Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Blaðsíða 42
42 DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. VERÐANDITITILHAFAR — Skákmenn undir tvítugu ef stir á mótum innaniands Islendingar skara fram úr á flestum sviðum, eins og allir vita, einkum ef miðað er viö fólksfjölda. A súiuriti sem Einar S. Einarsson, ritari Norræna skáksambandsins, hefur gert, er sýnd- ur skákstyrkleiki þjóða mœldur í fjölda alþjóðlegra titilhafa. Ein súian teygir þar hálsinn langt fram yfir aðrar og það er súla Islendinga. Miöa þurfti við eina milljón ibúa svo stórveldin Bandaríkin og Sovétríkin kæmust á blað en miðað við sama f jölda eiga Is- lendingar 42,2 alþjóðlega titilhafa i skák. Og svo viröist sem við Islending- ar þurfum heldur ekki að kviöa fram- tíðinni. Skákmenn undir tvitugu hafa unnið hvern sigurinn á fætur öörum á skákmótum hér innanlands og þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða að fleiri bætist í hóp titilhafanna al- þjóölegu. Við skulum lita á úrslit nokk- urra móta. Fyrst ber að nefna Islandsmót kvenna sem lauk í liðinni viku. Þar varð hlutskörpust 13 ára stúlka, Guð- friður Lilja Grétarsdóttir, sem þar meö varð yngsti Islandsmeistari kvenna frá upphafi. Guðfriður Lilja hefur unn- ið til verðlauna í Skákskólanum og hún mætir á unglingaæfingar i Taflfélagi Reykjavikur milli þess sem hún teflir viö bræður sina, Helga og Andra Ass. Hún hlaut 5 v. en í 2. sæti varð Guðný H. Karlsdóttir með 31/2 v. og Jóhanna Guðjónsdóttir varð þriðja meö 2 1/2 v. Guðný er 14 ára og Jóhanna 13 ára. Berglind Steinsdóttir hlaut 2 v. og 4. sæti og Margrét Agústsdóttir og Indí- ana Olafsdóttir hlutu 1 v. og 5.-6. sæti. Bróðir Lilju, Andri Ass Grétarsson, stóð einnig í ströngu á dögunum er hann mætti Davið Olafssyni í einvigi um titilinn „Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1985”. Fyrir síðustu skák- ina var staðan jöfn 1,5—1,5 en þá mátti Andri lúta í lægra haldi eftir æsispenn- andi skák. Davíð Olafsson var þar með orðinn skákmeistari TR, aðeins 16 ára gamall. Hann varð unglingameistari Islands í fyrra en mátti nú sjá á eftir þeim titli í hendur Þresti Þórhallssyni, eins og áður er getið i DV. Tómas í landsliðsflokk I áskorendaflokki á Skákþingi Is- lands um páskana varð Hrafn Loftsson efstur og vann sér rétt til þátttöku í landsliðsflokki að ári. Annað sætið á mótinu gaf einnig þennan rétt en svo hart var um það barist að á endanum urðu sjö skákmenn jafnir. Þeir urðu að tefla til úrslita og varð niðurstaðan þessi: 1. Tómas Bjömsson 5 v. 2. -3. Jóhannes Ágústsson og Hannes Hlífar Stefánsson 4 v. 4. Jón Þ. Þór 3 v. 5. Ogmundur Kristinsson 21/2 v. 6. Guömundur Gislason 2 v. 7. Jón Þ. Bergþórsson 1/2 v. Tómas hreppti þar með sætið eftir- sótta og landsliðsflokksréttindi. Hann er svo sem enginn nýgræðingur í fag- inu. M.a. margfaldur Norðurlanda- meistari með sveit Hvassaleitisskóla og nú stundar hann nám í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Hann gerði jafn- tefli við Hannes Hiífar og ögmund en vann aðrar skákir. Skák hans viö Jó- hannes í síðustu umferð var úrslita- skák. Jóhannes missti mann og tapaöi bæði skákinni og efsta sætinu. Annars spillti keppninni að Jón Þ. Bergþórsson hætti eftir þrjár