Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: OÓNAS HARALDSSON og OSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Háarkröfur Hvað þýða launakröfur Alþýðusambandsins? Krafizt er tæplega 35 prósent launahækkana á árinu. Til viðbótar eru svo kröfur um taxtabreytingar, niður- fellingu á sumum lægstu töxtunum og aukið bil milli sumra annarra taxta. Út úr þessu fær Alþýðusamband- ið, að auka megi kaupmátt um átta prósent á árinu að meðaltali. Reiknað er í kröfugerðinni með 30 prósent verðbólgu á árinu og 24 prósent gengiðsigi. Er unnt að ná fram svo mikilli aukningu kaupmáttar eins og að- stæður eru í efnahagsmálum? Svarið er nei. Lítum á, hversu raunhæfar eða óraunhæfar þessar kröfur eru. Skiljanlegt er, að launþegaforingjar vilji bæta kjörin, sem hafa versnað síðan 1983. Ætlunin er að reyna að endurheimta kaupmátt þess árs. En nokkuð vannst á síðasta ári, ef litið er á kaupmátt launa en ekki bara horft á taxtana. Kjörin bötnuðu, þegar á heildina er litið. Þetta þýddi þó, að kaupmáttur kauptaxtanna stóð í stað á árinu. Þeir sem eitthvað bættu stöðu sína fengu launaskrið, yfirborganir umfram taxta. Það gerði gæfu- muninn. Ef reiknað er með, að helmingur launþega hafi notið góðs af launaskriði, hefur sá helmingur bætt kjör sín um 6-8 prósent árið 1985. Hinir ekkert. Þetta rennir stoðum undir þá kröfu, að bætt séu kjör ýmissa láglaunahópa, sem eftir sátu. Sjálfsagt er að reyna að vernda kaupmáttinn. Kröfur Alþýðusambandsins nú þýða 40-50 prósent kauphækkún í heild, þegar taxtatöflubreytingar leggj- ast við framangreind 35 prósent almennt. Enda er ekki öðruvísi unnt að reikna átta prósent aukningu kaup- máttar í 30 prósent verðólgu. Eru atvinnuvegir undir þetta búnir? Lítum á fiskvinnslu og annan útflutnings- atvinnurekstur. Sem stendur er halli á frystingu. Geng- isfellingu hefur verið frestað, sem-þýðir ekki, að hennar sé ekki þörf. Nú reiknar Alþýðusambandið með 24 prósent gengissigi árið í ár. Miðað við 40-50 prósent kauphækkanir þýðir það, að útflutningsatvinnurekstur- inn þyrfti að bera óbætta 20 prósent aukningu kostnað- ar. Hvað þýðir það? Það mundi að sjálfsögðu kalla á enn eina gengisfellingu umfram það, sem Alþýðusam- bandið reiknar með. Líklega yrði gengisfellingin að vera 10-15 prósentustigum meiri en 24 prósentin, eða 35-40 prósent. Allir sjá, að slíkri gengisfellingu mundi fylgja aukin verðbólga, sem því nemur. í stað 30 prósent verðbólgu er verið að kalla á 45 prósent verðbólgu í ár með þessari kröfugerð. Næði slíkt fram að ganga, yrði enn einu sinni hafið það ófremdarástand, sem lengi ríkti. Forystumenn á vinnumarkaði verða að hugsa sinn gang. Þetta má ekki gerast. Stjórnmálamenn allra flokka verða einnig að íhuga, hvar þeir geti haft áhrif til að bæta úr skák. Þeir sem ekki telja sig hagnast á kollsteypu um þessar mundir, ættu að ræða við samningamenn, hvort ekki fínnist aðrar leiðir til að bæta lífskjörin, því að þessi leið bætir þau ekki neitt. Samningamenn ættu að fá stuðning ríkisstjórnar til að finna lausnir. Bótin hlýtur þessu sinni að felast í því, að stefnt verði að raunverulegum bata lífskjara í stað gervihækkana á öllu, krónutölu kaups og verð- bólgu. En til þess þarf forystu ríkisvaldsins, forystu, sem það er hugsanlega ófært að veita um þessar mundir. Bili ríkisstjórnin líka gagnvart þessu verkefni, blasir kollsteypan við. Haukur Helgason. Frjálslyndi í framkvæmd Bjór Þegar fslendingar halda því fram að þeir séu ein frjálsasta þjóðin í víðri veröld ættu þeir að rifja upp frammistöðu Alþingis í bjórmálinu. Staðreyndin er nefnilega sú að frelsið í þessu landi er ótrúlega lítið á sumum sviðum og í ýmsum efnum jafnvel minna en í lögreglu- ríkjum þriðja heimsins. Hefurðu hugleitt að meginástæð- an fyrir því hve þetta frelsi virðist mikið á stundum kunni að vera sú að hér býr ein friðsamasta þjóð j arðkringlunnar? En einmitt þessi rótgróna friðar- ást hefur því miður oftlega orðið til þess að íslendingar láta kúga sig án þess að hafa hugmynd um þaðsjálfir. Fáránlegt bann Að banna afkomendum víking- anna að drekka áfengt öl og kom- ast upp með það hlýtur að teljast meginafrek Afengisvarnarráðs fram á þennan dag! Raunar hangir fleira á spýtunni: Nokkrir áhrifamiklir stúkukarlar i Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokki, að viðbættum fáeinum valdamiklum læknum og klerk- um. Þetta gerist þótt ollum