Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 26
34 s M4 'S>/f/F'J^ MIKLU BEST INDOCHINE - 3EME SEXE (STRANDED) Frakkarnir leyna á sér; verða að sönnu ekki stórstjömur á breska markaðnum á meðan þeir syngja á móðurmálinu, en þeim stendur eflaust á sama. Kraftmikið lag, vel gert og skemmtilegt, einsog sagt er um lög af þessu tæi. MIKLU BETRA STING - RUSSIANS (A&M) Dálítið dimmt og drungalegt, enda sungið um dapurlega stöðu heimsmála. Pingu að síður stór- gott lag; ólíkt þessu venjulega jukki. MR. MISTER - KYRIÉ (RCA) Það er merkilegt hvað þessar kvensur, sem verið er að syngja um, heita alltaf furðulegum nöfn- um. Muniði eftir Sussudio og Kayligh? Hvað um það, Mr. Mister tekur nú allt með trompi vestan hafs; hv.er smellurinn rekur annan. Klassískt iðnaðar- rokk: Tilvonandi toppur. SKARRA EN VERRA EURYTHMICS -IT’S ALLRIGHT (RCA) Þetta er svosum allt í lagi; frekar meinleysislegt lag, enda er Eur- ythmics búin að tína bitastæð- ustu lögin af plötunni Be Yours- elf Tonight á smáskífur. STARSHIP-SARA (GRUNT) Gömlu brýnin ættu að kunna þetta; hafa samið þúsund lög af þessu tæi gegnum árin. Hugljúf ballaða; ekta amerískur iðnaðar- varningur í lofttæmdum umbúð- um. Gerilsneytt. | Hilmar Oddsson o.fl. - Skepnan: Lög úr kvikmyndinni eins og skepnan deyr |j 1 Plata sem vekur eftirvæntingu DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 m POPP- SMÆLKI Ef Hilmar Oddsson kann eins vel til verka sem kvikmyndagerðarmað- ur og tónlistarmaður þá hlýtur myndin hans, Eins og skepnan deyr, að vera nokkuð góð. Platan er nefni- lega með þeim betri sem út komu á síðasta ári, þó engin ástæða sé til að ofmetnast vegna þeirra ummæla. Öll lögin, sjö að tölu, eru eftir Hilmar og það er óhætt að scgja að kvikmyndagerðarmaðurinn getur samið lög sem flestir íslenskir popp- tónlistarmenn gætu verið ánægðir með. Þau eru þó misjöfn að gæðum, t.d. er síðasta lag hvorrar hliðar ekki í sama gæðaflokki og segjum Bubba- lögin tvö. Textarnir, að tveim undanskildum, eru líka eftir Hilmar og mér finnast þeir hvorki betri né verri en gengur og gerist. Þó Hilmar sé hæfileikarík- ur er hann ekki skáld. Textinn við Menn sem þykjast mestir eftir Karl Roth er hins vegar bæði skemmtileg- ur og vel gerður eins og lagið. Alveg stórgott, það hljóta allir að hafa gaman af þessum ,,hörku-slagara“. Sama má segja um fyrsta lag plöt- unnar, Allur lurkum laminn, sem Bubbi syngur frábærlega vel, og Vakandi sofandi sem hann syngur Hka, jafnvel enn betur. Óviðjafnan- legur söngvari, Bubbi. Það er virki- iegur stíll yfir því sem hann gerir. 1 NYJAR PLÖTUR VERRA EN SKÁRRA KING-TORTURE(CBS) Hrein pína; King hefur algjör- lega brugðist vonum. Alla snerpu vantar í þetta lag og melódían vandfundin. Ekki smuga. HOOTERS - DAY BY DAY (CBS) Algjör vonbrigði. Einsog blaut borðtuska í andlitið. Ég sem hélt að þetta væru efnilegir ungir menn og svo hljóma þeir einsog Foreigner fyrir 10 árum. Þá var And We Danced eitthvað annað. IKenny Rogers- The Heart of the Matter ! Afslappaður söngvari Þeir sem á annað borð kunna að meta Kenny Rogers vita nákvæmlega að hverju þeir ganga á nýjustu plötu kappans, The Heart of the Matter. Hann hefur alla tíð verið frekar í rólegri kantinum og eru litlar breytingar á þeirri stefnu hans. Hér áður fyrr var hann orðaður við þjóðlega tónlist. Seinna var talað um hann sem sveita- söngvara og það orð fer að vísu af honum ennþá að hann taki sveitatón- listina fram yfir aðra tónlist. Svo er þó varla að heyra á The Heart of the Matter. Heldur er platan ballöðuplata með smárokkívafi. Kenny Rogers gerir að vísu eina til- raun til að poppa tónlist sína upp í I Don’t Wanna Have to Worry sem hlýtur að vera stílað upp á diskósjúka ungl- inga, en sú tilraun mistekst herfilega hjá honum og er I Dont Wanna Have to Worry eina lagið á plötunni sem hægt er að líka illa við. Önnur lög eru kunnugleg. Auðlærðar og einfaldar melódíur sem eru margar hveijar hin sæmilegasta lagsmíð. Til að lífga upp