stánbeck, áður utanríkisráðherra Finna, lagði fram tillögu á síðasta Norðurlandaráðsþingi (í Reykjavík) um að athugað skyldi hvernig Norð- urlönd gætu best látið í sér heyra sameiginlega á alþjóðlegum vett- vangi. Ég var meðflutningsmaður að tillögunni. Það er ekki búið að afgreiða þá tillögu en það má segja að þetta sé kannski eitt skref í þá átt. Okkur finnst við nefnilega hafa ýmislegt að segja - þegar við lítum til hinna.“ „Menn missa ýmislegt útúrsér" - Við getum eflaust gengið út frá því að þín staða í Norðurlandaráði þyki mikilsverð - og að starf þess sé merkilegt - þess vegna kemur það á óvart að formaður þíns flokks og forsætisráðherra sé að senda þér tóninn, ekki satt? „Menn missa nú ýmislegt út úr sér í dagsins önn. Þetta var nú kannski ekki þaulhugsað. Þaðerrétt. Samstarf Norðurlanda- þjóðanna er einstakt í veröldinni - að þjóðir skuli hafa þetta náið sam- starf án þess að fórna neinu af þjóð- legusjálfstæði... Þetta er mikið mál fyrir íslendinga, þegar við lítum til fortíðarinnar. . Norðurlandaþjóðirnar hafa verið alla vega samanhnýttar á undan- förnum öldum. Þær bera vinarhug hver til annarrar en kæra sig ekki um að lúta hver annarri, m.a. vegna gamallar reynslu. Við njótum gagnkvæmra réttinda á Norðurlöndum. Það er verulegur munaður að geta verið einhvers stað- ar annars staðar en þó eins og heima hjá sér. Svo má nefna þessar stofnan- ir eins og Norrænu eldfjallastöðina, Norræna iðnþróunarsjóðinn, Fjár- festingarbankann, Norræna verk- efnaútflutningssjóðinn - og svo auð- vitað samstarfið á sviði lista og mennta. Er samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn farið að rugla Framsókn? - Svo við snúum á heimavöll aftur - það er eins og það sé farið að skarast eitthvað á milli ykkar í Framsókn vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn? „Ég vil nú ekki orða þetta þannig - að það sé farið að skarast. Og ég vil alveg mótmæla því að það sé um nokkurn klofning að ræða. En það kemur fyrir í stjórnmálasamtökum að menn líta ekki alveg sömu augum á silfrið. Og flokkar eru sprottnir úr misjöfnum jarðvegi. Það er ekkert við því að segja þó að hér verði ein- hver meiningarmunur." - Þú ert jafnan sagður vinstrisinn- aður framsóknarmaður? „Já, ég býst við að það sé með réttu. Ég vildi síður láta kalla mig hægri framsóknarmann." - Hvað er það sem festir þig vinstra megin - utanríkismálin kannski? „Það má kannski segja það. Að einhverju leyti. Ég hef ekki verið neinn fylgismaður hersins. En viðhorf mitt er það, að það bjóði upp á vissa örðugleika að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Sérstaklega til lengdar. Sumir sjálfstæðismenn hugsa ákaf- lega mikið öðruvísi en við. Reyndar er Sjálfstæðisflokkurinn miklu gisn- ari eða gleiðari en Framsóknarflokk- urinn. Þar eru menn með miklu ólík- ari lífsviðhorf en hjá okkur. Það eru þarna ungir menn í Sjálfstæðis- flokknum sem láta mikið til sín heyra. Þeirra pólitík er ekki mér að skapi.“ -Attu við frjálshyggjumennina? „Ég á við það. Menn binda sig í kenningar um að frjáls markaður skili velferð. Og ótakmarkað at- hafnafrelsi. „Ég er nú ekki inni í þessu Haf- skipsmáli. En mér finnst þetta ágætt dæmi um þessa frjálshyggju - at- hafnamennirnir vildu frjálsa sam- keppni við Eimskip - sú samkeppni byggðist reyndar á flutningum fyrir herinn. Og svo þegar það bregst þá feralltum koll. Ég veit ekki hversu heppilegt það er fyrir samvinnuhreyfinguna að ganga til þessa leiks. Páll Pétursson ræðirum ferðalögogpólitík Skipadeildin hefur dugað þjóðinni vel. Ég vil gjarna sjá hana eflast. En það getur orðið of dýru verði keypt.