Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Qupperneq 2
2 -Fréttaliós- DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. Höfuðmarkmiðið með kröfum Alþýðusambandsins er að á árinu 1986 verði endurheimtur kaupmátt- ur ársins 1983 og að sá kaupmáttur verði tryggður. Sú kaupmáttar- aukning þarf að vera 8 prósent. Þessi krafa þýðir þó ekki að allir eigi að fá 8 prósenta kaupmáttar- aukningu á sín laun. Kröfugerðin gengur aðeins út á það að taxtalaun nái þessari kaupmáttaraukningu. Kröfugerð ASÍ gerir ráð fyrir að þessari kaupmáttaraukningu verði náð með þrenns konar aðferðum. I fyrsta lagi með almennum launa- hækkunum, í öðru lagi með niður- fellingu lægstu taxtanna og að lokum með uppstokkun á launa- kerfinu. Almennar launahækkanir Alþýðusambandið reiknar með því að á þessu ári verði verðbólgan um 30 prósent. Gert er ráð fyrir því að á árinu komi til almennra pró- sentuhækkana fjórum sinnum á árinu. Fyrst hækka taxtar um 10 prósent 15. janúar og síðan um 7 prósent 1. maí, 1. ágúst og 1. nóv- ember. Ef þessar hækkanir eru lagðar saman gefa þær um 35 pró- sent 'nækkun á árinu. Með það í huga að verðbólga verði um 30 prósent gera þessar hækkanir ekki meira en að halda í horfinu. Enda kemur fram að þessar hækkanir nái því að halda kaupmætti ársins 1985 áþessu ári. Fjórir lægstu taxtar felldir nið- ur Þá er gert ráð fyrir að fjórir lægstu taxtarnir verði felldir niður. Lægsti taxtinn samkvæmt þvf, og eftir að 10 prósent hækkunin hefur tekið gildi, verður því 20 þúsund krónur. Þessi krafa gefur þeim sem eru á lægsta taxta 10 prósent við- bótarhækkun miðað við hinar al- mennu launahækkanir. Kaupmátt- araukning hjá þessum launþegum verður alit að 10 prósent miðað við kaupmátt ársins 1983. Nýtt launakerfi í kröfugerð ASf er síðan gert ráð fyrir að launakerfinu verði breytt allverulega. Lægstu launin eftir 15. febrúar verða, eins og áður segir, 20 þúsund krónur og hæsta þrep.í fimm ára taxta verður rúmlega 30 þúsund á mánuði. Samkvæmt þessu launakerfi verður munurinn á lægsta taxta og þeim hæsta í fyrsta þrepi rúmlega 21 prósent. Nú er þessi munur 15 prósent. Hér er því um 5 til 6 prósent launahækkun að ræða. Þetta nýja launakerfi verður byggt þannig upp að 4 prósenta munur verður á milli launaflokka og aldursþrepa. Þó verður tvöfalt bil á milli 1. árs taxta og 2. árs taxta. Þannig hækka þeir í lægstu töxtunum mest. Þá er gert ráð fyrir því að á vett- vangi sambanda og félaga verði samið um viðmiðunarreglur vegna nýs launakerfis. Jafnframt verði samið um að ef slíkir samningar nást ekki fyrir 1. ágúst skuli tveir lægstu launaflokkar viðkomandi sambands eða félags falla niður frá þeim degi. Stefnt er að því að taxtar verði í samræmi við raunverulega greitt kaup. Hugsunin á bak við það er að koma launaskriðinu inn í taxta. Ljóst er að enn eru lausir endar í þessari kröfugerð. En höfuðmark- miðið er að endurheimta kaupmátt ársins 1983 og að sá kaupmáttur verði tryggður, Þeir sem eru þegar yfirborgaðir geta ekki búist við því að laun þeirra hækki sem þessu nemur því fyrst og fremst er verið að hugsa um að samræma yfir- borganir og taxta og að taxtarnir hækki þannig að um 