á plötuna hefúr Kenny Rogers fengið til liðs við sig tónlistar- menn sem maður hefði ekki átt von á að heyra spOa undir hjá ballöðusöngv- aranum. Þar er fyrst að nefha jassgítar- snillinginn Stanley Jordan sem tekur smásóló í Moming Desire, einu besta laginu. Einnig kemur fram á plötunni flautusnillingurinn James Galloway, sem þekktari er fyrir túlkun á klassískri tónlist og gerir The Best of Me að betra lagi en ella. The Heart of the Matter er svo sem engin sérstök listasmíð en í heOd er hún þægOeg og ber vott um vönduð vinnu- brögð- - HK. rauninni fmnst mér að hann hefoi getað samið bæði þessi lög, hið fyrra er t.d. af svipuðum toga og Frosin gríma á plötunni Kona og Vakandi sofandi ekki óskylt rólegu lögunum á sömu plötu. Önnur sjónarmið er ósköp snotur melódía sem Edda syngur ásamt kór. Það er skemmtilega tregafull stemmning í þessu lagi. Gott ef það er ekki bara hjartaknúsari ársins. Úr leikriti lífsins er miðlungsgóður rokkari og minnir talsvert á það sem hljómsveitin Start var að fást við fyrir nokkrum árum. Tvö sístu lög Skepnunnar eru að mínum dómi Við getum allt og Nauthveli á Skjálfanda. Þau eru svo sem allt í lagi en lítið fram yfir það, búa ekki yfir neinum sérstökum tö- frum, eru bara svona ósköp venjulegt hart rokk. Að vísu er hægt að segja um þau sem og alla Skepnuna eins og hún leggur sig að söngur og hljó- færaleikur er með miklum ágætum. _ Þessi plata ber vott um metnað en einnig það að þeir sem að henni unnu hafi haft gaman af. - JSþ Stuðmenn - í góðu geimi Stórskemmtileg plata Það er alltaf nokkur viðburður þegar íslensku Bítlarnir, Stuðmenn, gefa út plötu. En það er ekki þar með sagt að aðdáendur hljómsveitar- innar ærist af fögnuði yfir nýjustu lögunum hverju sinni. Þau eru nefni- lega stundum öðruvísi en Stuð- mannalög eiga að vera. Og þá vilja margir meina að tími sé kominn til að leggja upp laupana: Tími hljóm- sveitarinnar sé liðinn. Eins og þess sé jafnan aó vænta að eftir nokkur ár í bransanum brenni popparar út, geti ekki meira. Stuðmenn gafu út plötu fyrir jólin og á henni eru 12 lög, 3 ný og 9 úr kvikmyndinni Með allt á hreinu, þar af 3 sem ekki hafa áður komið út á plötu. Ekki veit ég hvaða tilgangi hlið b þjónar; Gömlu lummurnar sem landinn fær aldrei leið á og gagn- rýnendur væntanlega ekki heldur enda búnir að háma þær í sig með bestu lyst eins og aðrir. Það er nátt- úrlega ekki hægt að neita því að góðar lummur tryggja gæðin en í þessu tilviki aðeins á b-hlið. A a-hlið renna Stuðmenn blint í sjóinn með lög sem engin vissa er fyrir að nokk- ur kunni að meta. Fyrsta lagið, Segðu mér satt, er ein af þessum snotru ballöðum sem Val- geir dettur alltaf öðru hverju niður á og textinn er mjög skemmtilegur, einn best samdi texti Stuðmanna til þessa. Ég vildi að ég væri er unaðslegt og fyndið, með austrænu yfirbragði. Unaðslegt og fyndið segi ég til þess að komast hjá því að nota orðið skemmtilegt sem ég myndi örugglega ofnota í þessari umsögn ef ég gætti ekki að mér og styddist við sam- heitaorðabókina. Sur la place du souvenir eftir Jakob er nú ekki beint Stuðmannalegt: Ástarsöngur á frönsku sem Ragga syngur. Þetta er alveg ekta en af því það eru Stuðmenn get ég ekki annað en brosað út í annað. Þá eru ekki fleiri ný lög í bili. Næst koma nokkrir gamlir Grikkir með allt á hreinu. Þetta lag er skond- ið. Þetta er skondnasta lag sem Stuðmenn hafa gert - held ég. Ég set stút á munninn og teygi fram ólkuna þegar ég hlusta á það. Svo dilla ég mér líka öðruvísi eftir því en öðrum Stuðmannalögum. Örlög mín eru voðalega tregafullt lag og ég býst alltaf við að Egill fari að gráta í því miðju. En hann er dæmdur til að syngja og það heyrist ekki minnsta snökt, bara syngur eins og engill. Þetta er fallegt og vekur blendnar tilfinningar gagnvart ör- lögum Egils. Allir sem sáu Með allt á hreinu muna örugglega eftir Úfó. Stuðmenn fá þarna til liðs við sig marga lærða menn og útkoman er unaðsleg og fyndin. 