Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. 9 Utlönd Utlönd Ný f iskverk- unarvél hjá Færeyingum Sker sjálf hringorm og bein úr fiskflökum Eðvarð Taylor, fréttaritari DV í Færeyjum: Nýr sjálfvirkur tækjabúnaður, sem snyrtir og sker úr fiskflökum, verður settur upp í þessum mánuði í einu stærsta frystihúsi Færeyinga, Bac- alao í Þórshöfn. Rannsóknarstofnun Carlsberg-verksmiðjanna í Dan- mörku hannaði og smíðaði þennan tækjabúnað í samráði við sölumið- stöð Færeyinga sem stendur undir öllum hönnunarkostnaðinum. Tækjabúnaðurinn finnur hring- orma og bein í fiskflökum með leysi- Barn sprautað með heroim ítalskur dómstóll í Mílanó dæmdi í gær eiturlyfjaneytanda í fimm ára fangelsi fyrir að sprauta sex mánaða gamalt barn sitt með heróíni til þess að það hætti að gráta. Maria Antoinetta Cicco, 28 ára gömul, neitaði því alfarið að hafa sprautað son sinn, Marco, með eitr- inu og sagði að hann hefði sjálfur af slysni stungið sig með eiturlyfja- sprautunni þar sem hún lá á glám- bekk á meðan hún var sofandi. Sérfræðingar báru því við fyrir réttinum að fundist hefðu að minnsta kosti sjö för eftir nálarstungur á öðrum fæti barnsins og þau för gætu alls ekki hafa komið af einhverri slysni. Móðirin fór með barnið meðvit- undarlaust á sjúkrahús eftir inntöku eitursins. Móðirin sagði í réttinum að hún væri búin að vera háð eiturlyfjum í 13 ár og því hefði sonur hennar fæðst háður þeim. geislum en gallinn er síðan skorinn úr flakinu með háþrýstivatnsbyssu. - Talið er að auk þess að þessi nýjung skili algjörlega gallalausu flaki til pökkunar muni hún einnig stórauka nýtingu fisksins. Ef tilraunirnar takast eins og vonir standa til blasir við að fækka megi verulega starfsfólki í snyrtingu fisk- flakanna. Tæknistjóri færeysku sölumiðstöðvarinnar, Robert Pouls- en, telur þó enga ástæðu til að óttast atvinnuleysi hjá konmn, sem vinna við fiskverkun, því að þessi nýjung muni einfaldlega opna aðrar leiðir til að nýta vinnuafl eins og t.d. með enn frekari vinnslu fisksins fyrir markaði í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Samkeppni færeyskra banka er nú í algleymingi í kjölfar hag- stæðrar peningaþróunar í landinu. Barist er um viðskipta- vini og vextina, rétt eins og hjá frændum þeirra á íslandi. Einka- banki í Fær- eyjum Eðvarð Taylor, fréttaritari DV í Færeyjum: Fyrsti einkabankinn i Færeyjum, Foss-bankinn, var opnaður í Þórs- höfn í Færeyjum nú um áramótin. Hlutafé hins nýja banka átti að vera þrjár milljónir færeyskra króna en vegna gífurlegrar eftirspurnar eftir hlutabréfum var hlutaféð að lokum hækkað í fimmtán milljónir. Þrír stórir bankar eru fyrir í Fær- eyjum og vaxtastrið er nú þegar hafið milli þeirra og nýja bankans. Hagstæð þróun hefur verið í pen- ingamálum í Færeyjum að undan- förnu og færeysku bankarnir lækk- uðu inn- og útlánsvexti tvisvar sinn- um á síðasta ári. Vextirnir eru nú um 10,5% en verðbólga er talin nema um 6-8% á ársgrundvelli. Mikið framboð hefur verið á frem- ur ódýrum og hagstæðum dönskum lánum til fyrirtækja og atvinnu- reksturs. Einkum þá fiskeldis. Þessi dönsku lán hafa verið færeysku landstjórninni mikill þyrnir í aug- um. - En það er meðal annars vegna samkeppninnar við dönsku lánveit- endurna sem færeysku bankarnir hafa lækkað sína vexti. Efnahagsástandið í Færeyjum hef- ur líka sínar skuggahliðar. Banka- stjórar tilkynntu fyrir skömmu að skuld Færeyinga við útlönd hefði á fyrri helmingi síðasta árs aukist um 600 milljónir færeyskra króna eða sem svaraði 100 milljónum á mánuði. Þá hefur fjármálaráðherrann fær- eyski, Jongarð Purkhus, sagt að ástandið sé ískyggilegt og ekki þurfi mikið til að verulega syrti í álinn fyrir færeyska ríkiskassann sem nú skuldar um þrjá milljarða færeyskra króna erlendum lánardrottnum. 