Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 31
f DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. V Halleyhala- stjaman ifið sólu 9. fébrúar Fimm geimförhafa \reríð send tilþessað mnnsaka hana Frægasta halastjarna sem um get- ur, Halleyhalastjarnan, er nú á leið til sólarinnar á ný eftir um 70 ára fjarveru. Þeir eru víst fáir sem hafa ekki heyrt hana nefnda þótt þeir séu fleiri sem gera sér ekki grein fyrir því hvað halastjarna er. Algengasti misskilningurinn er sá að halda að halastjarna þjóti með ógnarhraða í gegnum gufuhvolfið og hverfi á nokkrum sekúndum. Halastjörnur koma hins vegar ekki svo nærri jörðu og hreyfmg þeirra sést ekki þegar horft er á þær á stjörnuhimninum. Sjáist eitthvað á hreyfingu á himnin- um er það annaðhvort gervitungl, en þúsundum þeirra hefur verið skotið á loft síðan 1957. er Sovét- menn skutu Sputnik 1 á loft, eða loftsteinn (nema um sé að ræða loft- belg frá veðurathugunarstöð eða flugvél í háloftunum). Hluti sólkerfisins Halastjörnur eru hluti sólkerfisins okkar en þær hegða sér á allt annan hátt en pláneturnar. Þær eru ekki úr föstu efni heldur er um að ræða kjarna úr ís og einn eða fleiri hala úr rykögnum sem hafa um sig hjúp lofttegunda. Halastjörnur geta þó verið afar stórar. Þannig var „haus“ Stóru halastjörnunnar, sem sást 1843, stærri en sólin. Þær eru hins vegar svo lausar í sér, ef frá er talinn kjarninn sem getur ekki verið nema nokkrir kílómetrar í þvermál, að ekki er talin nein hætta á miklum hamförum þótt til árekstrar við jörðu kæmi; aðeins tjón sem bundið yrði við þann stað sem þær féllu á. Á ferð um sólu Halastjörnur ganga um sólina en í nær öllum tilvikum eru brautir þeirra sporöskjulaga og allar - með einni undantekningu sem er Halley- halastjarnan - eru þær hundruð, þúsundir eða jafnvel milljónir ára að fara braut sína. Það er því ákaf- lega erfitt að segja fyrir um ferðir þeirra. Allnokkrar sáust á síðustu öld, meðal annars 1811, 1843, 1858, 1861 og 1882, en fáar hafa sést á okkar tímum og síðasta „stóra“ hala- stjarnan, sem sást með berum aug- um, var á ferð 1910. Til eru þó litlar halastjörnur, eins og Enckehala- stjarnan og Giacobini-Zinnerhala- stjarnan, sem fara umhverfis sólu á 3,3 og 6,5 ára fresti. Sú síðari sást nú í sumar og haust. Halleyhalastjarnan Halleyhalastjarnan er einstök. Hún fer braut sína á 76 árum og hefur sést reglulega síðan fyrir Krists burð. Það er meira að segja til af henni kínversk frásögn frá árinu 1059 f. Kr. þótt það hafi hins vegar ekki verið fyrr en á síðari árum að stjarnfræðingar fóru að veita þessari gömlu sögu einhverja at- hygli. Halleyhalastjarnan er kennd við Edmund Halley. Hann var ensk- ur stjörnufræðingur sem fæddist 1656. Hann var af efnuðum foreldrum og var fyrst sendur i St. Paulskóla en síðar til Oxford þar sem hann lauk prófi í grein sinni. Hann var þekktur fyrir kunnáttu sína og mjög vinsæll. Rannsókrtir Halleys Halley varð fyrst þekktur er hann fór til eyjarinnar St. Helenu til þess að skoða stjörnurnar á suðurhimnin- um en þær sjást ekki frá Evrópu. 1682 kom hann svo auga á bjarta halastjörnu. Þá vissi enginn hvernig ferðum þeirra var háttað eða hvað þær voru í raun og veru. Almennasta tilgátan var sú að braut þeirra væri bein og þær færu aðeins einu sinni fram hjá sólu áður en þeir hyrfu eitthvað út í geiminn. Nokkrum árum síðar birti Newton rit sitt, Principia, þar sem hann skýrði þyngdarlögmálið. (Það var Halley sem hvatti Newton til þess að skrifa bókina og hann greiddi einnig kostn- aðinn við útgáfu hennar.) Aðferð Newtons vísar veginn 1705 beitti Halleý niðurstöðum Newtons til þess að reikna út braut halastjörnunnar sem hann hafði séð 1682. Þá komst hann að því að hún var næstum því sú sama og brautir halastjarnanna sem sést höfðu 1607 og 1531. Þá kom upp sú spurning hvort um væri að ræða sömu hala- stjörnuna. Halley varð sannfærður um það og því spáði hann því að hún myndi sjást aftur 76 árum síðar eða 1758. í ritgerð um þetta sagði hann meðal annars: „Skyldi hún