Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Síða 17
DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. 25 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ðsins, sem sýndi þokkalegan leik i sti leikmaður íslenska liðsins með DV-mynd Bjarnleifur. „Islenska liðið lék mjög illa” — sagði þjálfari sovéska liðsins, Anatoli, eftir leikinn Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV á Baltic Cup: „Eg sem þjálfari get aldrei verið ánægður en þetta var mjög góður sigur,“ sagði þjálfari sovéska lands- liðsins, Anatoly Ewtuschenko, „íslendingar verða að gera sér ljóst að það er ekki hægt að búast við miklum árangri þegar samæfmg er lítil. Það er erfitt að meta íslenska liðið eftir þennan leik, það lék mjög illa og á eflaust eftir að sýna mun betri frammistöðu. í liðinu eru marg- ir mjög góðir leikmenn og það er mín skoðun að íslendingar eigi góða möguleika á að spjara sig á HM í Sviss í næsta mánuði. Hornamenn liðsins eru veikasti hlekkurinn og ég held að það væri heppilegt fyrir liðið að finna einhverja taktik sem hentaði þeim betur. En þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið getur teflt fram likamlega sterku liði og leikmenn þess geta orðið enn sterkari," sagði Ewtuschenko. Nú tapaði lið þitt með tveimur mörkum fyrir Dönum og þið sigruð- uð íslendinga með fimmtán mörk- um. Hvort liðið er sterkara að þínu mati. Það íslenska eða danska? „ís- land og Danmörk eiga einn hlut sameiginlegan. Það er að allan stöð- ugleika vantar í bæði þessi lið. Bæði liðin gætu náð mjög langt í Sviss en ég treysti mér ekki til þess að gera upp á milli þeirra. -fros í 24 míiiútur síðari hálfleik hjá íslenska landsliðinu fyrirSovétmönnum Skellur sem þessi ætti kannski að minnka eitthvað af þeirri pressu sem á liðinu er fyrir HM í Sviss. Það er jú aðalmálið að standa sig vel þar. Það er vonlaust verk að ætla sér að hrósa nokkrum íslenskum leik- manni fyrir góða frammistöðu í þess- urn leik: Leikur þessi var fyrir íslend- inga ekki ósvipaður byrjunarmínút- unum í leiknum við A-Þjóðverja. Einn leikmanna íslenska liðsins sagði við blaðamann DV að hann hefði mest langað til að hlaupa heim til sín, frá öllu saman, þegar staðan var sem verst. Slík var vanmáttar- kenndin og ekki er að efa að mörgum öðrum leikmönnum hefur liðið eins. Sovéska liðið var skipað öllum sínum sterkustu leikmönnum. Meira að segja hvíldu fiórir sterkustu leikmenn þeirra Danaleikinn til þess að geta komið betur undirbúnir í þennan leik. Hafa eílaust átt von á harðari mótspyrnu frá landan- um sem sigraði Dani í fyrsta leik. Gopin var markahæstur í sovéska liðinu með átta mörk. -fros Þjófóttur þjálfari Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV á Baltic Cup: Eins og við greindum frá í blaðinu í gær er þjálfari sovéska landsliðsins, Ewtuschenko, skapstór maður. En hann hefur líka á sér fleiri hliðar. Eftir leik íslands og Sovétríkjanna í gær voru fréttamenn að hringja til síns heima úr símaklefum í íþrótta- höllinni. Ewtuschenko nýtti sér einn- ig þá þjónustu og hringdi til Moskvu. Það kom hins vegar undrunarsvipur á blaðamann DV þegar hann fór inn í klefann á eftir Sovétmanninum. Fullur poki af'pennum, er verið hafði í klefanum, var horfinn og út gekk Sovétmaðurinn með sakleysisvip. -fros Frá Stefáni Kristjánssyni fréttamanni DV á Baltic Cup „Fráleitt að við séum 15 mörkum slakari” sagði Atli