3/ tíl «21/ «21/ / »Sf »íf tíf *JI/ *2I/ *2I/ «21 / *J/ •?/ «9/ *9/ *21/ / *J/ /S* /s* /í* /S* /k ;s* /s* /s* /s* /s* if /s* /s* /s* /s* /s* /fi* /s* /S* /s Opið laugardaga ^ kl. 10-17 Opið alla daga kl.9-19 O Ay NotaöirV^ Co / bílar BÍLAKJALLARINN Sími 84370. F0RDHUSINU Ekinn Litur Árg. Verð Range Rover 3D 85 Blásans 1981 930.000 Ford Bronco Ranger 93 Brúnn 1977 450.000 Ford Fiesta 3D 92 Gulur 1979 1 60.000 Lada Sport 4x4 3D 81 Gulur 1979 160.000 Toyota Starlet 3D 83 Blár 1980 200.000 BMW3162D 64 Brúnn 1980 310.000 Honda Accord 4D 64 Lj. grænn 1980 265.000 Fiat 127 2D 14 Blár 1985 280.000 Fiat Regata 70S 8 Blásans 1985 430.000 Fiat Argenta 30 Grár 1984 620.000 Ford Taunus station 120 drapp 1979 190.000 Daihatsu Charade 4D 59 Dk. rauður 1982 250.000 Fiat Panda 37 brúnn 1982 145.000 Höfum kaupanda að nýlegum Pajero eða Patrol skiptum fyrir Subaru 4x41985. disil M. Benz Coupé 1978, 2ja dyra, ss., vs., cl. Litað gler. Ekinn 90 þús. Nýinnfluttur. Verð 690 þús. Allir þessir bílar fást á skuldabréfum frá 9-24 mánaða m/sjálfskuldarábyrgð og/eða fasteignatryggðum skulda- bréfum, 2ja—8 ára eftir óskum. Ford Taunus 2000 GHIA. Sjálfsk.-vökvastýri 55 Drapp 1982 380.000 FordTaunus 2000 GL, vökvast., 4D 55 Hvítur 1982 340.000 Ford Taunus 1600 GL4D 60 Blár 1982 300.000 Saab 96 90 Rauður 1977 180.000 Subaru 2D 113 Grár 1979 1 50.000 Gott bílaúrval á innisvæði. BÍLAKJALLARINN Fordhúsinu v/hliö Hagkaups. Símar 685366 og 84370. Framkvœmdastjóri: Finnbogi Ásgeirsson. Sölumenn: Jónas Ásgeirsson, Ingólfur Clausen og Finnbogi Albertsson. BÍLAR SEM TEKIÐ ER EFTIR Scout disil (Perkins 4 cyl.) árg. 1974, ekinn 24 þús. á vél, bíil i góðu ásigkomulagi, má greiða með skuldabréfi eða skipta á ódýrari bifreið. Verð 350 þús. Nissan Cedric SGL disil, árg. 1985, ekinn aðeins 16 þús. km, litur brúnn. sanseraður. Fylgihlutir eru: sjálfskipting, vökva- stýri, rafmagn i rúðum, litað gler, centrallæsingar, útvarp-segulband m/dolby stereo, rafdrifið útvarps- loftnet, sumardekk á sportfelgum, vetrardekk á felgum (bill með niður- fellingu). Skipti á ódýrari. Verð 960 þús. Nissan Patrol, lengri gerð, dísil, árg. 1984, ekinn aðeins 16 þús. km, 5 gira, vökvastýri, útvarp/segul- band, splittað drif að aftan, manual driflokur, upphækkaður, á nýjum dekkjum, 33" White Spoke - sér- staklega hljóðeinangraður. Glæsi- vagn. Skipti á ódýrari koma til greina. Subaru hatchback 4x4, árg. 1983, ekinn 34 þús., blá/sans., útvarp, sumar/vetrardekk. Verð 410 þús. Mazda 626 GLX 2000 árg. 1985, ekinn aðeins 6 þús. km, sem nýr bill, vökvastýri, sjálfskiptur, raf- magn i rúðum, hvitur. Skipti á ódýrari. Verð 550 þús. Nissan Patrol. lengri gerð, disil, árg. 1983, ekinn 67 þús. km, 4 gira, vökvastýri, útvarp, upphækkaður, ný dekk, White Spoke. Skipti á ódýrari bifreið. Verð 830 þús. Sýnishorn úr söluskrá: Subaru st. 4x4 '82-'83- 84 Subaru Justy 4x4 '85 GolfCL Escort XR3I Escort 1600LX Fíat 127 Galant 2000 Saab 900 I Saab99 GL Sierra 1600 Subaru sendi 4x4 '85 '85 '84 '84 og'85 '85 '84 '83 '84 '83-'85 Úrval ódýrra bíla á góðum kjörum, jafnvel meö engri útborgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.