umferð- ir. Þá var hann búinn að tefla helming skáka sinna svo jafntefli hans við Hannes Hlífar var ekki strikaö út. Þaö er ávallt hvimleitt ef keppandi hættir í miðju móti, einkum ef eina ástæöan er óánægja með eigin frammistöðu. Sá sem gefst upp við minnsta mótlæti verður aldrei góður skákmaöur. Hér er f jörug skák sigurvegarans úr mótinu. Hvitt: Tómas Björnsson Svart: Guðmundur Gíslason Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. Dg4 c5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 Dc7 8. Rf3(?) Hvers vegna svartur svarar ekki með 8. —cxd4 er ekki ljóst. Annaðhvort leikur hvítur 8. Dxg7 sem jafnan leiðir til mikilla sviptinga eða Rf3 án þess að leika drottningunni til g4. Hvort tveggja í einu virðist bjartsýni. 8. —Rbc6 (?) 9. Bd2 0-0 10. Bd3 f5 11. exf6Hxf6 12. Dh5 g6 I svipuðum stöðum er 12. —h6 rétti leikurinn en nú er drottningin svarta komin úr borðinu og hvítur léki 13. De8+ Hf8 14. Bh7+! Kxh7 15. Dxf8 og vinnur skiptamun. Svartur verður því að leika g-peðinu en þar með veikir hann svörtu reitina í kóngsstöðunni. 13. Dh4 Hf8 14. 0-0 Rf5 15. Bxf5 Hxf5 16. Hfel Dg717. Habl Hvítur hefur náð betri stöðu eftir byrjunina. Biskup svarts er lokaður inni af peðunum og hann á eftir aö koma drottningarhróknum í leikinn. Hvítur á vald á svörtu reitunum á mið- borðinu og biskupinn gæti orðið mjög sterkur. I ljósi þessa gerir svartur til- raun til þess að hleypa taflinu upp. 17. —cxd4 18. cxd4 Hxf3?! 19. gxf3 Rxd4 20. Kg2 Að öðru jöfnu mætti svartur nú vel við una. En fléttan leysti ekki liðskip- unarvandamálin. An hróksins og biskupsins kemst hann ekki mikið áleiðis. 20. —Rf5 21. Dd8+ Df8 22. Dg5 b6 23. Bb4 De8 24. Df6! Svörtu reitirnir eru enn berskjaldað- ir. Nú er hótunin 25. Bc3 o.s.frv. abcdefgh 24.—d425. He5!a5 örugglega ekki leikið með glöðu geði en 25. —Bd7 strandar á snoturrifléttu: 26. Hxf5! exf5 (26. —gxf5 27. Hgl og Skák Jón L. Ámason vinnur) 27. Hel og síðan He7 og vinnur. 26. Bd2 Ha7 27. Hxb6 Hf7 28. Dg5 h6 29. Dg4 Ekki 29. Dxg6+?? Hg7 og vinnur. Svartur hefur bægt máthættunni frá en hvítu hrókarnir búa sig undir innrás. Helsta von svarts er yfirvofandi tíma- hrak. 29. —g5 30. f4 Bb7+ 31. Kfl Da4 32. Hexe6 Dxc2 33. De2 d3 34. Hg6+ Kh7 35. De8 Ddl+ 36. Bel De2+ Eftir drottningakaupin tapar svart- ur en annars verður hann mát. Tilraun til að ná þráskák meö 36. — Bg2+ gengur ekkivegna37. Kgl! 37. Dxe2 dxe2+ 38. Kxe2 gxf4 39. Bxa5 Í3+ 40. Kd2 Hd7+ 41. Kcl Be4 42. Bc3 Hd3 43. Kb2 Hdl 44. Hge6 Og svartur gafst upp. Gamla góða kóngsbragðið Áhorfendum á Reykjavíkurskák- mótinu síðasta fannst oftar en einu sinni lítið koma til taflmennsku heims- meistarans fyrrverandi, Boris Spassky. Hann var latur og samdi meira að segja um jafntefli eftir fáa leiki í úrslitaskákinni við Larsen sem hann varð nauösynlega að vinna. Suður braut gullvæga reglu og fékk sína ref singu Hart er nú barist um efstu sætin í meistarakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og þegar þetta er skrif- að háðu tvær efstu sveitirnar baráttu um toppsætið - sveit Delta og Ólafs Lárussonar. í hálfleik átti sveit Delta 15 impa til góða og komu þeir allir í eftirfar- andi „slöngu“: Austur gefur/n-s á hættu. Nordur + KD1087632 V K6 O K93 + - ÁUýTUR * 954 ^ D1092 0 64 * ÁG107 SUÐUR *Á 7 O 1082 + KD986542 í lokaða salnum sátu n-s Hermann og Ólafur Lárussynir en a-v Guð- mundur Hermannsson og Björn Eysteinsson. Sagnirnar gengu þann- ig: Austur Suður Vestur Norður pass 3L 3H 3S 4H 5L pass pass dobl pass pass pass Sagnir tóku eðlilega stefnu í upp- hafi þar til suður braut gullvæga reglu í sambandi við hindrunarsagn- ir. Vestur hitti ekki á tígulútspilið óg suður slapp með þrjá niður. Það voru samt 800 til a-v og góð skipti fyrir hjartageimið. í opna salnum sátu n-s Þorlákur Jónsson og Þórarinn Sigþórsson en a-v Sigurður Sigurjónsson og Júlíus. Þórarinn sá aldrei ástæðu til þess að minnast á lauflitinn og uppskeran varmikil. Austur Suður Vestur Norður pass pass 1H 4S 5H 5S 6H dobl pass pass pass Vörnin hirti sina upplögðu þrjá slagi og uppskar 300. Sveit Delta græddi því samtals 1100 á spilinu eða 15 impa. Bridgesamband íslands Stofnanakeppni Bridgesam- bandsins/Bridgefélags Reykja- víkur 1985: Sveit ríkisspítala A (karlar) varð sigurvegari í stofnanakeppni BSÍ/BR 1985. Hún hlaut 172 stig úr 9 leikjum (19,1 stig að meðaltali úr leik). Sveit- ina skipuðu Sigurður B. Þorsteins- son, ármaður, aðrir Hrólfur Hjalta- son, Karl Logason, Runólfur Pálsson ogSigurjón Helgason. í öðru sæti lenti svo sveit Suður- landsvideó (Selfossi): Kristján Blöndal, Kristján Már Gunnarsson, Sverrir Kristinsson og Valgarð Blöndal. I þriðja sæti varð sveit ISAL-skrif- stofa: Bjarnar Ingimarsson, Bragi Erlendsson, Hannes R. Jónsson, Jakob R. Möller, Ragnar Halldórs- son og Þórarinn Sófusson. Röð efstu sveita varð þessi: 1. sveit ríkisspítala A-karlar, 172 stig 2. -4. sveit Suðurlandsvideó hf., 159 stig 2.-4. sveit ÍSAL-skrifstofa, 159 stig 2.-4. sveit Landsbankans, 159 stig 5. sveit Barkar hf., Hafnarfirði, 158 stig 6. sveit ÍSTAKS, 154 stig 7. sveit ÍSAL-flutningadeild, 153 stig 8. sveit SÍS-sjávarafurðadeild, 149 stig 9. sveit Flugleiða B. Keflavík, 143 stig 10.-11. sveit ISAL-kersmiöja, 141 stig 10.-11. sveit SÍS-búvörudeild, 141 stig 12. sveit Hönnunar hf., 138 stig Alls tóku 28 sveitir þátt í stofnana- keppni 1985. Bridgesamband íslands og Bridgefélag Reykjavíkur þakka aðilum stuðninginn um leið og sigur- vegurum er óskað til hamingju. Bridge Stefán Guðjohnsen Röð annarra sveita í stofnana- keppni 1985: 13. SÍS-verslunardeild, 137 stig 14. ÍSAL-kerskáli, 132 stig 15. ÍSAL-vélaverkstæði, 131 stig 16. Vegagerð ríkisins, 129 stig 17. Útvegsbankinn, 129 stig 18. Bifreiðastöð Reykjavíkur, 128 stig 19. Flugleiðir-Reykjavík, 127 stig 20. Landsvirkjun, 127 stig 21. Iðnaðarbankinn, 125 stig 22. Félag bókagerðarmanna, 123 stig 23. Ríkisspítalar B., 122 stig 24. Skýrsluvélar ríkisins, 120 stig 25. Nýja sendibílastöðin hf., 116 stig 26. Lögmannafélag íslands, 116 stig 27. Gutenberg-ríkisprentsmiðja, 103 stig 28. Ríkisspítalar C (konur), 70 stig Alls voru spilaðar 9 umferðir x 8 spila leikir eftir Monrad-fyrirkomu- lagi, 3 umferðir á kvöldi, dagana 11/11-13/11 í Domus Medica og Hreyfli. Keppnisstjóri var Hermann Lárusson en undirbúning og fram- kvæmd annaðist Ólafur Lárusson. Frá Bridgedeild Skagfirðinga, Rvk Eftir 10 umferðir af 13 í aðalsveita- keppni deildarinnar er að færast mikið fjör í leikinn. Þrjár sveitir berjast