Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. - Fréttaljós - Bifreiðamál ráðherra og bankastjóra: Er bílstjóri Sverris með óhóflega yfirvinnu? Óhófleg yfírvinna virðist hafa verið hjá bílstjóra menntamálaráð- herra, Sverris Hermannssonar, fvrstu fjóra mánuði síðasta árs. Mánaðarlaun hans fóru nærri því að vera 78 þúsund krónur. Miðað við venjuleg launakjör ríkisstarfs- manna má ætla að bílstjórinn hafí þurft að vinna þó nokkra yfirvinnu til að ná þessum launum. Ekki vitum við til þess að ráðherra hafi gert athugasemdir við þessa óhóf- legu yfirvinnu. Sverrir var reyndar iðnaðarráðherra á þessum tíma og hafði ekki kynnt sér óhóflega yfir- vinnu starfsmanna Lánasjóðsins þá. Sjálfsagt eru til skýringar á þess- um bílstjóralaunum. Hins vegar eru þau nokkuð misjöfn hjá ein- stökum ráðherrabílstjórum. Bíl- stjóri Jóns Helgasonar dómsmála- ráðherra hafði ekki feitar tekjur þessa fyrstu mánuði síðasta árs. Hann fékk aðeins 31 þúsund krón- ur á mánuði. Það hefur raunar vakið athygli þeirra sem eiga erindi við hið háa Alþingi, að þar bíða bílstjórar ráðherranna oft langtím- um saman. Ráðherrar kalla til sína menn en verkefnin eru ekki fyrir hendi. Bílstjórarnir bíða því i þing- inu.eins og illa gerðir hlutir.en á fullu kaupi þó. Bílamál ráðherra, bankastjóra og annarra embættismanna ríkisins hafa oft verið til umræðu. Mörgum finnst óréttlátt að þessi einstakl- ingar njóti ákveðinna fríðinda í sambandi við bílakaup á meðan þorri landsmanna herðir sultaró- lina. 8,5 milljónir í ráðherrabíla Árið 1984 greiddi ríkissjóður 8,5 milljónir í bifreiðakostnað fyrir ráðherrana. Þessi kostnaður fór í að greiða laun bílstjóra þeirra og viðhald og rekstur bílanna. Þetta þýðir með öðrum orðum að ríkis- sjóður hefur greitt 850 þúsund krónur í rekstrarkostnað ráðherra- bilanna þetta árið að meðaltali til hvers ráðherra. Kostnaður hvern mánuð til hvers ráðherra hefur því verið rúmar 70 þúsund krónur. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra fær mest greitt 1984 fyrir rekstur á sínum bíl. Hann er með 1,2 milljónir króna í kostnað. Næstur kemur síðan forsætisráð- herra með rúma 1,1 milljón króna. Reyndar mun skýringin á þessum háa kostnaði hjá Halldóri vera sú að ráðherra varð fyrir þvi óláni að bíllinn bræddi úr sér. Það getur komið fyrir alla bíla og líka ráð- herrabíla. Það eru reyndar flestir sammála um að ríkissjóður eigi að borga rekstrarkostnað bifreiða ráðherra. Sjálfsagt má margt betur fara í sambandi við rekstur þessara bíla. Hins vegar hefur mönnum orðið tíðrætt um þau fríðindi sem ráð- herrar og aðrir njóta við kaup á þessum bifreiðum. Bílafriðindi ráðherra og bankastjóra Fram til ársins í fyrra þurftu ráðherrar og bankastjórar ekki að greiða aðflutningsgjöld af bifreið- um sínum. Með. þessu móti fengu þessir aðilar bifreiðar sínar á um 40 prósent af kaupverði. Áætlað hefur verið að niðurfelling þessara gjalda hafi numið um 55 til 60 prósentum af kaupverði. Auk þess- ara fríðinda voru einnig reglur í gildi fyrir ráðherra sem gerðu ráð fyrir þvi að þeir fengju 10 prósent af endurkaupsverði greitt í fyrn- ingarfé á ári. Þetta gilti þó aðeins fyrir þá bíla sem ráðherrar notuðu í vinnunni. Niðurfellingu á að- flutningsgjöldum gátu ráðherrar fengið á þriggja ára fresti. Ef við hugsum okkur að ráðherra hafi keypt sér bifreið sem kostaði 1 milljón þá greiddi hann fyrirhana um 400 þúsund. Næstu þrjú árin gat hann síðan fengið 10 prósent fyrningarfé af endurkaupsverðinu. Ef það hélt áfram að vera 1 milljón, sem er óraunhæft, þá fékk viðkom- andi ráðherra 100 þúsund krónur árlega í fyrningarfé. Eftir Ijögur ár var ráðherrann því búinn að fá endurgreitt allt sem hann hafði greitt í upphafi. Steingrímur Her- mannsson lét þó breyta þessari reglu um fyrningarfé fljótlega eftir að hann varð forsætisráðherra. Breytingin fólst í því að fyrningarfé var framvegis aðeins greitt af