8 prósent kaupmáttaraukningu verði að ræða. Rauð strik Lagt er til að svokölluð rauð strik verði í þessum samningum. Samn- ingsaðilar og stjórnvöld eiga að leggjast á eitt um að halda verðlags- þróun innan tiltekinna marka. Takist það ekki verður kaupmáttur varinn með sérstökum hækkunum. Ef hækkun verðlags fer fram úr þessari viðmiðun tvö skipti í röð er hægt að segja upp samningum með mánaðar fyrirvara. Fyrsta viðmið- unin verður 1. apríl og síðan á þriggja mánaða fresti. Enn er óljóst hvernig stjórnvöld koma inn í þessa samninga. Búast má við að þau séu tilbúin til að lofa aðhaldi í verðlagsmálum. Óraunhæfar kröfur Vinnuveitendur eru ekki hrifnir af þessari kröfugerð eins og við var að búast. Þeir benda m.a. á að ASÍ geri ráð fyrir aðeins 24 prósent gengissigi. Það sé óraunhæft því kröfugerðin feli í sér 40 til 50 pró- sent launahækkanir á árinu í út- ílutningsgreinunum. Það hafi hins vegar í för með sér að búast má við að gengissig verði 35 til 40 prósent á þessu ári. Það hafi aftur í för með sér að verðbólgan á árin gæti hæg- lega orðið 45 til 60 prósent! Þeir benda á að þetta sé ekki glæsilegt og muni auka erfiðleika útflutn- ingsgreinanna enn meira. Þeir segja jafnvel að með þessari kröfu- gerð séu launþegar að semja undan sér störfin. Launþegahreyfingin segir hins vegar að hún sé ekki að óska eftir aukinni verðbólgu og sé tilbúin til allra umræðna sem gætu haldið niðri verðbólgunni. Þar gætu stjórnvöld komið til sögunnar. Samningaviðræður eru rétt að hefjast og litlar líkur virðast vera á því að aðilar fallist í faðma á næstunni. Ef samningar dragast á langinn vita launþegar að kaup- mátturinn rýrnar jafnt og þétt á meðan. BSRB hefur t.d. lagt til að samningum verði hraðað eins og unnt er til að sporna við frekari kaupmáttarrýrnun. En eins og mál standa núna virðast samningar ekki vera í sjónmáli á næstu dögum. APH Þessir menn eiga eftir að hittast á næstu vikum og reyna að komast að samkomulagi. Þessa stundina bendir allt til þess að þeir eigi eftir að funda lengi áður en þeir takast í hendur. Margt eriendra bridgemeistara á Bridgehátíð 1986 í kvöld hefst á Hótel Loftleiðum Bridgehátíð 1986 sem er orðin árviss viðburður í bridgeheiminum. Það eru Flugleiðir, Bridgesam- band íslands og Bridgefélag Reykjavíkur sem standa fyrir hátíð- inni og að venju eru margir heims- þekktir bridgemeistarar á meðal þátttakenda. Bridgehátið er tvískipt: Fyrst er 44 para tvímenningskeppni sem stendur yfir í kvöld og frá kl. 10 til 18 á laugardaginn. Síðan hefst Flugleiðamótið kl. 13 á sunnudag, opin sveitakeppni með Monrad- sniði. Bridgehátíð lýkur síðan á mánudaginn en þann dag hefst keppni kl. 16.30. Erlendu gestirnir að þessu sinni eru Zia Mahmood og Barry Myers frá Bretlandi en þeir komu líka í fyrra þótt þeir væru ekki makkerar þá. Zia er einn af frægustu spilurum heimsins og þykir afburðasnjall í rúbertubridge. Sveitarfélagar þeirra verða Svíamir Per Olof Sundelin og Sven Olov Flodquist. Þeir koma nú í fyrsta sinn á Bridge- hátíð en þeir eru eitt þekktasta par á Norðurlöndum og hafa m.a. orðið Evrópumeistarar í sveitakeppni. Frá Bandaríkjunum koma Eric Rodwell og Marty Bergen