Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson Ný útgáfa af ósigrinum við Falklandseyjar Benjamin Menendez hershöfð- ingi, sem stýrði hernámsliði Arg- entínumanna á Falklandseyjum, setti ofan eftir ósigurinn í stríðinu við Breta og hefur hann og fjöl- skylda hans orðið að lækka seglin, en síðar í þessum mánuði er vænt- anleg dómsniðurstaða herréttarins sem fjallar um frammistöðu hans sem herstjórnanda í Falklands- eyjastríðinu. Hljóðritanir sem enginn vissi af Hershöfðinginn átti yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm og var almennt búist við því að Menendez mundi aðeins færa fram mála- myndavörn í málinu. En öllum að óvörum hefur hann snúist hart til varnar og dregið fram afritanir og hljóðritanir af fjarskiptum, skeyt- um og símtölum hans sjálfs og herstjórnarinnar heima í Argent- ínu á tímabilinu 30. maí til 14. júní 1982. - Þessi gögn hafa aldrei verið birt fyrr og almennt var talið að þau hefðu glatast í stríðinu og uppgjöfmni. En þessi gögn styðja þær fullyrð- ingar Menendez hershöfðingja að æðsta stjórn hersins i Argentínu hafi látið hann og dáta hans á Falklandseyjum eftir bjargarlausa og yfirgefna. Fyrsta skipti önnur útgáfa Þegar tekið var til við að lesa upp úr þessum plöggum í réttinum tók að fara um fyrrum æðstráðendur hersins, eins og Leopoldo Galtieri hershöfðingja (og forseta Argent- ínu á þeim tíma), Jorege Anaya flotaforingja og Basilio Lami Dozo, yfirmann flughersins. Þeir ókyrrð- ust á stólum sínum á meðan réttur- inn heyrði í fyrsta sinn aðra útgáfu af því sem gerðist á Falklandseyj- um en þá sem ráðamenn höfðu sjálfirsentfrásér. Engar birgðir, engin hjálp I fjarskiptunum og afritunum þeirra kom fram að Menendez hershöfðingi hafði skilmerkilega gert yfirboðurum sínum grein fyrir því að hann gæti ekki haldið víg- stöðu sinni vegna skorts á birgðum, eftir að loftbrúin við meginlandið hafði verið rofin. Hann bað um að gagnárás yrði gerð frá megin- landinu en við því urðu menn aldr- ei. - „Skotfærin klárast 9. júní og við verðum orðnir bensínlausir þann ellefta," sagði Menendez af- dráttarlaust í símann. 9. júní heyrðist hann spyrja hví birgða- flugi til eyjanna hefði verið hætt en fékk ekkert svar. 11. júní bað hann árangurslaust um aðstoð flughersins þegar breski flotinn hélt uppi stórskotahríð á varnar- stöðvar hans á Falklandseyjum. Síðasta dag stríðsins, þann 14. júní, hófu Bretarnir áhlaup úr þrem áttum og Menendez óskaði eftir fleiri skotfærum og sagði að barist væri í návígi. Hann varaði yfirboðara sína við því að viðnám Argentínumanna á eyjunni mundi ekki endast út daginn. Hann talaði persónulega við Galtieri í síma um morguninn og lýsti stöðunni fyrir honum hreinskilnislega sem von- lausri og tapaðri. Galtieri bað hann gera eins og skyldan byði honum. Ábyrgð gagnvart dátum sín- um Þegar fyrstu samræður hófust við foringja breska árásarliðsins reyndi Menendez að tefja tímann og þæfa málið en Bretinn krafðist skilyrðislausrar uppgjafar. Men- endez kvaðst hafa ábyrgðar að gæta gagnvart mönnum sínum í argentínska liðinu en samningar um uppgjafarskilmála væru í verkahring pólitíkusa og vísaði hann Bretanum á stjórnina í Buen- os Aires. „Ég hef sýnt þjóðinni að stríðið, sem háð var um Malvinas-eyjar, var allt annað og öðruvísi stríð en henni hefur verið sagt frá,“ segir Menendez hershöfðingi, sem segist ekki hafa staðist mátið þegar átti að varpa honum á haugana eftir að hann hafði í 37 ár gefið sig allan hernum. Stríðið, sem háð var á Falklandseyjum, var öðruvísi stríð en Arg- entínumönnum var skýrt frá, eftir því sem yfirmaður hernámsliðs- ins segir. Galtieri hershöfðingi, Anaya flotaforingi og Lami Dozo flugforingi sögðu söguna af ósigrinum við Falklandseyjar töluvert öðruvísi. Mannréttindasamtök, lögfræð- ingar, kirkjunnar menn og fyrrum pólitískir fangarsegja að pyntingar