Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. Utlönd Utlönd Uöönd Utlönd Utlönd MAUNU GEGN GOETZ VfSAÐ FRÁ AF GALLA Dómarinn í máli Bernhards Goetz, sem í desember 1984 skaut fjögur blökkuungmenni í neðanjarðarlest í New York, hefur vísað málinu frá vegna galla í málsundirbúningi. Goetz var ákærður fyrir tilraunir til morðs en almenningur í New York skiptist mjög í tvö horn í afstöðu til þess sem hann gerði. 1 augum sumra var hann hetja en annarra voða- menni. En auk málgallans taldi dómarinn hugsanlegt að um væri að ræða falskan vitnisburð tveggja blökku- Frá því svartir unglingar gerðu tilraun til að ræna Goetz í neð- anjarðarlest í New York og hann greip til vopna í sjálfsvörn hafa málefni neðanjarðarlest- anna verið í sviðsljósinu í borg- inni og augum manna verið beint að illum aðbúnaði og lé- legri öryggisgæslu í neðanjarð- arlestunum. ungmennanna og bauð hann sak- sóknaranum að flytja málið á æðra dómstigi. Goetz og verjendur hans voru himinlifandi en verjendurnir hvöttu til þess að málið yrði algjörlega látið niður falla. Goetz sagðist aldrei hafa búist við því að málið næði þetta langt. Hinn 38 ára Goetz komst í forsíðu- fréttirnar tveim dögum fyrir jól 1984 þegar hann, farþegi i neðanjarðar- lest, brá á loft skammbyssu og skaut á fjóra blökkuunglinga sem höfðu ávarpað hann og betlað frekjulega af honum nokkra dollara. Tvo ungl- inganna hitti hann í bakið þegar þeir voru á hlaupum undan honum. Annar liggur lamaður á sjúkrahúsi. Neðanjarðarlestirnar í New York hafa lengi verið vettvangur glæpa. Veskjahnuplarar og ræningjar hafa vaðið uppi og plagað farþega og því þótti mörgum framtak Goetz harla gott. Sjálfur sagðist hann hafa átt Kæru saksóknara á hendur Bernhard Goetz hefur nú verið vísað frá vegna formgalla í undirbúningi. að verja hendur sínar. Blökkupiltarnir sögðust einfald- lega hafa ætlað að sníkja af honum 5 dollara og ekki viljað honum annað illt. Það leit heldur ekki vel út að Goetz hafði skotið tvo þeirra í bakið þegar þeir ílúðu undan honum. Ennfremur hefur Goetz gerst tals- maður almennrar byssueignar og sýnt sig í blaða- og sjónvarpsvið- tölum að vera æði öfgakenndur, svo að hann hafði að mestu glatað samúð sem hann í fyrstu hafði notið. En nýlega sögðu tveir blökkupilt- anna í blaðaviðtölum að þeir hefðu sagt lögreglunni ósatt um hvað fyrir þeim hafði vakað í neðanjarðarlest- inni fyrir rúmu ári. Ætlun þeirra fjögurra hefði nefnilega einmitt verið sú að ræna Goetz en ekki aðeins að betla af honum. Líbanon: Friðurinn úti með brottför Hobeika Ríkisstjómir Bretlands og Frakk- lands tilkynna á mánudaginn út- boðsgögn lægstbjóðenda í göng á milli ríkjanna undir Ermarsund. Breski samgönguráðherrann Nic- holas Ridley og franskur starfsbróðir hans, Jean Auroux, funduðu í gær um tilboðsgögn þau er borist hafa og virtust bjartsýnir á að taka mætti endanlega ákvörðun um hvaða leið verður farin fyrir næstkomandi mánudag. Ráðherrarnir voru sammála um að ríkin myndu í sameiningu standa að einni hugmynd og einu tilboði eftir að búið væri að kanna öll tilboð ofan í kjölinn. Ljóst er að nokkur tilboð hafa boðist í verkið. Franskt stórfyrirtæki leggur til tvöföld lestargöng með sérstökum vögnum er sjá munu um að koma ökutækjum á milli ríkjanna. Aðrar hugmyndir bjóða meðal annars upp á bæði brú og göng og svo tvöfalt og þrefalt gangakerfi fyrir lestirogökutæki. LEYFA SIMAHLER- ANIR í BELGÍU Kristján Bernburg, fréttaritari DV í Belgíu: Ný lög, sem heimila símahleranir, verða að líkindum afgreidd frá belg- íska þinginu í dag og verða engin símtöl undanskilin ef þörf þykir á að hlusta á þau. Jean Gol, dómsmálaráðherra Belg- íu, sagði: „Við verðum að vernda öryggi almennra borgara okkar lands og þessi lög hjálpa okkur til þess, þegar hryðjuverkamenn vaða alls staðar uppi. Ætlunin er að geta