Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. 11 Menning Menning Menning Menning Guðný Guðmundsdóttir - „ber uppi plötuna". íslensk fiðlutónlist islensk fiðlutónlist, hljómplata meö fiðlu- tónlist eftir Karólinu Eiriksdóttur, Jón Nordal, Áskel Másson, Jónas Tómasson og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónmeistarar: Bjarni Rúnar Bjarnason og Gidi Boss. Tæknimenn: Ástvaldur Kristinsson og Victor Fonarov. Kápa og meðfylgjandi bæklingur: Erlingur Páll Ingvarsson. Setning og filmuvinna: Korpus. Prentun kápu og plötumiða: Offizin Paul Hartung. Skurður og pressun: Teldec Hamburg. Útgefandi: íslensk tónverkamiðstöð i samvinnu við Ríkisútvarpið með stuðn- ingi menntamálaráðuneytisins og Tón- skáldasjóðs Rikisútvarpsins. ITM 502. Önnur platan í útgáfuröð ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar er helguð íslenskri fiðlutónlist. I Tónlist EYJÓLFUR MELSTED greinargóðri smóritgerð í bæklingi, sem fylgir plötunni, fjallar Atli Heimir Sveinsson um íslenska fiðlutónlist frá upphafi. Segja má með sanni að þar hafi hann ekki þurft langt aftur að rekja. Ef frá er talin sónata Sveinbjörns Svein- björnssonar eru ekki nema um sex áratugir síðan menn tóku að setja saman músík, sem því nafni gat kallast fyrir þetta tigna hljóðfæri. Af hliðum plötunnar fær hlustand- inn hins vegar að kynnast því að hvorki þarf það eftir tímalengd né . magni að fara hvort saga telst markverð eður ei. Sagan, sem Guðný Gyðmunds- dóttir segir á þessari plötu, er því að öllu leyti nútímasaga. Hið sama gildir reyndar um allar plötur í þessari útgófuröð. Fá nútímaverk, ef nokkurt, fyrir einleiksfiðlu hafa verið flutt jafnoft og In Vultu Solis eftir Karólínu Eiríksdóttur. Segja má að Guðný hafi tekið þetta stykki upp á arma sína og af leik hennar hafa menn fengið að kynn- ast því og innviðum þess mjög náið. Því miður er ekki sömu sögu af öðrum verkum á plötunni að segja. Má næstum segja að þau hafi heyrst í frumflutningi og síðan ekki söguna meir. Úr því bætir plata eins og þessi að nokkru. Að nokkru, vegna þess að plata varð- veitir aðeins leikinn eins og hann er í eitt tiltekið skipti við staðalað- stæður og án sambands flytjandans við áheyrendur. Hins vegar er því ekki að neita að með jafngóðri tæknivinnu og er á þessari plötu, eins og reyndar öllum plötum þess- arar útgáfu, er hlustandinn færður eins nærri raunréttum flutningi og hömlur tækninnar leyfa. Það er fyrst og fremst frábær leikur Guðnýjar Guðmundsdóttur sem ber uppi áheyrileika þessarar plötu. Að sönnu yrði leikurinn einn lítils virði ef verkin gæfu ekki fylli- lega tilefni til slíks. Við að hlusta á Guðnýju og samverkamenn hennar rifjast upp kynni við nokk- ur úrvalstónverk. Dúó Jóns Nor- dal, sem Guðný og Nina Flyer spil- uðu, svo nýtt að blekið var tæpast þornað á pappírnum, eða G-Sweet Þorkels Sigurbjörnssonar sem varðveitir jafnrikan húmor í tónum og í nafninu og Halldór og Guðný gera einstaklega góð skil í samspili sínu. Svo hætast Vetrartré Jónasar Tómassonar við til að auka enn á húmorinn í spilinu. Þessi fiðluplata er önnur perlan í röðinni af fjórum og stendur hljómsveitarplötunni, þeirri fyrstu, síst að baki. EM Tvö ný hefti um Kjarval Kjarvalsárið er liðið. Vissulega var það ánægjulegt þótt það hefði ekki í för með sér langþráð endur- mat á lífi og list þessa íslenska listjöfurs. Þrátt fyrir alla þá prent- svertu, sem eytt var í að fjalla um Kjarval á þessu ári, var fátt sagt sem gaf tilefni til að líta verk hans nýjum augum. Sem hlýtur jú að vera eitt höfuðmarkmið afmælis- hátíðar af þessari stærð og gerð. Og enn eimir eftir af hátíðinni. Flogið hefur fyrir að sýna eigi verk Kjarvals á Norðurlöndum í ár, þ.e.a.s. ef