Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Síða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. Spurningin Finnst þér rétt að íslendingar hafi vopnaða víkingasveit á Keflavíkur- flugvelli? Bella Pétursdóttir afgreiðsludama: Já, ég held að þetta séu ósköp eðlileg viðbrögð, maður veit aldrei hvað getur gerst. Hugrún Óladóttir húsmóðir: Já, mér finnst eðlilegt að við séum með líka eins og hin Norðurlöndin. En ég væri ekkert hrædd þó ég væri að fljúga til eða frá landinu. Maður verður að taka því sem að höndum ber. Annars á ég nú síður von á hryðjuverkamönnum hér á landi. Þorkell Guðgeirsson vélstjóri: Já, það er gott ef hún hefur þau áhrif að ekkert gerist. En ég kviði engu þó ég væri á ferðinni um Keflavíkur- flugvöll. Vilhjálmur Siggeirsson viðskipta- fræðingur: Já, já, það er nú aldrei að vita hvað gerist en það má ekki láta þetta hafa of mikil áhrif á sig samt sem áður. Ragnhildur Ólafsdóttir húsmóðir: Ég veit ekki hvort þetta er eðlilegt, mér finnst þetta nú hálfóhugnanlegt. Ég held að það verði ekkert hér. Maður trúir því ekki. Ég myndi reyndar hugsa dálítið um þessi hryðjuverk ef ég væri að fljúga en það þýðir ekkert að vera smeykur. Ómar Allal frá Marokko: Ég er á móti þessum hryðjuverkamönnum en mér finnst eftir að hafa búið hér í 20 ár að hér sé alltaf friður. Það verður samt að passa landið. Hryðju- verkamenn gætu farið hér um á leið til annarra landa. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Farfuglaheimili ekki bústaður utangarðsfólks Ingi Þór Þorgrímsson starfsmað- urB.Í.F.skrifar: I baksíðufrétt DV föstudaginn 10. janúar sl. er fjallað um uppsögn yfirlæknis sjúkrahúss Siglufjarðar undir fyrirsögninni „Sjúkrahús eru ekki farfuglaheimili". Sem betur fer eru þessi ummæli sönn þar sem flestir gestir farfuglaheimila eru ungt, hraust og lífsglatt fólk. Því láni er þó ekki að fagna í því sem á eftir fylgir í greininni að ábyrgt og réttmætt orðaval sé viðhaft. Ekki er ætlun mín að fjalla um innanhússdeilur á sjúkrahúsi Siglufjarðar heldur þá fádæma fáfræði sem fram kemur í ummæl- um fyrrverandi yfirlæknis, Ásu Guðjónsdóttur, þar sem hún líkir farfuglaheimilum við „heimili fyrir flækinga sem lögreglan er í vand- ræðum með“. Ef læknirinn hefði einhvern tímann nýtt sér þjónustu farfuglaheimilanna eða komist í kynni við starfsemi Farfugla er víst að henni hefði ekki dottið í hug að láta hafa eftir sér svo fáránleg ummæli. Öll farfuglaheimili eru viðurkenndir gisti- og dvalarstaðir fyrir ferðafólk og þau gista þúsund- ir ferðafólks, aðallega ungs fólks, á hverju ári. Að sjálfsögðu eru þau undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda á hverjum stað, rétt eins og sjúkra- hús, og fá ekki að starfa nema aðbúnaður, hreinlæti og aðrir þættir, sem snerta starfsemina, séu í fullkomnu lagi. Dettur fólki í hug að t.d. heimavistarskólar, sem starfræktir eru sem farfuglaheimili á sumrin, séu „bæli utangarðs- fólks“ milli þess sem skólafólk er þar til vetrardvalar? Ég tel farfuglaheimilin og Far- fuglahreyfmguna á íslandi eiga inni opinbera afsökunarbeiðni frá aðstandendum nefndrar baksíðu- fréttar DV fyrir tilhæfulausan róg og dylgjur á hendur starfsemi far- fuglaheimila með, sjálfsagt van- hugsuðu, en í hæsta máta óviður- kvæmilegu orðavali í háttstemmd- um lýsingum á alls óskyldum að- stæðum. Sjúkrahús eru ekki farfuglaheim- ili því farfuglaheimili eru lykill ungs fólks að ódýrum ferðalögum og heilbrigðu tómstundastarfi auk þess að vera griðastaður þeirra sem vilja njóta þess að ferðast og kynn- ast landinu. Að lokum vil ég hér með bjóða Ásu Guðjónsdóttur og öðrum að- standendum nefndrar greinar að kynna sér farfuglaheimilin og býð þau velkomin á hvert það farfugla- heimili sem þau kynnu að viljá fá að skoða og kynnast starfseminni í. F.h. Bandalags íslenskra Far- fugla Ingi Þór Þorgrímsson, starfsmaður B.