um sigurverðlaunin. Staða efstu sveita er þessi: 1. sveit Björns Hermannssonar, 200 stig 2. sveit Magnúsar Torfasonar, 194 stig 3. sveit Guðrúnar Hinriksdóttur, 171 stig 4. sveit Bernódusar Kristinss., 160 stig 5. sveit Gísla Tryggvasonar, 159 stig (og 2 leikir inni til góða) 6. sveit Sigurðar Ámundasonar, 155 stig 7. sveit Sigmars Jónssonar, 151 stig 8. sveit Hjálmars Pálssonar, 148 stig Opið hús: Úrslit sl. laugardag í opnu húsi að Borgartúni 18 urðu þessi: N/S: Ólöf Jónsdóttir-Gísli Hafliðason, 253 stig Eyjólfur Magnúss-Steingr. Þóriss, 238 stig Gylfí GísIason-ÓIi T. Guðjónsson, 229 stig Steingr. Jónass-Þorst. Geirsson, 225 stig Anton Sigurðss-Björn Árnason, 223 stig A/V: Albert Þorsteins-Sig. Emilsson, 250 stig Magnús Þorkelss-S. Hannesson, 238 stig Gísli Steingr.-Guðm. Thorsteinss, 237 stig Baldur Árnason-Sv. Sigurgeirs., 235 stig Karen Vilhjd-Þorv. Óskarss., 229 stig Spilamennska hefst kl. 13.30. Öllum er frjáls og heimil þátttaka. Frá Bridgefélagi Tálknfirðinga: Úrslit í tvímenningskeppni félags- ins urðu þau að Þórður Reimarsson og Ævar Jónasson sigruðu með miklu öryggi. Röð efstu para varð þessi: 1. Þórður Reimarsson- Ævar Jónasson 741 stig 2. Böðvar Hermannsson- Sigurður Skagfjörð (PatreksQ.), 681 stig 3. -4. Guðlaug Friðriksdóttir- Steinberg Ríkharðsson, 679 stig 5. Björn Sveinsson-Ólöf Ólafsd., 657 stig 6. Kristín Ársælsdóttir- Kristín Magnúsdóttir, 647 stig A mánudaginn hefsjt svo 3 kvölda hraðsveitakeppni. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Mánudaginn 18. nóvember var spiluð 3. umferð í hraðsveitakeppni félags- ins. Staða 8 efstu sveita er nú þannig: 1. Ragnar Þorsteinsson,1691 stig 2. Viðar Guðmundsson, 1581 stig 3. Daði Björnsson, 1577 stig 4. Ásgeir Bjarnason, 1570 stig 5. Sigurður ísaksson, 1564 stig 6. Ágústa Jónsdóttir, 1555 stig 7. Jóhann Guðbjartsson, 1523 stig 8. Arnór Ólafsson, 1513 stig Mánudaginn 25. nóvember verður spiluð 4. umferð. Spilað er í Síðumúla 25 og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Tafl-&bridge- klúbburinn Eftir tvö kvöld í aðalsveitakeppni TBK er fjórum umferðum lokið og er staðan sem hér segir: 1. sveit Gests Jónssonar, 87 stig 2. sveit Sigfúsar Sigurhjartar, 81 stig 3. sveit Hermanns Erlingssonar, 78 stig 4. sveit Þórðar Sigfússonar, 71 stig 5. sveit Björns Jónssonar, 68 stig Keppninni verður fram haldið nk. fimmtudagskvöld kl. 19.30 í Domus Medica. Keppnin verður eins og oft áður undir öruggri stjórn Antons Gunn- arssonar. Bridsfélag Breiðholts Eftir þrjár umferðir í butler- tvímenningi er staða efstu para þessi: A-riðill, 10 para: 1. Björn Halldórsson - Guðni Sigurbjarnarson, 44 stig 2. Leifur Karlsson - Pálmi Pétursson, 42 stig 3. Baldur Bjartmarsson- Gunnlaugur Guðjónsson, 38 stig B-riðill, 12 para: 1. Eiður Guðjohnsen- Inga Bernburg, 47 stig 2. -3. Bergur Ingimundarson Axel Lárusson, 40 stig 2.-3. Guðjón Jónsson - Gunnar Guðmundsson, 40 stig 4. Guðmundur Baldursson - Jóhann Stefánsson, 36 stig Næsta þriðjudag heldur keppnin áfram. Bridgedeild Húnvetninga Lokið er þremur umferðum af fimm i hraðsveitakeppni hjá deildinni, með þátttöku 15 sveita. Staða efstu sveita er þessi: Vestur *G V ÁG8543 O ÁDG75 + 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.