“ Steingrímur leggur kapp á að halda rikisstjórninni saman „Varðandi það hvort það sé ágrein- ingur innan Framsóknarflokksins - þá má kannski segja það - Steingrím- ur er afar duglegur maður. Hinn mesti vinnuþjarkur. Hann leggur mikið kapp á að halda þessari ríkis- stjórn saman. Það verður aldrei gert nema með málamiðlunum. Þá er það stundum álitamál hve mikið eigi að slaka á fyrir samstarfið. Ég er ekki að leggja til að stjórnar- samstarfinu verði slitið. Ég studdi myndun þessarar ríkis- stjórnar. Fyrst og fremst vegna þess að það var engin leið að mynda starf- hæfa ríkisstjórn á íslandi með öðru móti. Og sé ekki þann möguleika enn...“ - Verður þá Steingrímur ekki að halda áfram að halda saman stjórn- inni? „Ég vil sjá sem mest af hugsjóna- og stefnumálum Framsóknarflokks- ins rætast. Og þá á ég ekki síður við þjóðfélagsuppbyggingu þegar til lengri tíma er litið. Steingrímur lét að því liggja í þessu EN HEIMA ER BEST — gamli Fergusoninn ber eiganda sinn, Höllustaflabóndann, mefl sóma enda kann nútimabúmaður eins að handfjatla vélar og búfé. þjóða vinnumálasambandið og Al- þjóða tollabandalagið. Við fórum til Strassborgar, heim- sóttum þar Evrópuráðið og þing Efnahagsbandalagsins. Síðan fórum við til Parísar og komum í stöðvar OECD. Á þessum ferðum kynntum við starfsemi Norðurlandaráðs - og kynntumst viðhorfum mannanna sem stjórna þessum stofnunum. Þetta var stórfróðleg ferð fyrir okkur. Og við vonutn að við höfum getað kynnt vel Norðurlandaráð á þessari ferð. Við kynntum fulltrúum þessara Samstarf Norðurlandanna skilar sér víða. Það blasir kannski ekki alveg við öllum. En ég get nefnt gagnkvæm réttindi til náms og at- vinnu. Þetta notfærum við íslending- ar okkur mjög mikið. Eins og við vitum eru íslendingar þúsundum saman búsettir tímabundið á Norð- urlöndum." - Koma frændur vorir í svipuðu hlutfalli hingað? „Það eru að vísu kvótar á þessu hér. En hér eru jafnan einhverjir annars staðar af Norðurlöndum, t.d. við nám. Kannski getur það verið í sumum tilfellum en þetta er ekkert allsherj- arúrræði. Allra síst í þjóð'félagi sem er svona sérstætt eins og okkar. Við erum ekki nema 240 þúsund. Það þýðir ekki að ætla að yfirfæra banda- rískt hagkerfi á íslendinga. Og svo er bandarískt efnahagslíf reyndar allt úr skorðum. Við komumst ekki af í þessu landi án þess að hjálpa hver öðrum." - En einkafjármagnið virðist þó geta átt samleið með samvinnuhreyf- ingunni - sbr. Hafskip og skipadeild Sambandsins núna? viðtali, sem ég nefndi í upphafi, að Framsóknarflokknum væri jafnvel fórnandi fyrir það að ná verðbólg- unni niður í 10% og stöðva erlenda skuldasöfnun. Ég er hjartanlega sammála Steingrími um það, að það er ákaflega mikilvægt að stöðva er- lenda skuldasöfnun. Og ég er líka sammála honum í því að það er mjög mikilvægt að það takist að draga töluvert úr verðbólguhraðanum. En Framsóknarflokkurinn var ekki stofnaður til þess á sínum tíma að halda verðbólgunni neðan við 10%. Hann var stofnaður um rniklu, miklu fleira en þessi mál. Þess vegna er honum ekki fómandi fyrir áfanga sem eru kannski góðra gjalda verðir. Flokkurinn hefur hlutverki að gegna. Þess vegna er honum ekki fórnandi fyrir smærri mál.