Í.F. Lag Mezzoforte, This is the Night, komst í fyrsta sæti á rás 2 og var á lista í 12 til 15 vikur. Er svindl á rás 2? Maria og Ingibjörg skrifa: Fyrr í vetur var æskulýðsball í Broadway. Þar var hljómsveit og tveir meðlimir Mezzoforte. Konan í hljómsveitinni sagði öllum, sem mættu á ballið, að hringja í vin- sældalista rásar 2 og biðja um This is the Night með því loforði að ef það kæmist í fyrsta sæti yrði haldið annað ball. Þetta kallast svindl. Lagið komst í fyrsta sæti strax eftir ballið og var á lista í 12 til 15 vikur. Hvað var svona mikið svindl á list- anum 9. janúar? Ég vil þakka þessum stelpum úr Breiðholti sem skrifuðu í DV þann 7. janúar sl. og sögðu að rás 2 væri einhæf. Það var sérstaklega gott dæmi um Herbert Guðmundsson. Platan hans er alveg einstök. Her- bert ég vil þakka þér fyrir mjög góða plötu. Það hefur lengi tíðkast að tendra ljós í kirkjugörðum um jólin. Þjófnaður í kirkjugarði M.S.skrifar: Ekki líður sá dagur að ekki komi eitthvað á óvart. Það var núna fyrir jól að móðir mín keypti nýjan raf- geymi til að tendra ljós á leiði í Gufuneskirkjugarði eins og gerist og gengur í kirkjugörðum fyrir jól. Það logaði vel á ljósunum öll jólin og fram yfir áramót. En viti menn: Er átti að sækja geyminn og ljósin var geymirinn horfinn. Það urðu allir hissa og enginn vissi neitt. Þetta finnst mér einum of mikið og ætla að vona að Guð blessi þann sem tók þetta. Týnt hálsmen Kona nokkur hringdi og bað okkur um að lýsa eftir hálsmeni sem hún týndi sl. mánudag og henni er mjög kært. Þetta er gyllt kúla, nokkuð stór, og hægt að opna hana. Inni í kúlunni var mynd af bömum konunnar. Hún fór með strætisvagni ofan úr Breið- holti og gekk niður Laugaveginn en tók ekki eftir því, fyrr en heim kom, að hún hafði týnt hálsmeninu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 73549. Rússneskar myndir fyrir skaup? Ein alveg bálreið skrifar: Kæra lesendasíða! Ég var að lesa DV þann 6. janúar sl. og rakst þá á grein um áramótaskaupið á lesenda- síðunni. Þessi Vörður kann örugg- lega ekki gott að meta. Þarna blótar hann skaupinu í sand og ösku og ofan á allt þá ræðst hann á Ladda. Þetta er eitt besta skaup í manna minnum. Hvernig smekk hefur mað- urinn eiginlega? Viltu fá rússneskar myndir fyrir skaup eða hvað? Ég veit ekki til þess að stjórn- málamennirnir séu svo heilagir að ekki megi gera grin að þeim eins og öðrum. Auk þess er þetta bara sak- laust grín. Og ef þú kannt ekki að sjá hlutina öðru vísi en í svartsýni þá myndi ég bara halda mig einhvers staðar annars staðar en fyrir framan sjónvarpið meðan skaupið stendur yfir. Þessi hugmynd, að taka svona lög úr Skonrokki, er mjög góð. Við t.d. tókum skaupið upp á spólu og sitjum enn allan daginn horfandi á skaupið og hlæjum okkur máttlaus. Og að ráðast á Ladda er ósvífni. -Hoppar eins og asni, segir þú. Hann og Sigurður voru einna bestir í ár. Ég verð bara að segja að Laddi er frábær. Sömuleiðis Sigurður. Aðrir skiluðu hlutverki sínu mjög vel og það er ekkert, nákvæmlega ekkert til að setja út á í þessu skaupi. Ég var t.d. að horfa á skaupið áðan og við skellihlæjum ennþá af svipnum á Ladda þegar hann er að fara að borða kjötsneiðina, gluggaþættin- um, Mannsa á Uppsölum, og orðinu spriklur. Eins þegar hann húkkar sér far á ruslahaugunum og ég gæti talið upp endalaust. Og ef þú hefur svona miklar áhyggjur af móðgun við stjórnmála- mennina þá get ég sagt þér það að það var viðtal við sjálfan Albert Guðmundsson og hann var hæstán- ægður með þetta. Og það hefði eng- inn birt þetta ef Steingrímur og Albert, hefðu ekki verið spurðir. Ég hvet alla til að láta heyra í sér og segja álit sitt á skaupinu. En þú, manni minn, held ég að ættir að fara að huga að því hvar þú ætlar að vera á næsta gamlárskvöldi. „Ég verð bara að segja að Laddi er frábær.“ Getur fólk aldrei verið ánægt með neitt? A.H.H.skrifar: Nú er mér nóg boðið! Ég var að lesa greinina sem Vörður skrifaði í Bréfritari vill meina að ekki hafi staðið til að niðurlægja Steingrím i áramótaskaupinu. lesendadálkinn mánudaginn 6. jan- úar og var hann þar að segja hvað áramótaskaupið hefði verið ósvífið. Getur fólk aldrei verið ánægt með neitt? Áramótaskaup er ekki nema einu sinni á ári og ég held að megi þá sletta ærlega úr klaufunum og gera grín að þessu og hinu. Ég myndi líka segja að þeir sem stóðu að skaupinu hefðu ekki ætlað að niðurlægja Albert og Steingrím heldur er þetta bara grín. Ég er viss um að þeir taka þessu sem gríni. En mér fannst áramótaskaupið óvenju gott og það besta hingað til. Sérstaklega fanns’t mér atriðið með Mick Jagger og David Bowie gott. Ég vil endilega að fólk láti heyra í sér ef það er sammála mér um skaup- ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.