Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. 'Tjtgáfuféfeg: FRJÁLS FJÖLMIÐtUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkyaamdastjóriogútgáfustjórijl THÖRðUR ETNARSSON Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM , Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: J0NAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON * Auglýsingasfiorar: PÁLLSTEFÁNSSONog INGÓLFUR P.STEINSSON Ritstjórn: SfÐÚMÚLA12-14,SlMI686611 Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI. 27022 ’Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022 Sfmi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ SIÐUMÚLA12 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 400 kr. Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Málleysi og ríkidæmi Marcos Filippseyjaforseti er að reyna að þvælast fyrir heiðarlegum forsetakosningum í landinu, þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjastjórn. Hann vill áfram fá að mergsjúga þjóðina og safna hundruðum milljóna á er- lenda bankareikninga sína og helztu vildarvina. Sjaldan er auðvelt að hemja fólk, sem kemst til valda. Marcos er í langri röð rummungsþjófa og morðingja, sem hafa komizt til valda hér og þar í heiminum fyrir meiri eða minni stuðning Bandaríkjanna. Annar stór- þjófur í nágrenninu er Suharto Indónesíuforseti, einn helzti fjöldamorðingi, sem nú er uppi. Löng var harmsagan í Suður-Vietnam, þar sem Banda- ríkin komu til valda hverju illmenninu á fætur öðru. Þeir köstuðu ríkinu þar með í fang ógnarstjórnar Norður-Vietnam, sem hefur síðan gerzt fjölþreifin víðar um Indókína. Verst hafa Bandaríkin komið fram í Mið- og Suður- Ameríku, þar sem þau hafa áratugum saman stutt þjófa og glæpamenn til valda. Duvalier á Haiti, Batista á Kúbu og Somoza í Nicaragua eru einna frægustu dæmin. Þá hafa Bandaríkin stuðlað að illræmdum her- foringjastjórnum, svo seo var í Argentínu til skamms tíma og er enn í Chile. Nauðsynlégt er, að stjórnmálamenn og embættismenn Bandaríkjanna reyni að gera sér grein fyrir, hvernig standi á þessum ósköpum, sem stinga í stúf við hefðir lýðræðis og íjármála í Bandaríkjunum sjálfum. Einnig þurfa bandamenn þeirra að gera sér grein fyrir þessu. Fulltrúar Bandaríkjanna í utanríkismálum, hermálum og á öðrum sviðum tala yfirleitt ekki í útlöndum mál heimamanna og eiga því erfiðara en ella með að átta sig á aðstæðum. Þar við bætist, að Bandaríkin og full- trúar þeirra hafa áratugum saman haft meira fé milli handa en gengur og gerist í öðrum löndum. Þetta hefur sogað að þeim fólk, sem sameinar hunds- eðli, peningagræðgi og ófyrirleitni. Þessum jámönnum tekst oft að efla misskilning fulltrúa Bandaríkjanna á stöðu mála í öðrum ríkjum. Og sem jámönnum tekst þeim oft að auka völd sín með stuðningi Bandaríkjanna. Um leið og fulltrúar Bandaríkjanna nota jámennina til að efla áhrif sín til skamms tíma, sjá þeir oft galla þeirra og fyrirlíta þá undir niðri. Þetta álit yfirfæra þeir svo á þjóðina í landipu í heild. Þannig hættir þeim til að vanmeta erlendar þjóðir. Við sjáum þetta hér á landi, að vísu í tiltölulega mildri útgáfu. Frá upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar hefur sogazt að bandarísku herliði ýmis óværa, sem bezt lýsir sér í langvinnu hermangi. Skyldu ekki margir yfirmenn á Vellinum hafa, vegna ákveðinna dæma, litið á íslend- inga sem þjófótta? Á liðnum áratugum hafa verið hér margir bandarískir sendimenn, sem hafa hvorki þekkt tunguna né þjóðina og aðeins umgengist þröngan hóp jámanna, sumra hverra lítilla sæva. Slíkir sendimenn hljóta að fá skekkta mynd af íslendingum sem bandamönnurn. Vandinn hér á landi hefur verið sáralítill í samanbúrði við þriðja heiminn, þar sem fátækt er almenn, lýðræði hartnær óþekkt og lífsbaráttan grimm. Við fáum því aldrei neinn Marcos, Ky, Doe eða Duvalier. En rót vandans er eigi að síður nokkurn veginn hin sama, málleysi og ríkidæmi Bandaríkjamanna. Jónas Kristjánsson. Veðsettar skýjaborgir Ég hitti mann um daginn sem ég held að verði að teljast hinn dæmi- gerði Islendingur. Hann er orðinn eignalaus, gjaldþrota og ráðþrota, hann er að missa heilsuna, hann er búinn að missa aleiguna, konan er að fara frá honum og bíllinn hans er ógangfær; bifvélavirkjar geta ekkert fundið að honum en persónulega held ég að bíllinn hafi einfaldlega misst lífsviljann. Eig- andinn hefur hins vegar ekki gefist upp. Hann vildi ekki ræða hrakfarir sínar við mig en hélt langar ræður um framtíðarhorfurnar sem honum sýndust vera býsna bjartar. Hann hafði í sigtinu að krækja sér í umboð fyrir nokkrar tegundir barnaleikfanga „því jólin eru að koma og það er sko hægt að græða þá ef maður hefur réttu vörurnar“. Hann varð hneykslaður þegar ég sagði honum að ég ætlaði ekki að kaupa stærri íbúð í bráð. „Það er einmitt núna sem þú átt að stækka við þig maður! Það er hægt að fá stórar íbúðir fyrir næstum ekki neitt núna, en verðið hlýtur að fara að hækka fljótlega svo það má alls ekki bíða!