en sá fyrrnefndi er fyrrverandi heims- meistari. Sveitarfélagar þeirra eru frá Kanada og ekki af verri endan- um. Þeir eru George Mittelman og Alan Graves en sá fyrrnefndi er heimsmeistari í tvenndarkeppni. Þeir Rondwell og Mittelman hafa komið hér áður. Frá Danmörku koma Blakset- bræður, kunnir landsliðsmenn, en sveitarfélagar þeirra verða Steen Schou og Sævar Þorbjömsson. Ennfremur kom frá Bandaríkjun- um Einar Guðjohnsen, sem spila mun á móti Guðmundi Péturssyni, og tveir aðrir Bandaríkjamenn, Massimilla og Polowan. Átta þúsund dollarar verða veittir í verðlaun, fimm þúsund fyrir tví- menningskeppnina og þrjú þúsund fyrir sveitakeppnina. Að lokum fer hér á eftir listi yfir keppendur í tvímenningskeppninni: (Töfluröð): 1. Per Olov Sundelin Sven Olaf Flodquist, Svíþjóð 2. • Lars Blakset Knut Blakset, Danmörku 3. Jón Páll Sigurjónsson Sigfús Ö. Arnason, TBK 4. Ragnar Björnsson- Sævin Bjarnason, Kópavogi 5. AllanGraves- George Mittelmann, Kanada 6. Páll H . Jónsson - Þórarinn B. Jónsson, Akureyri 7. Michael Massimilla- Michael Polowan, USA 8. Guðni Þorsteinsson- Sigurður B. Þorsteinsson, BR 9. Arnar Geir Hinriksson Einar Valur Kristjánss., ísaf. 10. Ólafur Ágústsson- Pétur Guðjónsson, Akureyri 11. Aðalsteinn Jónsson- Kristján Kristjánsson, Eskif./Reyðarf. 12. Guðmundur Pálsson Pálmi Kristmannss., Egilsst. 13. Aðalsteinn Jörgensen Valur Sigurðsson, BR 14. Steinberg ltíkharðsson Tryggvi Bjarnason, Tálknaf./ Patreksf. 15. Jakob R. Möller- Jaquie McGreal, BR USA 16. Magnús Torfason Gísli Torfason, Keflavík 17. Esther Jakobsdóttir Valgerður Kristjónsdóttir, BR 18. HörðurBlöndal Grettir Frímannss., Akureyri 19. Zia Mahmood- Barry Myers, Bretlandi 20. Þórarinn Sigþórsson- Þorlákur Jónsson, BR 21. Stefán Guðjohnsen- Þórir Sigurðsson, BR 22. Hermann Lárusson Ólafur Lárusson, BR 23. Hannes R. Jónsson- llagnar Halldórsson, BR 24. Einar Guðjohnsen Guðmundur Péturss., USA/BR 25. Kristján Blöndal - Kristján Már Gunnarsson, BR/Self. 26. Vilhjálmur Sigurðsson Þráinn Sigurðsson, Kóp./Akranesi 27. Sigfús Þórðarson Vilhjálmur Þ. Pálsson, Self. 28. llúnar Magnússon Stefán Pálsson, BR 29. Björn Eysteinsson- Guðmundur Sv. Hermanns- son,BR 30. Guðlaugur R. Jóhannsson- Örn Arnþórsson, BR 31. Hrólfur Hjaltason- Oddur Hjaltason, BR 32. Hörður Arnþórsson- Jón Hjaltason, BR 33. RagnarMagnússon- Valgarð Blöndal, BR 34. Jakob Kristinsson Júlíus Sigurjónsson, BR 35. Jón Baldursson Sigurður Sverrisson, BR 36. Jón Þorvarðarson- Þórir Sigursteinsson, BR 37. Hallgrímur Hallgrímsson Sigmundur Stefánsson, BR 38. Steen Schou Sævar Þorbjörnsson, Danmörku 39. ÁsmundurPálsson Karl Sigurhjartarson, BR 40. Jón Ásbjörnsson- Símon Símonarson, BR 41. Karl Logason- Svavar Björnsson, BR 42. Magnús Ólafsson- Páll Valdimarsson, BR 43. Guðmundur Páll Arnarson Þorgeir P. Eyjólfsson, BR 44. Eric Rodwell Marty Bergen, USA Til vara: 1. JúlíusSnorrason Sigurður Sigurðsson 2. Björgvin Þorsteinsson Jón St. Gunnlaugsson Frá Bridgehátíð 1985. Sigurvegararnir, Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson, að spila við Zia (fyrir miðri mynd) og félaga hans, Hoffman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.