Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR 1986. 7 Neytendur Tómatarsem fegrunarlyf í blaðinu um daginn birtist grein um fegrunarlyf í eldhúsinu. Nú lang- ar mig til að vita hvernig á að nota tómata við fílapenslum. Eru tómatarnir hafðir sem maski eða safinn látinn vera á húðinni allan daginn sem dagkrem ? Með ósk um svar. Sigríður Jóhannesdóttir. Sneiðar eða mauk Tómatarnir eru notaðir sem maski. Þeir eru skornir niður í þunnar sneiðar eða búið til úr þeim mauk sem síðan er raðað eða smurt á þá staði á andlitinu sem fílapenslarnir eru. Þaið getur verið erfitt að koma sneiðum fyrir á nasavængjunum en þá ér bara að búa til svolítið mauk og smyrja því á andlitið. -A.Bj. Ekki skylda aðdag- stimpla brauð „Mér finnst að dagstimplun á brauðum í stórmörkuðum ætti að vera komin á fyrir löngu. Ég er orðin langþreytt á því að lenda í að kaupa eldgömul brauð, en þægindi eru að því að kaupa brauðin um leið og aðrar matvörur í stórmörkuðunum,“ sagði Sigríður í samtali við neyt- endasíðuna. „Ég er hér með brauð frá Samsöl- unni. Brauðið er merkt með kg-verði og verði samkvæmt þyngd en hvergi er dagstimpil að finna. Mér finnst hann eiginlega vera aðalatriðið. Það má finna dagstimplun á ótrúle- gustu matvælum eins og t.d. þurrk- uðum baunum í pökkum sem ég held að hafi gífurlegt geymsluþol. Nær væri að dagstimpla brauðin." Dagstimplun ekki skylda Við höfðum samband við Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur þar sem við fengum upplýst að ekki væri skylda að dagstimpla brauð. Það væri þó mjög æskilegt að koma slíkri reglugerð í framkvæmd. Það er hins vegar skylda að verð- merkja brauð og geta jafnframt um kg-verð eins og gert er á Samsölu- brauðunum og raunar fleiri brauð- tegundum. Því miður eru alls ekki allar brauðtegundir, sem á boðstól- um eru í stórmörkuðum, merktar á þann hátt sem vera ber. -A.Bj. Áhrifaríkt hreinsiefni Neytendasíðunni barst nýlega ábending um áhrifaríkt hreinsiefni sem nota má til að fjarlægja óhrein- indi og bletti af veggjum, teppum, áhöldum, bílum, flísum, speglum og nánast hverju sem nöfnum tjáir að nefna. Bréfritari, Sigríður Ágústsdóttir, sagðist meðal annars hafa náð 5 ára gömlum appelsínublettum úr gólf- teppinu hjá sér og að rauðvíns- og kaffiblettir væru auðhreinsaðir úr dúkunum. Hreinsiefnið heitir MOX og er Höndlun hf. umboðsaðili fyrir það hér á landi. Fullkomnar leiðbeining- ar og notkunarreglur á íslensku fylgja hverri flösku til að tryggja rétta meðhöndlun. -S.Konn. Ný hugmynd beint frá Ameríku í fyrsta sinn 1 Evrópu. FIMMTUDAG - FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG Þú klippir út frímiðann hér á síðunni kemur á Sprengisand kaupir einn hamborgara og W færð annan frítt. VEITIN G AHUSIÐ BUSTAÐAVEG 153 s. 688088 VERIÐ VELKOMIN, VERÐI YKKUR AÐ GOÐU - TOMMI 5138 Islenska víkinga- sveitin Einstæðar myndir og frásögn af æfingum Islenska leiðin til frægðar, fiár og frama Hugleiðingarog leið beiningar Fjallamennska er fíkn Torfi Hjaltason segirfrá starfsemi Islenska Alpaklúbbsins Varð sjálfstæðismaður af þv að bera út Morgunblaðið lllugi Jökulsson talar við Hannes Hólmstein Gissurarson 3. tbl. 48. árg. 16. -22. janúar 1986. Verð 110 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.