“ ( Að sýna allan hausinn - Reynir ekki Framsókn að lafa í rácjherrastólunum vegna ótta við afhroð í kosningum? „Þetta er ekki makleg ásökun. Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjóm lengi. En það byggist á því að framsóknarmenn bjóða sig fram til þess að stjóma. Þeir bjóða fram sín úrræði og sína starfskrafta. Og flokkurinn er í miðlægri aðstöðu í íslenskri pólitík og hann hefur verið í stjórn með öllum gömlu flokkunum í fjórtán ár (síðan'71). Við höfum í' meira að segja prófað samstarf við alla hina flokkana síðan 1978. Þetta leiðir af því að við viljum hafa áhrif á stjórn landsins. En þetta er ekki leiðin til að fá kjörfylgi. Ef við hefð- um verið að hugsa um kjörfylgi þá hefðum við farið í stjórnarandstöðu eftir kosningamar 1983. í stjómar- andstöðu þurfa menn ekki að vera eins ábyrgir. Og geta oft hagað sínum málflutningi hressilegar en ella.“ - Reynir Framsóknarflokkurinn að skerpa svipmót sitt þegar líður að næstu kosningabaráttu? „Ég legg áherslu á það að við reyn- um að hafa skarpan prófíl." - Hvort á að sýna prófílinn frá vinstri eða hægri? „Ég - ég vona að við sýnum haus- inn allan. Og reynum að halda hon- um uppi. En það er ákaflega mikil- vægt fyrir miðflokka, sem em í samstarfi við aðra flokka, sérstak- lega stærri flokka, að þeir reyni að halda sínum persónueinkennum." - En það hefur oft reynst miðflokk- um viða um Norðurlönd erfitt, ekki satt? „Já. Og einmitt vegna þess að ég hef kynnst náið pólitík á Norðurl- öndunum leyfi ég mér að halda þessu fram. Sumir miðflokkanna hafa ekki gætt þess nóg að halda vissri sér- stöðu. Það hefur leitt til þess að kjósendur hafa laðast að þeim sem sterkari eru. Hagalín orðaði þetta prýðilega á sínum tíma. Hann hafði verið al- þýðuflokksmaður en var svo allt í einu farinn að kjósa íhaldið. Þegar hann var spurður um þetta sagði hann: Ég vil heldur vera á höfuð- bólinu en hjáleigunni. Það eru marg- ir sem hugsa svona.“ Það á ekki að blanda saman bindindi og pólitík - Jón Helgason hefur sætt ákúrum úr herbúðum ungra framsóknar- manna fyrir sakir bindindismennsku „Já, já. Bindindi á ekki alltaf samleið með pólitík dagsins. Það þarf að gera á þessu greinarmun. Ég held að sumt í þessum áfengismálum hafi tekist ólipurlega. Ég er reyndar ekki bjórmaður. Ég er ekki bindindismaður en ég hef ekki viljað fallast á frjálsan innflutn- ing á bjór.“ - En færðu þér ekki bjórglas þegar þú skreppur til Kaupmannahafnar? „Jú, jú. Það geri ég. Það er í þessu þversögn. Ég viðurkenni það. Én ég óttast afleiðingar af því að bjór fari að flæða hér. Ég vil síður að menn séu mikið undir áhrifum á vinnu- v-* stöðum. Ég held að bjórinn myndi auka áfengisneyslu, sem er nægjan- leg fyrir að mínum dómi. En ég er svo sem ekkert heitur baráttumaður gegn bjórnum." Poul Pedersen - Eftir síðasta Norðurlandaráðs- þing fóru sumir þingmenn að kalla þig Poul Pedersen. Fer það ekki í taugarnar áþér? „Nei alls ekki. Það er mönnum ekki of gott. Árni Johnsen sagðist hafa haft löggiltan skjalaþýðanda að ræðu sem hann flutti, svo þetta hlýt- ~c ur að hafa verið alveg hárrétt hjá. Árna. Eins og flest annað.“ - í tilefni af þessu karpi um utan- landsferðir ykkar Steingríms - finnst þér gaman að ferðast? „Mér finnst skemmtilegast heima hjá mér. En ég hef gaman af öllu sem ég tek mér fyrir hendur. En mér finnst ekki gaman að bíða í flug-‘ stöðvum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.