Hilmarsson Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV á Baltic Cup: „Þetta var mikið klúður hjá okkur í sóknarleiknum og niðurdrepandi að fá öll þessi mörk á okkur úr hraða- upphlaupum. Þetta er með lélegustu landsleikjum sem ég hef tekið þátt í en það er fráleitt að við séum fimmt- án mörkum slakari en Rússar. Ég hef oft séð sterkari lið hjá þeim en þetta,“ sagði Atli Hilmarsson. „Við eigum að geta unnið Pólverj- ana og það er skylda okkar að leggja Dani að velli í síðasta leiknum," sagði Atli en hann lék sinn fyrsta leik á Baltic Cup í gærkvöldi. -fros I ■ ■ i I I I • ■í :0 s O O) «o 1= 2 •fö jE* <0 iií LL k* 3 . o 2 « o 9- ca J2 C <5 _ C 3 r e -X o c .2 S 0Q 3 LL > 1 í 1! -I </> a Kristján Arason Þorgils Óttar Mathies. 5 3 9 8 2 3 2 2 2 0 0 0 0 1 ; I • I 0 i 1 I Þorbergur Aðalsteinsson 0 Alfreð Gíslason 1 5 4 4 1 0 2 2 0 0 0 0 0 Atli Hilmarsson 1 4 2 1 1 1 1 Þorbjörn Jensson Jakob Sigurðsson Valdimar Grímsson 1 1 0 1 4 1 0 2 1 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 1 Páll Ólafsson 0 2 1 1 1 0 0 1 Samtals 12 38 16 9 6 1 2 2 1 „Gerðum stór mistök” — sagöi Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV á Baltic Cup: „Við gerðum stór mistök í þessum leik og það liggja þrjár ástæður fyrir tapi okkar. I fyrsta lagi voru það mistök að láta Pál, Atla og Alfreð leika. Þeir voru á tólf tíma ferðalagi fyrir leikinn. I öðru lagi þá er þetta fyrsti leikur minn með liðið þegar allir leikmenn þess leika illa og í þriðja lagi léku Sovétmenn mjög vel.“ „Leikmenn mínir voru mjög óheppnir, við áttum átta stangarskot en það breytir því ekki að úrslitin í kvöld voru stórslys. Við eltum uppi hraða Sovétmenn í stað þess að róa leikinn niður. Þetta var þriðji leikur okkar á mótinu og það vantaði allan kraft í liðið. Þetta kraftleysi getur komið niður á velgengni okkar í Sviss.“ Er draumurinn að vinna Pólverja? „Ég veit það ekki en eitt er víst að leikmenn nn'nir munu ekki koma vel fyrirkallaðir til leiksins. Þeir þurfa að ferðast fimm tíma í rútu og það mun örugglega hafa sitt að segja. Aðalmarkmiðið í þessari keppni var að vinna Dani, markmið númer tvö var að vinna Pólverja og þrjú, b-lið Dana. Tveir sigurleikir eru góður árangur, þrír væru stórkostlegur árangur," sagði hinn pólski lands- liðsþjálfari íslendinga. -fros Fer Jóhann Ingi til Essen? Frá Stefáni Kristjánssyni, fréttarit- araDV: Margt þykir nú benda til þess að Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, er þjálf- ar nú lið Kiel, muni færa sig um set og fara að þjálfa lið Essen sem Alfreð Gíslason leikur með. Forráðamenn Essen munu alvar- — forráðamenn Essen hafa mikinn áhuga á honum lega vera að íhuga að ráða Jóhann Inga en samningur hans við Kiel rennur út eftir þetta keppnistimabil. Öll liðin í Bundesligunni eru nú í fríi nema Essen. Þjálfarinn þar heldur uppi ströngum þrekæfingum og það hefur ekki mælst vel fyrir hjá leik- monnum. -fros Jóhannes óstöðvandi íbikarsigriUMFN — skoraði 35 stig og átti mestan þátt í sigri liðs síns á KR í Hagaskólanum íslandsmeistarar Njarðvíkinga lentu í hinu mesta basli með KR-inga er liðin leiddu saman hesta sína í fyrri Sivebæk til Man. United — skifar undir í dag Danski landsliðsmaðurinn John Sivebæk hjá Vejle gerist leikmaður hjá Man. Utd i dag. Þá verður endan- lega gengið frá samningi hans við félagið sem kostar United 300 þúsund sterlingspund. Leikmaðurinn