á föngum í striðshrjáðu E1 Salva- dor færist nú í aukana. Eftir sex ára borgarastríð virðist hin illræmda öryggislögregla landsins nú svífast einskis til að komast yfir leyndarmál þeirra er berjast gegn núverandi valdhöfum. Þeir segja að fangar séu pyntaðir með ýmsum aðferðum. Kynt er undir svefnleysi fang- anna með ýmsu móti. Þegar þeir dotta eru þeir umsvifalaust vaktir aftur og þannig dregið úr mót- stöðuafli þeirra. Barsmíðar hafa löngum verið vinsælar, rafmagnsstuð á við- kvæma líkamshluta og nauðganir eru daglegt brauð. Breyttar aðferðir öryggislögreglu „Okkur þykir það miður en svo virðist sem „ómannúðlegar yfir- heyrslur" á pólitískum föngum og þeim sem sakaðir eru um andstöðu við stjómvöld færist í aukana hér í E1 Salvador,“ sagði Gregorío Rosa Chavez, biskup í San Salvador, nýlega við messu í dómkirkju borg- arinnar. Jose Napoleon Duarte forseti er ötull baráttumaður fyrir auknum mannréttindum í landi sínu og hefur barist kröftuglega gegn grimmdarverkum öryggislögregl- unnar frá því hann kom til valda fyrir 19 mánuðum. Mannréttindasamtök telja að á fyrstu tíu mánuðum Duartes for- seta í embætti hafi grimmdarverk- um öryggislögreglu eitthvað fækk- að, en eftir það hafi hún einfaldlega tileinkað sér ný vinnubrögð sam- fara aukinni leynd og erfiðara hafi verið fyrir stjórnvöld að sanná.eða sýna fram á mannréttindabrot. Þróaðri pyntingar Mannréttindasamtökin segja að öryggissveitirnar hafi fært sig frá beinum ofbeldispyntingum, eins og það að skera fingur af lifandi fólki, í margs konar þróaðri pyntingar, þar sem ummerki pyntinganna koma ekki fram á líkama fólks. Neitun um svefn virðist nú vera vinsælasta pyntingaraðferð örygg- islögreglunnar. Samhliða því eru fórnarlömbin oft látin trúa því að taka eigi þau af lífi og eru aftökur.settar á svið, alveg fram á síðustu minútu, að hættervið. Fórnarlömbunum er einnig sagt frá hótunum um líkamsmeiðingar, jafnvel til dauða, einhverjum fjöl- skyldumeðlimum til handa ef þau eru ekki samningslipur. Slíkar hótanir standast fáir. Læknir einn, er annast hefur fórnarlömb öryggissveitanna, segir að langvarandi neitun um svefn geti haft alvarleg og varanleg nei- kvæð áhrif á persónuleika ein- staklingsins og séu fjölmörg dæmi þess að fólk beri þess aldrei bætur. Konum alltaf nauðgað Lögfræðingur einn, er talaði við fréttamenn með þeim skilyrðum að nafns hans yrði ekki getið og séð hefur um réttarvernd nokkurra þeirra 500 pólitísku fanga er talið er að séu í E1 Salvador, segir að það sé nær undantekningarlaust að kvenfólki sé nauðgað ef það á annað borð kemst undir hendur hinnar illræmdu öryggislögreglu. í Ilopango, öryggisfangelsi fyrir konur í útjaðri San Salvador, eru fjölmargar konur er hafa börn sín með sér í fangaprísundinni, afleið- ing langra nauðgunaryfirheyrslna manna öryggislögreglunnar. Fangar, er blaðamenn yfirheyrðu í La Esperansa öryggisfangelsinu, staðfestu fregnir af víðtækum pynt- ingum. Fangarnir lýstu skilmerki- lega ýmsum pyntingaraðferðum er þeir höfðu upplifað. Neitun um mat og svefn langtím- um saman er algeng pyntingarað- ferð. Santos Garcia Martinez, fyrrum bílstjóri mannréttindaskrifstofu bandaríska sendiráðsins í San Salvador og þekktur stuðnings- maður vinstri skæruliða í landinu, var handtekinn af öryggislögregl- unni í september síðastliðnum. „Þeir bundu fyrir andlit mitt, börðu heiftarlega og leyfðu mér ekki að sofa í tólf daga. Þeir voru að gera mig vitfirrtan. Fyrir utan þetta gáfu þeir mér svo rafmagns- stuð í eyrun, nefið og kynfæri," segir Santos Garcia. Mannréttindasamtök telja að yfir 500 pólitískir fangar séu í E1 Salvador. Virðist sem herferð Duarte forseta gegn mannréttindabrotum skili litlum árangri. Vídtækar pyntingar öryggislögreglu í El Saívador: „LEYFÐU MÉR EKKIAÐ SOFA í TÓLFDAGA"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.