sjást aft- ur 1758 þá munu síðari kynslóðir ekki bera á það brigður að það var Englendingur sem komst að þessari niðurstöðu.11 Halley lést 1742 svo að það var ekki fyrr en 16 árum síðar að hægt var að sannreyna kenningu hans. Hún reyndist rétt því að um jólin það ár kom þýskur stjarnfræðingur, Pa- litzsch, auga á hana er hún fór næst sólu. Hún sást svo aftur 1835 og 1910. Það er því ekki furða þótt hún hafi verið nefnd eftir Halley. Hefur nú sést siðan 1982 Það er endurskin sólarljóssins, sem fellur á halastjörnurnar, sem berst til okkar þegar við sjáum þær. Þetta skýrir hvers vegna við sjáum þær ekki fyrr en þær eru komnar í innri hluta sólkerfisins. Þess vegna sést Halleyhalastjarnan ekki mestan hluta þess tíma sem hún er að fara braut sína. Frá því að hún hvarf sjónum manna, eftir að hún var nærri sólu 1910, sást hún þannig ekki fyrr en 1982 er stjörnufræðingar í Palomarrannsóknarstöðinni í Kali- forníu komu auga á hana í risastór- um stjörnukíki sem er 200 þumlungar í þvermál. Hún mun sjást nokkuð vel fram á næsta ár en þegar ágúst er liðinn verður aðeins hægt að koma auga á hana í sterkustu sjónaukum og verið getur að í þeim megi fylgjast með henni í tvö til þrjú ár til við- bótar. Geimför taka myndir í þetta sinn verður geimförum beitt í fyrsta sinn til þess að taka myndir af Halleyhalastjörnunni og gera aðrar athuganir á henni. Alls verða þau fimm talsins; tvö sovésk (Vega 1 og Vega 2), tvö japönsk (Sakigake og Pláneta A) og eitt evrópskt (Giotto sem nefnt er eftir málaranum 31 Edmund Halley, fæddur 1656 - við hann er Halleyhalastjarnan kennd. frá Flórens). Gott samstarf hefur tekist með rannsóknaraðilunum og er það sagt gott dæmi um alþjóðlega samvinnu. Sovésku geimförunum var skotið á loft 1984 og var þeim í fyrstu beint að nágrenni plánetunnar Venusar en síðan til halastjörnunnar. Vega 1 kemst næst henni 6. mars og Vega 2 þremur dögum síðar. Megintilgang- urinn verður að rannsaka næsta umhverfi halastjörnunnar og kjama hennar en um kjarna slíkra stjarna hefur lítið verið vitað fram að þessu. Pláneta A, japanska geimfarið, kemst næst halastjömunni 8. mars og verða allar upplýsingar þegar sendar evrópskum stjamfræðingum sem munu þá bíða með mikilli eftir- væntingu eftir þeim upplýsingum sem vænst er frá Giotto aðfaranótt 14. mars en evrópska geimfarið er það sem menn binda mestar vonir við. Aðalstöðvar evrópsku stjarn- fræðinganna eru í Darmstadt í Þýskalandi og þangað verða öll boð Giottos send um sérstakar jarðstöðv- ar sem eru í Ástralíu. Hætt er þó við að Giotto geti aðeins sent upplýsing- ar í stuttan tíma því að farið fer inn í hjúp halastjörnunnar og er talið að það geti eyðst. Vonast er þó eftir myndum af kjarna hennar áður en það gerist. Sést næst 2061 Halleyhalastjarnan sést næst árið 2061 og þá geta þeir sem enn verða á lífi vænst þess að sjá hana mun betur en nú því að aðstæður til að sjá hana, þegar hún fer næst sólu, eru nú verri en þær hafa verið síð- Halastjörnur eru ekki úr föstu efni heldur er um að ræða fastan kjarna úr ís. ustu 2000 árin. Ástæðan er sú að þá verður hún handan sólar; þ.e. sólin verður á milli hennar og jarðar. Það verður 9. febrúar. Við getum þó glaðst yfir því að nú hafa fimm geim- för verið send á loft til 'þess að rann- saka þessa athyglisverðu hala- stjörnu og vonandi senda þau okkur myndir sem taka öllu því fram sem hægt hefur verið að greina með ber- um augum fram til þessa. Þýð.ÁSG CITROÉN^ NOTAÐUR CITROÉN NÆSTBESTI KOSTURINN Höfum til sölu BX 19 TRD (dísil) árg. 1984, ekinn 100 þús. km. Verð 550 þús. Nýr 850 þús. BX 16 TRS árg. 1984, ekinn 30 þús. km. Verð 520 þús. GSA Pallas árg. 1983, ekinn aðeins 11 þús. km. Toppbíll. Verð 350 þús. Af öðrum tegundum: Volvo 142 árg. 1975, mjög gottástand. Verð170þús. Skoda 120 LS árg. 1982, góður bíll. Verð 130 þús. Upplýsingar hjá Globus h/f, símar 81555 og 82739. - Opið laugardaga frá 2—5. CITROEN^ CITROEN^ CITROÉN^, G/obus? I AkiMUl I ‘j SIMUUbbb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.