Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Side 1
Óánægja íHafnarfirði með „Reykjavíkurvaldið”:
Tollgæslan í Firöinum
í hendur Reykvíkinga
Tollverðir frá Reykjavík hafa
yfirtekið tollskoðun á skipum sem
koma til Hafnarfjarðar. Þessi
breyting tók gildi um áramótin og
hefur hún valdið furðu manna í
Hafnarfirði því að tollverðir frá
Hafnarfirði hafa séð um tollskoðun
á skipum sem koma þangað og til
Straumsvíkur.
„Það hefur lengi verið þyrnir í
augum valdsins í Reykjavík hvað
mikill uppgangur hefur verið í toll-
afgreiðslu í Hafnarfirði síðan Toll-
vörugeymslan tók til starfa," sagði
einn Hafnfirðingur í samtali við
DV í gær.
Hafnfirðingar, sem blaðamaður
ræddi við, eru ekki ánægðir með
það sem þeir kalla yfirgang toll-
gæslunnar í Reykjavík og segja að
tollgæslan hafi verið tekin úr
höndum þeirra með einhliða valdi.
Fjármálaráðuneytið hafi beitt sér
fyrir því að bæjarfógeti Hafnar-
fjarðar léti „ Reykjavíkurvaldinu“
eftir tollskoðun á skipunum.
„Þetta er aðeins fyrsta skrefið í
yfirtökunni," sagði einn Hafnfirð-
ingurinn.
„Þetta er aðeins hagræðing í
rekstri og sparnaður. Það er skipa-
vakt allan sólarhringinn í Reykja-
vík. Tveir til þrír menn á vakt.
Með því að senda þá til Hafnar-
fjarðar þarf ekki að kalla út menn
frá Hafnarfirði til að tollskoða
skip. Þessar breytingar hafa staðið
til lengi, eða eftir að veruleg aukn-
ing varð á afgreiðslu í Hafnar-
firði,“ sagði Sigurgeir Jónsson hjá
fjármálaráðuneytinu.
„Þetta er aðeins tilfærsla í störf-
um,“ sagði Kristinn Ólafsson, toll-
stjóri í Reykjavík, sem vildi ekki
tjá sig nánar um málið.
Hafnfirðingar, sem blaðamaður
DV ræddi við, eru ekki sammála
Sigurgeiri. Þeir segja að það séu
stór útgjöld að senda menn frá
Reykjavík til Hafnaríjarðar og
Straumsvíkur til að tollskoða. í
gær fóru t.d. þrír tollverðir frá
Reykjavík til að tollskoða togara í
Straumsvíkurhöfn. Hafnfirðingar
segja að þegar beðið hafi verið um
fjölgun manna í tollgæslu í Hafnar-
firði hafi það ekki verið hægt.
„Þetta er ekkert annað en vald-
níðsla. Hafnfirðingar þurftu ekki á
neinni aðstoð frá valdinu í Reykja-
vík að halda,“ sagði Hafnfirðingur
einn um þetta mál sem mikið er
rætt um í Firðinum þessa daga.
- sos
—sjá einnigbls.5
Á röntgendeild Landspítalans „fer ástandið að verða bölvað" eins og yfirlæknir deildarinnar segir í frétt inn í blað
inu. Átta röntgentæknar hættu þar störfum um áramót vegna launamismunar. Sjá frétt á bls. 2. DV-mynd: KAE
titríngur
hjá okkur”
- segir Finnur Ingotfsson
„Ég finn ekki fyrir þessum tauga-
titringi í okkar herbúðum. Hins
vegar er ljóst að áframhald
stjórnarsamstarfsins á eftir að
ráðast mikið af því hvernig til
tekst i kjarasamningunum næstu
vikurnar. Ég tel að það sé ekki
þrýstingur að ljúka þessu stjórn-
arsamstarfi núna. Þeim mark-
miðum sem ríkisstjórnin setti sér
hefur ekki verið náð eins og t.d.
að koma verðbólgunni niður,"
sagði Finnur Ingólfsson, formað-
ur Sambands ungra framsóknar-
manna.
„Óánægja framsóknarmanna er
ekki meiri nú en endranær. Ég
hef heyrt að margir séu óánægðir
með vinnubrögð Sverrirs Her-
mannssonar í sambandi við
Lánasjóðinn. Það eru undarleg
vinnubrögð þó engin efist um
réttmæti þeirra.
' Aðalatriðið núna er hvernig
tekst til í kjarasamningunum. Ef
tekst að ná samkomulagi milli
ríkisvaldsins og aðila vinnu-
markaðarins á þessi stjórn eftir
að sitja út kjörtímabilið. En ef
það tekst ekki er hætta á ferð-
um,“ sagði Finnur Ingólfsson. APH
— Sjá einnig bls. 4
Víkingar Lesenda-
með 1 bréfí :
aðra I DV
hönd á leiddi til
íslands- : handtöku
bikarnum falsarans
— sjábls. 16-17 — sjá bls. 3 **IÉÉÍÉ^ÍÍÍÍÉÍIÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÉÉ^ÉÍÉÍÉÍÍÉÉÍÉÉIÍÉMÍÉÍ h
Ingvar B.
Friðleifsson
íDV-viétali
— sjábls. 11
M
Hvar er
hagstæðast
að tryggja?
— sjá bls. 6