sé ljóst að fyrir bjórbanninu finnst hvorki tangur né tetur af skynsamlegum rökum, hvorki lagalegum, læknis- fræðilegum né öðrum. Um rökin með bjórnum verður rækilega íjallað hér í blaðinu á næstu mánuðum í þvi skyni (von- andi!) að hrinda af stað nýrri þjóðarumræðu um bjórinn. Það fer vel á því að árið, sem nú er nýhafið, skuli vera ár heilbrigði því auk þess að vera mannrétt- indamál er bjórmálið fyrst og síð- ast heilbrigðismál! Lagaleg rök Sögulega séð var bjórinn áfengi víkinganna og, hvað sem ölást Eg- ils Skallagrímssonar leið, voru drykkjusiðir þeirra vafalaust mun skárri en okkar! Það var ekki fyrr en dönsk einok- un færði þjóðinni brennivínið og bjórinn varð undir að íslendingar tóku að skera sig úr fyrir of- drykkju. Að banna bjór nú til dags stenst ekki lagalega vegna þess að hann er aðeins ein margra áfengisteg- unda og áfengi er okkar lögskip- aði vímugjafi. Þegar þar að auki stór hluti þjóð- arinnar fær nógan bjór vegna þess að hann hefur betri aðgang að í biðstöðu „Ofanritaður er tilbúinn hvenær og hvar sem er að taka þátt í opinberum kappræðum við þá sem telja sig hafa einhver mótrök gegn þessum málflutningi.“ Rök með bindindi geta aldrei orðið rök gegn bjór. Þvert á móti hefðu bindindismenn og bjórsinnar frá upphafi átt að taka höndum saman gegn áfengisbölinu. Þjóðarumræða um bjórmálið Ofanrítaður er tilbúinn hvenær og hvar sem er að taka þátt í opin- berum kappræðum við þá sem telja sig hafa einhver mótrök gegn þess- um málflutningi. Öfgamenn á borð við Halldór á Kirkjubóli, Kristin Vilhjálms- son, Jón Helgason og Pál V. Daníelsson verð ég að vísu að undanskilja, því er verr og miður. Ástæðan er sú að það eina sem þessir menn hafa til málanna að leggja er að „sá sem aldrei drekkur áfengi verður þar af leiðandi aldrei alkahólisti“. Enda þótt þetta sé gott og blessað JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÓSENT a ,,Enda þótt nokkrir valdamiklir lækn- ™ ar veiti bjórbanni stuðning sinn á slíkt bann sér ekki svo mikið sem snifsi af læknisfræðilegum forsendum.“ útlöndum en aðrir er skörin tekin að færast upp í bekkinn! Læknisfræðileg rök Enda þótt nokkrir valdamiklir læknar veiti bjórbanni stuðning sinn á slíkt bann sér ekki svo mikið sem snifsi af læknisfræðilegum forsendum. Áfengisvarnarráð reynir statt og stöðugt að gefa í skyn að bjórinn mundi auka áfengisneysluna veru- lega. Þetta vita ráðsmenn mætavel að er hreinn uppspuni. Ef ráðsmenn hafa minnstu glóru í kollinum (sem því miður fátt bendir til!) vita þeir að verðstýring á bjór sem öðru áfengi útilokar slíkt með öllu. Dýr bjór bætist ekki við heildar- neysluna nema að litlu leyti. Hann kemur í stað annars áfengis, gefur fólki aukna fjölbreytni og stuðlar að bættum drykkjusiðum. Af því hann er veikasta áfengið stuðlar hann síst að tíðri ofurölv- un, fyrsta stigi alkóhólismans, og dregur því frekar úr áfengis- bölinu en eykur það. Með þessu er ekki verið að heita því að bjórinn muni draga verulega úr þessu böli, til þess vitum við of lítið um sálrænar orsakir þess hér á landi. En bjórinn mun tvímælalaust bæta ástandið eitthvað og mun ekki undir nokkrum kringumstæð- um gera illt verra eins og áfengis- varnarmenn halda stöðugt fram. Villa þeirra felst í því að grunn- tónninn í lífsskoðun þeirra er öfga- trú á bindindi. Hagsmunir þeirra eru því allt aðrir en hagsmunir þjóðarinnar. er það álíka gagnlegt innlegg í umræðuna eins óg að segja að enginn fái AIDS sem aldrei sefur hjá. Staðreyndin er að yfir 90% þjóð- arinnar nota áfengi. Þeir sem aldrei sjá út fyrir sjóndeildarhring stúkumannsins snerta því aldrei kjarna umræðunnar. Ég skora hér með á einhvern þeirra sem telja sig hafa víðara sjónarhorn en Áfengisvarnarráð og telja sig hafa mótrök gegn bjórnum að gefa sig fram. Því fyrr sem við gerum okkur ljóst að bjórmálið má ekki framar vera leikfang fyrir öfgamenn held- ur mál sem þarf að ræða með rök- um, þeim mun betra fyrir alla. Fram að þeim tíma munu íslend- ingar láta ofsatrúarmenn hafa sig að ginningarfíflum! En slíkt getur því miður orðið dýrkeypt þegar stundir líða fram! Lokaorð Það hefur verið hljótt um bjór- inn að undanförnu. Það sýnir eitt og aðeins eitt: Ef við - fólkið í landinu - höldum ekki umræð- unni vakandi mun ófrelsið áfram ráða ríkjum á þessu sviði - eins og svo mörgum öðrum! Jón Óttar Ragnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.