Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Qupperneq 15
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ekki skortir hryllingssögur af raunum þess fólks sem nú er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Okur í neðan- jarðarhag- kerfinu Vei yður, hræsnarar Guðjón Guðmundsson skrifar: Þessi setning meistarans mikla kemur manni oft í hug þegar maður les um menn og máleftii í Morgun- blaðinu. Það virðist á stundum, sem þeim hermm er þar stýra pennum séu engin takmörk sett í ósvífninni. Hroðalegasta dæmið um þetta eru frásagnir þeirra Mbl-manna af at- burðunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins og málum tengd þeim á einn eða annan hátt. Nú síðast af þeim voðaverkum er framin voru á flug- völlunum í Róm og Vín.nýlega. Risa- fyrirsagnir og myndir og svo orða- flaumurinn eftir því. Mbl-menn hafa vart nógu sterk lýsingarorð yfir þessa hroðalegu glæpamenn er brytja niður saklaust fólk. Ekki er verið að hafa fyrir því að skýra það fyrir lesendum blaðsins hvers vegna þessir Palestínumenn eru í stríði við Israelsmenn. Hverjir eru þessir Palestínumenn, hvers vegna eru þeir dreifðir út um heiminn? Hvar bjó þetta fólk áður? Nei, þeir eru ekkert að hafa fyrir því að svara þessu og álíka spurningum þessir herrar. Við athæfi ísraels- manna er auðvitað ekkert að athuga, þeir eru bara að hefna sín þegar þeir eru að brytja Palestinumennina nið- ur í hundraðatali. Þannig er þeirra athæfi afgreitt. Það er búið að fara það hroðalega með palestínsku þjóð- ina að það verður ævarandi blettur á mannkyninu og þar bera Banda- ríkjamenn stærsta sök, þar eð þeir styðja Israela beint og óbeint á hverju sem gengur og gera þeim kleift að herja miskunnarlaust á þetta fólk. Hafa ekki þeir sem búið hafa við hernám ávallt reynt að berja á kúgurum sínum? Voru það ekki hetjur sem börðust við þýsku nasist- ana á hernumdu svæðunum? Eru það ekki hetjur sem nú berjast við rúss- nesku kommúnistana og leppa þeirra í Afganistan? Vitanlega, maður dáist kúgurum enda þótt við algert ofurefli sé að etja. Það er því ekkert annað en viðbjóðsleg hræsni þegar þeir Mbl-menn eru að fordæma Palest- ínumenn fyrir grimmdarverk en rétt- læta svo á sama tíma mörgum sinn- um hryllilegri hluti. Fara verður allt Við athæfi ísraelsmanna er auðvitað ekkert að athuga, þeir eru bara að hefna sín. að því fédæma hugrekki er þetta fólk sýnir í verki. Nákvæmlega sama er með Palest- ínumennina, þeir berjast gegn sínum aftur til þýsku nasistanna til að finna hliðstæður, slík er útrýmingarstefna ísraela í reynd gagnvart palestínsku þjóðinni. Páll Daníelsson skrifar: Það hefur verið fremur hljótt um Búseta upp á síðkastið. Það hefur hins vegár ekki skort hryllingssögur um raunir þess fólks sem nú er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ástandið er geigvænlegt og okur grasserarí neðanjarðarhagkerfinu. Skuldir kunningja míns hækkuðu um 30.000 krónur um mánaðamótin. Þó skuldar hann ekki „okrurum“. Hins vegar skuldar hann lífeyrissjóði o.fl. og áhöld um það hvað telst orðið okur. Látum vera þótt lífeyrissjóðslán séu verðtryggð. Annað væri óeðli- legt. En að krefjast allt að 5% vaxta umfram verðtryggingu er okur. Það er skiljanlegt að lífeyrissjóðirnir séu í erfiðri aðstöðu núna eftir allar gjafimar á umliðnum áratugum. Kynslóðin, sem rændi foreldra sína og veðsetti framtíð barnanna sinna, lætur ekki deigan síga. Nú eru það okurlán til þeirra sem eftir eiga að byggja. Ef þessir vesalingar, sem lúra á lífeyrissjóðunum, drattast ekki til að reikna út afturvirkar verðbætur hið snarasta, með aðstoð tölvutækni, og láta fólk greiða upp sín gömlu lán, þá versnar ástandið svo mikið að útilokað gæti orðið að útvega nægi- legt fjármagn til húsbygginga sem augljóslega þarf að stórauka á allra næstu árum. Það væri óskandi að tréhausar eins og Halldór Blöndal, Þorsteinn Páls- son o.fl. sæju sóma sinn í að hrinda þessu í framkvæmd í stað þess að streitast gegn fólkinu i Búseta - sem hefur þó fundið hagkvæma leið til lausnar húsnæðisvandanum. Búseti hyggst reisa íbúðarhúsnæði fyrir lánsfé frá hinu opinbera sem félagarnir endurgreiða á löngum tíma, í stað þess að stela helmingnum með verðbólgu. Byggingaverktakar gera tilboð í framkvæmdirnar og samkeppnin tryggir hagkvæmni í stað þess að einstaklingarnir séu að berjast í bökkum allt lífið (með félagslega hroðalegum afleiðingum). Fólk hefur tekið eftir hversu grun- samlega hljótt er um stjórnarskrár- frumvarpið á Alþingi. Auðvitað þora þessi smámenni, sem þar hafa grafið um sig, ekki fyrir sitt litla líf að hreyfa við því enda fjórflokkurinn að falli kominn. Sem betur fer eru þó nokkrir þingmenn þama sem virðast hugsa vitrænt. Afturvirkar verðbætur inn í stjórn- arskrárfrumvarpið og í gegn með það. Kosningar í mars og þá kjósi . fólk Bandalag jafnaðarmanna. Ekk- ert nema ömggur meirihluti á Al- þingi getur tryggt BJ svigrúm til að hrinda í framkvæmd þeim breyting- um sem þurfa að eiga sér stað. Ég vil ekki trúa því að íslendingar séu svo skyni skroppnir að þeir kjósi áfram gömlu flokksdruslurnar sem eru svo langt komnar með þessa þjóð á kaf í skuldafenið, með áberandi fávitalegum lagasetningum á síðast- liðnum árum. Nú er komið að nýja tímanum. Toppþjónusta Árdís skrifar: Ég vil með þessum línum koma á framfæri þakklæti til starfsfólks verslunarinnar Sautján í Reykjavík fyrir frábæra þjónustu. Þannig er að ég bý á Akureyri og skrapp í dagsferð til höfuðborgarinn- ar fyrir nokkrum dögum. Þar keypti ég mér dragt í versluninni Sautján (17) eftir margar mátanir sem kost- uðu starfsfólkið ótal snúninga. Af- greiðsludömumar vom áberandi liprar og líflegar. Þegar heim var komið að kvöldi dags reyndist jakkinn vera gallaður svo að ég varð með einhverju móti að fá gert við hann eða fá nýjan. Ég hringdi í verslunina daginn eftir og varð það úr að ég skyldi senda jakk- ann til þeirra. Ég gerði það og tæpum sólarhring seinna var ég búin að fá nýjan jakka í hendumar. Bestu þakkir fyrir toppþjónustu. sBSaSSwSlBWfi innritunardagur erá morgun. Æ Barna- dansar THOMAS STAUDT Samkvæmis dansar kennir jazzballettog discodansa. Stórkostlegur dansari. Þýskalandsmeistari 1984 og 1985 í diskódansi. Freestyle Einka timar Innritun daglega í símum 20345, 74444 og 38126 kl. 13 til 18. Kennsla Keflavík Suðurnes sími 8249

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.