Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Side 6
6 DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. BÍLAVÖRUR SF. SUÐURLANDSBRAUT 12. REYKJAVÍK. SfMAR 32210 - 38365. TILSÖLU M. Benz303 árg. 1978,34 manna. Upplýsingar gefur Benjamín Ólafsson, sími 45080. VOLKSWAGEN EIGENDUR Nýkomið frambretti og gangbretti. Stór skó-útsala Margs konar skófatnaður Stóra skóútsalan, Hverfisgötu 89. Tölvunámskeið Multiplan Verzlunarskóli íslands mun standa fyrir tveimur námskeiðum í Multiplan töflureikninum frá Mikrosoft ef næg þátttaka verður. Kenntverðurá Atlantistölvur PC MS DOS. Fyrra námskeiðið hefst 27. janúar. Kennt veröur á mánudögum frá kl. 16.50-18.15 og miðvikudaga frá kl. 17.30-19.00, samtals 20 kennslustundir. Að þessu sinni verða einungis 15 teknir á námskeið- ið. Fyrirhugað er að halda annað sams konar námskeið og mun það hefjast 3. mars nk. og verður á sömu dögum og sama tíma og það fyrra. Þátttaka tilkynnist á bæði námskeiðin i sima 688597. Verzlunarskóli íslands Ofanleiti 1 108 Reykjavik. Neytendur Neytendur Neytendafræðsla um húsgögn Fræðsludeild Sambandsins hefur nýlega gefið úr fræðslurit um hús- gögn i ritröðinni Gott er að vita. Áður hefur verið gefið út rit um hljómtæki. Tilgangurinn með þessari útgáfu er að veita neytendum hagnýtar upplýsingar hvað varðar vörukaup og vörunotkun. Eiríkur Þorsteinsson, trétæknir og deildarstjóri hjá Iðntæknistofn- un íslands, hefur tekið upplýsing- arnar saman. Ritið er myndskreytt með teikningum sem unnar eru af teikni- og auglýsingastofu Sam- bandsins. Hægt er að fá neytendant Sam- bandsins, Gott er að vita, í verslun- um en einnig geta viðkomandi sérverslanir fengið þau til dreifing- ar. I ritinu Húsgögn er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar. Þar er t.d. sagt frá gæðaeftirliti og gæðaprófunum en þær eru fram- kvæmdar á innfluttum húsgögnum, aðallega fré Danmörku, Noregi og Svíþjóð, í viðkomandi löndum. Iðntæknistofnun Islands hefur eft- irlit með gæðum íslenskra hús- gagna en í ritinu segir að farið sé eftir sömu gæðastöðlum og annars staðar á Norðurlöndunum. Þá eru mjög góðar leiðbeiningar um hvernig á að raða húsgögnum upp, hvað beri að athuga við val á hinum ýmsu húsgögnum, m.a. rúmum sem talin eru án efa einhver mikilvægustu húsgögnin á heimil- inu þar sem við verjum þriðjungi af ævi okkar í rúminu. -A.Bj. Ýmsar hagnýtar upplýsingar er að finna í nýjasta fræðsluriti Sambandsins um húsgögn. Kartöfluréttur frá Indlandi 1 tsk. hvítlaukskrydd 1/2 tsk. kryddpipar 2/3 tsk. aromat 1/2 tsk. kínakrydd Ostur (frekarfeitur) Brauðmylsna Italskur Parmasian-ostur 1) Takið 12 stórar kartöflur og for- sjóðið. 2) Hræriðsamanrjómaogmayonna- ise en hellið rjómanum jafnt út í svo það hlaupi ekki í kekki. 3) Kryddið síðan sósuna. Bragðið af garam masala á að vera ráðandi en að öðru leyti verðið þið að prófa ykkur áfram með kryddið. Réttur- inn er bestur ef hann er vel krydd- aður en margir eru viðkvæmir fyrir mikið krydduðum mat og því verð- ið þið að finna út hvað ykkur hentar í þeim efnum. 4) Nú ættu kartöflurnar að vera nægilega soðnar, takið þær því úr pottinum og kælið þær. Ef flusið á þeim lítur vel út þá skulið þið ekki flysja þær því það er mjög næring- arríkt. Skerið kartöflurnar í ten- inga eða sneiðar og leggið í ofnfast mót. Hellið því næst sósunni jafnt yfir og stráið brauðmylsnu ofan á. Þið getið nýtt brauðafganga sem annars væri hent. 5) Sneiðið ostinn niður og hyljið yfirborðið með honum, stráið því næst Parmasian-ostinum vel yfir. Nú getið þið stungið mótinu inn í ofn við 225° C hita og látið bakast þar til gullinn litur er kominn á yfir- borðið. Ef ofninn er með grilli þá setjið það á í 5 mínútur til að ná stökkri húð á ostinn. Rétturinn er borinn fram með hvít- lauksbrauði eða grófu, ristuðu brauði en einnig henta ýmiss konar fersk salöt með. Hægt er að gera ýmiss konar breyt- ingar á þessum rétti, til dæmis er mjög Ijúffongt að nota fisk í stað kartaflnanna eða hvort tveggja saman og hrísgrjón og kartöflur eða fiskur koma einnig mjög vel út. Rétturinn hentarfyrir4. Verði ykkur að góðu. -S.Konn. Uppskriftin að kartöíluréttinum, sem fer nú á eftir, er indverskrar ættar en hefur verið löguð að ís- lenskum aðstæðum með tilliti til hráefniskaupa, því oft getur verið erfítt að fá rétt krydd hér á landi í austurlenska og aðra framandi rétti. Rétturinn er tiltölulega ódýr nerna ef þið eigið litið af kryddi í hillunni hjá ykkur og þurfið að kaupa það. En hann er einfaldur og auðveldur og því fljótlegt að matreiða hann ef þið eruð bundin í öðru og hafið ekki tíma til að standa lengi yfir pottun- um. 12 stórar kartöflur 200 ml mayonnaise l/41rjómi KRYDD: 1 tsk. garam masala 2/3 tsk.turmeric 1/2 tsk. season-all 2/3 tsk.paprika Fjárhagurinn leyfði ekki nema 3þúsundkr. útgjöldámann „Kostnaður í mat og hreinlætisvör- um er með ólíkindum lítill hjá mér í desembermánuði þannig að ég mátti til með að senda línu með seðlinum," segiríbréfifráR. R. er með meðaltalskostnað upp á rúmlega 3 þúsund kr. í mat og hrein- lætisvörur. „Ástæðan fyrir því að talan er ekki hærri en þetta er einfaldlega sú að fjárhagurinn leyfði ekki meira. Að vísu bjuggum við nokkuð vel því frystikistan var fyllt í sept.- okt. sl. Allir áttu góð jól og áramót og vona ég að þið hafið átt slíkt hið sama. Liðinn „annað“ fyllti ég ekki út að þessu sinni.“ -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.