þeirri upphæð sem ráðherrarnir höfðu greitt fyrir bifreiðarnar. Rétt er að geta þess að stundum hafa ráðherra afsalað sér þessum réttindum. Það gerðu t.d. ráðherrar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Bílakaupin gagnrýnd Á Alþingi hefur oft verið rætt um bílakaup ráðherra og bankastjóra. Þegar 1978 flutti þáverandi ríkis- stjórn frumvarp þess efnis að reglur i tollskrá, um niðurfellingar á að- flutningsgjöldum af bifreiðum ráð- herra, yrðu felldar niður. Þá var samþykkt þingsályktunartillaga frá Alþýðuflokki í maí 1984 þar sem gert var ráð fyrir að bifreiðahlunn- indi yfirmanna ríkisstofnana, svo sem ríkisbanka og Framkvæmda- stofnunar, yrðu afnumin. í maí í fyrra flutti Alþýðuflokkurinn frumvarp um að fella niður ákvæði í tollskrá um bifreiðafríðindi ráð- herra. Stjórnarflokkarnir lögðust gegn þessu frumvarpi og sögðu að ný reglugerð væri í smíðum. Þessi reglugerð kom i lok apríl. í henni er gert ráð fyrir að ráð- herrar geti keypt bifreiðar til nota í starfi sínu og fái árlega 20 prósent greidd í formi fyrningaríjár frá ríkissjóði. Ríkissjóður greiðir allan rekstrarkostnað af bifreiðum þeirra og fyrningarféð er greitt í fimm ár. Launaauki til bankastjóra Áður en þessi nýja reglugerð var gefin út kvisaðist að bankaráð hefðu samþykkt nýjar reglur um bifreiðafríðindi bankastjóra. Þess- ar reglur fólu í sér að í stað niður- fellingar á aðflutningsgjöldum bif- reiða áttu bankastjórar að fá sér- stakan launaauka árlega. Hann átti að nema 450 þúsund krónum og vera vísitölubundinn. Þessi ákvörðun féll ekki mörgum í geð. í utandagskrárumræðu á Alþingi lýstu margir þingmenn vanþóknun sinni á þessari samþykkt banka- ráðanna. Jóhanna Sigurðardóttir, Alþýðuflokki, sagði m.a.: „Hér er um að ræða ákvörðun sem er í senn lögbrot, siðleysi og gróf ögrun við launafólk í landinu. Sú mikla gagnrýni, sem þessi ákvörðun fékk, varð til þess að bankaráðin drógu þessar ákvarð- anir til baka. Nú hafa bankaráðin fjallað um þessi mál að nýju. Allir bankastjór- ar ríkisbankanna, nema Búnaðar- bankans, eiga kost á því að kaupa bifreiðar á svipuðum kjörum og ráðherrar. Þeir geta reyndar valið á milli þess að bankinn kaupi bif- reið fyrir þá eða að kaupa sjálfir bifreið til notkunar í starfi. Banka- stjórar Búnaðarbankans eiga að- eins kost á fyrri möguleikanum. í reglum um bílakaup bankastjór- anna er gert ráð fyrir að þeir fái 20 prósent fyrningarfé af bifreið sem kostar 1 milljón króna. Þessar reglur gilda út þetta ár. Hafa reglurnar breyst? Þrátt fyrir samþykktir Alþingis og nýjar reglugerðir um bifreiða- kaup ráðherra hafa fríðindi þeirra lítið breyst. Ráðherrar fengu áður 60 prósent afslátt af kaupverði í formi niðurfellingar gjalda af nýj- um bifreiðum á þriggja ára fresti. Það eru um 20 prósent af bílverðinu árlega. Nú fá þeir hins vegar 20 prósent greidd árlega í formi fyrn- ingarfjár í fimm ár. Þeir bera sem sagt það sama úr býtum. Munurinn er samt sá að nú fá ráðherrar ekki þessi 10 prósent af kaupverði sem þeir fengu greidd árlega áður. Bankastjórarnir fengu ekki launaaukann sinn en fá hins vegar að kaupa sér bifreið fyrir 1 milljón á fimm ára fresti og 20 prósent fyrningarfé árlega. Ganga í vinnuna Það er ljóst að ráðherrar og aðrir fyrirmenn þurfa í flestum tilvikum bíl. Reyndar ganga sumir í vinn- una. Jónas Haralz bankastjóri gekk í vinnuna til skamms tíma. Hann segist hafa hætt því vegna þess að hann var eins og blautur hundur eftir gönguferðina. Það er heldur enginn hægðarleikur að ganga úr Kópavogi til Reykjavík- ur. Ekki vitum við annað en að Davíð Ólafsson gangi til vinnu sinnar daglega. Þá er ekki heldur víst að ráð-' herrar og bankastjórar þurfi endi- lega einhverjar límósínur undir sig. Stjórnarformaður Flugleiða fer til dæmis allar sínar ferðir á litlum, ódýrum bíl. Hvað sem öllu þessu líður er ljóst að þingmenn eiga eftir að fjalla um þessi mál áfram. Jóhanna