“ Meira að segja óútskýranlegur krankleiki bílsins virtist ekki valda honum hugarangri. „Ef þeir finna ekkert að honum verð ég bara að selja hann og fá mér annan. Hann er orðinn gamall hvort sem er og þau eru fjandi skemmtileg sum nýju módelin sem eru að koma á markaðinn. Ég var að heyra af nýjum BMW, með tólf sílindra vél; ég hefði ekkert á móti því að fá einn slíkan!" Ég verð að viðurkenna það að ég fylltist aðdáun á manninum. Ein- hvern tímann var mér sagt að í 14-2 leiknum fræga í Kaupmanna- höfn hefði staðan verið 7-0 þegar Islendingar skoruðu fyrra mark sitt og þá hefði markaskorarinn komið hlaupandi á móti fagnandi sam- herjum sínum og orgað: „Jafna strákar, jafna.“ Þrátt fyrir allt er ekki hægt annað en dást að svona bjartsýni. Úr ritvéiinní Ólafur B. Guðnason Niðurstaða skoðanakannana þarf því engum að koma á óvart. Islendingar eru ólæknandi bjart- sýnismenn og kunningi minn var og er dæmigerður íslendingur. Þegar hann fékkst loksins til þess að segja mér frá raunum sínum (og það var honum þvert um geð, „það svekkir mig bara að hugsa um það“ sagði hann) kom það berlega í ljós að það sem ætlaði að verða honum til bjargar í mótlætinu hafði orðið honum til falls meðan betur gekk. Hann hafði byrjað eins og allir með því að kaupa litla íbúð í kjall- ara og hafði með ósérhlífni, vinnu- semi og braski náð að koma sér upp þægilegu einbýlishúsi um þrítugt. Þá komst hann að því að launa- vinna og minniháttar skattsvik hentuðu ekki hans hæfileikum, heldur þyrfti hann meira olnboga- rými. Það ætlaði hann að finna í rekstri eigin fyrirtækis. Hann keypti vélar til framleiðsl- unnar en það var aldrei alveg ljóst hvað það var sem átti að framleiða. Síðan tók hann verksmiðjuhús- næði á leigu til fjölda ára en þegar vélarnar reyndust ónýtar varð hann að framleigja það fyrir lægra verð en hann greiddi sjálfur. Mis- muninn greiddi hann með því að selja húsið og fara í minna húsnæði með fjölskylduna, „enda var konan að verða vitlaus á skúringunum". Síðan varð hann sér úti um umboð fyrir gjafavörur ýmsar en lenti í vandræðum með að leysa þær út úr tolli og fékk lán hjá okrara til þess að lokum. Þá kom í ljós að enginn var fáanlegur til að kaupa innflutninginn, ekki einu sinni til að gefa óvinum sínum. Og loks varð hann gjaldþrota með glans. Ég spurði hann hvort hann hefði ekki lært eitthvað af óförunum og hann jánkaði því: „Það er ekkert hægt að græða á framleiðslu og' maður græðir heldur ekkert á inn- flutningi, nema þá á brennivíni. Ef ég ætti pening til þess að byrja upp á nýtt myndi ég setja hann allan í okrið, það er þar sem pen- ingarnir eru!“ Ég starði á manninn og var gátt- aður. Hann hafði átt dálitlar eignir en selt þær allar og fest féð í skýja- borgum og síðan hafði hann veð- sett skýjaborgirnir og farið á haus- inn. Hann var eins blásnauður og alklæddur maður getur orðið. En hans æðsti draumur var að komast yfir íjármuni til þess að komast í okrið! Þegar við skildumst sló hann mig fyrir andvirði getraunaseðils. „Það má engu tækifæri sleppa,“ sagði hann, „það verður risapottur næst.“ Þetta er ódrepandi bjartsýni. En mér sýnist möguleikar hans til að ná sér upp vera þeir sömu og messa- gutta eins á íslenskum fragtara sem kom til Gautaborgar og fór með skipsfélögum sínum á búllu. Þar fylltist hann þjóðarrembingi við fyrstu kollu og sagði álit sitt á Svíum og öðrum útlendingum umbúðalaust með þeim afleiðing- um að sautján sænskir fantar tóku að stíga trylltan dans á brjósti hans. Félagar hans horfðu áhuga- samir á en létu sér ekki detta í hug að hjálpa honum. Síðast heyrðist til hans undan hrúgunni: „Strákar! Takið þá ofan af mér áður en ég fæ æði!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.