íslenskir aðilar treysta sér til að vinna að því máli í sam- einingu. Einnig er ógetið tveggja nýrra litskyggnuhefta um listferil Kjarvals, útgefnum af Listasafni ASÍ, sem komh til landsins með seinni skipunum. Höfundur er Hrafnhildur Schram og fjallar hún annars vegar um list Kjarvals á árunum 1930-1946, síðan frá 1946 og til 1968. Fylgja hverju hefti 36 litskyggnur sem hægt er að nota til kennslu og almennrar upplýsingamiðlunar um þróun list- ar Kjarvals. Þessar litskyggnur eru yfirleitt vel valdar og hafa litlu tapað af upprunalegum myndgæð- um. Enda hafði Scala á Ítalíu hönd í bagga við gerð þeirra. Áður hafði Björn Th. Björnsson gert grein fyri'r myndlist Kjarvals fram að 1930 þegar listamaðurinn hafði hlaupið af sér hornin og bjó sig undir að hylla land og vættir í málverkum sínum og teikningum. Yfirleitt kemst Hrafnhildur vel frá sínu, þótt óneitanlega sé ekki sama reisn yfir frásögn hennar óg Björns, enda ekki allra að fara í skóna hans. Helsti galli texta hennar er samt sá að hún tekur viðteknar skoðanir á þróun listar Kjarvals góðar og gildar, gáir ekki að því hvort þær standist í raun. Til dæmis telur hún að andlit og svipir birtist fyrst i myndum Kjarv- als um miðjan Qórða áratuginn, en til eru nokkuð mörg verk frá því fyrir 1920 sem eru uppfull af dul- ræðum verum og náttúrukröftum í mannslíki. Einnig finnur hún sérstakan rómantískan tón í verkum Kjar- vals árið 1934 sem ræðst einkum af bláum og bleikum litum þeirra. Þótt ævinlega séu áhöld um skil- Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Jóhannes Kjarval á efri árum greiningu á rómantík þá eru áður- nefndir litir einnig fyrir hendi í myndum sem gerðar eru fyrir 1920, já,_og fyrir 1934. Ég er heldur ekki sáttur við þá skoðun Hrafnhildar að „Lífshlaup- ið“, veggmyndin fræga í vinnustof- unni, hafi orðið til þegar Kjarval átti ekki fyrir striga og litum. Listamaðurinn hafði ekki miklu úr að spila allan þriðja og fjórða ára- tuginn, tókst þó alltaf að verða sér úti um efni til myndgerðar. Kunn- ingjar.hans, sem heimsóttu hann á vinnustofuna, staðhæfa einnig að Kjarval hafi verið að krukka í veggmyndina allt fram undir 1936, en ekki bara 1932-33, eins og stend- ur í hefti Hrafnhildar. Annað hef ég ekki að athuga við fyrra heftið, nema hvað ein mynd, frumteikning að „Fjallamjólk", er á hvolfi. Siðasta skeiðið á listferli Kjarv- als, árin 1946-1968, er tæplega eins skemmtilegt umfjöllunar og fyrri skeiðin. Listamaðurinn var þá búinn að marka sér land og afreka flest af því sem hann er þekktastur fyrir. Fantasíurnar verða þá end- anlega ofan á, svo og hin næstum ósjálfráða pensilskrift. Nokkrar lykilmyndir verða samt til á þessu tímabili, „Krítík", „Flugþrá" og „Fyrstu geimfararnir", allt myndir með fígúratífum megináherslum fremur en landslagsmyndir. Hér held ég að Hrafnhildur hefði átt að skoða skóginn, ekki trén, og grennslast fyrir um þessar áherslu- breytingar í list Kjarvals. Ekki hefði heldur sakað að fá nánari útlistun á samspili hins bókmenn- talega (eða þjóðsagnalega) og hins maleríska í list Kjarvals síðari árin þegar einhvers konar symbíósis virðist eiga sér stað millum þeirra. En meðfylgjandi skyggnur eru augnayndi og leiðbeiningar Hrafn- hildar aldrei misvisandi. 1 útgáfu sinni á litskyggnuheftum af þessu tagi sýnir Listasafn ASÍ fordæmi sem aðrar listastofnanir ættu að taka til athugunar. - ai 1 tossa- bekk sex ára“ - Herdís Þorgeirsdótt- ir, áður ritstjóri Mann- lífs, í viðtali við helgar- blaðDV. ALLIR svertingjar veröa aö hafa vegabréf - annars komast þeir ekki inn í borgirnar . . . - helgarblað DV í S-Afríku Ibúð fynr milljón a mánuði - helgarblað DV í Róm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.