Sigurð- ardóttir, sem hefur sérstakan áhuga á þessum bílamálum, hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir því að öll bif- reiðafríðindi ráðherra verði felld niður. APH FISKMARKAÐIR 500 DOLLARA EÐA SKIPIÐ Ekki er hægt að segja að fiski- skipaflotinn sé kominn í gang af neinum krafti eftir stoppið um hátíðarnar. Þó eru togararnir að koma að landi í Reykjavík og landa að mestu leyti karfa. Eftir áramótin hafa eftirtalin skip landað í Reykjavík: Bv. Snorri Sturluson landaði 8. janúar 87 tonnum, þar af 39 tonnum af þorski, annar fisk- ur var karfi og ufsi, aflaverðmæti kr. 1.595.830. Sama dag landaði bv. Ottó J. Þorláksson 135 tonnum, aðallega karfa, heildarverðmæti kr. 1.555.211. 9. janúar landaði bv. Ásbjörn 97 lestum, þar af voru 50 tonn þorskur, 12 tonn ufsi og 27 tonn karfi, heildarverðmæti kr. 1.742.722. Lítið hefur borist til Reykjavíkur af fiski úr öðrum skip- um. Línuskip, sem stundað hafa veið- ar frá Keflavík, Grindavík og Hafnarfirði, róa aðallega á Breiða- fjarðarmið og eru þá með um 90 bala í róðurinn. Aflinn hefur verið 14-15 tonn í veiðiferð en línuskipin frá Patreksfirði hafa verið með allt að 22 lestir með svipaða línulengd. Grimsby Frá áramótum hefur markaðs- verð erlendis verið nokkru betra en það var í desember. Bv. Ögri landaði í Grimsby 8. janúar og fékk eftirfarandi verð: Stór þorskur kr. 80,82 kílóið, millifiskur kr. 61 kg og smáfiskur kr. 58,45, ýsa kr. 87 kg, millistór ýsa kr. 82,32, smáýsa kr. 71 kg, lúða kr. 121 kg, skarkoli kr. 90 kg, stór koli kr. 95 kg, ufsi kr. 37,60 kg, karfi kr. 38 kg, stein- bítur kr. 48,45 kg, meðaíverð kr. 61,60 kg. Mv. Sveinbjörg landaði í Grimsby 9. janúar. Salan hjá henni var mun lakari. Meðalverð var kr. 57,65 kg. Hæsta verð á stórum þorski var kr. 62,45 kg, stór skar- koli fór á kr. 80,50 kg. Bv. Otto Wathne landaði 13. janúar og fékk að meðaltali kr. 56,94 fyrir kg. Stór þorskur var á kr. 60 kg, stór ýsa kr. 88 kg og smáýsa á kr. 86 kg. Cuxhaven Bv. Engey landaði í Cuxhaven 9. janúar og fékk að meðaltali kr. 65,36 fyrir kg, ýsa kr. 48, ufsi kr. 58, blálanga kr. 73, karfí kr. 65,40, blandaður fiskur, koli, lúða og fl., kr. 99,70. Alls var selt fyrir kr. 9.981.625. Bremerhaven Bv. Klakkur landaði 9. janúar í Bremerhaven. Var markaðurinn ágætur, meðalverð var kr. 65,08. Verðið var sem hér segir: Þorskur kr. 65,65, ýsa kr. 66,65, ufsi kr. 62, langa kr. 59, blálanga kr. 74, karfi kr. 66,65, smálúða kr. 60, stórlúða kr. 215 og blandaður fiskur kr. 56 kg. Alls seldist fyrir kr. 8.615.446. Hull Gámafiski var landað í Hull 8. og 9. janúar. Gott verð fékkst fyrir fiskinn enda var mest af fiskinum 1. flokks. Verðið var: 1. flokks stór þorskur fór hæst á kr. 85 kg, stór ýsa var að meðaltali á kr. 91 kg, meðalstór ýsa var á kr. 85 kg. Ekki verður mikið um fisk frá íslandi næstu daga á erlendum mörkuðum og má búast við að verðið haldist gott á meðan svo er. Noregur Þorskverð hefur verið ákveðið 7,70 norskar kr. eða 42,90 ísl. kr. Búist er við nýju verði bráðlega. Greiða 500 dollara í veiðiferð fyrir að fá að fiska Fiskimenn frá Taiwan, sem veið- ar stunda á Bashesundi, en það er á milli Taiwan og Filippseyja, verða að geiða ræningja nokkrum, sem Tshai nefnist, 500 dollara í veiðiferð svo þeir fái að veiða á þessu svæði. Þessi ræningjaforingi gerir út 300 lesta skip til þess að innheimta þetta gjald, er það vel vopnum búið og verða menn að greiða gjaldið refjalaust, annars eiga þeir von á að missa skip og búnað. Stjórnin í Taiwan telur að 700 skip hafi horfið af ræningjans völdum síðan 1981 og muni flest þeirra hafa hafnað í Kína, en eins og allir vita var Taiwan hluti af Kínaallttil 1949. Túnis Árið 1984 var fiskafli Túnisbúa 75.000 lestir. Búist er við að afli þeirra verði 11,6% meiri árið 1985. Á síðustu árum hefur fiskafli þeirra aukist um 80%. Ingólfur Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.