fær 200 þúsund. Sivebæk skrifaði undir samning við Man. Utd rétt fyrir jól en komst þá ekki í gegnum læknis- skoðun. Siðan fór hann til hjartasér- fræðinga sem sögðu - eftir nákvæma rannsókn - að leikmaðurinn væri fullfær i erfiðustu leiki. Martin Ed- i wards, forseti Man. Utd, ákvað þá að hannkæmitilfélagsins. -hsím leik 8-liða úrslita í bikarkeppni KKl i gærkvöldi. Eftir að liðin höfðu verið jöfn að venjulegum leiktíma loknum, 82-82, reyndust Njarðvíkingar ofur- lítið sterkari í framlengingunni og náðu að trygga sér eins stigs sigur, 89-87. Staðan í hálfleik var 46-40 Njarðvík í hag. Það var Jóhannes Kristbjörnsson sem var maðurinn á hak við sigur Njarðvíkinga í gærkvöldi. Hann skoraði 35 stig og fer vaxandi með hverjum leik. Valur Ingimundarson átti einnig góðan leik, en hann skor- aði 21 stig. Aðrir stigaskorarar UMFN voru: Kristinn Einarsson 11, Helgi Rafnsson 10, ísak Tómasson 6, Ingimar Jónsson 3, Ellert Magn- ússon 2, Hreiðar Hreiðarsson 1. Garðar Jóhannesson var atkvæða- mestur vesturbæjarliðsins með 23 stig, Birgir Mikaelsson skoraði 21, Páll Kolbeinsson 17, Guðni Guðna- son 12, Guðmundur Björnsson 8 og Þorsteinn Wilkins Gunnarsson 7. Ron gaf st upp Birmingham ' Ron Saunders, hinn kunni fram- kvæmdastjóri Birmingham, sagði í gær starfi sínu lausu hjá félaginu 48 klukkustundum eftir að Birminghám var slegið út í bikarkeppninni af Altrincham, liði utan deildanna. Saunders, sem tók við Birmingham fyrir fjórum áruin eftir snjallan ár- angur hjá Aston Villa, vildi ekki ræða uppsögn sína við fróttamenn. Hún kom þó verulega á óvart. Þetta er í íjórða sinn sem Saunders hættir að eigin ósk sem stjóri. Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti 1982 þegar hann hætti hjá Villa eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum árið áður. Hann hætti einnig hjá Oxford og Norwich'en var hins vegar sagt upp hjá Man. City eftir 5 mánaða starf á Maine Road. Birmingham er nú í næstneðsta sæti í 1. deildinni ensku, skuldar tvær milljónir sterl- ingspunda og ástæðan fvrir uppsögn Saunders er eflaust sú að honum hefur verið neitað um peninga tii að kaupa nýja leikmenn. -hsim Sheff. Wed. í 4. umferð Sheff. Wed. tryggði sér rétt i fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar i gærkvöldi þegar liðið sigraði WBA, 3-2, í West Bromwich, Mark Cham- berlain skoraði sigurmark Sheff. Wed. þremur mínútum fyrir leikslok með skalla. I fjórðu umferð leikur Sheffield-liðið á heimavelli sínum, Hillsborough, við Orient úr 4. deild. Leikurinn verður 25. janúar. Sheff.Wed. náði tvivegis forustu i leiknum í gær með mörkum Steve Marwood og Lee Chapman. WBA tókst að jafna i 1-1 með marki Steve Hunt og í 2-2 þegar Mickey Thompas skoraði. Barátta leikmanna liðsins mikilenþaðnægðiekki. -hsim Óskar Ingimundarson. Óskar þjálfari Leifturs Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni DV á Akureyri. Óskar Ingimundarson, fyrrum leikmaður KA og KR, sem var leik- maður og þjálfari Leiknis, Fáskrúðs- firði, i knattspyrnunni sl.sumar, hef- ur verið ráðinn þjálfari Leifturs, Ólafsfirði. Hann mun einnig leika með liðinu i 3. deild. Um tíma leit út fyrir að Helgi Helgason, leikmaður Völsungs, Húsavik, fyrrum íslands- meistari með Víkingum, yrði þjálfari Leifturs en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. -hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.