4 Þessi lög eru ekki meistaraverk en * óneitanlega er fengur að þeim öllum. Og það eru umtalsverð forréttindi fyrir íslendinga að fá einir þjóða að sitja við veisluborð Stuðmanna, hvort sem á boðstólum eru gamlar lummur eðanýjar. JSÞ Whitney Houston - Whitney Houston Hugljúft og gott Allir tónlistarmenn eiga sér eflaust þann draum að slá í gegn einhvern tíma en fáum tekst það og yfírleitt tekur baráttan fyrir frægðinni mörg ár. Sumir, en þeir eru örfáir, slá í gegn umsvifalaust um leið og þeir sýna sig og virðast ekkert hafa fyrir því. Þessir einstaklingar hafa oftast éitthvað sérstakt til brunns að bera umfram aðra og þannig er því til dæmis varið með hana Whitney Houston, nýju stórstjörnuna þeirra Bandaríkj amanna. Og það sem hún hefur umfram aðrar söngkonur um þessar munair er í fyrsta lagi einstaklega falleg, kraftmikil en samt blíð rödd, í öðru lagi hefur hún haft heppnina með sér og fengið til liðs við sig mikið hæfi- leikafólk og svo síðast en ekki síst er stúlkan afskaplega vel af guði gjörð og slíkt skemmir yfirleitt ekki fyrir. En fyrst og fremst er það platan, sem ber nafn hennar sjálfrar, sem hefur borið hróður hennar út um allar jarðir, enda um geysigóða plötu að ræða. Tónlist Whitney Houston er frekar á rólegri nótunum en rödd hennar nýtur sín samt ekki síður í hraðari lögum, eins og til dæmis í nýja smell- inum hennar, How Will I Know. Ýmsir koma við sögu á plötu Whitney Houston og meðal þeirra má nefna Jeremaine Jackson, bróður Michaels, sem syngur dúett með Whitney í tveimur lögum. Þó koma hvorki fleiri né færri en fjórir upp- tökustjórar við sögu og er ótrúlegt g hversu heilsteypt platan er þrótt 1 fyrir þessi óvenjulegu vinnubrögð. ] Fyrir þá sem hafa gaman af ró- mantiskri, tjúfri tónlist er þessi plata kjörgripur; öðrum finnst þetta kannski bara væmið. -SþS- Sæl nú! Þau sorglegu tiðindi hafa borist að Phil Lynnott, fyrrum söngvari, bassaleikari og lagasmiður irsku þunga- rokksveitarinuar Thin Lizzy, sé látinn. Lynnott, sem var 34 ára gamall, missti meðvit- und á heimili sinu í London á jóladag og lést i sjúkrahúsi nokkru eftir áramót án þess að hafa komist til meðvitund- ar. Talið er að óheilsusamlegt liferni rokkarans hafi orðið honum að fjörtjóni en Lynnott hafði átt við eiturlyfjavanda- mál að glíma um langt skeið. . . Popparar bjarga fleiru en sveltandi fólki i Afriku. Hljómsveitirnar The Siniths, New Order og The Fall ætla að halda hljómleika i Liverpool til styrktar borgar- stjórninni þar í bæ en hún á i stríði við rikisstjórn Nlöggu Thatcher. Borgarstjórnin í Liverpool er af vinstri kantin- um og hefur þverskallast við aö hækka álögur á borgarbúa þrátt fyrir fyrirmæli bresku rikisstjórnarinnar þar um og á nú yfir höfði sér háar fjár- sektir. . . lUleira hjálparstarf. Amnesty International ætlai að gangast fyrir heljarmikli húllumhæi i Bandaríkjunum i mars til styrktar starfsemi sinni. Fjölmargar hljómsveitir munu koma fram og þar á meðal eru nefndar 1)2 og Simple Minds. U2 er annars að vinna að gerð nýrrar plötu. . . Fleiri plötur væntanlegar. Bolling Stones eru nú að leggja siðustu hönd á nýja breiðskifu sem ku eiga aö heita Dirty Work-skítadjobh. . . Sólóplata er væntanleg frá Daryl Hall en þaö fylgir frétt- inni að hann og John Oates séu ekki skildir að skiptum. . . Popparar voru duglegir við aö gifta sig um hátiðarnar; Siinon LeBon og Midge Ure giftu sig (ekki innbyrðis) en mesta athyglí vakti þó trúlof- un Robert Fripp, gamla sýru- rokkarans, og diskótelpunnar Toyah. . . Þann tiunda febrúar næstkomandi velur breski hljómplötuiðnaðurinn bestu einstaklinga, hljómsveitir og afurðir siðasta árs við hátið- lega athöfn í London. Meðal þeirra, sem hafa verið út- nefndir til verðlauna, eru hljómsveitirnar Tears For Fears, Simple Minds, U2 og Dire Straits og meðal ein- staklinga, sem hafa verið til- nefndir, eru Paul Young, Phil Collins, Kate Bush, Annie Lennox. Midge Ure og Sting. Búið i bili..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.