Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Qupperneq 5
DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. 5 Formanni félags flugumferðarstjóra: Hótaö uppsögn fyrir að tala við blaðamann — flugmálastjóri hlustaði á hljóðritun afsímtalinu Formaður Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, Hjálmar D. Arnórsson, hefur fengið áminningarbréf frá flug- málastjóra, Pétri Einarssyni, fyrir að tala við blaðamann DV í vinnutíma. „Við rannsókn á ástæðum sem ollu töfum á innanlandsflugi þriðjudags- morguninn 7. janúar síðastbðinn kom í ljós að þér í vinnustöðu í flug- turni töluðuð við blaðamann um leið og þér eruð að stjórna flugvallarum- ferð. Sú hegðan hlýtur að teljast óafsak- anleg með tilliti til þeirrar öryggis- gæslu, sem þér vinnið vegna flugs,“ segir í áminningarbréfmu. I niðurlagi bréfsins segir: „Með hliðsjón af framansögðu og fyrri áminningarbréfum til yðar hlýt- ur að vera fullt tilefni til uppsagnar. Mál yðar hefur verið sent sam- gönguráðuneytinu til umfjöllunar." Blaðamaður DV hringdi að morgni þriðjudagsins 7. þessa mánaðar í formann Félags flugumferðarstjóra, sem þá var við vinnu í flugturninum, til að afla frétta um meint skipulögð veikindaforföll eða aðrar aðgerðir flugumferðarstj óra. Það kemur hins vegar á óvart að flugmálastjóri skuli geta hlustað á þetta símtal af segulbandsupptöku. „Hver einasta vinnustaða hjá flug- umferðarstjórum er tengd við segul- band,“ sagði Pétur Einarsson flug- málastjóri er DV spurði hvernig hann gæti vitað um þetta símtal. „Allt sem þeir tala í síma fer inn á segulband. Tveir símar, á kaffistofu og setustofu flugumferðarstjóra, eru þó ekki tengdir segulbandi. Þeir vita um þetta sjálfir," sagði flugmála- stjóri. Hann sagði að símtölin væru hljóð- rituð vegna rannsóknar mála þar sem mjög mikilvægt væri að vita hvað gerðist ef eitthvað bæri út af. „Allir símar hjá okkur í flugturnin- um eru hljóðritaðir," sagði Hjálmar D. Arnórsson. Meðal flugumferðarstjóra hefur gengið orðrómur um að þessar hljóð- RÆÐA VIÐ MATTHÍAS — f lugumf erðarstjórar óttast ekki að verða reknir Fulltrúar flugumferðarstjóra gengu á fund Matthíasar Bjarnason- ar samgönguráðherra klukkan tíu í morgun til að ræða hina alvarlegu deilu sína við Pétur Einarsson flug- málastjóra. Takist Matthíasi ekki að finna lausn á deilunni má búast við enn harðari átökum. Flugumferðarstjór- ar munu þá grípa til varnar-aðgerða, sem þeir hafa boðað, en það er stöðv- un þjónustu við allt flug nema sjúkra- og neyðarflug. Flugumferðarstjórar óttast ekki þá hótun að þeim verði sagt upp, eins og Reagan Bandarikjaforseti gerði við bandaríska flugumferðarstjóra fyrir nokkrum árum. Þeir segja að aðstæður hérlendis séu frábrugðnar þeim sem voru í bandaríska dæminu. íslenskir flugumferðarstjórar eru um 80 talsins. Forsvarsmenn þeirra telja ólíklegt að hægt verði að útvega flugumferðarstjóra erlendis frá í staðinn vegna alþjóðasamtaka flug- umferðarstj óra. Flugumferðarstj órar yfir 60 landa, þar á meðal nær allra ríkja á Vesturlöndum nema Banda- ríkjanna, eru í alþjóðasamtökunum. Bandaríkin eru hins vegar ekki af- lögufær, 'að áliti félags íslenskra flugumferðarstjóra. Talið er að eitt og hálft ár taki að þjálfa nýja flugumferðarstjóra. -KMU. SKðRA ENN Á ÞÁ AÐ HÆTTA ÞESSU — segir Pétur Einarsson „Þetta kom mér mjög á óvart. Ég er mjög ánægður með þessar stuðn- ingsyfirlýsingar. Þetta er einsdæmi í Islandssögunni," sagði Pétur Ein- arsson flugmálastjóri um yfirlýsingu 77 starfsmanna Flugmálastjórnar sem DV greindi frá í gær. „Ég vil skora enn einu sinni á flug- umferðarstjóra að hætta þessu og fara að vinna á eðlilegan hátt. Eins og ég hef áður sagt tel ég að þessi deila standi ekki um neitt,“ sagði Pétur. „Okkur sýnist að sá aðili, sem helst ætti að vera að stuðla að sáttum, það er flugmálastjóri, geri í því að magna deiluna," sagði Jón Árni Þórisson, stjórnarmaður í félagi flugumferðar- stjóra. „1 stað þess að setjast niður og leita sátta magnar hann deiluna með hótunarbréfum og tilkynningum, eins og tilkynningu um bann við viðræðum á vinnustað, sem ég hélt að tíðkaðist bara í austantjaldsríkj- um. Á sama tíma er hinn aðilinn að gefa frest á frest ofan til að reyna að ná samkomulagi án þess að til vandræða komi,“ sagði Jón Árni. -KMU. ritanir væru víðtækari á vinnustaðn- um þessa dagana. „Við höfum óljósan grun um að öll samtöl okkar í turninum séu hler- uð,“ sagði Hjálmar. -KMU. -<----------------------m. Hjálmar Arnórsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, með áminningarbréfið frá flugmálastjóra. DV-mynd: GVA. GREIÐENDUR A bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að í reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. flutningspeninga og greiðslu far- gjalda milli heimilis og vinnu- staðar. Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 20. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.