gripið til símahlerana hjá þeim sem liggja undir grun um að vera í slag- togi með hryðjuverkaöflum." Miklar umræður hafa verið á belg- íska þinginu um lagafrumvarpið og andstæðingar þess hafa látið í Ijósi áhyggjur af því að símahleranirnar verði misnotaðar í pólitískum til- gangi. - En í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sérstakur flokkur lögregl- unnar annist hleranirnar. Hluthafar i bresku Westland þyrlu- verksmiðjunum koma saman í Royal Albert Hall í Lundúnum í dag og taka ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið í fyrirtækið. Westlandmálið hefur þyrlað upp miklu moldviðri í breskum stjórn- málum síðustu vikur vegna ágrein- ings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leiðir teljist skynsamleg- astar til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fundurinn í dag ákveður hvort gengið verður að tilboði bandaríska Sikorsky-fyrirtækisins er býður í Westland í samvinnu við ítalska Fíat-fyrirtækið. Sikorsky keppir við tilboð evr- ópskrar fyrirtækjasamsteypu fjög- urra ríkja er nú telur sig hafa 29 prósent hluthafa á bak við sig. Búist er við að yfir 2.000 hluthafar Westland komi saman í Albert Hall í dag þar sem fundað verður um til- boðin. Ef tilboð Sikorsky á að ná fram að ganga í dag verða yfir 75 prósent hluthafa á fundinum að samþykkja Fyrrum forsætis- ráðherra Belgíu sakaður um svik Kristján Bernburg, fréttaritari DV í Belgíu: Fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu hefur verið ákærður fyrir svik og er það í fyrsta sinni i sögu lands- ins. Vanden Boeynants er grunaður um að hafa svikið um 200 milljónir franka undan skatti og skotið þeim undan tii Sviss og Luxemburgar. Einnig leikur grunur á að hann hafi falsað undirskriftir á mikilvæg- um skjölum eins og til dæmis launa- miðum sínum. A þeim lét hann standa að hann hefði um 80 þúsund franka í laun á mánuði þegar hann í raun hafði 400 þúsund franka. Paul V anden Boey nants hefur setið á þingi frá 1949. Hann var forsætis- ráðherra 1966 til 1968, varnarmála- ráðherra 1972 til 1980 og hefur auk þess gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hann er einn þekktasti stjórnmála- maður Belgíu og geysivinsæll i Brussel. Mál þetta vekur mikið umtal og búist er við því að rannsóknin muni taka mjög langan tíma. Sjálfur hefur Boeynants sagt í útvarpsviðtali að hann sé saklaus af þessum áburði, en slíkum rógi væri komið af stað gegn honum til þess að reyna að klekkja á pólitískum vinsældum hans. Elie Hobeike, leiðtogi kristinna í Líbanon, og sá er undirritaði friðar- samninga á milli stríðandi herja í landinu um áramót fyrir hönd krist- inna, flúði land í gær ásamt íjöl- skyldu sinni. Hobeika er talinn hafa orðið undir í valdabaráttu innan forystu krist- inna í Líbanon og hafi orðið að víkja fyrir harðlínumönnum. Tvær herþyrlur fluttu Hobeika og fjölskyldu til Kýpur í gær, þaðan sem flogið var til Parísar. Ljóst er að mikið mannfall varð er hermenn, trúir Amin Gemayel, for- seta Líbanon, réðust á bækistöðvar Samgönguráðherrar Bretlands, Nicholas Ridley, til hægri og starfs- bróðir hans frá Frakklandi, Jean Auroux, funduðu í London í gær um tilboð er borist hafa í göng undir Ermarsund. Ákvörðunar að vænta um Ermarsundsgöng Hobeika í fyrradag. Er talið að yfir 300 manns hafi fallið og 600 særst. Miklir bardagar hafa átt sér stað í Líbanon að undanförnu og fullljóst að sýrlensk studdir friðarsamningar, er undirritaðir voru fyrir áramót á mÍUi hinna stríðandi fylkinga lands- ins, eru nú löngu brostnir. Óttast margir að allsherjar borg- arastríð kunni að brjótast út á næstu dögum. Elia Hobeika, leiðtogi sérsveita kristinna í Líbanon, varð undir í valdabaráttu meðal trúbræðra sinna og er flúinn til Parísar. Akvörðun Westland- hluthafa tekin í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.